12.10.2016 | 01:10
Forskot Clintons í skoðanakönnunum hefur greinilega vaxið - það áhugaverðasta getur verið hve erfiðlega Trump gengur að ná upp í 40%
Þetta má sjá greinilega ef maður skoðað t.d. kannanir Reuters á fylgi Trumps og Clinton, þ.e. meðan að fylgi Clinton hefur nú í nokkra mánuði samfellt verið á bilinu 41 - 43%, þá hefur fylgi Trumps verið að sveiflast á bilinu 35-38%.
--Báðir frambjóðendur virðast hafa um nokkra hríð verið með fremur -- stöðugt fylgi.
Trump á bilinu 37-38% / Clinton á bilinu 42-43%.
Reuters/Ipsos Poll: Clinton vs. Trump
Skv. frétt Reuters hefur þó snögg breyting orðið síðan um sl. helgi, þ.e. Trump mældist í nýjustu könnun Reuters með 37% m.ö. innan skekkjumarka miðað við áður - en fylgi Clinton mældist 45%.
--Aðeins hærra en Reuters hefur áður mælt Hillary Clinton.
Trump trails Clinton by 8 points after tape scandal, debate: Reuters/Ipsos poll
Það eru fleiri áhugaverðar kannanir, sbr.:
- 49,4% velja hana vegna þess að hún er ekki Trump.
- 39,5% eru sammála stefnu framboðs hennar.
- 8,1% líkar við hana persónulega!
- 51,3% velja Trump því hann er ekki Clinton.
- 37,9% velja Trump því þeir eru sammála stefnu hans.
- 6,6% líkar persóna Trumps, styðja hann þar af leiðandi.
Þetta er eins og margir aðrir hafa bent á --> Haturskosning!
Könnunin sýnir þó eitt áhugavert -- að Clinton hefur tekist að smá fjölga þeim sem styðja stefnu framboðs hennar. Þetta er þó ekki stór sveifla.
Nokkrar áhugaverðar tölur koma fram í frétt Reuters:
- 43% Repúblikana segja að ummæli Trumps sl. helgi, gera hann ekki ófæran sem forseta.
- 19% Repúblikana eru á öfugri skoðun.
- 58% Repúblikana segja að Trump eigi að vera frambjóðandi flokksins, áfram.
--Mér finnst þetta reyndar merkilega lágt hlutfall, þ.e. 58%.
áhugavert að konum sem velja Trump - fækkaði ekki!
- 44% kvenna styðja Clinton.
- 29% kvenna styðja Trump -- m.ö.o. sömu hlutföll og í eldri könnun.
"Trump, however, appears to be shedding support among evangelicals, who are usually a wellspring of support for Republican presidential candidates. Monday's poll showed that Trump had only a 1-point edge over Clinton among people who identified as evangelicals. Thats down from a 12-point advantage for Trump in July."
Þetta er reyndar -- forvitnilegt, ef Trump hefur snögglega misst umtalsvert fylgi, meðal -- strang kristinna Bandaríkjamanna; þannig að fylgi Trumps og Clinton meðal þess hóps - er nú að mælast ca. jafnt.
Niðurstaða
Það sem sé augljósasta ógnin við sigurmöguleika Trump sé sennilega að honum virðist ekki vera að takast að breikka sinn fylgisgrunn - þ.e. fylgi hans sé mánuðum saman sæmilega stöðugt; meira að segja ummæli helgarinnar - valdi sára lítilli sveiflu þar um.
Meðan hann sé stöðugur -- innan við 40%.
Og Clinton stöðug ívið yfir 40%.
Þá virðast sigurmöguleikar Clinton bersýnilega meiri!
- Þá verður skiljanlegt af hverju Trump, ætlar að beita þeirri taktík -- að auka persónuárásir á Clinton.
- Hann sé sennilega búinn á komast að þeirri niðurstöðu, að helsta von hans - sé að minnka fylgi Clintons.
Jafnvel þó hann næði því fylgi ekki endilega! Þá mundu líkur hans á sigri, vaxa - ef honum tækist að minnka hennar fylgi. Meðan að hans eigið væri áfram nokkurn veginn stöðugt!
Hans stuðningsmenn virðast ekki refsa honum, meira að segja ummæli helgarinnar - virðast ekki hafa minnkað fylgi hans að ráði.
--Þannig að hann virðist skv. því hafa frýtt spil frá þeim, til að ganga eins langt og honum sýnist!
Nýjustu yfirlýsingar Trumps - benda einmitt til þess, að hann ætli sér akkúrat það, að ganga skrefunum lengra: Trump assails House speaker Ryan, McCain as 'disloyal'
Trump segir -- nú fara af mér allar hömlur.
- 3-kappræðurnar verða líklega virkilega sóðalegar!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 12. október 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 871531
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar