Grikkland skrapar saman fé fyrir gjalddeginum þann 9/4, en viðurkennir að eiga sennilega ekki peninga við mánaðarlok

Eftirfarandi var haft eftir "háttsettum" embættismanni, eins og þ.e. orðað í Financial Times - væntanlega þíðir að viðkomandi vildi ekki láta nafn síns getið:

Athens scrapes together cash for April but default looms in May

  1. We’ll meet international obligations without any problem but it will be a squeeze to raise cash for domestic payments in the second half [of the month],...”
  2. “Next month is a different matter. We are going to run out of money unless reforms are legislated to make some bailout funds available,...”

Mig grunar að greiðslur þær sem embættismaðurinn vísar til - í seinni hluta apríl, séu greiðslur til - aldraðra, til bótaþega á atvinnuleysisbótum og tryggingabótum.

Það gæti hitnað dálítið í þjóðfélaginu í Grikklandi, ef bæturnar berast ekki á réttum tíma.

Svo grunar mig, ef eða þegar það kemur í ljós - þá hljóti að verða allsherjar paník innan fjármálakerfisins á Grikklandi, eða a.m.k. mjög fljótlega í kjölfarið.

  • Líkur á höftum á fjármagnsflutninga virðast því mjög miklir seinni part apríl, a.m.k. fyrir mánaðamót apríl/máí.

Skv. Reuters: Greece raises 1.1 bln euros, sells all 6-month T-bills on offer

Þarna kemur fram vísbending þess, hvernig grísk stjv. fóru að því að eiga fyrir:

  1. Greiðslunni til AGS þann 9/4 upp á 450 milljón evra.
  2. Síðan virðist gríska ríkið hafa þurft að greiða upp flokk rikisbréfa, sem erlendir aðilar neituðu að endurnýja, upp á 350 milljón evra.

Ekki kemur fram í frétt Reuters, er bersýnilega er á grundvelli fréttatilkynningar grískra stjórnvalda, hver keypti þau skammtímabréf sem ríkissjóður Grikklands seldi.

En vart kemur til greina aðrir aðilar en -grísku bankarnir- sem eiga nánast allt sitt undir þegar kemur að stöðu gríska ríkisins.

Það að embættismaðurinn segir gríska ríkið ekki hafa fjármagn í nk. mánuði - sennilega þíðir þá að grísku bankarnir hafa þá klárað það fé sem þeim var heimilt að verja í kaup á grískum ríkisbréfum - skv. viðmiðunarþaki Seðlabanka Evrópu, sem hefur víst sett kvöð um það hve mikið af þeim -þeim er heimilt að eiga. En eina féð sem grísku bankarnir hafa er svokallað "neyðarfé" Seðlabanka Evrópu - þá er "ECB" í aðstöðu til að setja takmarkandi reglur.

 

Niðurstaða

Mig er farið að gruna sterklega að það sé sennilega pólitískt séð - minna sársaukafullt fyrir Alexis Tsipras leiðtoga Syriza flokksins, að Grikkland endi í þroti. En að flokkurinn taki stóra u-beygju. Sem líklega mundi leiða til upplausnar Syriza flokksins og hruns stjórnarinnar. Og að auki, endalok pólitískrar framtíðar Tsipras.

Það sennilega þíði, að gjaldþrot Grikkland sé virkilega yfirvofandi í þetta sinn.

 

Kv.


Bloggfærslur 8. apríl 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 869803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband