8.1.2015 | 23:55
Komið hefur í ljós að einn múslimi var drepinn af íslamista hryðjuverkamönnunum sem réðust á starfsmenn gríntímaritsins Charlie Hebdo
Lögreglumaðurinn sem hryðjuverkamennirnir drápu á götunni nærri skrifstofu Charlie Hebdo, hefur verið nafngreindur. Skv. fréttum hét hann Ahmed Merabet ættaður frá Túnis, hafði verið lögreglumaður í 8 ár, og nýverið hafði lokið starfsnámi - til þess að gerast, rannsóknar-lögreglumaður. Fréttum ber ekki saman hvort hann var giftur eða átti kærustu, en virðast sammála að hann hafi verið barnlaus.
Ekki er vitað hversu trúaður hann var - en allir hans ættingjar eru að sögn múslimar.
Lögreglumennirnir sem þekktu hann, eru allir í sjokki - skiljanlega. Ef á að marka frásagnir, var hann vel liðinn - eins og gjarnan er sagt, þægilegur í samskiptum.
Policeman Ahmed Merabet mourned after death in Charlie Hebdo attack
Slain French Police Officer Becomes Symbol of Protests
One victim killed in Charlie Hebdo attacks was Muslim police officer Ahmed Merabet
'He died defending the right to ridicule his faith'

Skv. frétt Guardian, þá áttu sér eftirfarandi orðaskipti stað milli Merabet og hryðjuverkamannsins sem síðan skaut hann í höfuðið af örstuttu færi.
Do you want to kill us? - skv. frásögn félaga Merabet, hafði hann dregið upp eigið vopn.
Merabet replies: Non, çest bon, chef (No, its OK mate).
Eftir að það fréttist að lögreglumaðurinn hefði verið múslimi af foreldri ættuðum frá Túnis - hefur hann orðið að töluverðum tákngervingi mótmæla gegn ofbeldi íslamista sem hefur sprottið upp í Frakklandi í kjölfarið á ódæðinu.
Ekki síst þegar það er haft í huga, að gríntímaritið hefur verið sérdeilis þekkt fyrir - endurteknar ádeilur teikninga þess, á Íslamstrú sem slíka.
Ofangreint - minnir á orð Voltaire: I do not agree with what you have to say, but Ill defend to the death your right to say it.
En eins og gjarnan vill gleymast, þá eru "aðrir múslimar" ekki síður fórnarlömb öfga íslamista.
Niðurstaða
Sennilega eru langsamlega fjölmennastir meðal fórnarlamba íslamista, aðrir múslimar. En þeir drepa aðra múslima ekki síður miskunnarlaust, en hvern þann annan sem þeim er í nöp við. Íslamista ógnin, sennilega mun verri fyrir löndin í N-Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs. Þar sem langsamlega flest fórnarlömb öfgaíslamista er að finna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2015 | 00:12
Banvænasta hryðjuverkaárás íslamista í Evrópu síðan 2005
Skv. fréttum af árásinni á útgáfu gríntímaritsins Charlie Hebdo þá virðist fljótt á litið hún hafa verið vel undirbúin. Athygli vekur að þeir 2-einstaklingar sem framkvæmdu verkið. Myrtu 10 manns. Þeir virðast hafa gengið afskaplega "fagmannlega" að því.
Sem bendir til þess að þeir hafi ekki verið - - nýgræðingar.
The questions left by Paris terror attack
Terror Attack on Paris Newspaper, Charlie Hebdo, Kills 12
Heldur vel þjálfaðir sbr: "The gunmen were not only dressed and equipped professionally, but moved and behaved professionally, too. They appeared calm and disciplined. Their handling of weapons was restrained and they were precise in their use of ammunition. And they operated as a team, covering each others positions."
Ég er með hlekk á besta vídeóið af atburðinum, en vara fólk við því að í því er framið morð, lögreglumaður drepinn, áður en hryðjuverkamennirnir aka á brott
- En þið sjáið einnig hvað sérfræðingurinn á við, þeir eru algerlega miskunnarlausir, en samtímis "professional."
- Þeir bersýnilega vinna vel saman sem teimi.
Vitni á skrifstofu blaðsins - sagði að þeir hefðu talað fullkomna frönsku.
Corinne Rey - It lasted five minutes . . . I hid under a desk, - They spoke perfect French . . . they said they were al-Qaeda.
Það vekur athygli, því það bendir til þess að þeir séu franskir.
Starfsmenn voru að halda sinn vikulega fund, er árásin átti sér stað - önnur vísbending þess að árásin var vel undirbúin, þ.e. þeir lögðu til atlögu er fólkið sem þeir vildu drepa var á staðnum.
Meðal látinna eru einmitt - - helstu teiknarar blaðsins.
"Clockwise from top left, the cartoonists Jean Cabut, known as Cabu; Bernard Verlhac, who used the name Tignous; Georges Wolinski; and Stéphane Charbonnier, known as Charb, who was also the editorial director of Charlie Hebdo."
Skv. frétt, þegar skotmennirnir gengu inn, þá gengu þeir beint að Stéphane Charbonnier og myrtu og lögreglumanninn sem gætti hans sérstaklega.
Skotmennirnir voru greinilega engir brjálæðingar - heldur yfirvegaðir í athöfnum. Ekki síst það, að þeir hverfa af vettvangi, þ.e. kjósa ekki að deyja píslarvættisdauða, eða sprengja sig í loft upp - - minnir verð ég að segja dálítið á athafnir svokallaðra borgarskæruliða 8. og 9. áratugarins. Eða hvernig IRA fór að á N-Írlandi.
Að þessu leiti sker sig þessi árás út - en ákaflega margar múslima árásir hafa verið sjálfsmorðs.
Að sjálfsögðu er "manhunt" í gangi, en hafandi í huga hve vel þetta virðist undirbúið - var örugglega búið að ganga frá flóttaleið fyrir skotmennina.
Þeir gætu vel verið þegar farnir frá Frakklandi.
Niðurstaða
Við vottum að sjálfsögðu fórnarlömbum slíks hrottalegs glæps alla okkar samúð. Vel væri við hæfi að sem flest blöð - tímarit og aðrir fréttamiðlar, birti sem mest af skopteikningum hinna látnu skopteiknara. Til að sýna samstöðu með þeim látnu - - og með því verki einnig fordæma þá aðgerð að myrða skopteiknara fyrir að búa til skopteikningar.
Vonandi finnast glæpamennirnir sem frömdu verknaðinn, þó ég óttist að þeir geti þegar verið farnir frá Frakklandi.
---------------------
Ps: Franska lögreglan segist hafa 2-grunaða ...
Cherif Kouachi, left, 32, and his brother, Said Kouachi, 34, who are suspected in a deadly attack on a satirical newspaper in Paris.
... ekki fylgir sögunni hvaða upplýsingar lögreglan hefur, en það má vel vera að sjónarvottar hafi séð einhverjar vísbendingar meðan á flótta þeirra stóð í gegnum París, þ.s. þeir víst lentu 3-svar í ryskingum við lögreglu, lentu í einum árekstri áður en þeir hurfu sjónum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 8. janúar 2015
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 382
- Frá upphafi: 871528
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 357
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar