21.2.2016 | 14:35
Líkur á Clinton vs. Trump hafa aukist eftir sigur beggja
Sigur Clinton var ekki beint sannfærandi í Nevada, þ.e. 53%/47% - og mánuði fyrr hafði hún meir en 10% forskot -- á hinn bóginn bendir sá sigur til þess að henni sé að takast að halda -atkvæðum svartra- og -atkvæðum spænsk ættaðra.-
Trump wins decisively in South Carolina, Clinton clinches Nevada
Til uppryfjunar - reyndust þau atkvæði mjög mikilvæg á sínum tíma til að tryggja 2-sigra eiginmanns hennar, og þar með 2-kjörtímabil hans sem forseta.
- Vandamál Berni Sanders -- þó að gagnrýni hans sé alveg hárrétt á galla stuðningskerfa innan Bandaríkjanna við þá sem minna mega sýn - ef út í þ.e. farið er hann einungis að krefjast þess að Bandaríkin auki stuðning við þá minna megandi ca. upp í þann stuðning við minna megandi sem tíðkast í Evrópu.
- Að Bandaríkjamenn eru á móti sköttum - til þess að borga fyrir sambærilegt kerfi í Bandaríkjunum og í Evrópu, er engin leið framhjá því - að það þyrfti, sambærilega skattheimtu --> Það er hvað drepur óhjákvæmilega hugmyndir Sanders.
- Menn hafa verið að velta fyrir sér hvernig Sanders / Trums mundi virka - en þ.e. ekki nokkur séns á því, að Sanders geti forðað því að Trump bendi á það, að það geti augljóst aldrei virkað, að þeir ríku - einungis þeir ríku, borgi fyrir slíkt kerfi.
- En þ.e. ástæða fyrir því, að stuðningskerfi í evrópskum stíl - leiða alltaf til hás skatthlutfalls á millistéttina, einfaldlega vegna þess - að engu landi hefur tekist að láta þá auðugu eingöngu borga fyrir --> Þeir hafi of margar leiðir til að víkja sér undan sköttum - forða fé sínu annað; þannig að þetta endar alltaf á því að millistéttin borgar.
Sanders gæti aldrei neitað þessu - með sannfærandi hætti.
Þar með mundi Trump hafa -- Sanders.
Út á það að Bandaríkjamenn -- hata skatta.
Þetta er ein mikilvæg ástæða þess að Clinton hefur betri möguleika -- að einmitt vegna þess að hennar hugmyndir ganga skemmra, þá eru þær -- verjanlegri, og einnig þar með framkvæmanlegri.
Sanders missi atkvæði milliséttarinnar þegar hann geti ekki neitað því með sannfærandi hætti -- að hann muni senda henni reikninginn.
Og Clinton getur á móti ráðist að Trump --> T.d. blasir við að hörð stefna hans gagnvart innflytjendum, mun færa Clinton atkvæði spænsku mælandi án nánast nokkurs vafa.
Og mig grunar sterklega að --> Hún mundi einnig ná meirihluta svartra.
Þá þarf hún ekki -- nema ca. að fá svipað mörg atkvæði hvítra og Trump til að tryggja sér öruggan sigur.
Sigur Trumps í South Carolina var áhugaverður:
- En hann rústaði Jeb Bush, þó að í þessu fylki séu margar herstöðvar og að hermenn hafi stutt bróður hans Dubya í bæði skiptin -- þá náði Jeb ekki nema 7,8% --> Sem þíddi að framboð hans var endanlega hrunið.
- Annars féllu atkvæði -- Trump 32,5% - Rubio 22,5% - Cruz 22,3% - Bush 7,8% - Kasich 7,6% - Carson 7,2%.
- M.ö.o. hafa Rubio og Cruz enn möguleika - en engir aðrir. Spurning um þá 2 ásamt Trump, Trump ber þó af í flestum skoðanakönnunum gjarnan með 10% forskot eða meira.
Punkturinn er sá að Trump virðist langsamlega líklegastur -- þó enn sé ekki útilokað að Repúblikunum sem eru andvígir Trump takist enn að hindra framboð hans.
Þá virðast líkur á þannig útkomu -- minnka dag frá degi.
Málið með Trump - er auðvitað að hann er ekki - íhaldsmaður.
- Hann virðist ekki vera með nokkra aðra hugmyndafræði en þá, að ég er Trump - og ég er bestur.
- Trump virðist hafa tekist að skapa persónuleika "cult."
Þegar Trump er ruddalegur við nánast alla nema eigin fylgismenn -- virðist það falla í kramið, og eiginlega engu máli skipta - hversu móðgandi eða ruddaleg framkoma hans er gagnvart 3-aðilum.
Það virðist tekið af stuðningsmönnum - sem staðfesting þess að Trump sé mestur og bestur.
Trump virðist einnig komast upp með gagnvart stuðningsmönnum - að gefa upp yfirlýsingar sem oft eru mjög ósamkvæmar sjálfum sér - eða koma með fullyrðingar sem geta ekki staðist, reyndar það hefur hann einmitt ítrekað gert - sbr. kröfuna um takmörkun réttinda minnihlutahópa innan Bandar. sem væru augljóst stjórnarskrárbrot.
- Stuðningsmenn Trumps -- virðast algerlega staddir í hughrifa- eða tilfinninga-víddinni, m.ö.o. rökhyggja virðist þeim framandi.
Trump -- geti fyrst og fremst laðað fólk að sér með þeim hætti, að það taki heilann algerlega úr sambandi, fari inn í nokkurs konar "sefjunar ástand."
Trump - Clinton -- þess vegna séu fullkomnar andstæður.
Þ.e. fulltrúi hugsandi fólks - vs. fulltrúi þeirra sem hugsa alls ekki.
Þannig virðist það itrekað ekki þvælast fyrir stuðningsmönnum Trumps - að heilmikið af fullyrðingum hans og hugmyndum, séu fullkomlega óframkvæmanlegar.
Sanders að einhverju leiti er í því sama -- að sækja inn í tilfinningavíddina, hugmyndir hans séu ekki heldur framkvæmanlegar í bandarísku samhengi - að miklu leiti laði báðir að sér þá reiðu og vonsviknu - - reiða fólkið sem vill breytingar, en virðist ekki sjálft almennilega vita hvað það sjálft vill, bara eitthvað annað.
Þeir hópar virðast algerlega vera á tilfinningasviðinu.
Þess vegna virðast þeir algerlega leiða hjá sér - að hugmyndir frambjóðandanna í báðum tilvikum í mörgum atriðum, geti aldrei komist til framkvæmda.
- Það sé merkilegt að tveir frambjóðendur nái svo miklu fylgi -- sem í reynd það krefst þess, að stuðningsmenn algerlega taki heilann úr sambandi.
Niðurstaða
Ég er enn á því að líklegasta útkoman sé Trump vs. Clinton - að í því tilviki hafi Clinton Trump, og að auki að Clinton sé mun líklegri til sigurs á Trump en Sanders.
Ég hef allan tímann verið viss að Sanders -- tapi að flestum líkindum fyrir Trump.
Jeb Bush virðist aldrei almennilega hafa náð flugi, og hann er hættur nú eftir það hvað verður að kallast - léleg frammistaða, eftir að hafa eytt a.m.k. 155 milljónum dollara í framboð sitt, svipað og Clinton -- hann getur hafa varið mestu fjármagni Repúblikana frambjóðanda fram að þessu.
Það fé er þá allt komið í glatkystuna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 21. febrúar 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 382
- Frá upphafi: 871528
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 357
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar