6.5.2014 | 21:55
Rússland leggur til frestun forsetakosninga í Úkraínu - stjórnvöld í Úkraínu segja rússneska mótmælendur sjálfa óvart hafa orsakað eldhaf sem drap 46
Viðbrögð fulltrúa stjórnvalda vesturlanda hafa verið á þann veg að "hrauna yfir tillögu Rússa" að forsetakosningum í Úkraínu, sem fyrirhugaðar eru þann 25. nk., verði slegið á frest. En Sergei Lavrov sagði að undarlegt væri að halda kosningar við þær aðstæður þegar nánast stríðsástand ríkti í tveim héruðum landsins. Betra væri að fresta þeim - lýsa yfir vopnahléi - síðan fara í það verk sem Rússar hafa áður talað um, að endursemja stjórnarskrá landsins, í tillögum Rússa virðist þó gert ráð fyrir svo miklu sjálfræði héraða. Að það mætti líta á þ.s. nánast upplausn miðstjórnarvalds - þess vegna landsins, í sjálfstjórnarhéröð. Það gengur sennilega of langt.
Russia urges Ukraine to postpone presidential elections
Það þíðir þó ekki að hugmyndin í almennum skilningi - að fresta kosningum, að lýsa yfir vopnahléi, semja nýja stjórnarskrá í víðtæku samráði - - sé slæm hugmynd.
ÖSE getur sjálfsagt gegnt hlutverki "milligönguaðila" og hugsanlega geta fundir farið fram í einhverju aðildarlanda ÖSE - - þess vegna ef út í þ.e. farið, á Íslandi.
Líklega ekki hjá því komist að fulltrúar andstæðinga stjórnvalda í A-Úkraínu, fái fulla þátttöku.
En þeir virðast ætla að halda velli þrátt fyrir allt þ.s. ríkisstjórnin reynir, til að brjóta þá hópa á bak aftur. Þeir hörðu bardagar sem hafa sl. 2 daga farið fram í Donetsk, eru bersýnilega að framkalla hættu á frekari vandræðum - - en það hafa einhverjir óbreyttir borgarar fallið sennilega af þ.s. kallað er "stray bullets" en þ.e. alltaf hætta þegar mikið er skotið að einhverjir nærstaddir sem ekki eru þátttakendur í átökum, verði fyrir skotum - þó þeim sé ekki miðað að þeim sérstaklega.
Þau dauðsföll meðal almennra borgara þó þau séu ekki mörg - - bætast ofan á reiði vegna dauða 46 í eldhafi í Odessa sl. föstudag.
Ég skil alveg að tortryggni ríki gagnvart Rússlandi, stjórn Pútíns er ekki sérlega þekkt fyrir "lýðræðisvilja." Eða háan standard á lýðræði heima fyrir - - þannig að lexía þaðan um lýðræði hljómar sannarlega smá hjákátleg.
En á hinn bóginn, virðist líklegt að ef forsetakosningar fara fram þann 25. nk., "þá muni þær trauðlega sameina landið" líkur á að þau héröð þ.s. líklega verður ekki kosið, því þar hefur stjórnin engin völd lengur. Muni ekki líta á nýjan forseta sem "lögmætan." Fremur en þann núverandi.
Og þ.e. hætta á að ókyrrð muni breiðast út frekar en orðið er, þær tvær vikur sem eftir eru, ekki hægt að útiloka að kosningarnar verði fyrir umtalsverðum truflunum víðar.
- Afstaða t.d. forseta Frakklands, virðist vera að það sé í sjálfu sér svo mikilvægt markmið að kosningarnar fari fram, að nýr kjörinn forseti taki við.
- Að afstaða Rússlands sé tortryggileg, að baki liggi það markmið eitt - að koma í veg fyrir að kosningarnar fari fram.
- Vandinn er í dag, að landið virðist í öruggum farvegi í átt að borgarastríði.
- Einhver þarf að gefa eftir, ef það á ekki að enda þannig.
Deadly Ukraine Fire Likely Sparked by Rebels, Government Says
"A horrific fire that killed dozens in a hulking Odessa building where pro-Russian protesters had taken cover was likely sparked by rebels on the roof who accidentally dropped Molotov cocktails, according to a preliminary investigation by the government."
Ég bendi fólki að horfa vandlega á eftirfarandi myndband sem tekið var bersýnilega af húsi handan við torgið í Odessa, ef menn taka vel eftir rás atburða eftir miðbik myndbands - má sjá fólk henta molotof kokteilum á húsið, og a.m.k. einn hlaupa með slíkan í átt að því - rétt áður en klippt er á, síðan í næstu senu sýnt slökkvilið að störfum. Það má þó einnig sjá eld á einum stað á 4. hæð. En á sama tíma, mikinn eld á jarðhæð - - þ.e. "consistent" við það, að eldur hafi verið orsakaður af molotof kokteilum hent af þeim sem stóðu fyrir neðan. Þ.e. rökrétt síðan að eldurinn leiti upp- -sérkennilegt að halda því fram að hann hafi leitað niður. Ég held að niðurstaða úkraínskra stjórnvalda sé augljóslega ótrúverðug:
Þegar úkraínsk stjórnvöld standa fyrir slíku rugli - eru þau að sjálfsögðu að eyðileggja allan hugsanlegan trúverðugleika.
Niðurstaða
Það virðist vera að komið að 11. stundu fyrir Úkraínu. Einhver þarf að bakka ef ekki á að raunverulega skella á borgaraófriður í landinu, sem getur á endanum þróast yfir í mjög blóðugan hildarleik. Það markmið að forða þeirri útkomu, hlýtur að vera það mikilvægasta af öllum.
Vandinn er sá, að hvor deiluaðili ætlast til að hinn gefi eftir. Og klappliðið í kring, hvort sem það eru Vesturlönd eða aðrir - virðast hafa valið sinn aðila til að styðja.
Ef þetta reipitog heldur áfram, þá getum við séð svipaðan hildarleik í Úkraínu og í Sýrlandi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 6. maí 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 69
- Frá upphafi: 871532
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar