21.1.2016 | 23:40
Niðurstaða breskrar réttarrannsóknar, Vladimir Putin hafi fyrirskipað morðið á Alexander Litvinenko í London 2006
Ég skal láta liggja milli hluta - hvort að niðurstaða bresku rannsóknarinnar er nákvæmlega rétt, sjá hlekki á fréttir - en erfitt er að neita því að böndin berast að stjv. Rússl:
Russia's Putin probably approved London murder of ex-KGB agent Litvinenko: UK inquiry
Litvinenko inquiry: report points finger at Vladimir Putin
Áhugaverðar staðreyndir um Polonium 210
- Þetta er alveg ótrúlega banvænt efni - einungis 1 - míkrógramm, er banvænn skammtur, ef viðkomandi neytir þess í vökva eða mat!
- Gufur af efninu, ef þeim er andað að - þá duga 10 - nanógrömm, til að drepa.
- Tæknilega getur eitt gramm af efninu - "One gram of 210Po could thus in theory poison 20 million people of whom 10 million would die."
Efnið drepur með því - að líkami viðkomandi verður fyrir geislamengun.
Geislun sem efnið gefur frá sér - er svo mikil, að þessir örlitlu skammtar duga, til þess að sérhver einstaklingur er verður fyrir banvænum skammti, deyr af geislaveiki.
- Á sama tíma, er mjög auðvelt að ferðast með þetta efni - - því ef þ.e. í algerlega lokuðu íláti -þá gerir það ekkert- þ.s. að geislun þess, er einungis í formi svoallaðra -alfa bylgja- sem komast ekki í gegnum ílát, meira að segja þau sem einungis eru úr glasi og með venjulegum tappa.
- Þannig að unnt er að ferðast með efnið, í lokuðu íláti - og geislanemar á flugvöllum nema það ekki - -> En það verður gríðarlega hættulegt, um leið og glasið er opnað - því þá fer það að gufa strax upp, og ef "morðinginn" þekkir ekki á notkun þess, gæti hann sjálfur fengið hættulega - geislun, ef efnið berst inn í líkama hans með innöndun.
- En vegna eðlis geislunar efnisins - verður það einungis hættulegt, um leið og það berst inn í líkamann -- þá fer alfa geislunin, að geislamenga vefi líkamans - drepa frumur - eyðileggja líffæri, smám saman veslast viðkomandi upp og deyr.
Sjá Wikipedia hlekk: Poisoning of Alexander Litvinenko
- Íbúðin hans, Alexander Litvinenko, varð það geislamenguð - vegna þess að líkami hans gaf efnið frá sér, þegar hann svitnaði -- að loka varð henni í 6-mánuði.
- Lík hans var síðan svo hættulegt - að gera varð sérstakar öryggisráðstafanir er það var krufið - þ.e. læknar klæddir frá hvirfli til ilja í geislabúninga.
- Bíll sem honum var ekið í, á sjúkrahús - honum var hennt, vegna mengunar.
- Fólk sem annaðist hann á sjúkrahúsinu, varð að fara í sérstaka rannsókn, til að athuga hvort það hefði orðið fyrir mengun af sjúklingnum.
Alexander Litvinenko virðist hafa orðið fyrir banvæna skammtinum - er hann hitti 2-Rússa Andrey Lugovoy og Dmitry Kovtun, fyrrum KGB meðlimi, á Millenium hótelinu við Grosvenor torg, en lögreglurannsókn fann bolla þar - sem eftir rannsókn, reyndist innihalda enn örlítið af Polonium 210.
Frekari rannsókn, leiddi til þess, að vart varð við - Polonium agnir - í mjög litlu magni í þegar slóð þeirra, Lugovoy og Kovtun, var rakin.
Að auki varð vart við agnir af polonium í 4-flugum - - þ.e. "BA875 and BA873 from Moscow to Heathrow on 25 and 31 October" - og öðrum tveim "BA872 and BA874 from Heathrow to Moscow on 28 October and 3 November."
Rússnesk stjórnvöld - - hafa engar skýringar veitt á þessari slóð, sem fannst í flugvélunum á leið til London, og síðan á leið til Moskvu.
Það að polonium slóð finnst í tengslum við ferðir, Andrey Lugovoy og Dmitry Kovtun, bæði til London - og síðan aftur til Moskvu, og að hún finnst einnig á hótelinu - þ.s. þeir hittu Litvinenko. Auk þess finnst bolli á sama hóteli - er greinilega var enn með litlu magni af Polonium.
- Bendir sterklega til þess að þeir hafi eitrað fyrir Litvinenko.
- Síðan er ein áhugaverð staðreynd enn, sú - - að 97% heimsframleiðslu á Polonium 210, er í Rússlandi - "The production of polonium starts from bombardment of bismuth (209Bi) with neutrons at the Ozersk nuclear reactor, near the city of Chelyabinsk in Russia." - "The product is then transferred to the Avangard Electromechanical Plant in the closed city of Sarov."
Þannig að langsamlega besti aðgangur í heiminum að Polonium 210 - er í Rússlandi sjálfu.
Efnið er það hættulegt - að einungis sérþjálfaðir einstaklingar geta beitt því, án þess að bíða sjálfir bana. Líklegustu morðingjarnir fyrrum KGB menn.
Alexander Litvinenko hafði flúið Rússland - var sjálfur fyrrum KGB.
Hann var með harðar ásakanir gegn stjórnvöldum Rússlands, Pútín sérstaklega.
Það er dálítið leitun að aðilum - með ástæður til að myrða, Alexander Litvinenko, þegar KGB eða FSB sleppi - og rússneskum stjórnvöldum.
En Vestræn stjórnvöld höfðu enga hagsmuni af því að láta drepa hann - þ.s. hann vildi ólmur vinna með þeim, og vann að rannsókn mála - sem hann sagði afhjúpa meinta stórfellda glæpi rússneskra stjórnvalda, og Pútíns sérstaklega.
Engar smáræðis ásakanir:
"Alexander Litvinenko was a former officer of the Russian Federal Security service who escaped prosecution in Russia and received political asylum in Great Britain. In his books, Blowing up Russia: Terror from Within and Lubyanka Criminal Group, Litvinenko described Russian president Vladimir Putin's rise to power as a coup d'état organised by the FSB. He alleged that a key element of the FSB's strategy was to frighten Russians by bombing apartment buildings in Moscow and other Russian cities.[8] He accused Russian secret services of having arranged the Moscow theater hostage crisis, through their Chechen agent provocateur, and having organised the 1999 Armenian parliament shooting.[9] He also stated that the terrorist Ayman al-Zawahiri was under FSB control when he visited Russia in 1997."
Auðvitað ef hann var innanbúðar maður í KGB/FSB - þá gat hann hafa vitað margt, sem hvergi kom fram opinberlega.
Það er auðvitað sérstakt - - að hann skuli síðar myrtur með svo óvenjulegum hætti.
Með eytri sem er þetta hættulegt í noktun fyrir sjálfa morðingjana.
Það kannski - - gefur þessum einstöku ásökunum, einhverjan byr í seglin!
Því að - - Polonium 210, er það hættulegt, að enginn aukvisi getur nálgast það.
En leyniþjónusta ætti vel vera fær um slíkt!
Niðurstaða
Mjög margt virðist benda til þess - að annaðhvort innanbúðar menn í leyniþjónustu Rússlands, hafi látið myrða Alexander Litvinenko - það þarf ekki endilega hafa verið skipun Pútíns; meðlimir KGB/FSB geta hafa litið hann - svikara við málstaðinn, þannig séð.
En hafandi í huga að Pútín sjálfur var KGB foringi, hátt settur - þá finnst manni alveg ágætlega koma til greina, að slíkt plott hafi ekki fengið að fara áfram; nema að koma inn á hans borð.
Þó það verði sennilega aldrei sannað - - en næsta víst a.m.k. virðist að Poloniumið hafi komið frá Rússlandi - og það hafi verið 2-fyrrum KGB meðlimir, sem frömdu morðið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2016 | 00:28
Stjörnufræðingar telja að pláneta á stærð við Neptúnus sé til staðar í Sólkerfinu - þó hún hafi ekki enn sést í sjónaukum
Það sem gerir þessa tilgátu áhugaverðari en allar aðrar sem hingað til hafa komið fram.
Er að það er nú unnt að sýna fram á tilteknar skýrar vísbendingar um tilvist slíkrar plánetu.
En ef hún er til - þá er hún í órafjarlægð frá Sólinni, og árið þar er 20.000 Jarðár.
Astronomers say a Neptune-sized planet lurks beyond Pluto
Scientists Find Hints Of A Giant, Hidden Planet In Our Solar System
Caltech Researchers Find Evidence of a Real Ninth Planet
New evidence suggests a ninth planet lurking at the edge of the solar system
Megin vísbendinguna má sjá á þessari mynd!
En það vakti athygli vinanna, Mike Brown og Konstantin Batygin, það samhengi sem sést á þessari mynd - - og þeir telja tölfræðilega afar afar ólíklegt að sé tilviljun.
- Þessi mynd sýnir sporbauga nokkurra smárra svokallaðra, Plútona, eða dvergpláneta.
- Það sem er sérstakt - er að þær eru allar á sama tíma í nánd við Sól.
- Sem þíðir, að þá einnig verða þær allar samtímis - í mestu fjarlægð eftir mjög mörg ár.
- Síðan vakti einnig hallinn á sporbaugum þeirra athygli vísindamannanna - - en þær virðast vera í greinilegum hópum.
- Til þess að framkalla þetta samhengi.
- Þurfi eitthvað með þyngdarafl, að hafa haft áhrif á þeirra sporbauga - og til að smala þeim með þessum tiltekna hætti.
Eftir mikla vinnu með tölvu-módel - þá hafa þeir félagar komist að þeirri niðurstöðu sem sýnd er að ofan --> Þ.e. sporbaugur plánetu sem þeir leggja að til að fylgi gula sporbaugnum.
- Gula plánetan er teiknuð með sporbaug -- sem alltaf er í mestu fjarlægð frá sól, þegar dvergpláneturnar eru í mestri nánd við Sól; og öfugt.
- Þannig séu sporbaugar smærri hlutanna - verndaðir fyrir þyngdarafli nýju pánetunnar.
Viðbótar vísbending er til staðar á eftirfarandi mynd
Þarna er um að ræða 5-sporbauga halastjarna, sem virðast fylgja sporbaugum sem eru akkúrat hornréttir á sporbauga dvergplánetanna - með bleiku sporbaugana!
Vísindamennirnir - segjast hafa í tölvumódelum spáð því að til staðar mundu verða halastjörnur með slíka sporbauga.
Og það hafi komið þeim skemmtilega á óvart - að frétta af því, að þessar 5-höfðu fundist fyrir nokkrum árum --> Sem fylgja einmitt þeim línum sem þeirra módel fann út.
- En þeir segja nýju plánetuna neyða alla þessa smærri hnetti eða halastjörnur, á þessa tilteknu sporbauga með þessi tilteknu horn.
Samkvæmt fréttum eru vísbendingarnar það góðar!
Að vísinda-samfélagið tekur þetta alvarlega!
Hvað á ég við um órafjarlægðir?
Skv. vísindamönnunum, er mesta nánd við Sól hjá plánetunni, 200 sinnum fjarlægð Jarðar frá Sól.
Og mesta fjarlægð plánetunnar frá Sól, er 600 - 1.200 sinnum fjarlægð Jarðar frá Sól.
Ef það stenst - og hún finnst.
Væri það fjarlægasti þekkti hluturinn á sporbaug við Sól - sem vitað er um.
- Hvernig ætli gas jötunn á stærð við Neptúnus hafi komist þangað?
- Ósennilegt virðist að pláneta af þeirri stærð geti hafa myndast þarna.
- Þannig að sennilegra sé að hún hafi verið í fyrndinni mun nær Sólu, og að t.d. Júpíter - eða Satúrnus eða Neptúnus; hafi á endanum unnið þyngdarafls reipitog og þeitt henni af sínum sporbaug.
- Þetta hafi gerst meðan að Sólkerfið var enn umlukið frumþokunni sem það myndaðist úr, og hún hafi skapað nægilegt "drag" eða mótstöðu til að hægt hafi á henni eftir að hún hrökklaðist af sínum upphaflega sporbaug, svo að í stað þess að yfirgefa Sólkerfið alfarið - hafi hún endað á þessum afar fjarlæga sporöskjulaga sporbaug.
Auðvitað er ekkert staðfest fyrr en hún finnst.
Þegar eru sjónaukar á tveim meginlöndum að leita hennar!
Svo ef hún er til - finnst hún fyrir rest!
Niðurstaða
Það væri enginn smáræðis fundur, ef tilvist stórrar plánetu til viðbótar núverandi 8 - verður á endanum staðfest. Hún væri mjög merkileg ummerki um þau átök eða hamfarir, sem hafi einkennt frumbernsku Sólkerfisins.
En t.d. er talið fullvíst, að Jörðin hafi orðið fyrir árekstri við plánetu á stærð við Mars, í frumbernsku Sólkerfisins - og í samhengi við þann árekstur hafi Tunglið myndast.
Þannig að talið var fullvíst áður að a.m.k. ein enn pláneta hafi myndast - þó hún hafi síðan, farist.
Fyrst að önnur pláneta af Mars stærð, var einu sinni til - þá var alls ekki útilokað að enn fleiri plánetur til viðbótar þeim sem eru sjáanlegar, hefðu einnig myndast.
Það var alltaf möguleiki - að slíkri hefði verið þeytt alveg út úr Sólkerfinu, eða í átt að Sól, til að farast þar síðan.
Líkur eru þar af leiðandi á, að mjög mikið sé af plánetum í Vetrarbrautinni okkar, sem sveima um tómið milli stjarnanna - heimilislausar, ískaldar. En nú er talið að myndun sólkerfa sé átakasyrpa þar sem mikið gangi á.
- En þetta einnig hefur gefið þann augljósa möguleika - að það geti enn verið til staðar ófundin pláneta í okkar Sólkerfi.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 21. janúar 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar