18.9.2015 | 01:11
Verður Sýrland - Víetnam Pútíns?
Það hafa borist skýrar fregnir um það á síðustu dögum, að rússneskir hermenn séu komnir til Sýrlands. Ekki virðist um mikinn fjölda að ræða - ekki vitað akkúrat hvers konar hersveitir - en líkur sterkar að um sé að ræða sambærilegar sérsveitir eins og þær sem t.d. voru notaðar til að taka Krím-skaga, og sáust mjög vel á fjölda mynda - Speznac.
Rannsakendurnir í Bellingcat - náðu merkilegri ljósmynd í Sýrlandi.
R-166-0.5 signals vehicle
Að sögn Bellingcat -rannsakendanna- þá er um að ræða farartæki, sem sérhæft er í því að -trufla fjarskipti- en einnig í því að auðvelda fjarskipti. Tækið þjóni þeim tilgangi, að auðvelda hermönnum að eiga samskipti sín á milli - samtímis að samskipti annarra eru trufluð.
Á nærmyndinni sjáist rússneskur hermaður í einkennisklæðnaði rússn. hersins
Enginn veit akkúrat hvað Rússar hyggjast fyrir í Sýrlandi:
Syrian army starts using new weapons from Russia - military source
Russian moves in Syria have coalition questioning motives
Are Iran and Russia Risking Their Own Vietnam in Syria?
Nýtt Víetnam stríð?
Ein möguleg túlkun væri að Rússar hefðu í huga - umtalsverða innkomu. Höfum í huga að á nk. ári, hætta refsiaðgerðir á Íran. Þá fær Íran peninga er voru frystir í Bandar. fyrir 30 árum, og voru í eigu íranska ríkisins fyrir byltingu. Samtímis, þá má reikna með því að Íranar fái auknar tekjur af sölu á olíu - auk þess að þeir eiga verulegar birgðir af olíu, sem þeir augljóst munu selja.
Undirbúningur Rússa, gæti verið með þetta til hliðsjónar - að Íran muni á nk. ári ráða yfir umtalsverðu fjármagni. Og það geti samtímis gert Íran kleyft, að auka sínar aðgerðir samtímis innkomu Rússlands.
- Í Víetnam, þá voru Bandaríkin að styðja mjög óvinsæla ríkisstjórn.
- Sú ríkisstjórn var að glíma við innanlandsuppreisn er var víðtæk, og auk þess naut aðstoðar utanaðkomandi landa.
- Bandaríkin börðust með hersveitum ríkisstj. S-Víetnam, árum saman - gegn þeirri uppreisn. Gegn uppreisn er naut aðstoðar Kína og Sovétríkjanna, auk N-Víetnam.
Það má alveg teikna upp töluvert sambærilega sviðsmynd af átökum í Sýrlandi.
Ef maður setur í stað Bandaríkjanna -Rússland- og í stað Víetnam -Sýrland.-
Ef maður gerir ráð fyrir því, að Rússar ætli nú að berjast með Sýrlandsstjórn - gegn uppreisn innan Sýrlands, er sannarlega er víðtæk og auk þessa nýtur aðstoðar utanaðkomandi landa.
Ég persónulega stórfellt efa að slík tilraun, mundi líklega leiða fram sigur
- Sennilegra að stríðið yrði - enn mannskæðara.
- Bardagar stærri, og harðari.
- Og líkur aukast á því að það breiðist frekar út.
- Og þá að sjálfsögðu - - fleiri flóttamenn, jafnvel mun fleiri.
En ég fastlega reikna með því, að eins og í Víetnam - þá mæti andstæðingar þ.e. Saudi Arabía + flóa Arabar, innkomu Rússa og væntanlega auknum styrk innkomu Írana - - > Með því að bæta í það fjármagn sem þeir verja til þess að styðja við hreyfingar í Sýrlandi, er njóta velþóknunar þeirra - auk þess að auka við vopnasendingar.
- Ég er alls ekkert viss, að rússnesk innkoma veiki ISIS.
- Það þveröfuga gæti gerst, að hún mundi styrkja þá hreyfingu enn frekar.
Síðan 2013 hefur Sýrlandsstríðið - verið hreint "proxy war" milli Írana, með stuðningi Hesbollah, og þeim hersveitum sem stjórnin í Damascus enn ræður yfir.
Og Arabaríkja sem eru í bandalagi við Saudi-Arabíu.
- Þessar 2-fylkingar, hafa gert Sýrland að bardagavelli.
- Eiginlega tekið yfir stríð er hófst upphaflega á uppreisn innan sýrl. hersins.
- M.ö.o. - stolið stríðinu.
Punkturinn er sá, að ef -kristnir hermenn- bætast inn, berjast við hlið Shítanna í Hesbollah hreyfingunni, og Írana -sem auðvitað eru Shítar, með hersveitum Assads sem flestir eru af þjóðflokki Alava eða Alavíta, sem hafa eigin sértrú af meiði Íslam.
Þá styrkir það - - trúarstríðs tón þessara átaka.
Þegar þessar sveitir standa gegn hersveitum - - sem eru Súnní Arabar að stærstum hluta.
- Þetta -trúar-element- gerir þetta svo eldfymt.
Róttækir Súnníta-hópar er berjast í Sýrlandi - muni túlka þetta sem "krossfaraher"
Og þeir muni nota það, að -kristinn her- standi gegn trúbræðrum þeirra, sé að drepa -súnní Múslima- til þess að kveikja í hópum Araba í Mið-Austurlöndum, í borgum og bæjum um N-Afríku og Mið-Austurlönd.
Og þannig fjölga þeim -hugsanlega til muna- er ganga í þeirra raðir, og gerast sjálfboðaliðar með þeim í átökum innan Sýrlands.
- M.ö.o. nettó áhrif gætu verið þau, að fjölga Jihadistum er streyma til Sýrlands, það mikið - að vegi upp og gott betur, þá sem falla í harðnandi átökum.
- Og að auki, getur verið að -ISIS- geti notað þetta, til þess að fjölga fylgismönnum er mynda svokallaðar "svefn sellur" í borgm og bægjum um Mið-Austurlönd.
-------------
Hættan gæti orðið veruleg á frekari útbreiðslu stríðsins.
Ég held ekki að þessi átök séu líkleg, að enda með - sigri.
Eina leiðin sé - samkomulag.
Hvers konar samkomulag?
Ég er að tala um, að -bandalögin 2- hittist á hlutlausum stað - - þannig að Íranar, en án nokkurs vafa ráða nú Íranar meir í Sýrlandi en ríkisstj. þar, og Saudar, en þeir eru klárlega höfuð bandalags flóa Araba - - > Geri upp sín megin ágreiningsmál.
Ég hugsa að - skipting Sýrlands sé óhjákvæmileg.
Saudar og Íranar - geri upp sín á milli, hvar landamörk liggi.Íranar haldi Assad, ef þeir vilja að hann stjórni áfram, og þeirri landspildu er Assad enn stjórnar. Og auðvitað svæðum í Írak er lúta enn stjv. í Bagdad.
Saudar og bandalag Araba, fái þau svæði sem tilheyra uppreisnarhópum og -ISIS.-
Þau verði á áhrifasvæði - Sauda og bandamanna Sauda.
Og þeirra að gera við, hvað þeir vilja.
Síðan gæti verið mögulegt, að sannfæra þetta bandalag Araba, um að þeir sjálfir standi fyrir því að ganga á milli bols og höfuðs á ISIS.
Enginn Vestrænn her komi nærri.
Þetta væri ráðstefna - sambærileg við svokallaða Yalta ráðstefnu.
Þar væri skipting Mið-Austurlanda milli bandalaganna - ákveðin.
Og formlega bundinn endir á stríðsátök - bandalaganna 2-ja.
Við tæki - kaldur friður.
Niðurstaða
Ef mál fara þannig, að Rússar og Íranar, ætla að gera tilraun á nk. ári - að breyta verulega víggsstöðunni í Sýrlandi, stjórnvöldum í Damaskus í hag.
Þá reikna ég með því, að átök muni stórfellt harðna, því bandalag Sauda og Arabaþjóða, muni sennilega mæta þeirra innkomu, með því að auka við - af sinni hálfu.
Það gæti leitti til - - umtalsverðs viðbótar flóttamannastraums til Evrópu á nk. ári.
Auk þess - - skapað vaxandi hættu á frekari útbreiðslu átakanna, ef það fer svo að þau átök fari í stigmögnun milli fylkinga.
En frekari útbreiðsla - - þíddi hugsanlega stórfjölgun flóttamanna.
Ég held að það sé afar ósennilegt, að Rússland/Íran, geti unnið hernaðarsigur.
En tilraunir þeirra til að ná fram slíkum sigri - gætu leitt fram mjög stórfellda aukningu átaka, og eins og ég sagði - hugsanlega leitt fram nýja útbreiðslu stríðsins.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 18. september 2015
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 381
- Frá upphafi: 871527
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 356
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar