17.11.2015 | 22:57
Hvað ætli að Pútín sé nú að plotta, með yfirlýsingum um stuðning við Frakka og formlegri viðurkenningu þess að ISIS grandaði rússnesku farþegavélinni?
Mér finnst loftárásir Frakka á Raqqa, lykta meir af - pólitík. En raunverulegum hernaðarlegum tilgangi. Borg sem fyrir borgarastríð hafði um 300þ. íbúa.
Það getur vart verið að ISIS hafi ekki reiknað með því, að ráðist yrði á Raqqa.
Vegna þess að borgin er þekkt sem höfuðborg "íslamska ríkisins."
Þannig að mjög sennilega hafi ISIS þegar fært frá Raqqa allt sem skipti máli.
Spurning hvaða leik - - Pútín er að spila!
Putin orders Russian forces to work with French allies in Syria
En skv. tilkynningu rússneskra stjórnvalda - þá hefur rússnesku herliði í Sýrlandi verið skipað að veita Frökkum alla þá aðstoð sem þeir vilja þiggja, í aðgerðum gegn ISIS.
Putin vows payback after confirmation of Egypt plane bomb
Og sama dag, kynna rússnesk stjórnvöld að þau hafi nú sannanir fyrir því, að Airbus 321 vélin í eigu rússnesks flugfélags er fórst mínútum eftir flugtak frá Sharm el Sheikh á Sínæ skaga í Egyptalandi <--> Hafi verið sprengd af sprengju er hafi verið falin innan borðs.
Haft er eftir Pútín - að Rússar muni elta þá sem bera ábyrgð á ódæðinu, og að þeir muni hvergi vera óhultir á plánetunni.
________________
Það er örugglega ekki tilviljun <-> Að rússnesk stjórnvöld segja formlega frá því að vélin hafi verið sprengd.
Í kjölfar atburðarins í París sl. föstudagskvöld <-> Og í kjölfar þess, að Hollande hefur fyrirskipað sérstakar refsi-árásir gegn ISIS í kjölfarið.
- Pútín er greinilega að róa að því öllum árum, að endurreisa a.m.k. að hluta, það samstarf sem var til staðar, milli NATO landa og Rússlands, áður en deilurnar um A-Úkraínu hófust.
- Spurning hvað það þíðir fyrir, A-Úkraínu. En við skulum ekki gefa okkur, að þessar kringumstæður - styrki stöðu Pútíns endilega í því máli. Það sé frekar eins og að Pútín, sé einhverju leiti að leitast við að - laga samskiptin aftur til baka.
- Það gæti einmitt þítt - að Pútín sé smám saman að fjarlægja sig þeim átökum. Sem hugsanlega þíði - að hann sé að undirbúa það, að gefa A-Úkraínu alfarið eftir.
- Hugsanlega, sé hann að vonast eftir því, að reiðibylgja innan Rússlands - gagnvart ISIS. Geti veitt honum skjól fyrir slíka ákvörðun - sérstaklega, ef hann getur sínt fram á, að tilraun hans til að - fá NATO þjóðir í lið með sér, í svokölluðu -bandalagi gegn ISIS- sé að virka.
- En ég hef ekki trú á því, að hann geti sannfært NATO þjóðir um það - að rússn. aðstoð sé það mikilvæg í Sýrlandi. Að það sé þess virði fyrir NATO þjóðir - að gefa eftir að sínu leiti í þeirri deilu.
- Aftur á móti, þurfi Pútín á því að halda, að NATO þjóðir - samþykki fyrir sitt leiti - að Assad fái áfram að vera. Þannig, að Pútín haldi sínum bandamanni - og lepp. Enda hafa NATO þjóðir verið að veita uppreisnarmönnum, nokkra aðstoð. Og sé í lófa lagið að auka á þá aðstoð - ef þeim sýnist svo.
Það geti einfaldlega verið <--> Að það sé mikilvægara í augum Pútíns. Að halda aðstöðunni á strönd Sýrlands, þ.e. einu flota-aðstöðu Rússlands við Miðjarðarhaf í borginni Tartus, og herflugvellinum við Ladakia.
En að gera tilraun við að - keppa við NATO um A-Úkraínu.
________________
Það geti verið stutt í það - að NATO þjóðir formlega samþykki, lágmarks þarfir Rússlands - að halda strandhéröðum Sýrlands þ.s. borgirnar Tartus og Ladakia eru.
Og það má vera að í staðinn - gefi Pútín A-Úkraínu eftir.
Niðurstaða
Mig grunar eins og marga, að plott sé í gangi milli Pútíns og NATO þjóða, þ.s. prúttað sé um A-Úkraínu og Sýrland - á sama tíma. En öfugt við það sem sumir -aðdáendur Pútíns virðast halda- þá tel ég stöðu Rússlands augljóst verulega veikari. Pútín sé sannarlega leitast við að spila sína hönd eins og hann getur, en hann á endanum - haldi á veikari spilum.
Það þíði, að á endanum, þurfi hann að - gefa eftir annaðhvort aðstöðu Rússlands í Sýrlandi, eða, uppreisnarmenn í A-Úkraínu.
Ef Pútín á að geta fengið aftur til baka, a.m.k. að einhverju leiti, þá samvinnu sem til staðar var milli Rússlands og NATO, áður en átökin um A-Úkraínu hófust.
Og binda hugsanlega endi á refsiaðgerðir NATO þjóða.
Sennilegar sé, að Pútín gefi A-Úkraínu eftir, gegn því að halda Assad og herstöðvunum í strandhéröðum Sýrlands - og losna við refsiaðgerðir NATO. En að það þveröfuga gerist, að hann gefi eftir Assad og aðstöðuna í Sýrlandi. En þá sé líklegar að hann losni við refsiaðgerðir NATO landa.
Það má vera - að nú þegar Pútín hefur formlega viðurkennt að ISIS hafi grandað rússnesku farþégavélinni. Sé við það að hefjast - ný fjölmiðlaherferð í Rússlandi. Sem verði ætlað að skapa reiðibylgju innan Rússlands - gagnvart ISIS.
Á sama tíma, verði alger þögn í rússneskum fjölmiðlum um A-Úkraínu. Og líklega þegar sá tími kemur, að Rússland formlega - sker á tengslin við uppreisnarmenn. Þá muni það sennilega ekki rata í rússneska pressuna <-> Sem verði í staðinn, stöðugt að básúna um aðgerðir gegn ISIS.
- Þannig verði stríðið gegn ISIS - að "diversion" fyrir rússneskan almenning, svo hann veiti því ekki athygli - að Pútín hafi selt uppreisnarmenn.
- Síðar muni hann kynnt það sem "triumph" hans að refsiaðgerðirnar séu fyrir bý.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.11.2015 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 17. nóvember 2015
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 381
- Frá upphafi: 871527
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 356
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar