19.6.2014 | 23:46
Obama virðist vera að undirbúa loftárásir á stöðvar ISIS
Það hafa borist fréttir af því að Obama hafi ákveðið að senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks. Líklegt virðist að þarna verði á ferðinni - meðlimir sérsveita Bandar.hers. En eitt vandamál við það, að hefja loftárásir. Að til þess að hámarka líkur á því að "rétt skotmörk" séu sprengd. Þarf flugherinn að hafa sem nákvæmastar upplýsingar um væntanleg skotmörk.
Öruggasta leiðin sé að - hafa eigið fólk á staðnum.
Obama says U.S. military plans for Iraq strictly limited
United States to Send Military Advisers to Iraq
Obama to send 300 military advisers to Iraq
Mig grunar að Obama sé í Íak málinu að endurtaka leikinn frá Sýrlandi - - þ.e. að gera eins lítið og hann framast getur, þegar innanlands pólitísk staða í Bandar. er höfð í huga.
Ég held að það sé einmitt - - snjallast fyrir Washington að gera sem allra, allra minnst
- Ég tel rétt að líta á átökin í Írak nú, og átökin í Sýrlandi - - sem eitt stríð.
- Eins og flestir ættu að vita, þá er Sýrlandsstríðið sennilega "proxy war" milli Írans og bandalags Saudi Arabíu og Persaflóa Araba furstadæma.
- Í seinni tíð, með aðstoð Hesbolla, sem er bandamaður Írans, hefur stjórn Alavíta í Sýrlandi - vegnað betur í borgarastríðinu. Og unnið töluvert af sigrum.
- Á sama tíma hafa verið vaxandi brögð á því, að Shítar sem vilja berjast, leiti til Sýrlands - til að styðja Assad stjórnina.
- Þá þurfa írösku Shítarnir, að berjast heima fyrir - og geta þá ekki lengur beitt sér í Sýrlandi.
- Að auki, séu líkur á að Íran, neyðist til að - aðstoða ríkisstjórn Íraks. Því hún muni ekki geta hugsað sér nýtt Súnní arabísk stórveldi rísi upp að nýju innan Íraks.
- Þetta allt geti veikt getu Írana til að styðja við Assad stjórnina.
Höfum í huga að Saudi Arabía og Araba furstadæmin meðfram Persaflóa, eru öll - - einræðisríki. Og að auki, langflest þeirra með íslamískan bías.
Þau séu ekki líkleg að styðja lýðræðislegar hreyfingar - svo það sé á hreinu. Það virðist töluvert líklegt, miðað við það - "hve innrás ISIS í Írak getur veikt stöðu Írans í Sýrlandi." Að ISIS sé sennilega -eins og margir halda fram- í reynd fjárhagslega studd af bandalagi Flóa Araba.
Að ISIS sé líkt og Hesbolla er í Líbanon fyrir Íran, bardagasveitir fjármagnaðar og mikið til stýrt til verka af bandalagi Flóa Araba.
- "Proxy" átökin milli Írans og bandamanna, og Bandalags Flóa Araba - séu að víkka út.
-------------------------------------
- Punkturinn fyrir Bandaríkin, ef við íhugum hvað rétt sé fyrir þau að gera, sé líklega að best sé að halda sig við - - þegar markaða stefnu.
- Munum að Íran og Rússland, eru þátttakendur í þessum átökum, í gegnum stuðning sinn við Sýrland. En ef eins og virðist líklegt, að geta Írans til að styðja við Assad - veikist. Þá má reikna með því, að Rússland muni þurfa sjálft - - að beita sér í auknum mæli.
- Höfum í huga sbr. hugtakið um "opportunity cost" að ekki er unnt að nota sömu "bjargirnar" tvisvar - - þannig að ef Rússland þarf að veita Assad liðsstyrk. Þá er það liðsstyrkur, sem Rússland getur þá ekki nýtt annars staðar.
- Það gæti hugsanlega gerst, að Rússland og Íran, keppinautar Bandar. um áhrif innan Mið-Austurlanda, að þeirra geta til að hafa áhrif innan Mið-Austurlanda. Veikist, ef ISIS heldur áfram að eflast. Þannig að bæði Rússland og Ían, þurfi að beita sí vaxandi kröftum í baráttu við þau samtök.
Með vissum hætti, getur það endurspeglað áhrif sem Bandar. urðu fyrir eftir að Bush réðist inn í Írak. En þá notfærði sér Rússland það, að megnið af hreyfanlegu liði Bandar. var upptekið í Írak. Til þess, að jafna reikninga við bandamanna Bandar. á Kákasus svæðinu, þ.e. Georgíu.
Ég er þess fullviss, ef Bandar. hefðu ekki verið búin að ráðast inn í Írak, sem þíddi að hreyfanlegar liðssveitir Bandar.hers hefðu ekki verið uppteknar - - heldur hægt að senda hvert sem er. Að þá hefði Rússland ekki þorað að beita sér gegn Georgíu.
Þetta er nefnilega raunverulegt vandamál - - að geta ekki notað sömu bjargirnar tvisvar.
-------------------------------------
Höfum auk þessa í huga, að innan Írak hafa Kúrdar verið helstu bandamenn Bandaríkjanna, síðan Bandar. réðust þar inn síðast. Mér virðist líklegt, að Kúrdar mundu áfram fylgja sömu stefnu - ef þeir stofna sjálfstætt Kúrdistan í héröðum Kúrda innan Sýrlands og Íraks.
- Þannig að Bandaríkin mundu þá græða - traustan bandamann.
Það sé rjóminn ofan á kökuna.
Niðurstaða
Ég held að það geti verið rökrétt fyrir Bandaríkin. Að veita stjórninni í Bagdad einhverja takmarkaða aðstoð. T.d. til þess að forða því að hún hrynji algerlega.
En aftur á móti, sé það rökrétt fyrir bandar.stjórn - að eftirláta Íran það verkefni. Að aðstoða írösk stjv. á jörðu niðri að öðru leiti.
Sama stefnan og með átökin í Sýrlandi sé áfram hin rétta fyrir Bandar., að geta sem allra - allra minnst.
- Það sem ég tel vera rétta nálgun að auki, liggi í viðræðum Bandar. og Vesturlanda við Íran.
- Að einhverju hugsanlegu leiti, má halda því úti sem möguleika, gegn tilslökun Írana í þeim viðræðum, að Vesturveldi aðstoði írösk stjv. - eitthvað meir, en með einhverjum takmörkuðum loftárásum.
- Á hinn bóginn, þjóni það sennilega tilgangi Vesturvelda með þær viðræður, að vaxandi veldi ISIS ógni enn frekar, stöðu Bandamanna Írans í Sýrlandi og Írak.
Þegar samkomulag næst fyrir einhverja rest - geti Vesturveldi í sameiningu beitt Saudi Arabíu og Flóa Araba þrístingi, um að hætta stuðningi við hryðjuverkasamtök.
Þessar viðræður séu vænlegasta nálgunin, til að hindra núverandi stríð - í því að þróast í allsherjar Mið-Austurlanda stríð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 19. júní 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 69
- Frá upphafi: 871532
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar