16.1.2015 | 00:39
Það má reikna með verðhjöðnun í Sviss, eftir ca. 17% gengishækkun Frankans gagnvart Evru
Sá atburður sem vakti mesta athygli í efnahagstíðindum fimmtudagsins, var án efa ákvörðun Seðlabanka Sviss - að hætta að tengja svissneska frankann við evruna.
Eins og sjá á myndinni að neðan, varð töluvert dugleg gengishreyfing á frankanum þá þegar í kjölfarið að tíðindin spurðust út.
Mér skilst að frankinn hafi hækkað um tíma allt að 40% miðað við evruna, en síðan fljótlega á eftir - seig hann aftur, og endaði ca. tæp 17% ofar gengi dagsins á undan á móti evru.
Af hverju ætli að seðlabanki Sviss hafi hætt við tengingu frankans við evru?
Flestir virðast þeirrar skoðunar, að Seðlabanki Sviss hafi séð sæng sína út breidda. Nú þegar við virðist blasa, að Seðlabanki Evrópu - - er við það að hefja fulla seðlaprentun.
Reyndar vilja sumir meina að Seðlabanki Sviss, hafi verið varaður við - af einhverjum innanbúðar í Seðlabanka Evrópu.
Að ákvörðun liggi með öðrum orðum þegar fyrir innan veggja "ECB."
Surprise Move by Swiss Central Bank Underscores Global Uncertainty
Market confidence in Swiss monetary policy has been dealt a blow
- Til þess að verja gengi frankans á móti evru sl. 3-ár. Hefur Seðlabanki Sviss, orðið að kaupa ógrynni af evrum.
- Það þíðir auðvitað að hann verður fyrir nokkru gengistapi.
- Á hinn bóginn, þegar prentun "ECB" hefst, mundi Seðlabanki Sviss hafa orðið að bæta ríflega í þessi kaup, ef hann hefði ætlað að verja tenginguna áfram.
Það þíðir auðvitað að evrufjallið - - ca. 75% af þjóðarframleiðslu Sviss nú þegar. Hefði áfram stækkað, og þá töluvert af meiri hraða en áður.
Punkturinn er auðvitað sá, að Seðlabanki Sviss ætlaði aldrei aðgerðinni, að vera varanleg.
Og að tapið hefði augljóslega orðið - - mun stærra seinna!
En um leið og "ECB" hefur prentun - - má reikna með frekara gengisrisi frankans við evruna.
Ef Svissneski Seðlabankinn hefði haldið kaupum áfram - - hefði hann tapað ekki einungis meira fé vegna þess að evrueignin hefði verið stærri, heldur einnig vegna þess að þá hefði gengissveiflan einnig orðið stærri.
- Það er kannski hinn punkturinn á að losa þetta núna.
Að hann vilji frekar að gengissveifla Frankans við evruna - - dreifist yfir tímabil.
En að sú sveifla komi öll á einum degi.
Af hverju verðhjöðnun í Sviss?
- Sviss flytur mikið inn af varningi frá evrulöndum, og sá varningur - - mun lækka verulega í verði í verslunum í Sviss.
- Síðan verður framleiðsla Sviss á varningi sem seldur er til aðildarlanda evru, minna samkeppnisfær um verð - - þannig að reikna má með því að svissnesk útflutningsfyrirtæki, dragi úr fjárfestingum á næstunni - sem getur haft neikvæð áhrif á verð á vissum eignum, og að auki þau leitist við að "lækka laun."
- Svo má ekki gleyma því - - að áhrif olíuverðs lækkana eru enn að seitla í gegnum hagkerfið í Sviss, eins og annars staða. Bætast verðhjöðnunar áhrif af gengishækkun frankans, ofan á þau áhrif.
Sviss gæti því orðið áhugaverð tilraunastofa - - í áhrifum verðhjöðnunar innan hagkerfis.
En þeirri skoðun hefur verið haldið á lofti af sumum hópum - - að verðhjöðnun sé jákvæð ekki neikvæð.
Þá hreinlega vil ég ætla, að sú reinsluathugun fari nú fram nk. mánuði og ár í Sviss.
Niðurstaða
Sennilega á svissneski frankinn eftir að stíga mun meir gagnvart evru en einungis þau tæp 17% sem hann reis miðað við evru á fimmtudag. En um leið og Seðlabanki Evrópu hefur prentun. Þá ætti frekara gengissig evrunnar við svissneska frankanna að ega sér stað.
Þá eins og ég sagði, gæti Sviss orðið áhugaverð tilraunastofa í rauntíma, um áhrif verðhjöðnunar innan hagkerfis.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 16. janúar 2015
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar