30.4.2014 | 01:20
1914 eða 2014, getur Úkraínukrísan startað ófriðarbáli, 100 árum eftir að Evrópa svefngekk inn í stórstyrjöld?
Eins og staðan mála er að þróast - - virðist engin góð útkoma eftir í Úkraínudeilunni. Alveg sama hvernig fer - virðist niðurstaðan leiða til "stórfellds taps" fyrir Evrópu.
- En ef Evrópa gerir ekkert eða lítið, eins og fram að þessu, mun Rússland sennilega smám saman "parta niður" Úkraínu, ekki með innrás heldur með notkun hópa róttækra rússn.þjóðernissinna í A-héröðum Úkraínu, sem með líklega "leynilegri aðstoð Pútins" færa út kvíar, taka yfir eins mörg héröð innan Austur og Suður Úkraínu, og þeir geta. Það ferli líklega leiðir til borgarastríð. Sem þíðir flóttamannavandamál, eyðileggingu og mikið manntjón.
- Ef Vesturlönd taka sig til, beita ýtrustu úrræðum, sem kannski duga til þess að Rússland bakkar með stuðning við aðgerðir róttækra rússn.þjóðernissinna, þá líklega "leiðir það til nýrrar efnahagskreppu í Evrópu" og "jafnvel heimskreppu."
Mig grunar að fyrri sviðsmyndin sé sennilegri. Evrópa og Bandar. haldi áfram að auðsýna veik viðbrögð, sem Pútín taki sem skotleyfi á Úkraínu - þannig að aðgerðir hópa rússn.þjóðernissinna, bandamanna hans, muni snjóboltast stig af stigi, og á endanum leiða til borgarastyrjaldar.
- Möguleikinn er þó sá, að borgarastríðið þróist í langvarandi "proxy war" eins og stríðið í Sýrlandi. Og í því felst sú hugsanlega hætta, að það verði þ.s. mætti kalla "Víetnam-sering" þ.e. NATO og Rússland, blandi sér stöðugt dýpra í þau átök.
- Sem gæti leitt til styrjaldar milli NATO og Rússlands.
---------------------------------
Sjálfsagt munu margir leita að ástæðum þess að málið blossar upp. En "trigger" atburður var ef einhver man eftir, deila um viðskiptasamning við ESB sem fyrri ríkisstjórn Úkraínu sú sem síðar hrökklaðist frá var búin að ljúka samningum um. Einungis eftir að binda slaufurnar á samkomulagið - - en þá kom babb í bátinn. Rússland taldi að "viðskiptasamningurinn" ógnaði hagsmunum landsins, og beitti Viktor Yanukovych þáverandi forseta - miklum þrístingi um að falla frá samningum við ESB. Vildi að í staðinn, gengi Úkraína inn í nýtt tollabandalag með Rússlandi, sem einungis fram að þessu Hvíta Rússland og Armenia hafa samþykkt. Viðskiptaþvinganir voru hluti af þrístingnum sem Pútín beitti Úkraínu.
Þegar Yanukovych hætti við samninginn við ESB, þá reis upp mikil óánægjubylgja í N-hluta Úkraínu þ.s. höfuðborgin Kíev er. Þ.e. margt áhugavert við þau mótmæli, en það virðist enginn vafi á að þau nutu umtalsverðs stuðnings - aðila sem tilheyra vesturlöndum. Á hinn bóginn, tel ég að sá stuðningur hafi komið til "smám saman" og "einnig aukist eftir sem á leið" þ.e. uppreisnin varð til, Vesturlönd smám saman átta sig á tækifærinu sem í henni felst. Og fara að styðja hana, og sá stuðningur verður fyrir snjóboltaáhrifum, vex eftir því sem á lýður.
Það hafa margir að því er virðist gleymt, 15ma.USD sem Pútín lofaði Yanukovych. Var Yanukovych búinn að taka við 3ma.USD áður en stjórn hans hrundi. Ég geri ráð fyrir því, að það fé hafi farið í það að "verjast" byltingunni. Meðan að á sama tíma, voru Vesturveldi að styðja hana fyrir sitt leiti.
- Með vissum hætti má segja, að Vesturveldi hafi "sigrað" í 1-hluta reipitogsins.
- Þegar stjórn Yanukovych hrökklaðist frá, stjv. hlynnt Vesturveldum tóku við í Kíev.
- En Pútín gefst ekki auðveldlega upp - - hann bersýnilega er kominn í "Plan B."
---------------------------------
Maður getur einungis ráðið óljóst í það hvað hann ef til vill hugsar í ljósi atburða. En eins og við þekkjum, hremmdi hann með hraða sem kom Vesturveldum í opna skjöldu - Krímskaga. Í aðgerð sem engin ástæða er að ætla annað en að hafi algerlega verið stýrt frá Kreml.
Að auki bendir flest til þess að úrslit atkvæðagreiðslunnar hafi verið fölsuð - en það þannig séð virðist ekki skipta miklu máli, aðgerðin er búin og verður ekki umsnúið úr þessu.
- Eitt er klárt að þeir sem tóku yfir Krímskaga voru rússn.sérsveitarmenn. Enda var sú aðgerð öll framkvæmd svo "prófessíónal" að athygli vakti.
- En þeir "aðgerðasinnar" eða "rússn.mælandi.þjóðernisöfgamenn" sem eru að beita sér innan Luhansk og Donetsk héraða í Úkraínu, eru bersýnilega af allt öðru "caliper" - sem sést á aðgerðum þeirra. Sem hvað standard varðar bersýnilega stendur langt að baki, aðgerðum "Spetnaz" liða rússn.hersins á Krímskaga.
Þ.e. skiljanlegt af hverju Pútín beitir ekki rússn.hersveitum í Donetsk og Luhansk, en hafa ber í huga að Krímskagi hafði fjölmenna rússn.herstöð í borginni Sevastopol. Það voru því hæg heimatökin, að beita hluta þeirra hersveita - í snöggri yfirtöku skagans.
Í Donetsk og Luhansk, hefur Pútín ekki sambærilega aðstöðu. Svo þess í stað, virðist hann vera að beita sér í gegnum hópa, þá sem yst eru úti á jaðrinum - meðal rússn.mælandi íbúa. En "aðgerðasinnar" virðast ekki flr. en nokkur þúsund, meðal nokkurra milljón íbúa héraðanna tveggja.
Það stendur heima við það, að þeir tilheyri fámennum jaðarhópum yst til hægri.
En meðan meirihluti íbúa er "passívur" - kannski vegna þess að íbúarnir eru ekki vissir um það hvað þeir vilja. Þá komast "öfgamennirnir" bandamenn Pútíns upp með hvað þær ætla sér.
- En meðan almenningur er passívur, geta fámennir hópar tekið völd.
- Það á enn eftir að koma í ljós - - í hvora átt meirihluti íbúanna mun hallast.
En það getur verið, að almenningur munu láta teyma sig alla leið inn í Rússland. Gegnt t.d. loforðum um "betri kjör t.d., en Úkraína stendur frammi fyrir djúpri lífskjaraskerðingu."
Að þessir fámennu hópar, dugi til að "hrifsa héröðin 2" út úr Úkraínu.
En aðgerðir stjórnvalda virðast "algerlega lamaðar" ekki síst vegna þess, að lögreglan á svæðunum virðist gersamlega passív. Stendur aðgerðalaus þegar öfgamennirnir beita sér. Það bendir til þess, að lögreglan í svæðunum tveim - sé klofin í því "hvort hún styður stjórnvöld eða ekki." Klofningur innan hennar leiði fram - aðgerðaleysi, að hún standi hjá beiti sér hvorki fyrir stjv. né "aðgerðasinna."
- Mjög áhugavert gerðist á þriðjudag - - sýnir örvæntingu stjórnvalda, vegna gagnsleysis lögreglunnar í héröðunum tveim, en það var að innanríkisráðuneyti Úkraínu "skoraði" á almenning að mynda "sjálfshjálparsveitir" og "hverfisöryggissveitir."
- Þetta gæti verið hið eiginlega "upphaf borgaraátaka."
---------------------------------
Það að stjórnvöld Úkraínu í örvæntingu biðli beint til íbúa, að skipuleggja öryggi eigin hverfa, til að halda "óróaseggjum frá" gæti leitt til þróunar - að mismunandi vopnaðir hópar stjórni hverfum.
Alveg eins og var í Beirút í borgarastríðinu í Líbanon.
Niðurstaða
Borgarastríð virðist hröðum skrefum nálgast óhjákvæmileika í Úkraínu. Nú þegar stjórnvöld í örvæntingu eftir að síðustu dagar hafa sínt algert gagnleysi lögreglusveita í A-héröðum landsins. En t.d. á mánudag var fjölmenn ganga í borginni Donetsk. Nokkur þúsund manns gengu fylktu liði til stuðnings "sameinaðri Úkraínu." En síðan var ráðist á gönguna af hundruðum aðila með kylfur.
Í kringum torgið þ.s. átökin fóru fram voru hundruð lögreglumanna, sem stillt hafði verið upp - einmitt til þess að halda aðgerðasinnum frá göngunni. En lögreglumennirnir gerðu ekki neitt. Meira að segja gripu aðgerðasinnar skildi af fjölda lögregluþjóna og beittu gegn stuðningsmönnum stjórnvalda Úkraínu.
Síðan gerðist í Luhansk atburðir, þ.e. árás á höfuðstöðvar lögreglunnar - ég meina árás. Og síðan atlaga að höfuðstöðvum stjórnvalda þar, sem voru teknar meðan lögregla stóð hjá og horfði á. Virðist borgin vera að falla í hendur aðgerðasinna - - sem skýrir örvæntingu stjórnvalda.
En aðgerðasinnar eru ekki fjölmennir þannig að þ.e. langt í frá út í hött, að einstök hverfi geti skipulagt sitt eigið varðlið. Og haldið þeim frá þeim hverfum.
Eins og ég sagði, þetta getur verið punkturinn þ.s. borgarastríðið hefst.
---------------------------------------
Ukraine separatists seize second provincial capital, fire on police
Pro-Russia Forces Extend Grasp in Ukrainian City of Luhansk
Police become focus of control as Kiev loses grip in the east
Stríðshættan í framhaldinu, getur síðan tengst borgarastríðinu þegar þ.e. loks hafið. Þá á ég við, hve mikil stigmögnun afskipta Rússlands annarsvegar og Vesturvelda hinsvegar mun verða. En ef rússn. hermenn og NATO, fara að taka beinan þátt í bardögum? Eins og var í Víetnam!
En slík stigmögnun gæti tekið nokkurn tíma. T.d. þegar flóttamenn eru orðnir flr. en milljón. Þegar "pulic outcry" hefur orðið vegna einhvers stórs hryðjuverks á íbúum.
Samskipti Vesturvelda og Rússland, geta stig af stigi versnað mikið - í kjölfar þess að slíkt stríð hefst.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 1.5.2014 kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Bloggfærslur 30. apríl 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar