Saudi Arabía hótar að auka á vopnasendingar til uppreisnarmanna

Ég átti von á þessu - - t.d. mundi það ekki koma mér á óvart, að það dúkki upp fullkomin flugskeyti til að granda flugvélum er fljúga lágt. En þá dugar skotpallur sem einn maður getur haldið á eigin öxl.
En athygli hefur vakið, að loftárásir Rússa - beindust að skotmörkum þar sem svokallaður "Frjáls Sýrlenskur Her" ræður lögum og lofum, þ.e. Homs og nágrenni.
M.ö.o. engar árásir voru gerðar á stöðvar ISIS.

Russia Launches Airstrikes in Syria, Adding a New Wrinkle

"Russian warplanes and helicopter gunships dropped bombs north of the central city of Homs, in an area held by rebel groups opposed to Syria’s president, Bashar al-Assad, a Russian ally."

Það bendi sterklega til þess - að fókus árásanna sé ekki "ISIS" heldur þær fylkingar uppreisnarmanna, sem helst eru taldar ógna víggstöðu Assads.

Skv. myndum í fjölmiðlum - virðist helsta árásarvélin vera af gerðinni "Frogfoot."
Sem eru hægfleygar en liprar vélar, en sama skapi - lágfleygar. Þær eru sérhannaðar árásarvélar sbr. "close support" - - en á móti, eru þær þar með oft í skotfæri fyrir eldflaugar sem menn geta haldið á, en slíkar virka einna helst á lágfleygar vélar eða þyrlur.

Sukhoi Su-25 Frogfoot

Hótun utanríkisráðherra Saudi Arabíu

  1. Adel al-Jubeir, Saudi Arabia’s foreign minister, said Tuesday that there were no circumstances in which his country would accept the Russian effort to keep Mr. Assad in power."
  2. "He hinted that if a political solution that led to his departure could not be found, the shipment of weapons and other support to Syrian rebel groups would be increased."

Þetta er algerlega skv. mínum væntingum.
Að Saudi Arabar muni mæta stuðningi Pútíns við stjórn Assads - með því að auka stuðning sinn við uppreisnarhópa í Sýrlandi - er stefna að því að steypa stjórn Assads.

 

Margir hafa velt fyrir sér, af hverju er Pútín að þessu núna?

Það eru enn óleyst átök í A-Úkraínu, og átök geta blossað upp hvenær sem er.
T.d. stendur til að halda fund milli Merkelar, Hollande, Poroshenko og Pútíns snemma í Október, vegna deilunnar í A-Úkraínu.
Uppreisnarmenn hóta að halda eigin kosningu, en hingað til hafa þeirra kosningar alltaf verið með sovéskri aðferð þ.e. engri andstöðu heimilað að bjóða sig fram, þann 18/10 nk. rámar mig að rétt sé.

  1. Þarna stendur stál við stál, og mér virðist deilan mjög hæglega geta blossað upp að nýju.
  2. Svo að Pútín lendi ef til vill í átökum á, tvennum víggstöðvum.

Þ.e. eðlilega óheppilegt svo vægt sé til orða tekið.

Pútín getur vart verið í óvissu um þá áhættu.

  1. Svo að mig grunar sterklega að ástæðan sé sú, að víggstaða Assads hafi verið orðin hættuleg. M.ö.o. að Pútín sé að bregðast við - - til að forða hruni stjórnar hans, er hafi verið jafnvel yfirvofandi.
  2. En á þessu ári hafa margar andstæðinga fylkingar sett niður innbyrðis deilur, og vinna nú saman - samræna hernaðar-aðgerðir. Sem hefur gert þeirra aðgerðir mun skilvirkari en áður.
  3. Fyrir bragðið virðast uppreisnarmenn í sókn - og stjórnarherinn hefur neyðst að hörfa frá nokkrum mikilvægum vígsstöðvum.
  • Að auki hafa borist óstaðfestar fregnir af því, að það hafi verið höggvin stór skörð í raðir stjórnarhermanna.
  • Að auki, að það gangi illa, að útvega nýja liðsmenn til að fylla í þau skörð.

Ef satt er, þá er það mjög varasöm staða.
En ef illa gengur að útvega nýliða - getur það þítt, að forðabúr stjórnarinnar á nýliðum sé á þrotum.

Bendi á að síðustu 12 mánuðina þá neyddist Hitler að láta kveða í herinn, drengi allt niður í 13-14 ára, og karlmenn milli 5-tugs og 6-tugs.

Þegar svo er ástatt, að mannafli er á þrotum.
Þá neyða orrustur liðsmenn til að hörfa.
Því þeir eru þá alltaf færri í hvert sinn.

Þá er skammt í endalokin.

Mig grunar að það geti verið skýringin, að Pútín bregðist nú við - þrátt fyrir hættu á frekari átökum í Úkraínu, sem geti valdið því að Pútín sé að berjast á -tvennum víggstöðvum- samtímis, sem ég efa að Rússland hafi úthald til.

Það hafi verið komið neyðarástand.

 

Niðurstaða

Eins og mig grunaði, þá virðist flest benda til að Saudar muni auka stuðning sinn við uppreisnarhópa, mjög líklega í hvert sinn sem Pútín hugsanlega eykur sitt - innslag.
Þannig að nettó áhrifin af innkomu Rússlands, verði akkúrat þau er mig grunar.
Að átökin færist í stærri skala, og hættan á útbreiðslu stríðsins aukist enn frekar.

Það virðist staðfest - að tal Pútíns um bandalag gegn ISIS hafi verið "áróður" að í reynd sé árásum beint að öðrum uppreisnarhópum.

 

Kv.


Bloggfærslur 1. október 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband