19.12.2015 | 01:23
Úkraína neitar að greiða 3-ma.dollara skuld við Rússland sem fallin er á gjalddaga
Þetta er áhugaverð deila - rétt er að rifja upp, að ríkisstjórn Viktors Yanukovych fékk þessa 3-ma.dollara + loforð um 11ma. til viðbótar í framtíðinni, er hann á endanum samþykkti að undirrita samkomulag við Pútín - um aðild að svokölluðu "Evrasíu-tollabandalagi" sem Pútín setti fram sem - annan valkost í stað hugsanlegrar ESB aðildar Úkraínu.
Rétt að auki, að árétta - að mánuðina á undan, hafði Pútín að auki beitt Úkraínu stigmagnandi viðskipta-þvingunum, til að leggja frekari áherslu á þann punkt - að Viktor Yanukovych ætti að samþykkja aðild að "Evrasíu-tollabandalagi" Pútíns.
- Galli við þetta sem - valkost er sá, að hann fól í sér mjög harkalega fullveldisskerðingu Úkraínu --> Eiginlega það að Úkraína afhenti Pútín verulegan hluta fullveldis landsins.
- Þannig séð má segja, að sú fullveldis skerðing hafi að mörgu leiti verið sambærileg við þá sem aðildarríki ESB gangast undir, við fulla aðild <--> En ekki er allt sem sýnist, þ.s. að svo fjölmennt ríki sem Úkraína, hefði öðlast umtalsverð áhrif innan stofnana ESB - þ.e. verið eitt af stóru löndunum innan ESB, því fengið tiltölulega mörg atkvæði innan Ráðherraráðs ESB, og að auki - tiltölulega marga þingmenn á svokölluðu Evrópuþingi.
- Það þíðir, að Úkraína sem ESB meðlimur - hefði náð verulega til baka af þeirri fullveldisskerðingu, í gegnum mjög raunveruleg áhrif innan stofnanaverks ESB.
- En aðild Úkraínu að Evrasíubandalagi Pútíns - veitti ekki sambærileg áhrif til að bæta upp fullveldisskerðingu --> Þannig, að í útkoman hefði orðið, umtalsverð varanleg fullveldisskerðing Úkraínu - til Pútíns; ef aðild Úkraínu að Evrasíu-tollabandalagi Pútíns, hefði gengið eftir.
Þetta er auðvitað - - ástæða þess að það varð svo mikil reiðialda meðal almennings í Úkraínu <--> Þ.e. aðferðin, að Pútín beitti Úkraínu mánuðum saman mjög tilfinnanlegum fyrir Úkraínu þvingunum <--> Síðan auðvitað það, að Pútín var með þeim þvingunum, að stýra augljóslega framtíð Úkraínu inn í feril, sem var að mati Pútíns - til muna hentugra hagsmunum Rússlands. gegnt augljósum vilja meirihluta úkraínsku þjóðarinnar <--> Pútín greinilega mat það svo, að Viktor Yanukovych mundi standa af sér þann storm sem mundi rísa, sem í ljósi atburða var augljóst - vanmat á stöðunni innan Úkraínu <--> En fyrir rest, féll ríkisstjórn Viktors Yanukovych saman innan frá, þegar hluti þingmanna Flokks Héraðanna stjórnarflokks landsins gekk til liðs við stjórnarandstöðuna, svo að ríkisstjórnin missti sinn þingmeirihluta.
Þetta -fall innan frá- hefur síðan verið í rússneskum fjölmiðlum, básúnað sem - valdarán skipulagt af Vesturlöndum.
Sem það að sjálfsögðu var ekki, en - ekkert er ólöglegt við það, að stjórnarmeirihluti falli - þegar ríkisstjórnarflokkurinn sjálfur klofnar.
Og síðan, þegar nýr meirihluti myndast á þinginu - þá rísi upp ný ríkisstjórn, er tekur yfir stjórn landsins.
- Þetta er - í fullkomnu samræmi við V-evrópska þingræðisreglu.
- Afar kjánaleg ásökun - að kalla slík þingræðisleg valdaskipti; valdarán.
Ukraine increases Russia tensions with refusal to pay $3bn bond
Ukraine Halts Repayments on $3.5 Billion It Owes Russia
Afstaða Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins er áhugaverð
En sl. sumar - samþykkti stjórn AGS, að veita ríkisstjórn Úkraínu - neyðarlán, burtséð frá því hvað mundi gerast í deilu ríkisstjórnar Rússlands og ríkisstjórnar Úkraínu, um þetta 3-ma.dollara lán.
Með þessu, styrkti AGS samningsstöðu ríkisstjórnar Úkraínu gagnvart Pútín, þegar kemur að deilu um þessa peninga - en skv. þeirri ákvörðun; þá lítur AGS ekki á þ.s. - greiðsluþrot landsins, að samningar við Rússland um greiðslu þeirra peninga, fari út um þúfur.
Annað er mjög athyglisvert - að sl. sumar, tókst einnig samkomulag við almenna kröfuhafa -aðra en Rússland- um 20% höfuðstóls lækkun skulda Úkraínu.
Mjög sennilega, gerði ákvörðun AGS - það samkomulag mögulegt.
En með því, líklega sannfærði AGS aðra kröfuhafa hópa, um það að taka aðra afstöðu til skuldar Úkraínu við Rússland - en aðrar skuldir landsins.
Þannig að það séu -- samantekin ráð að líta ekki á þ.s. greiðslufall að stjórnvöld Úkraínu greiði ekki af skuld við stjórnvöld Rússland - á tilsettum tíma!
- Ég reikna með því, að aðilar hafi sannfærst um það atriði, að deilan væri fyrst og fremst - milliríkja pólitísk.
- Hluti af hinni stærri deilu Rússlands og Úkraínu.
Þannig að ákvarðanir Rússlands - séu taldar mótast af -pólitík- fremur en viðskiptasjónarmiðum.
Ég held að það sé alls ekki ósanngjörn ályktun.
Með þessu hafa kröfuhafar og AGS - kúplað Rússalánið út fyrir sviga, þannig að það trufli ekki það ferli að endurskipuleggja skuldir Úkraínu og efnahag Úkraínu!
Það má segja - að þetta feli í sér -samantekin ráð um að- ef Rússland samþykki ekki 20% niðurskurð höfuðstóls, eins og krafist er af Kíev.
Þá sé það samantekin ráð - að leiða þá deilu hjá sér
Með þessu - þá einnig forða menn þeirri útkomu, að Rússland trufli endurskipulagningu skulda Úkraínu, og þar með einnig - efnahags Úkraínu.
Samningsstaða Pútíns - sé þá sama skapi, veikt.
Samningsstaða stjórnvalda í Kíev - sama skapi, styrkt.
- Þess vegna geta stjórnvöld Úkraínu nú, neitað að borga.
- Án þess, að með því verði til - "credit event."
Sjálfsagt hafa margir þessara aðila - takmarkaða samúð með afstöðu Kremlverja.
Vegna þess að hún sé talin, fyrst og fremst ætlað að - veikja stöðu Úkraínu, grafa undan getu landsins til að koma sínum málum í lag --> Að m.ö.o. Kremlverjar hafi engan áhuga á samkomulagi, vegna þess að í þeirra augum; sé málið angi af mun stærri deilu við Rússland um landið og þjóðríkið Úkraínu.
- M.ö.o. - meti aðrir kröfuhafar að, afstaða Kremlverja sé skaðleg fyrir þeirra hagsmuni.
- Þannig fari hagsmunir annarra kröfuhafa, og stjv. í Kíev - saman í þessu máli, og leiði fram þá útkomu.
- Að heildar sátt meðal annarra kröfuhafa og AGS - myndaðist sl. sumar, um það að - taka Rússlands lánið alfarið út fyrir sviga.
- Þannig, leyfi aðilarnir ekki deilu Kremlverja og Kíev - að skaða hagsmuni annarra aðila sem eiga skuldir á hendur úkraínskum stjv.
Niðurstaða
Afstaða annarra kröfuhafa en Rússa, ásamt AGS. Leiði líklega til þess - að úkraínsk stjórnvöld munu sennilega komast upp með það að borga ekki einn dollar til stjórnvalda í Rússlandi, fyrr en þau hafa fallist á það sama samkomulag og aðrir kröfuhafar gerðu við stjórnvöld Úkraínu sl. sumar.
Það hugsanlega þíðir - að ef Kremlverjar sitja við sinn keip - að mörg ár geta liðið þ.s. stál stendur í stál milli Kíev og Moskvu; og ekki er dollar greiddur af skuldinni.
En á meðan, þá muni aðrir kröfuhafar og AGS - leitast við að tryggja að sú deila hafi sem allra minnst áhrif á þeirra hagsmuni; sem séu þeir - að Úkraínu takist að standa við greiðslur við þá aðila og AGS til framtíðar.
Það felur í sér, að efnahagsleg endurskipulagning Úkraínu, verður þá að takast.
- Rússar eru þá gerðir hornreka með sína afstöðu.
- Samantekin ráð um að deilan skapi ekki "credit event."
Þannig séu tennurnar dregnar úr rússneskum stjórnvöldum í þessu tiltekna máli.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 19. desember 2015
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 381
- Frá upphafi: 871527
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 356
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar