19.6.2014 | 23:46
Obama virðist vera að undirbúa loftárásir á stöðvar ISIS
Það hafa borist fréttir af því að Obama hafi ákveðið að senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks. Líklegt virðist að þarna verði á ferðinni - meðlimir sérsveita Bandar.hers. En eitt vandamál við það, að hefja loftárásir. Að til þess að hámarka líkur á því að "rétt skotmörk" séu sprengd. Þarf flugherinn að hafa sem nákvæmastar upplýsingar um væntanleg skotmörk.
Öruggasta leiðin sé að - hafa eigið fólk á staðnum.
Obama says U.S. military plans for Iraq strictly limited
United States to Send Military Advisers to Iraq
Obama to send 300 military advisers to Iraq
Mig grunar að Obama sé í Íak málinu að endurtaka leikinn frá Sýrlandi - - þ.e. að gera eins lítið og hann framast getur, þegar innanlands pólitísk staða í Bandar. er höfð í huga.
Ég held að það sé einmitt - - snjallast fyrir Washington að gera sem allra, allra minnst
- Ég tel rétt að líta á átökin í Írak nú, og átökin í Sýrlandi - - sem eitt stríð.
- Eins og flestir ættu að vita, þá er Sýrlandsstríðið sennilega "proxy war" milli Írans og bandalags Saudi Arabíu og Persaflóa Araba furstadæma.
- Í seinni tíð, með aðstoð Hesbolla, sem er bandamaður Írans, hefur stjórn Alavíta í Sýrlandi - vegnað betur í borgarastríðinu. Og unnið töluvert af sigrum.
- Á sama tíma hafa verið vaxandi brögð á því, að Shítar sem vilja berjast, leiti til Sýrlands - til að styðja Assad stjórnina.
- Þá þurfa írösku Shítarnir, að berjast heima fyrir - og geta þá ekki lengur beitt sér í Sýrlandi.
- Að auki, séu líkur á að Íran, neyðist til að - aðstoða ríkisstjórn Íraks. Því hún muni ekki geta hugsað sér nýtt Súnní arabísk stórveldi rísi upp að nýju innan Íraks.
- Þetta allt geti veikt getu Írana til að styðja við Assad stjórnina.
Höfum í huga að Saudi Arabía og Araba furstadæmin meðfram Persaflóa, eru öll - - einræðisríki. Og að auki, langflest þeirra með íslamískan bías.
Þau séu ekki líkleg að styðja lýðræðislegar hreyfingar - svo það sé á hreinu. Það virðist töluvert líklegt, miðað við það - "hve innrás ISIS í Írak getur veikt stöðu Írans í Sýrlandi." Að ISIS sé sennilega -eins og margir halda fram- í reynd fjárhagslega studd af bandalagi Flóa Araba.
Að ISIS sé líkt og Hesbolla er í Líbanon fyrir Íran, bardagasveitir fjármagnaðar og mikið til stýrt til verka af bandalagi Flóa Araba.
- "Proxy" átökin milli Írans og bandamanna, og Bandalags Flóa Araba - séu að víkka út.
-------------------------------------
- Punkturinn fyrir Bandaríkin, ef við íhugum hvað rétt sé fyrir þau að gera, sé líklega að best sé að halda sig við - - þegar markaða stefnu.
- Munum að Íran og Rússland, eru þátttakendur í þessum átökum, í gegnum stuðning sinn við Sýrland. En ef eins og virðist líklegt, að geta Írans til að styðja við Assad - veikist. Þá má reikna með því, að Rússland muni þurfa sjálft - - að beita sér í auknum mæli.
- Höfum í huga sbr. hugtakið um "opportunity cost" að ekki er unnt að nota sömu "bjargirnar" tvisvar - - þannig að ef Rússland þarf að veita Assad liðsstyrk. Þá er það liðsstyrkur, sem Rússland getur þá ekki nýtt annars staðar.
- Það gæti hugsanlega gerst, að Rússland og Íran, keppinautar Bandar. um áhrif innan Mið-Austurlanda, að þeirra geta til að hafa áhrif innan Mið-Austurlanda. Veikist, ef ISIS heldur áfram að eflast. Þannig að bæði Rússland og Ían, þurfi að beita sí vaxandi kröftum í baráttu við þau samtök.
Með vissum hætti, getur það endurspeglað áhrif sem Bandar. urðu fyrir eftir að Bush réðist inn í Írak. En þá notfærði sér Rússland það, að megnið af hreyfanlegu liði Bandar. var upptekið í Írak. Til þess, að jafna reikninga við bandamanna Bandar. á Kákasus svæðinu, þ.e. Georgíu.
Ég er þess fullviss, ef Bandar. hefðu ekki verið búin að ráðast inn í Írak, sem þíddi að hreyfanlegar liðssveitir Bandar.hers hefðu ekki verið uppteknar - - heldur hægt að senda hvert sem er. Að þá hefði Rússland ekki þorað að beita sér gegn Georgíu.
Þetta er nefnilega raunverulegt vandamál - - að geta ekki notað sömu bjargirnar tvisvar.
-------------------------------------
Höfum auk þessa í huga, að innan Írak hafa Kúrdar verið helstu bandamenn Bandaríkjanna, síðan Bandar. réðust þar inn síðast. Mér virðist líklegt, að Kúrdar mundu áfram fylgja sömu stefnu - ef þeir stofna sjálfstætt Kúrdistan í héröðum Kúrda innan Sýrlands og Íraks.
- Þannig að Bandaríkin mundu þá græða - traustan bandamann.
Það sé rjóminn ofan á kökuna.
Niðurstaða
Ég held að það geti verið rökrétt fyrir Bandaríkin. Að veita stjórninni í Bagdad einhverja takmarkaða aðstoð. T.d. til þess að forða því að hún hrynji algerlega.
En aftur á móti, sé það rökrétt fyrir bandar.stjórn - að eftirláta Íran það verkefni. Að aðstoða írösk stjv. á jörðu niðri að öðru leiti.
Sama stefnan og með átökin í Sýrlandi sé áfram hin rétta fyrir Bandar., að geta sem allra - allra minnst.
- Það sem ég tel vera rétta nálgun að auki, liggi í viðræðum Bandar. og Vesturlanda við Íran.
- Að einhverju hugsanlegu leiti, má halda því úti sem möguleika, gegn tilslökun Írana í þeim viðræðum, að Vesturveldi aðstoði írösk stjv. - eitthvað meir, en með einhverjum takmörkuðum loftárásum.
- Á hinn bóginn, þjóni það sennilega tilgangi Vesturvelda með þær viðræður, að vaxandi veldi ISIS ógni enn frekar, stöðu Bandamanna Írans í Sýrlandi og Írak.
Þegar samkomulag næst fyrir einhverja rest - geti Vesturveldi í sameiningu beitt Saudi Arabíu og Flóa Araba þrístingi, um að hætta stuðningi við hryðjuverkasamtök.
Þessar viðræður séu vænlegasta nálgunin, til að hindra núverandi stríð - í því að þróast í allsherjar Mið-Austurlanda stríð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 19. júní 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar