26.11.2016 | 02:42
Markaðir í Bandaríkjunum virðast veðja á að Trump verði gerður að strengjabrúðu Repúblikanaflokksins
Að afloknum kosningum hefur verið mjög sterkt -narrative- í þá átt, að Trump verði annar - Reagan. En hafandi í huga að sennilega enginn forseti Bandaríkjanna sl. 30 ár elfdi meir valdastöðu Bandaríkjanna í heiminum en Reagan. Og að auki það, að Reagan aðhylltist ekki - verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum. En aðgerð sem sumir vitna til, þ.e. er hann beitti Japan þrýstingi um markaðsopnun á innanlands markað í Japan --> Gegndi einmitt þeim tilgangi, að stuðla að frekari opnun markaða, tilgangurinn var ekki verndarstefna!
- Til þess að halda því fram að Trump sé annar Reagan, þarf að gera einnig ráð fyrir því -- að Trump muni ekki fækka amerískum herstöðvum út um heim; heldur þvert á móti efla bandarísk hernaðarumsvið út um heim.
- Það væri líka ákaflega Reaganískt -- að kalla Rússland "evil empire" vísað til orða Reagans á sínum tíma um Sovétríkin, en ég er ekki í nokkrum vafa að Reaganískur forseti væri mjög herskár gegn Rússlandi.
- Það þarf að gera ráð fyrir því, að hugsanlegar tilraunir Trumps - til að endursemja um utanríkisviðskipti; leiði ekki til nýrra tollmúra af hálfu Bandaríkjanna - eða að Bandaríkin leggi slíka á - einhliða.
--M.ö.o. að Trump svíki nokkurn veginn alfarið yfirlýsta stefnu sína að færa störfin -- skv. trú hans að leið til slíks sé að tryggja samkeppnishæfni starfa innan Bandaríkjanna með nýjum tollmúrum.
--Auk þess að Repúblikanaflokkurinn muni ráða utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
- M.ö.o. þarf að gera ráð fyrir því --> Að Trump, fái ekki að vera Trump.
Það virðist þetta veðmál, að Repúblikanaflokkurinn muni hafa Trump að fullu undir sinni stjórn!
Sem hafi verið að leiða -- hækkanir á verðbréfamörkuðum undanfarna daga þ.e. eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.
- Markaðir reikna með því, að Trump muni fylgja markaðri stefnu Repúblikanaflokksins - þ.e. lækka skatta yfir línuna - þ.e. á laun, á rentur af fjármagni, og á fyrirtæki.
- Fyrir utan það, virðist reiknað með því að Trump muni verja miklu fé til opinberra framkvæmda -- telja að meirihluti sé líklega fyrir slíkri stefnu á þingi með aðstoð þingmanna Demókrata.
Það verður auðvitað að koma í ljós -- hvort að veðmál markaða sé rétt, að Repúblikanaflokkurinn hafi nú Trump -- fullkomlega undir sinni stjórn.
En ef þ.e. svo að -- ekkert verður af endurskoðunarstefnu Trumps á eldri viðskiptasamningum, nema að lagfæra einhver tæknileg atriði - t.d.
Það verði -- engir nýir tollmúrar.
Ekki verði af stefnunni -- verksmiðjurnar heim aftur.
Fylgt verði fram - hinni fremur herskáu utanríkisstefnu Repúblikanaflokksins.
--Ekki yfirlýstri stefnu Trumps sjálfs.
- Trump fái einungis -- eyðslustefnu ríkisins í því skyni að byggja upp innviði Bandaríkjanna, til að uppfylla loforð um snögga fjölgun starfa.
Þá sannarlega yrðu heildar áhrif slíkrar stefnu --> Hagvaxtarhvetjandi.
- En þetta byggir að sjálfsögðu fullkomlega á því, að veðmál markaða sé rétt.
- Að litlar eða engar líkur séu á því, að Trump fái að fylgja fram - verndarstefnu markmiðum sínum er hann hefur margítrekað lýst yfir -- síðast fyrir helgi.
En eins og ég hef margsinnis bent á -- að ef Trump mundi raunverulega leggja á háa verndartolla t.d. 45% á Kína, auk háa tolla á fleiri mikilvæg viðskiptalönd!
- Að hagvaxtaráhrif slíkra tollmúra yrðu afar neikvæð, þ.e. sennilega svo mikið að heildar stefnan yrði þá -- samdráttaraukandi.
- Augljóslega ef verndartollar væru lagðir á megnið af innflutningi á hátækni neysluvarningi til Bandaríkjanna.
- Þá að sjálfsögðu -- lækkar við það strax kaupmáttur almennings, vegna verðhækkana á þeim varningi sem slíkir verndartollar mundu samstundir framkalla.
- Lækkaður kaupmáttur - þíðir minnkun neyslu, og þar með nær samstundir samdrátt í innlendri verslun innan Bandaríkjanna -- því fækkun starfa í verslunargeiranum innan Bandaríkjanna - og að auki sennilega fækkun þjónustustarfa til viðbótar.
- Þetta gæti auk þess leitt til - lækkunar fasteignaverðs í Bandar.
- Spurningin er þó hve háir slíkir tollmúrar væru.
En ef þeir eru eitthvað í líkingu við hugmynd Trumps um 45% toll á varning frá Kína.
--Þá væru verðáhrif þeirra -- mikil.
Þar með einnig - samdráttaraukandi áhrif þeirra, einnig mikil.
Þau áhrif gætu vel verið stærri heldur en samanlögð - jákvæð áhrif af því ef bandaríska ríkið eykur innlendar framkvæmdir + jákvæð áhrif af lægri sköttum.
En það má aftur á móti ímynda sér -- miklu lægri tolla, t.d. innan við 10%.
--Sem líklega dygðu ekki til að hafa - umtalsverð neikvæð áhrif.
Sem kannski jafnvel gæti náðst samkomulag um -- og Trump kallað það sigur.
- En þá að sjálfsögðu breyttu litlu sem engu þegar kemur að hans stóra loforði.
Niðurstaða
Hefur Trump verið settur undir "management"? Ein prófraun á það, getur verið ef -- Romney verður skipaður utanríkisráðherra. Það væri kannski skýr vísbending þess - að Repúblikana flokknum hafi tekist að gera -strengjabrúðu- úr herra Trump.
En a.m.k. virðist veðmál markaða vera á þá lund, að Repúblikanar muni hindra sérhverja tilraun Trumps - til að leggja á nýja umtalsverða tollmúra.
Eða sérhverja tilraun Trumps, til að hefja viðskiptaátök við stórar viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna.
Og sennilega að auki, sérhverja tilraun Trumps til að - loka herstöðvum, ógna bandalögum Bandaríkjanna.
Að auki virðist veðmál markaða vera á þá lund, að efnahagsprógramm Trumps verði nokkurn veginn -jafnt og- efnahagsprógramm Repúblikanaflokksins, sem legið hefur fyrir um nokkurt skeið og markaðir vitar hvernig á að vera.
- Að Trump fái einungis að framkvæma það sem Repúblikanaflokkurinn leyfi honum.
Það verður síðan að koma í ljós hvort að markaðir eru að spá með réttum hætti.
--Að Trump fái litlu sem engu að ráða!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 26. nóvember 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 69
- Frá upphafi: 871532
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar