11.9.2015 | 01:30
Bretland gæti verið að nálgast víðtæka pólitíska sátt um að yfirgefa ESB
Ég skal viðurkenna að ég hef ekki mikla þekkingu á skoðunum Jeremy Corbyn, sem virðist líklegastur næsti leiðtogi Verkamannaflokksins breska. En þ.s. mesta athygli vekur - - eru viðhorf hans: Wikipedia Jeremy Corbyn
- Móti ESB aðild, vill m.ö.o. Bretland út úr ESB.
- Vill reyndar að auki Bretland út úr NATO.
- Er uppsigað við Bandaríkin.
- Hann virðist styðja sjónarmið Rússlands, í þá átt - að rangt hafi verið að hleypa A-Evr. þjóðum inn í NATO, og að ástandið í Úkraínu sé V-Evrópu, og NATO að kenna.
- Mjög sterk viðhorf gegn Ísrael, og ákveðinn stuðningsmaður sjónarmiða Palestínuanna, þar á meðal - Hamas.
- Vill að Bretland hætti að vera kjarnorkuveldi.
- Vill opna aftur kolanámur í Bretlandi, er lokað var í tíð Möggu Thatcher.
- Vill ríkisvæða járnbrautir.
- Móti skólagjöldum í breskum skólum.
- Meðlimur að Amnesti International.
Þau viðhorf hans er gætu haft einna mest áhrif, gætu verið viðhorf hans gagnvart ESB
Það gæti haft áhugaverð áhrif, ef hann verður leiðtogi Verkamannaflokksins - þegar fyrirhugað er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Bretland verður áfram meðlimur eða yfirgefur ESB.
Sannarlega er David Cameron ekki - beint andvígur aðild. Eða þannig les ég ekki hann. En á hinn bóginn, eru mjög sterk andstöðuhreyfing við aðild innan Íhaldsflokksins.
Síðan er það 3-aflið í bresku pólitíkinni, þ.e. UKIP er nú 3-flokkurinn í breskri pólitík. Hefur nú meira fylgi en Frjálslindir. Afstaða UKIP er sannarlega þekkt.
- Ofan í allt þetta - bætist hin nýja flóttamanna krísa.
- Og öflug andstaða innan Bretlands - að veita móttöku mörgum flóttamönnum.
Ég þekki ekki viðhorf Jeremy Corbyn um það atriði.
En það getur verið að hann sé stuðningsmaður þess að taka við þeim flóttamönnum.
Hafandi í huga ákafan stuðning hans við málstað Palestínumanna.
Niðurstaða
Mig grunar að það geti haft merkileg áhrif á bresk stjórnmál, líklegt kjör Jeremy Corbyn sem formanns Verkamannaflokksins.
Ekki nærri öll hans viðhorf virðist mér sennilegt að öðlist almanna hylli - sbr. virðist mér ekki neinn verulegur stuðningur innan Bretlands, að landið hætti að vera meðlimur að NATO. Það gæti verið töluverður stuðningur við það, að hætta að vera kjarnorkuveldi. Síðan efa ég að víðtækur stuðningur sé við það sjónarmið - að rangt hafi verið að hleypa A-Evr. þjóðum í NATO - - að með því hafi NATO veitt Rússlandi gilda átyllu. Eða að deilan í Úkraínu sé V-Evr. og NATO að kenna.
En afstaða hans til ESB aðildar - gæti haft áhrif. Þegar tekið er tillit til áhrifa UKIP + hóps íhaldsmanna sem vilja Bretland úr ESB - - > Og ekki síst, sennileg áhrif núverandi flóttamannakrísu til þess að efla stuðning við brotthvarf Breta úr ESB.
Þess vegna sagði ég í fyrirsögn.
Að það geti verið að nálgast sú stund.
Að það myndist víðtæk pólitísk sátt í Bretlandi.
Að landið yfirgefi ESB.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 11. september 2015
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar