Vopnahlé á Gaza á enda - spurning hvort bardagar hefjast á ný?

Vandi virðist að "viðræður hafi sennilega verið í strandi" en þar virðast mætast algerlega "ósamrýmanleg markmið" þ.s. Hamas heimtar að losað verði um "viðskiptabann á Gaza" en Ísrael tekur það ekki í mál, heimtar á móti "fulla afvopnun Hamas" - - sem ég verð að segja -> að ég sé ekki "hvernig ætti að framkvæma." Þegar sú afvopnun hafi farið fram með þeim hætti, sem Ísrael sætti sig við, geti komið til greina "að losa e-h um viðskiptabannið."

"Smoke rose from what witnesses said was an Israeli air strike in Gaza City on Tuesday after three rockets fired from Gaza struck southern Israel. Credit Suhaib Salem/Reuters."

  1. Punkturinn sem þarf að hafa í huga, að það er enginn þrýstingur heima fyrir innan Ísraels, á Netanyahu að semja við Hamas um nokkrar hinar minnstu tilslakanir. 
  2. Þvert á móti, er harkan -skilst mér- í samfélagsumræðunni innan Ísraels gegn Hamas slík, að megin gagnrýnin á ríkisstjórn Ísraels, er á þá leið - -> að hún sé of lin við Hamas.
  • Gagnrýnin á hinn veginn, sé mjóróma og hafi afskaplega lítið fylgi þessa dagana, meðal almennings í Ísrael.

Síðan í stað þess að einangrast - - sé að draga úr einangrun Ísraels, að sumu leiti. T.d. hafi Ísrael aldrei sennilega búið við hagstæðari viðhorf stjórnvalda nágrannaríkja í kring, en þaðan hefur þögnin verið alger - þegar kemur að gagnrýni. En á sama tíma, fær Ísrael mjög "virkan stuðning" stjórnvalda í Egyptalandi - þ.e. herforingjastjórnarinnar þar. 

Svo má ekki gleyma því, að á seinni árum hefur Ísrael verið í vaxandi mæli að vinna "gas" í eigin lögsögu, sem skapar Ísrael - - orkuöryggi.

Í ljósi átakanna í Sýrlandi - og Írak, virðist afar ólíklegt - - að Evr. ríki muni leggjast hart á Ísrael. Einnig sennilega spila deilur við Rússland inn, þ.s. þær beina Evr. sjónum að því, hve háð Evr. er Bandar. með varnir - - og Bandar. styðja Ísrael nú sem fyrr.

  • Þannig að "fátt virðist þrýsta á Ísrael til þess að gefa eftir."

Ég bendi á þetta áhugaverða viðtal við ísraelskan félagsfræðing, sem gerir tilraun til að útskýra viðhorf Ísraela til Palestínumanna:

'The Real Danger to Israel Comes from Within'

  1. Ef marka má hana - - sé nær öll samúð með málsstað Palestínumanna, horfin úr ísraelskri þjóðmálaumræðu.
  2. Viðhorf hafi harðnað innan samfélagsins, og vilji til þess að sýna sveigjanleika - - sé nær horfinn.

Ef þetta er rétt hjá henni - - sé nær engin von til staðar í náinni framtíð um lausn í gegnum samninga. 

En meðan ísraelskt samfélag þrýstir ekki á um slíkt, er frekar á móti en hitt, þá sé það ekki gott fyrir innanlandspólit. stöðu ísraelsks pólitíkus, að styðja þau sjónarmið að það þurfi að semja og gefa eftir.

  • Sennilega hefur málsstaður Palestínumanna, aldrei virst eiga minni von.

 

Niðurstaða

Mér virðist lúkning Palestínudeilunnar með samningum, aldrei hafa verið fjarlægari draumur en í dag, ef tekin eru mið af ríkjandi viðhorfum í Ísrael. Og á sama tíma, sé staða Ísraels innan Mið-Austurlanda sterkari en hún lengi hefur verið. Samtímis að fátt bendi til þess, að þrýstingur "vina Palestínumanna" í þá átt á "einangra Ísrael frekar" skili árangri. Í ljósi vaxandi áhyggna samfélaga hins Vestrænna heims gagnvart vaxandi áhrifum öfgafullra Íslamista í ljósi alvarlegra átaka í Sýrlandi og Írak. Að auki hafi líklega deilan við Rússland einnig áhrif, með því að beina sjónum Evr.manna að því - hve háðir þeir eru Bandar. með varnir. Þá fari þeir vart á sama tíma að þrýsta á Bandar. um að gerbreyta afstöðu sinni í tengslum við Ísrael - - eða taka áhættu á því að deila um Ísrael myndist á milli Evr. og Bandar. Þannig að "óbeint" græði Ísrael sennilega á Úkraínudeilunni.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. ágúst 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 869803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband