Það á eftir að verða erfiður vetur í Úkraínu

Það hefur ekki verið áberandi í fréttum þar sem að stríðið hefur drekkt öðrum fréttum. Til upprifjunar þá stendur Úkraína frammi fyrir 100% hækkun á gasverði, skv. því - að Gasprom -rússn. gasrisinn- ákvað að nema úr gildi 50% afslátt af gasi, sem Úkraína hafði gert samn. um á sínum tíma, var afslátturinn form af "greiðslu á leigu" af hálfu rússn. stjv. - - fyrir her-og flotastöðina í borginni Sevastopol á Krím skaga. Gasprom, bendir á að síðan Krím-skagi var færður inn fyrir landamæri Rússlands, sé ástæðan fyrir 50% afslætti á gasi, fallin úr gildi - - og Gasprom hefur síðan sl. vor "heimtað greiðslur skv. 100% hærra verði." Sem stjv. í Kíev hafa hafnað - - í sumar "skrúfaði Gasprom fyrir sölu á gasi til Úkraínu."

Russia aims to choke off gas re-exports to Ukraine

Í frétt Financial Times, kemur fram - - að Gasprom, er að beita þær evr. þjóðir þrýstingi, þ.e. Pólland - Ungverjaland og Slóvakía. Sem hafa verið að leitast við að "aðstoða Úkraínu" með því, að "endurselja Úkraínu hluta af því gasi sem þær þjóðir kaupa af Gasprom."

  • Þessi endursala - - dugar þó ekki til þess, að mæta þörf Úkraínu fyrir gas.
  • En líklega "frestar því að birgðir þverri í Úkraínu."

Map: The Battlefields of Eastern Ukraine. Það mun koma að því, að gasið þverri - - og orkukrísa skelli á í Úkraínu!

Þá er Úkraína komin undir mjög harkalegan þrísting - þ.e. á annan kannt, vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem sl. tvær vikur virðist hafa borist "öflugur liðsstyrkur" "hvort sem sá liðsstyrkur er rússn. her eða nýjar sveitir uppreisnarmanna sem hafa verið vopnaðar af Rússum" - "þá virðist eitt blasa við miðað við þann snögga viðsnúning á stríðsgæfunni sem orðið hefur" - "að þær sveitir eru betur vopnum búnar en stjórnarher Úkraínu."

Svo á hinn kannt, er það Gasprom og orkuskorturinn sem við blasir, að mun skella á í Úkraínu - í vetur. Þó ekki sé auðvelt að tímasetja akkúrat hvenær, gasið klárast.

  • Þetta er líklegt að gerast, einmitt í vetrarkuldunum, janúar og febrúar.
Putin's New Russia: What the Future May Hold for Eastern Ukraine

 

 

Það áhugaverða er - að Úkraína er ekki að fá neinn umtalsverðan stuðning, a.m.k. ennþá!

Úkraínu - hefur verið veitt nokkur "lánafyrirgreiðsla" í gegnum AGS, er í prógrammi. Bandar. og ESB taka þátt í henni, en "þetta eru lán" - "ekki styrkir." 

Hvernig Úkraína á að standa við það prógramm, er mér hulin ráðgáta. En ég á mjög erfitt með að sjá, hvernig það getur gengið upp - miðað við það að stefnir í að Úkraína missi verulegan hluta af sínum útfl. tekjum. 

  1. En nú þegar stríðsgæfan hefur snúist við, virðist blasa við - að samn. staða stjv. í Kíev, hefur veikst verulega.
  2. Höfum í huga, að Úkraína "er samtímis undir þrístingi frá Gasprom."

A.m.k. enn sem komið er, virðist fátt benda til þess, að NATO eða Evr.ríki - séu að veita stjv. í Kíev, hernaðarstuðning - hvort sem er í óbeinu formi í gegnum vopnasendingar eða beinni hætti.

Meðan að Evr. og Washington, eru þetta "lin í stuðningi" þá er Kreml í lófa lagið, að breyta stöðunni í A-Úkraínu, hvenær sem Kremlverjum sýnist svo, til þess að "herða frekar á þrýstingnum á Kíev."

  • Margir gruna, að Kreml vilji stofna "protectorate" í A-Úkraínu, þ.e. annaðhvort með því, að A-héröðin Luhansk og Donetsk, fái það mikið sjálfforræði, að þau séu "í reynd sjálfstæð" og einungis undir "Úkraínu að nafni til."
  • Eða, ef Úkraína semur ekki, að styðja uppreisnarmenn til þess, að hafa "sigur á bardagavelli" þannig að þeirra "Novo Rossia" verði að "de facto" sjálfstæðu svæði undir þeirra stjórn - - en "einungis með stuðningi Rússlands."

Hvort útkoman verður veruleiki - - þ.e. samkomulag, sem leiði til þess fyrra.

Eða að stríðið gjósi upp að nýju, og rússn. stuðningur leiði fram það seinna.

Þá verði niðurstaðan sú, að Úkraína tapi þeim útfl. tekjum, sem iðnaðurinn í þessum tveim iðnvæddu héruðum, hefur síðan 1991 skaffað Úkraínu - - mér skilst um 40% útfl. tekna.

Iðnaðarsvæðin í A-Úkraínu, verða hl. af rússn. hagkerfinu - - ekki því úkraínska; í báðum tilvikum.

 

NATO og Vesturlönd, geta hvenær sem er, ef þau vilja, breitt þeirri útkomu - sem annars við blasir

Með því að "taka upp sambærilegan stuðning við stjv. í Kíev" og stjv. í Moskvu veita uppreisnarmönnum. Þ.e. "vopnasendingar a.m.k." og kannski einnig - að senda einhverjar hersveitir Úkraínu til stuðnings.

Vopnasendingar - væru þó til muna áhættuminni aðgerð.

Að auki, að "gefa eftir skuldir" - "breyta lánum í styrki" - "senda stjv. í Kíev frekari styrki."

  • Málið er - að Vesturlönd hafa stutt Kíev, "með hálfum huga."

Þó að "refsiaðgerðir" á Rússland - hafi áhrif á Rússland.

Þá mundi Úkraínu - - gagnast til mikilla muna meir, "beinn fjárhags stuðningur" og "vopnasendingar."

  • Þá mundi samn. st. Kíev, batna - - en þessa stundina.
  • Virðist hún afar veik. 

 

Niðurstaða

Þetta er alltaf spurning um þá lokaniðurstöðu sem menn eru að horfa á. Eins og uppreisnarmenn tala, og netverjar sem styðja þá, mætti ætla að í gegnum það að berjast v. stjv. í Kíev - séu þeir að berjast við Vesturlönd. En þ.e. af og frá, að stuðningur Vesturlanda sé í nokkru samræmi, v. stuðning Kremlverja við uppreisnarmenn.

Maður veltir fyrir sér, af hverju "NATO lönd hafa ekki tekið upp vopnasendingar til Kíev?"

Það væri ekki neitt sérdeilis "áhættusöm aðgerð" - og mundi geta að verulegu leiti, bætt stöðu stjórnarhersins, sem virðist fara hallloka sl. tvær vikur - - eftir tilkomu "nýrra herja" sem margir segja að séu Rússar en því er neitað í Rússlandi. Hverjir sem þeir eru - - hefur vígsstaðan snögg breyst til þess mun verra, þegar áður það virtist stefna í loka sigur stjórnarhersins.

Ef Vesturlönd vilja ekki - - að Kíev fari mjög hallloka í samn. næstu vikur.

Þá þarf NATO og Bandar. að sýna í verki einhvern umtalsverðan stuðning v. Kíev, svo um munar.

Annars sennilega hefur Pútín þann lokasigur í þessari rimmu, sem hann ef til vill "stefndi að allan tímann." Þ.e. að tryggja að A-héröðin "verði efnahagslega séð hluti af Rússlandi."

En hafa ber í huga, að A-héröðin "framleiða enn varning sem er mikilvægur fyrir Rússland" sbr. Antonov flutningavélar, Zenit eldflaugar sem notaðar eru til að skjóta á loft gervihnöttum, skriðdreka og önnur hergögn, og m. flr. 

Það er þægilegra fyrir Rússland - - að A-héröðin séu "de facto rússn. yfirráðasvæði" en að Rússland þurfi ef til vill, að verja miklum fjárhæðum í, að byggja upp þá framleiðslu sem þar fer fram, innan Rússlands.

  • Ég hef alltaf grunað Kremlverja, að vera fyrst og fremst að "hugsa um hagsmuni Rússlands" fremur en hagsmuni Rússanna sem búa í A-Úkraínu. 

Það verður forvitnilegt að sjá, hvað gerist. En stjv. í Kíev, ef þau láta eftir þeim kröfum, að Luhansk og Donetsk séu "de facto" sjálfstæð, þá mundi það sennilega vera pólit. sjálfsmorð fyrir ráðamenn í Kíev.

Það getur því vel verið, að stríðið blossi upp að nýju innan skamms, þegar í ljós kemur líklega að Kíev treystir sér ekki til að mæta kröfum uppreisnarmanna, og á sama tíma, telja uppreisnarmenn að stríðsgæfan sé þeim í vil. Að hagstæð úrslit geti náðst á bardagavelli.

Það yrðu þá sennilega mjög harðir bardagar um borgina Mariupol, en þar í útjaðri stendur "hinn nýi her uppreisnarmanna sem kom til skjalanna fyrir tveim vikum grár fyrir járnum." Bíður einungis skipana að leggja til atlögu. Í þeirri borg, gæti orðið mjög mikið blóðbað, því borgin er skipt ca. 50/50 að íbúatölu, fj. íbúa t.d. um daginn, tók þátt í að "grafa skotgrafir" líklega frá Úkraínuhelmingi borgarbúa. Forseti Úkraínu var þar í heimsókn á mánudag, lofaði - - að verja Mariupol "hvað sem það kostaði":

Visiting East, Ukraine Leader Vows to Not Cede Any Territory

 

Uppreisnarmenn langar augljóst í Mariupol, mikilvægustu hafnarborgina á þessu svæði - einnig mikilvæg iðnaðarborg. Að auki mundi fall hennar, flækja mjög verulega liðsflutninga fyrir stjórnarherinn.

Mér virðast því afar miklar líkur á, að vopnahléið sé einungis stund milli stríða.

 

Kv.


Bloggfærslur 8. september 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 869803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband