Borgarastríð yfirvofandi í Venesúela?

Í síðustu viku tókst Maduro forseta að hindra að almenn atkvæðagreiðsla ætlað að stuðla að því að honum yrði ýtt út úr embætti forseta -- fengi að fá að fara fram!
Bandamenn forsetans innan dómskerfisins, virðast hafa endurskoðað fyrri ákvörðun þ.s. undirskriftalistar höfðu verið samþykktir - allt í einu var þeim hafnað, þeim sem áður höfðu verið samþykktir, vegna nýrra ásakana frá tveim héraðs dómstólum um meint svik við gerð listanna af hálfu stjórnarandstöðunnar!
Því haldið fram að nöfn látinna einstaklinga hefði verið bætt við --> En tímasetningin er ákaflega grunsamleg, þ.s. eftir allt saman hafa þessir listar legið fyrir nú nokkuð lengi, grunsamlegt að slíkar ásakanir dúkki nú allt í einu upp, rétt áður en atkvæðagreiðslan átti að fara fram!
En ásakanirnar voru eigi að síður notaðar til að formlega aflýsa henni!
--Þar með hefur Maduro hindrað síðustu löglegu leiðina að því markmiði, að þvinga hann úr embætti!
--Þ.e. einmitt það atriði er skapar hættu --> En með 90% landsmanna þeirrar skoðunar nú skv. könnunum að landið sé á rangri leið og 80% þeirrar skoðunar að Maduro skuli fara frá!
--Var enginn hinn minnsti vafi með hvaða hætti kosningin mundi fara!

  1. Hafandi í huga að landið er á barmi hungursneyðar!
  2. Hafandi í  huga að vannæring er í útbreiðslu!
  3. Hafandi í huga, að gríðarlega alvarlegt heilbrigðis ástand er skollið á, þ.s. hættulegir en læknanlegir sjúkdómar eru orðnir að faraldri innan landsins, malaría í hraðri útbreiðslu og ógnar nú nágranna löndum.
  • Þá er augljóslega gríðarleg örvænting til staðar innan þjóðfélagsins!
    --Þ.e. einmitt þess vegna, að ákvörðun stjórnarinnar er svo hættuleg!
  • En ég sé ekki betur, en að landið uppfylli flest þau skilyrði sem ég hef heyrt um, til þess að þar geti brotist út -- vopnuð uppreisn!
  • Ég mundi segja að ástandið sé um margt líkt ástandinu í Nigaragua -- áður en fjölmenn uppreisn brast á gegn Anastasio Somosa!

Það má einnig líkja ástandinu við --> Ástandið í Sýrlandi vorið 2011, rétt áður en borgarastríð brast á innan Sýrlands!

Venezuela suspends anti-Maduro referendum

Venezuela’s mass street protest calls for general strike

Venezuela opposition escalates anti-Maduro protests, dozens injured

Stjórnarandstaðan ætlar að ganga að forsetahöllinni í næstu viku!

Það gæti orðið gríðarlega hættuleg stund - en rétt að ryfja upp að snemm sumars 2011 spruttu upp víðtæk mótmæli innan Sýrlands kennd við svokallað, arabískt vor. Lengi framan af voru mótmælin algerlega óvopnuð, og friðsöm.

En ekki löngu eftir að stjórnin fór að skjóta á mótmælendur í borgum landsins - fóru mótmælendur að vopnast, hermenn velviljaðir mótmælum brutust inn í vopnageymslur, og gengu í lið með mótmælendum -- og borgaraátök hafa staðið frá ca. ágúst 2011 samfellt síðan!

  1. Ríkisstjórn Maduro, er nánast ekkert annað lengur - en herstjórn.
  2. Með hermenn undir stjórn efnahagslegra mikilvægra þátta.

Andstaðan hefur engin vopn --> En með sambærilegum hætti og her Sýrlands klofnaði milli stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga; vegna þess eftir allt saman - að þjóðarher samanstendur af einstaklingum frá þeim sömu hópum er mynda þá þjóð!

Gæti það sama gerst innan Venesúela, ef það verða verulega blóðug átök í nk. viku - í tengslum við þessa fyrirhuguðu göngu að forsetahöllinni, til að krefjast afsagnar Maduro.

  1. En vegna þess, að enn hlutfallslega færri styðja stjórnina, en styðja enn Assad í samhengi Sýrlands.
  2. Grunar mig, að borgarátök innan Venesúela yrðu fljótlega meir lík því er allsherjar uppreisn hófst í Nigaragua snemma á 9. áratugnum, gegn Somosa stjórninni þar.

En sú stjórn varð á endanum undir -- vegna þess einmitt hversu almenn uppreisnin reyndist vera!

En það sé á hinn bóginn afar ósennilegt, að sambærilegt gerist síðan innan Venesúela er erlent ríki sá sér hag í því - að magna upp skæruliðahreyfingu gegn stjórninni er náði völdum með hernaðarsigri á Somosa.

Svo rúin trausti fullkomlega sé stjórnin í Venesúela - að ef klofningur yrði innan hersins, þá held ég að hún mundi frekar fljótt verða undir! Því einfaldlega, það styðja hana svo ákaflega fáir meðal landsmanna úr því sem komið er!

Á hinn bóginn, gæti samt orðið verulegt tjón á innviðum landsins til viðbótar, í slíkum átökum -- og landið að þeim loknum litið út eins og - slæmt Afríkuland!

  • Meðan átök standa yfir -- gæti orðið töluvert stór flóttamannabylgja til nágranna landa!
  • Auðvitað því stærri, sem þau mundu standa lengur.

--> Ef Maduro hefur eitthvað eftir af sómatilfinningu, á hann að hætta snarlega!
En ég efa það, jafnvel þó borgaraátök hefjast, að hann hætti!
Þannig að það yrði að hrekja hann frá með vopnum!

Bylting Chavez heitins -- getur því verið að nálgast þann punkt, að enda á versta mögulega veg!

 

Niðurstaða

Með öðrum orðum, ég óttast það að borgaraátök séu yfirvofani í Venesúela. Það sé held ég nánast öruggt, að einhverjir hermenn mundu ganga í lið með almenningi - ef uppreisn hans formlega hefst, eins og mig grunar að geti verið yfirvofandi. En engin leið sé að spá fyrir um hversu stór hluti hersins mundi ganga til liðs við slíka uppreisn almennings í landinu.
--Þannig að engin leið sé að spá fyrirfram því - hversu hratt stjórnin mundi vera hrakin frá völdum.
--En ég efa það alls ekki að það gerist, með 90% landsmanna ósátta, geti vart annað gerst!

En eina leiðin til þess að stjórnin haldi raunverulega velli - væri að öflugt erlent ríki mundi sjá hag sínum borgið að halda henni uppi þrátt fyrir þ.s. sennilega yrði ef uppreisn brýst upp - uppreisn er væri virkilega ákaflega almenn.
--Meira að segja Kína mundi frekar nú velja að vinna með nýrri stjórn!

Vegna þess að ég tel litlar sem engar líkur á að öflugt erlend ríki mundi velja að dæla fé og vopnum í að halda Maduro stjórninni á floti -- er ég í nánast engum vafa um með hvaða hætti borgaraátök mundu enda.

Einungis í vafa um hve fljótt þau mundu enda með ósigri stjórnarinnar.
Og því hvert tjón landsmanna og manntjón verður fyrir rest.
Og auðvitað hve hátt hlutfall þeirra yrði landflótta um tíma.

 

Kv.


Bloggfærslur 27. október 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband