9.12.2015 | 02:48
Áhugavert hvernig Donald Trump virðist vera að gera tilraun, til að skapa nokkurs konar McCarty stíl andrúmsloft í Bandaríkjunum
Ástæðu þess að Donald Trump virðist beina sjónum sérstaklega að Múslimum í Bandaríkjunum, og ferðum Múslima til Bandaríkjanna - - er atburður er varð 2. des. sl., þegar ungt par bæði Múslimar eiginmaðurinn fæddur í Bandaríkjunum en eiginkonan upphaflega frá Pakistan, drápu 14 manns með hríðskotaryfflum.
Trump defends proposed Muslim ban from U.S. as outrage mounts
- Í skemmtilegri kaldhæðni, keyptu þau öll sín skotvopn, löglega - og við rannsókn á heimili þeirra, reyndist vopnasafn þeirra hjóna - magnað að vöxtum. En fyrir utan skotvopn, og 6.000 skothylki, höfðu hjónin búið til fjölda rörasprengja - nokkra tugi.
- Til að byrja með, vakti þessi skotárás - enga sérstaka umfram-athygli, þ.e. enn ein skotárásin, enda Bandaríkjamenn nánast orðnir vanir slíkum atburðum.
En einungis nokkrum vikum fyrr - var framkvæmd banvæn skotárás í bandarískum skóla, er varð 9 manns að fjörtjóni, í Rosenburg - Oregon:
Deadliest U.S. mass shootings | 1984-2015.
- Það er einmitt dæmigert fyrir fjöldadráp í Bandaríkjunum, með skotvopnum - að vopnin eru keypt löglega; og ekki síst, að gjarnan á viðkomandi mun umfangsmeira vopnasafn en viðkomandi hafði tækifæri til að beita.
- Ef tekið er mið af öllum þessum fjölda skotárása er hafa orðið í Bandaríkjunum þessi 30 ár, þá er erfitt að sjá - með hvaða hætti Múslimar í Bandaríkjunum skera sig úr sem hætta fyrir bandarískan almenning.
Sennilega er óhugnalegasta árásin í Bandaríkjunum, eftir 2010 - árás er varð í des. 2012, þegar ungur maður réðst inn í barnaskóla og drap fjölda 6 ára barna ásamt kennurum; alls 27 manns.
Þegar maður horfir á þennan lista - er áhugavert hve skotárásir eru algengar.
- Langsamlega yfirgnæfandi, virðist sá sem fremur verknað - -> Vera hvítur karlmaður.
Donald Trump er að sjálfsögðu ekki að leita nokkurs sannleika.
Þvert á móti, virðist hann statt og stöðugt bulla út í eitt, og beita hroka óspart til að komast upp með ummæli sem í háu prósenti tilvika, virðast innihalda alvarlegar staðreyndavillur.
M.ö.o. -eins og ég sagði- hann bullar út í eitt.
Beitir síðan persónulegu nýði á hvern þann, sem vogar sér að svara honum.
Donald Trump virðist afskaplega fyrirlitleg persóna!
Tillögur Trump um að banna öllum Múslimum að ferðast til Bandaríkjanna, og neyða Múslima í Bandaríkjunum til að bera sérstök persónuskilríki --> Að sjálfsögðu er stjórnarskrárbrot
Það virðist alveg dæmigert fyrir tilsvör hans, hvernig þau eru algerlega gjarnan út í hött.
Þegar hann segir það fordæmi, þegar Franklin Delano Roosevelt, lét takmarka frelsi Japana í Bandaríkjunum - í kjölfar árásinnar á Perluhöfn.
Eins og það sé sambærilegur atburður!
Eða að gervallt Íslam sé í stríði við Bandaríkin - væntanlega íbúar Malasíu og Indónesíu ekki undanskotnir.
Þarna virðist Trump - höfða til samsæriskenninga um Íslam, allra lengst á jaðrinum - kenningar sem standast ekki nokkra hina minnstu skoðun, m.ö.o. - þvættingur.
- Áhugavert að Múslimar eru einungis 1% íbúa Bandaríkjanna.
- Til samanburðar, ca. 6% íbúa ESB. Í engu meðlimalanda ESB, eru Múslimar yfir 8% að heildarhlutfalli íbúa - fyrir utan Kýpur ef tyrkneski hl. Kýpur er talinn með.
- Það sýnir vel, hversu gargandi vitlausar hugmyndir - um yfirvofandi yfirtöku Múslima á Evrópu eru.
- En Evrópa með sína milli 500-600 milljónir íbúa, gæti tekið hvern einasta íbúa Sýrlands - eða 19 milljónir, án þess að prósentulega séð mundi hlutfall Múslima meðal heildarfj. íbúa, hækka að ráði.
- Sem auðvitað stendur ekki til <--> En núverandi aðflutningur, ca. ein milljón per ár, skapar íbúum Evrópu - ekki hina minnstu hættu.
- Það tæki t.d. áratugi, fyrir aðflutning á því róli, að fjölga Múslimum í ESB í 100 millj.
Á hinn bóginn, virðist ekki hætta á að sá aðflutningur - - haldist á því róli, þ.s. mjög líklegt virðist að aðflutningur frá N-Afríku og víðar, verði verulega takmarkaður.
Þá værum við aftur komin á þann stað, að fjölgun Múslima í ESB í 100 milljónir mundi taka meir en 100 ár, sennilega meir en 200.
Ef við gefum okkur, að fjölgun meðal Múslima í Evrópu - haldi áfram að vera hlutfallslega meiri en meðaltal íbúa Evrópu.
En það þarf alls ekki að haldast!
Niðurstaða
Það er einfalt mál - hugmyndir um yfirvofandi yfirtöku Múslima á Evrópu á nk. áratugum, standast ekki nokkra tölfræðilega skoðun.
Flokkast undir -> Bull.
Við skulum hafa í huga, að í Evrópu farast tugir þúsunda hvert ár - í bílslysum.
Og enn stærri fjöldi en það, ferst ár hvert af völdum sjúkdóma af margvíslegu tagi, sem unnt hefði verið að koma í veg fyrir.
Miðað við bílslys eða sjúkdóma, eru dauðalíkur af árás hryðjuverkamanna - hverfandi.
Það má flokka þá umræðu eins og hún leggur sig, sem heldur því fram að Vesturlöndum standi stórfelld ógn af Múslimum - almennt séð. Sem hræðsluáróður!
Flokkar ala á hræðslu - til þess að efla eigin áhrif.
Til að afla sér fylgis meðal íbúa Evrópu.
Svo einfalt sé það! Að þetta séu kaldrifjuð aðferðafræði, ætlað að skapa tilteknum flokkum á jaðri stjórnmála - fjöldafylgi.
- Minnir þannig að einhverju leiti á aðferðir Nasista fyrir valdatöku þeirra, þegar þeir beittu skefjalausum hræðsluáróðri gegn gyðingum.
Þannig sé aðferðafræði evr. hægri öfgaflokka, svipuð og hjá Donald Trump - þ.e. menn bulla út í eitt.
Fullyrða þvætting, með hroka og yfirlæti að vopni, og eins og Donald Trump - komast upp með.
Því blaðamenn og aðrir stjórnmálamenn, standa sig ekki nægilega vel í stykkinu - við það verk að afhjúpa augljóst bullið í málflutningi Trumps og öfgaflokka í Evrópu sem aðhyllast svipaðar skoðanir og viðhorf og Trump.
En ég hef tekið eftir hroka og yfirlæti aðila með slíkar skoðanir - hvernig þeir gjarnan grípa til þess að vega að persónu viðkomandi, tala gjarnan á þeim grunni að þeir flytji staðreyndir meðan þeir bulla, og gjarnan láta sem að þeir sem trúa ekki bullinu séu fífl af einhverju tagi.
- Eiginlega virðist þessi stefna, orðin að nýjum sértrúarbrögðum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 9. desember 2015
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 382
- Frá upphafi: 871528
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 357
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar