10.3.2015 | 20:44
Stríð Saudi Araba og Írana, um Yemen að hefjast?
Undir lok síðasta árs, tóku svokallaðir "Houthi" menn höfuðborg Yemen -Sana- herskyldi. Þeir eru þjóðflokkur talinn hliðhollur Íran - enda shítar. Það er hugsanlegt, að Íran sé að takast að skapa sér sambærilega hreyfingu í Yemen, við Hesbollah -hreyfingu lýbanskra shíta, sem hefur verið ákaflega öflugur bandamaður Írans í Lýbanon. Og síðan 2013 - beinn þátttakandi í borgarastríðinu í Sýrlandi!
- Þegar Sana var tekin herskyldi - féll ríkisstjórn landsins, sem hafði verið studd af Saudi Aröbum og Bandaríkjamönnum, og forseti landsins var tekinn höndum.
- Í síðasta mánuði, tókst forseta landsins að flýja til borgarinnar -Aden, á strönd Yemen við Indlandshaf, gömul flotahöfn frá nýlendutímanum.
- Í þessum mánuði, náði fyrrum varnarmálaráðherra landsins, bandamaður forsetans, einnig að flýja frá Sana - til Aden: Yemen's defense minister escapes Houthi-controlled Sanaa
- Bandaríkin og Evrópulönd -þau sem áttu sendiráð í Sana, Þýskaland, Bretland, Frakkland- lokuðu þeim í janúar sl., skv. fréttum hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin opnað nýtt sendiráð þeirra landa í Aden, og það sama hefur Saudi Arabía gert. Meðan að hvorki Bandaríkin né þau Evrópulönd eru áttu áður sendiráð í Sana - hafa gengið það langt í því að taka beina afstöðu.
- Byltingaráð Houthi manna, hefur lýst Abd-Rabbu Mansour Hadi forseta - flóttamann og lögbrjót, segja hann undir rannsókn, og þeir hafa ekki virst liklegir til þess að láta undan kröfum Arabaríkja við Persaflóa, að yfirgefa Sana. Í sl. mánuði var að auki gefin út yfirlýsing Öryggisráðs SÞ þess, að Houthi menn ættu tafarlaust að gefa eftir Sana: Yemen Slides Toward Breakup as Hadi Rallies Support in South
- Skv. frétt, þá hefur íransk flugfélag hafið reglulegar áætlunarferðir til Sana: Two rulers, two capitals
Valdabarátta Írana og Flóa-araba, með Sauda í broddi fylkingar
...virðist vera að valda vaxandi upplausn í Mið-Austurlöndum. En síðan 2011, höfum við orðið vitni að því - hvernig samkeppni arabalandanna við Persaflóa og Írana um völd og áhrif í Mið-Austurlöndum. Hefur umbreytt borgarastríðinu í Sýrlandi - - í trúarbragðastríð milli Shíta og Súnníta.
Þ.s. við höfum nú tvær öfgafylkingar sem takast á - - þ.e. róttækir Shítar, í formi Hesbollah hreyfingarinnar - og á hinn bóginn, afar róttæka Súnníta í hreyfingu er nefnist, íslamska ríkið.
Bæði Íranar og Saudar, og bandamenn Sauda við Persaflóa - - virðast beita sér til ýtrasta í þeim átökum.
- Og nú virðist veruleg hætta á að landið Yemen, verði næsti baráttuvöllur þessara andstæðu Póla í Mið-Austurlöndum.
- En það virðist margt stefna í þá átt, með bandamenn Írans við stjórn í Sana, og svæðum í N-Yemen.
- Og andstæðingar Írana, er flykkjast utan um "forseta" landsins, eða fyrrum forseta landsins, eftir því hver segir frá, í borginni Aden - - hefji stórfelld átök. Virðast báðar fylkingar nú vera að safna liði.
Ef stríð hefst í Yemen, verður stríðsástand í alls 4-löndum í Mið-Austurlöndum
- Sýrland, þ.s. þessi átakabylgja hófst 2011.
- Írak þangað sem stríðið í Sýrlandi barst um mitt ár 2013.
- Lýbýa - en þau átök virðast ekki tengjast átökum Írana og fylkingar Sauda, með neinum beinum hætti.
- Yemen!
3-þessara stríða verða þá tengd átökum Írana og Sauda, og bandamanna þeirra við flóann.
Eins og ég hef áður sagt, hefur -kalt stríð- staðið yfir milli Írans og Saudi Araba, alla tíð síðan ca. 1980.
En Íranir hafa aldrei fyrirgefið Saudum og flóa aröbum, stuðning þeirra við innrásarstríð Saddam Hussain - gegn Íran.
En þessi átök virðast hafa farið í hraða stigmögnun, síðan stríðið í Sýrlandi hófst 2011.
- Það verður að segjast, að hættan á allsherjar stríði - fylkinganna.
- Hljóti að teljast mjög umtalsverð - þ.e. trúarbragðastríði þeirra.
Niðurstaða
Ef Vesturlönd ætla með samningum við Íran, að kæla niður ástandið í Mið-Austurlöndum. Liggur þeim á, því hitastigið virðist ekki fara lækkandi. Heldur virðast átökin vera við það að dreifast til - enn eins landsins. Þ.e. Yemen á S-landamærum Saudi Arabíu.
- Að einhverju leiti má skoða þetta sem hugsanlegan mótleik Írana.
- Ef maður lítur svo á, að Íranir telji víst að Saudar standi að baki upprisu ISIS.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2015 | 00:41
Forseti Brasilíu virðist vísvitandi hafa logið að kjósendum
Ef einhver man, þá heitir forseti Brasilíu -Dilma Rousseff- fremur ömmuleg útlits. Hennar vandi er sá, að Brasilía er á leið inn í kreppu. Talið að samdráttur verði í ár á bilinu 0,7-1%. Á sama tíma mælist verðbólga nú 7% - sumir hagfræðingar spá 8%.
Ég fæ ekki betur séð en hún hafi logið að kjósendum!
En þ.e. ekki nema nokkrir mánuðir síðan hún náði endurkjöri - - með mjög litlu atkvæðahlutfalli. Sigur mjög naumur, með öðrum orðum.
Þá nefndi hún ekki einu orði, að kreppa væri á næstunni. Kreppa var ekki til í hennar orðabók meðan kosningabaráttan stóð yfir.
Að auki, nefndi hún hvergi - - fyrirhugaðar niðurskurðar og sparnaðar aðgerðir, m.a. sparnaður í formi velferðar útgjalda.
Heldur talaði hún um batnandi efnahag og velferð!
- En líklega hefði hún ekki náð kjöri, ef hún hefði sagt kjósendum sannleikann.
- Sl. sunnudag, ávarpaði hún þjóðina - og talaði á allt öðrum nótum, um þörf fyrir sparnað og ráðdeild, og kynntar voru aðgerðir til þess að draga úr fjárlagahalla - aðgerðir lítt til vinsælda fallnar. Og viti menn, fjölmenn mótmæli spruttu upp í fjölda brasilískra borga.
- Svo bætist við, að hún er óheppin - - hneyksli er í gangi í tengslum við stærsta fyrirtæki landsins, "Petrobras" eða ríkisolíufélagið, en það virðist að það hafi greitt fjölda pólitíkusa mútur. A.m.k. einhverjir þeirra tengjast flokki forsetans. Ætli það megi ekki segja - að þetta auki á almenna óánægju með pólitíkusa landsins. Og geti verip hluti ástæðunnar, að almenningur brást þetta harkalega við ræðu forsetans.
Alvarleg kreppa?
Líklega ekki, Brasilía eins og Ísland - er auðlyndahagkerfi, þó um aðrar auðlyndir sé að ræða - einna helst útfluttar landbúnaðarafurðir svo sem kaffi, og olíu í seinni tíð.
Brasilía virðist ekki ætla verða meiriháttar iðnveldi. Hversu mikið sem Brassar rembast.
- Það sem er að gerast, er að verð fyrir útfluttar afurðir hafa lækkað.
- Það eins og á Íslandi - leiðir til verðlækkunar gjaldmiðilsins. Realið hefur fallið um nærri 15% síðan sl. áramót.
- Það leiðir eðlilega til - innflutnings á verðbólgu, þ.e. innfluttar vörur hækka.
- Að auki hefur ríkisstjórnin, hækkað gjöld, og þannig framleitt nokkuð af verðbólgunni sjálf.
Við könnumst við þetta allt hér!
Eins og Ísland, er Brasilía háð verðlagi á helstu útflutningsafurðum - hagkerfið fer upp þegar verðin hækka, niður þegar þau lækka.
Gjaldmiðillinn styrkist þegar verðin fara upp, fellur er þau lækka.
- Þegar menn halda því fram að óstöðugleiki Ísland, sé einhver einstakur hlutur.
- Þá er gott að bera Ísland við--önnur lönd sem eru auðlyndahagkerfi eins og Ísland.
- Þ.e. mun vitrænni samanburður, en að bera Ísl. við lönd, sem ekki eru auðlyndahagkerfi - jafnvel þó þau eigi að vera sögulega skildari okkur.
Niðurstaða
Ísland er ekki eina óstöðuga landið í heiminum. En margir halda því fram, að óstöðugleiki landsins - sé eingöngu vegna efnahagslegrar óstjórnar. En ef maður skoðar lönd - víðar en þessi dæmigerðu Evrópulönd. Þá er unnt að finna dæmi um alveg sambærilegan óstöðugleika og Ísland reglulega gengur í gegnum.
Þá þarf ekki að finna einhver vanþróuð 3-heims lönd!
Ég hef trú á að Brasilía komist í gegnum þessa kreppu. Eins og Ísland nær alltaf sér á strik aftur, ef það hefur skollið á timabundin kreppa vegna - fallandi verða.
En auðlynda hagkerfi eðlilega eru háð hagsveiflunni í þeirra helstu útflutningslöndum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. mars 2015
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 382
- Frá upphafi: 871528
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 357
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar