10.6.2015 | 23:28
Búið að uppgötva uppruna Indó-evrópa?
Rakst á þessa áhugaverðu frásögn í NyTimes: DNA Deciphers Roots of Modern Europeans. En þessar genarannsóknir virðast sýna fram á að Evrópumenn séu -gróft séð- samsettir úr 3-megin hópum, sem komu til Evrópu með löngu millibili:
- Fyrst er um að ræða veiðimenn og safnara, sem birtast í Evrópu á Ísöld, þ.e. fyrir 45þ. árum, sjálfsagt þeir sem titlaðir voru "cro magnon" menn. Þetta fólk virðist ekki hafa dáið út, heldur viðhaldist sem sérhópur lengi eftir að síðari hópur mætti á svæðið. En síðan að lokum - horfið inn með blóðblöndun.
- Svo eru það bændur er koma í gegnum Tyrkland frá Mið-Austurlöndum fyrir 8-9þ. árum. Lengi vel virðast bændurnir og veiðimannasamfélagið hafa lifað hlið við hlið, þ.e. a.m.k. í 2þ. ár, áður en sjást merki í greiningu fræðimanna - að blóðblöndun á sér stað. Þ.e. áhugavert, að svo virðist ekki að -veiðimennirnir- hafi tekið upp lifnaðarhætti bændanna, heldur lifað sem annað samfélag meðfram bændasamfélögunum í þessu ca. 2þ. ár. Þetta fólk skv. frásögn fræðimannanna - - var eins ólíkt genetískt séð, og í dag eru Asíubúar og Evrópubúar. Sjálfsagt hefur menningarmunur - - a.m.k. ekki verið smærri en það, líklega hefur það stuðlað að því, hve langan tíma það tók fyrir samfélögin að renna saman.
- Svo eru það -Indó-Evróparnir- en skv. fræðimönnunum þá berst næsta bylgja í gegnum Rússland, hirðingjasamfélag sem mætir á svæðið fyrir 4.500 árum, fyrst í Mið-Evrópu. Það virðist afar freistandi að líta á að þetta fólk hafi borið með sér hin -indóevrópsku- tungumál. Þetta var fólk, sem hafði ekki fasta búsetu, heldur lifði á steppum Rússlands, með stórar hjarðir af sauðfé - - er því freystandi að líta svo á að til þeirra sauðfjárræktar og sauðfjárstofna, megi rekja þann stofn sem endaði fyrir rest á Íslandi.
"A Yamnaya skull found near Samara, Russia, colored with ocher."
Rök fyrir því að þetta geti verið -IndóEvrópar?
- Eru mættir til Mið-Evrópu fyrir 4.500 árum, sem virðist nægilega snemma til að gríska menningin sem fyrst kom fram 3.500 árum síðan, geti hafa myndast í millitíðinni. Þ.e. hirðingjarnir leitað til Grikklands, en þ.e. sauðfjárrækt einnig á gömlum merg í Grikklandi; og haft nægan tíma til að mynda - - sérstakt tungumál þegar fyrir 3.500 árum.
- Er komin skýringin á svokölluðu "tocharian" tungumáli í Synkiang í Kína? En rannsóknir nú sýna, að -svokölluð Afanasevo menning- í Síberíu, er skild hinni svokölluðu -Yamnaya- menningu, er barst til Evrópu skv. genagreiningu, og þá má ætla að líkur séu á að það fólk hafi talað tungumál er hafi verið skilt tungumáli hirðingjanna rússn. sem nefndir eru Yamnaya menningin.
Takið eftir kortinu af vef -Wikipedia- að staðsetning Afanasevo fólksins fyrir 4.700 árum er ekki fjarri landamærum Kína í dag.
En -Tocharian- er þekkt frá handriti er fannst í Synkiang er skv. aldursgreiningu er 1.200 ára gamalt. Miðað við þetta, getur það mjög vel verið, að útbreiðsla Yamnya menningarinnar - - til austurs. Ekki síður en til vesturs.
Skýri þessa útbreiðslu - indóevrópskra tungumála, þ.e. að þau hafi verið til staðar í Vestur hluta Kína, en einnig borist frá Mið-Asíu til Suðurs, alla leið til Indlands og Írans.
Genarannsóknir eru virkilega mögnuð aðferð til að leita sannleikans, mér finnst þetta fremur sannfærandi að svarið við því - - hverjir Indó-Evrópar voru sé fundið.
Niðurstaða
Kannski er loksins búið að svara þeirri spurningu sem fræðimenn hafa spurt sig að í meir en 100 ár, síðan tungumálasérfræðingar greindu svokölluð indó-evrópsk mál, og áttuðu sig á því að fornt tungumál á Indlandi, sanskrít ásamt írönsku sem enn er töluð í dag; eru fjarskild en samt skild tungumál hinum evrópsku tungumálum sem við þekkjum þ.e. germönskum, rómönskum, sem og slavneskum, ekki síst - grísku.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 11.6.2015 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2015 | 01:27
ISIS að færa út kvíarnar í Líbýu
ISIS hefur ekki einungis verið í sókn undanfarið í Sýrlandi og Írak, þ.s. ISIS hefur tekið sitt hvora borgina í sitt hverju landinu, og heldur sinni sókn síðan áfram í því framhaldi.
Nei, ISIS hefur einnig skotið rótum í Líbýu og er að því er best verður séð - - að notfæra sér "valdatóm" sem sennilega er til staðar í því landi, á svæðum sem völd þeirra fylkinga sem berjast um völdin í landinu eru veik.
Rétt er að muna, að innan Sýrlands - hefur ISIS elfst mjög mikið með þeim hætti, að ráðast að margvíslegum uppreisnarhópum, og taka yfir þau svæði sem hafa fallið uppreisnarhópum af margvíslegu tagi í hendur.
- Á hinn bóginn, hafa átakalínur í Sýrlandi verið miklu mun flóknari, því að fylkingar andstæðinga stjórnvalda í Damascus klofnuðu fljótlega í ákaflega marga tiltölulega smáa hópa.
- Sá klofningur uppreisnarinnar í Sýrlandi - - sennilega gerði ISIS auðvelt um verk. Þ.s. um var að ræða "marga smáa hópa" sem hver um sig vann ekki með öðrum hópum nema að litlu leiti; þannig að ISIS gat stundað þ.s kallað er "defeat in detail." Þ.e. ráða niðurlögum eins hóps, síðan þess næsta, svo koll af kolli.
- Á hinn bóginn eru átakalínur í Líbýu ekki þetta margbrotnar - - þó svo að hóparnir séu þar einnig margir.
- Þá hafa þeir myndað 2-meginfylkingar, þ.e. bandalög. Og þau bandalög berjast um völdin í landinu.
Þetta sennilega gerir Líbýu líklega að síður auðveldum stað fyrir ISIS.
En ISIS virðist samt vera að finna sér pláss - - á svæðum í miðju landinu. Sem sennilega liggja ca. mitt á milli átakalína.
ISIS Proves Its Persistence With Attacks in Libya and Iraq
Sjá á kortinu bæinn - - Surt þ.s. ISIS nú ræður
",,,the Islamic State captured a critical power plant along the coastal road westward from its stronghold in Surt toward Misurata." - "The loss was the second significant retreat in less than two weeks by the Misuratan militia..." - "...the capture of the power plant now means the Islamic State can threaten to cut off electricity to parts of the central and Western regions of the country."
- Þetta virðist vera taktík ISIS - - að ná valdi á einhverjum mikilvægum "strategic asset."
ISIS ræður nú svæðinu næst - Surt. Þar á meðal flugvelli þar í grennd, sem sé þó ónothæfur vegna skemmda. Svo nú þessu orkuveri.
Hersveitirnar frá -Misuratah- sem er kjarni uppreisnarinnar innan Líbýu, er ræður höfuðborginni og að lang mestu leiti - - Tripolitania svæðinu.
Meðan að hinn megin hópurinn, sem inniheldur leyfar hins "gamla stjórnarhers" og það þing sem er "alþjóðlega viðurkennt" sem situr í borginni Tobruk Austast í landinu, sá hópur virðis stórum hluta - ráða Cyrenaica svæðinu.
- En í miðjunni - - milli þeirra svæða er hvor fylkingin um sig ræður.
- Sé sennilega valdatóm - - sem ISIS hafi ákveðið að fylla.
ISIS virðist hafa kosið, að beita sér fyrst gegn -Misuratah- hópunum, þeirra árásir virðast hingað til ekki hafa dugað til að hrekja ISIS liða á brott - - sem þvert á móti virðast hafa sókt fram í humátt til Misuratah.
Vesturlönd virðast samt sem áður, sjá visst tækifæri í þessari rás atburða
M.ö.o. menn vonast eftir því, að unnt verði að láta megin fylkingarnar skilja - - að ISIS sé ógn við þær báðar, og ekki síst - framtíð landsins.
Þannig að hugsanlega verði unnt, að fá báðar fylkingar að samningaborði - um nýja tilraun til þess að binda endi á þeirra átök.
En sameiginlega eru fylkingarnar sjálfsagt nægilega sterkar. Til þess að stökkva ISIS á flótta. Meðan að ef átök þeirra halda áfram, þá viðhaldist svigrúmið - - sem ISIS notfæri sér, til þess að eflast og styrkja sín áhrif og yfirráð.
Enn sé ekki of seint, að stökkja ISIS á flótta, neyða ISIS undir yfirborðið innan Líbýu.
Niðurstaða
Bersýnilega hefur enginn áhuga á því að senda her til Líbýu. En ef tækist að fá megin fylkingarnar sem berjast um völdin í landinu til að slíðra sverðin. Og þess í stað til að beita sér gegn ISIS - - þá þarf ekki að fara að Líbýa verði ISIS að bráð.
En meðan að stríðið viðhelst, þá getur ISIS notfært sér átök fylkinganna til þess, að narta í yfirráðasvæði beggja - - meðan þær berjast sín á milli. Og smám saman verða sterkara á milli þeirra - - þangað til að hugsanlega ISIS gæti tekið yfir.
Þetta þarf ekki að gerast - ekki of seint enn að forða slíkri útkomu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 10. júní 2015
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 869803
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar