16.4.2015 | 23:24
Spurning hvort að Íran verði næsta - - S-Kórea?
Íran er kannski ekki fyrsta landið sem kemur upp í hugann, þegar menn íhuga hvaða lönd eru framarlega í framleiðslu á varningi og tækjum. En það áhugaverða er, að þrátt fyrir viðskiptabann sem í gildi hefur verið síðan upp úr 1980. Þá hefur Íran tekist að byggja upp töluvert umfangsmikinn - - bílaiðnað.
Þetta er það sem ég á við, þegar ég velti upp spurningunni í titlinum.
Það fyrsta sem menn hugsa þegar kemur að Íran, er náttúrulega - olía. Og þegar kemur að olíu þá er Íran að mörgu leiti í einstakri stöðu - sjá kortið.
En Íran er ekki einungis við Persaflóa heldur einnig við Kaspíahaf.
Turkmenistan - - er einnig ákaflega auðugt af olíu og gasi, undir Kaspíahafi eru líklega að auki mjög auðugar olíu og gaslindir. Azerbaijan sannarlega er olíu- og gasauðugt land.
- Íran myndar þarna á milli þessara 2-ja olíu- og gassvæða, mjög merkilega landtengingu.
- Mig grunar að Íran og Turkmenistan eigi eftir að auka flutninga á olíu og gasi í gegnum Íran. Til að opna viðbótar flutningsleið fyrir olíu og gas þaðan.
- Azerar gætu einnig notið góðs af slíkri flutningsleið. Íran fengi auðvitað tekjur af slíkum flutningum yfir eigið land að auki.
- Ég held að -Íran- sé augljóslega mun vænlegri nálgun á auðlyndir Mið-Asiu, en í Íran eru þegar fyrir, stórar útflutningshafnir fyrir olíu og gas. Að auka útflutning um þær hafnir, mundi nýta þá fjárfestingu betur - - vera mun hagkvæmara grunar mig fyrir Evrópu sem leið til að útvega sér -gas- annars staðar en frá Rússlandi, en aðrar leiðir sem til greina geta komið.
En Íran er ekki - bara olíuríki
það er til áhugaverð Wiki síða sem heitir: Automotive industry in Iran
Á síðunni er áhugaverð mynd sem sýnir þróun framleiðslu fólksbifreiða.
Aukningin eftir 2000 - - er áhugaverð
1970 | 35,000 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
1980 | 161,000 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
1990 | 44,665 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2000 | 277,985 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2005 | 817,200 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2006 | 904,500 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2007 | 997,240 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2008 | 1,051,430 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2009 | 1,395,421 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2010 | 1,599,454 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2011 | 1,648,505 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2012 | 1,000,089 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2013 | 743,647 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2014 | 1,090,846 |
Skv. síðunni eru 2-megin framleiðendur:
Skv. síðunni framleiðir stærri framleiðandinn, Iran Khodro, í dag bifreið á grunni Peugeot 405 frá fyrri hl. 10. áratugarins í Evrópu, sem tók við af eldri gerð sem var á grunni enn úreltari hönnunar á grunni, Hilmann Hunter.
Þessi bifreið er kölluð: Samand
Hinn megin framleiðandinn, Saipa, framleiðir einkum bifreiðar á grunni tækni frá S-Kóreanska framleiðandanum KIA, þeirra nýjasti bíll nefnist:
SaiPa Tipa - Þessi bíll virðist tæknilega nýrri.
- En punkturinn í þessu, er að sjá - möguleikana.
- Þetta er þ.s. Íranir hafa náð að gera, þrátt fyrir viðskiptabann.
- Báðir framleiðendur, hafa samskipti við franska framleiðendur, og hafa báðir framleitt franskar týpur - ég hugsa að það sé snjallt hjá Saipa að fá Kóreumennina inn.
Íran hefur mögulega markaði, ekki einungis í eigin landi - heldur í löndunum í kring. Íran hefur því alveg möguleika til þess að framleiða - margar milljónir bíla per ár.
Með batnandi efnahag, virðist blasa við, að þessi framleiðsla stóraukist - og að erlent fjármagn fáist til þess, að bæta tæknina í boði til muna.
Báðir framleiðendurnir virðast betri en þ.s. t.d. rússn. framleiðendur buðu nokkru sinni upp á.
Samstarf Peugeot við, Iran Khodro, virðist gera Peugeot að augljósu samstarfs fyrirtæki fyrir þann framleiðanda áfram - - og tækifæri fyrir Peugeot sem hefur misst af mörgum tækifærum fram að þessu.
Snjallast virðist mér fyrir, Saipa, að halda áfram samstarfinu við KIA.
Kínverskir framleiðendur virðast einnig sýna landinu áhuga - - um leið og þarna verður meiri opnun. Þá munu örugglega birtast fleiri framleiðendur.
Ef Íranar halda vel á spöðum - gæti landið orðið að meiriháttar framleiðslulandi.
Niðurstaða
Þegar maður íhugar Íran, þá stendur Íran arabalöndunum í kring svo langtum framar, að maður fær kannski smá annan skilning í baráttu arabalandanna fyrir því - að viðskiptabanninu við Íran verði fram haldið.
En sá skilningur gæti hljómað með eftirfarandi hætti - - að án viðskiptabannsins eigi konungsríkin og furstadæmin, og einræðisríkin meðal araba - ekki séns í helvíti að keppa við Írana.
Íran gæti átt eftir að springa út - með mjög áberandi hætti á nk. árum. Þá ekki sem þ.s. arabar og gyðingaríkið kýs að sjá Íran sem. Heldur sem hið endurvakta forna menningarríki sem Íran er, en þar er einnig stór kvikmyndaiðnaður - - og framleiðandi á tækjum og búnaði, ásamt bifreiðum.
Hinn eiginlegi keppinautur Írans á svæðinu, gæti fyrir rest verið - Tyrkland. En þar fer annað land, sem er að gera sitt besta til að verða - iðnríki.
Arabarnir verði tíndir langt - langt að baki.
Til lengri tíma litið, tapa Vesturlönd örugglega ekki á því, að bæta samskiptin stórfellt við Íran. Ég sé Íran alls ekki sem þessa stórfelldu hættu, sem sumir kjósa að sjá Íran sem.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 17.4.2015 kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2015 | 00:53
Mér finnst óskiljanleg þessi þrjóska sem til staðar er í afstöðu aðila til Grikklands
En þ.e. auðvelt að sjá, að land með skuldir -megni til í eigu aðila utan Grikklands- upp á 177% af þjóðarframleiðslu, eða þar um bil. Samtímis að útflutningur Grikklands á vörum og þjónustu hefur verið í kringum 23% af þjóðarframleiðslu sl. 10 ár eða svo - - mun aldrei nokkur sinni verða fært um að greiða þær upp. Það sé fantasía að halda öðru fram!
CIA world Factbook: Greece
- Skv. þessu, var vöru-útflutningur einungis 13% af þjóðarframleiðslu 2013.
- 23% talan tekur tillit til útflutnings á þjónustu!

- En ég er alveg viss um að - - að Evrópa er að beita Grikkland rangri aðferðafræði.
- Sú núverandi, skapi eingöngu vonleysi og depurð í Grikklandi, sem kalli einmitt fram að grískir kjósendur velji fífl til valda - því kjósendurnir eru fullir örvæntingar. Sjá enga von um að Grikkland geti rétt við sér. Sjá fram á endlausa skulda-ánauð sinna barna, barna barna - þess vegna án nokkurs enda.
- Þ.e. vel unnt að rjúfa þann vítahring, með því að taka upp aðra stefnu, sem virði þá grunnstaðreynd að Grikkland mun aldre borga. Sama hve mikið er reynt að kreysta blóð úr steini.
- Betri nálgun en sú -refsi gleðis nálgun- sem hefur verið tíðkuð, sé að bjóða verðlaun!
- Menn tönnslast stöðugt á - að ekki megi verðlauna slæma hegðan.
- En ef menn treysta ekki Grikkjum, getur skuldalækkun verið sett ínn í ferli, þ.s. tiltekin skuldalækkun sé framkvæmd á móti tilteknum umbótum innan gríska hagkerfisins. Og þá sé lækkunin framkvæmd um leið og sannreynt hafi verið að þær tilteknu umbætur hafi virkilega farið fram.
- Þannig -með því að verðlauna Grikki fyrir umbætur- skref fyrir skref, í stað þess að hóta þeim stöðugt harðari refsingum - - > Væri unnt að leiða Grikki út úr örvæntingarvítinu sem þeir eru í - þessa dagana. Yfir í nýtt tímabil vonar um framtíðina.
- Þá mundi einnig - fylgi öfgaflokka hverfa eins og dögg fyrir sólu.
- En ekki síst, fjárfestar hugsanlega fá áhuga á Grikklandi - - en þeir að sjálfsögðu hundsa Grikkland, ekki bara vegna óstjórnar, heldur einnig svo lengi sem þeir trúa ekki á að Grikkland hafi framtíð. Um leið og framtíð sem þeir geta trúað á er sköpuð, skapist um leið forsendur þess að Griklland geti fengið þær fjárfestingar sem Grikkland sannarlega þarf á að halda. Ef gríska hagkerfið á virkilega verða nútímalegt.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 16. apríl 2015
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 869803
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar