1.7.2014 | 20:11
Vopnahléið sem ekki var vopnahlé, er ekki lengur í gildi í Úkraínu
Forseti Úkraínu lýsti á þriðjudag vopnahléið úti - og fyrirskipaði hernum að ráðast að uppreisnarmönnum og sigrast á þeim. Höfum þó í huga að þetta er í samræmi við hans fyrri vopnahlésyfirlýsingu, en sú var framsett sem nokkurs konar "úrslitakostir" þ.s. uppreisnarmönnum var sagt að þeir hefðu þá kosti að gefast upp eða að hernum yrði skipað að tortíma þeim. Nú er Poroshenko að standa við þau orð, en það má segja að hann hafi lagt trúverðugleika sinn að veði, og þurft að gefa þá skipun er hann hafði hótað uppreisnarmönnum að gefa, eða tapa sínum trúverðugleika.
Ukraine forces attack rebel positions, Putin growls
Fighting Intensifies in Ukraine After Cease-Fire Is Ended
Ukrainian president orders military to attack pro-Russian militants

- 20 úkraínskir stjórnarhermenn féllu á þessu tímabili.
- Og óþekktur fjöldi uppreisnarmanna.
Mín skoðun er að "uppreisnarmenn" séu tiltölulega fámennur hópur, sennilega sambærilegur hópur við þann sem tók völdin með aðstoð rússn. hersins á Krímskaga fyrir nokkru síðan, en þá var leiddur til valda foringi flokks sem hafði fengið um 6% atkvæða í héraðinu er síðast áður var kosið til þings þess héraðs er það var hluti Úkraínu.
Með öðrum orðum, róttækir rússn. þjóðernissinnar - - en slíkir hópar hafa yfirleitt ekki fjöldafylgi. Það getur mjög vel komið heim og saman við þann fjölda, sem virðist vera í liði bardagasveita uppreisnarmanna.
Áætlaður fjöldi innan við 10þ. í héröðum sem telja nokkrar milljónir íbúa. Svo má bæta við aðkomumönnum héðan og þaðan frá Rússlandi, t.d. töluverður hópur frá Tétníu - - sjálfskipaður forsætisráðherra svokallaðs "Donetsk Pepople's Republic" er t.d. fæddur í Moskvu, var um tíma ráðgjafi setts forsætisráðherra Krímskaga með stuðningi rússn. herafla, þar áður sást til hans í S-Ossetíu og þar þar á undan í Tétníu með liðssveit undir sama nafni, og sú er hann ræður yfir nú í A-Úkraínu.
Karakter sem manni finnst að mundi sóma sig vel í James Bond mynd.
- Höfum í huga að stjórnarher Úkraínu er ekki sterkur, bardagahæfar sveitir voru áætlaðar um 10þ. áður en átökin hófust, sennilega eru þó sveitir hans - - betur vopnum búnar.
- Þ.e. önnur vísbending þess, að uppreisnarmenn séu ekki mjög fjölmennir - en annars væri svo veikur stjórnarher ekki að hafa betur.
- Höfum í huga að stjórnarher lands, hefur - - rétt til að kveða niður ólöglega uppreisn.
- Tökum t.d. sbr. v. borgarastríðið í Bandar. sem stóð í 3-ár, er enn í dag mannskæðasta stríð er Bandar. hafa háð.
- Þar fyrir rest vann ríkisstjórn landsins fullan sigur, á uppreisn hluta landsmanna.
- Það er því afskaplega áhættusamt - - að hefja vopnaða uppreisn.
Ég held að ríkisstjórnin sé ekki endilega í vonlausri stöðu, er kemur að því að höfða til almennings
Skoðanakannanir teknar rétt áður en átök brutust út. Sýna stuðning meira að segja í A-Úkraínu, meirihluta íbúa við sameinað ríki. En aftur á móti sýndu þær kannanir einnig, að íbúar A-Úkraínu vilja aukið sjálfforræði.
Ríkisstjórnin þarf þá að semja drög að nýrri stjórnarskrá, sem felur þá einmitt í sér - töluverð viðbótar völd héraða. Ég held að það sé ekki lengur sérlega umdeilt atriði, að skynsamt sé að auka sjálfstæði héraða. Heldur sé það fremur svo, að deilt sé um - akkúrat hve mikið sjálfforræði.
Í Bandaríkjunum eru fylkin töluvert sjálfstæð, hafa eigið lögreglulið, þing og töluvert skattfé til eigin umráða. En á sama tíma, er töluvert öflugt sameiginlegt ríkisvald, stjórnsýsla, her, dómsvald og alríkislögregla.
Ég t.d. held að Pútín er hann ræddi hugmyndir um sjálfforræði héraða innan Úkraínu - hafi verið að tala um nær fullt sjálfstæði. Sem væri þá nánast það sama og leggja úkraínska ríkið niður.
Þ.e. nefnilega málið - - sjálfforræði og sjálfforræði er ekki endilega sami hluturinn.
Þegar menn ræða það hugtak, getur verið verulega mikill munur á því hvað þeir eiga akkúrat við.
Niðurstaða
Ríkisstjórn Úkraínu getur hugsanlega dregið lærdóm af borgarastríðinu í Bandaríkjunum. En innan S-ríkjanna var lengi vel töluvert mikil biturð. Síðan voru þau einnig lengi á eftir - mun fátækari en önnur svæði. Hafa þó náð sér á strik á seinni árum.
Stjórnarherinn þarf þá að gæta sín á því - - gerum ráð fyrir að hann vinni fullnaðarsigur á uppreisninni á næstu vikum. Að standa fyrir aðgerðum er höfða til íbúanna - - en líklega verður til staðar herseta meðan verið er að endurreisa löggæslu á svæðinu. Her er almennt séð ekki heppilegur í löggæsluhlutverk, því þarf herseta að standa yfir eins stutt og mögulegt er.
Réttast er að gefa sem fyrst út dagsetningu - - fyrir almennar þingkosningar. Gefa út sem víðtækasta sakaruppgjöf, nema í tilvikum er "alvarlegir glæpir sannarlega hafa verið framdir."
Og sennilega þarf landið, að óska eftir aðstoð utan frá, meðan verið er að gera við hrundar byggingar, koma ekki einu sinni löggæslu í samt lag, heldur einnig heilsugæslu - stjórnsýslu og almennum þjónustuinnviðum.
Þetta allt þarf að taka eins skamman tíma og mögulegt er - - íbúarnir þurfa að sjá það strax að "tekið sé til hendinni" við það verk að endurreisa venjulegt daglegt líf, einna helst þarf síðan tillaga að nýrri stjórnarskrá að liggja fyrir þinginu, sem fyrst eftir að til þess er kosið. Þá gæti þessum átökum einfaldlega lokið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 1. júlí 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 869804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar