Benjamin Netanyahu var staddur í Washington á þriðjudag, og fékk að ávarpa bandaríska þingið. Þar varaði hann við samningum við Íran - sem staðið hafa nú yfir um töluverðan tíma.
Að sögn Netanyahu er engin leið að treysta því að Íran virði nokkra samninga. Ekkert minna dugi en að - gersamlega taka kjarnorkuprógramm Írana í sundu stykki fyrir stykki, flytja öll kjanakleyf efni frá Íran. Samt eigi að viðhalda refsiaðgerðum áfram, því að Íran - styðji Hesbollah og stjórnina í Damaskus.
Þetta var víst - í stuttu máli boðskapur Netanyahu á Bandaríkjaþingi!
Vandamálið við þetta er náttúrulega að, slík stefna mundi alveg örugglega leiða til stríðs við Íran. Og þ.e. einmitt það síðasta sem Vesturlönd þurfa á að halda!
- En það er ekki endilega það versta, því að kjarnorkuprógramm Írana er grafið inn í fjöll, svo djúpt á þeirra best vörðu stöðvar - að þær verða ekki eyðilagðar með venjulegum sprengjum.
- Það þíðir, að ekkert minna dugar heldur en - innrás. Tæknilega þarf það ekki að vera herseta, heldur mundi tæknilega duga að senda her inn - láta hann taka tiltekna mikilvæga staði. Halda þeim í nokkrar vikur - - síðan láta liðið hörfa.
Þetta er með öðrum orðum - - gersamlega snargalin stefna!
Um hvað eru þá Vesturlönd að semja við Íran?
- Íran hefur þegar samþykkt, að draga verulega mikið úr auðgun á Úran.
- Það verða til staðar eftirlitsmenn, sem fá að skoða staði. Fylgjast með því að samkomulagið sé virt.
- Miðað við útlínur er liggja fyrir, mundi skilvindum Írana fækka niður í að -tæknilega væri mögulegt fyrir Íran að búa til sprengju með 1-árs fyrirvara. Það sé talið ásættanlegur fyrirvari.
- Samningur mundi gilda í 10 ár.
- Íran fær verulegar tilslakanir á refsiaðgerðum - sem ætti að leiða til betri efnahags Írans. Og styrkja lýðræðisleg stjórnvöld í Íran.
Enn séu þættir óljósir - t.d. akkúrat hve hratt verður dregið úr refsiaðgerðum, og hve mikið.
Það ber enn eitthvað á milli, um það hve mikið úran Íran má geta auðgað per ár.
Sjá hve Íran er fjöllótt! Íran væri Afganistan, bara enn verra!
Það sem vinnst við þetta!
Það er ekki einungis það að losna við - hugsanlegt stríð. Heldur sá möguleiki að Íran verði í framtíðinni - vinveitt land Vesturveldum. En höfum í huga að samanborið við t.d. Saudi Arabíu er Íran miðja frjálslyndis. Þegar kosið er í Íran - virðast kjósendur hafa raunverulega valkosti. Þannig er íran t.d. verulega frjálsara heldur en Rússland Pútíns er í dag.
Batnandi samskipti Vesturvelda og Írans, gæti stuðlað að frekari eflingu lýðræðis þar. Og því að Íran smám saman verði að þeim kyndli lýðræðis í heimi Múslima. Sem Vesturveldi hafa verið að leita að um nokkurt skeið.
- Það auðvitað blasir við, að Íran gæti orðið miklu mun áhugaverðari bandamaður en Ísrael.
- Eftir allt saman, hefur Íran - - tvær strandlengur. Þ.e. ekki bara við Persaflóa. Heldur einnig við Kaspíahaf. Og þar er einnig olíu að finna!
Það sé því margt hugsanlega að vinna fyrir Vesturlönd.
Í því að feta friðsamlegu leiðina gagnvart Íran.
Niðurstaða
Það ætti að blasa við, að þegar Vesturlönd standa frammi fyrir þvi vali - þ.e. leið Netanyahu sem þíddi nær öruggt stríð við Íran. Eða þá leið sem Vesturlönd eru að gera tilraun með, að semja við Íran - - og a.m.k. standa frammi fyrir þeim möguleika að eiga friðsamleg og síðar batnandi samskipti við Íran. Þá virðist valið auðvelt - - að velja þá leið þ.s. friður er a.m.k. hugsanlegur, í stað þeirrar leiðar þ.s. stríð verður að teljast alveg öruggt!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 4. mars 2015
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar