Eftirlitsmenn ÖSE handsamaðir af uppreisnarmönnum í A-Úkraínu

Það var hinn dularfulli, Vyacheslav Ponomaryov, sjálfskipaður borgarstjóri Slaviansk, sem er sagður hafa fyrirskipað töku "rútu" með eftirlitsmönnum ÖSE. Það sem þetta "kannski sýnir" er að "lögleysan" í SA-Úkraínu, sé að færast yfir á "varasamt stig" en það veit í reynd enginn, hver stendur að baki þessum Ponomaryov. Þannig séð, er ekki gott að segja heldur, hvað ráði ákvörðunum sem hans hópur tekur.

Þeir koma fyrir sjónir eins og hver annar hópur "vopnaðra öfgamanna."

From soap factory to commanding a rebel town in Ukraine

Og í viðtalinu, sjá hlekk að ofan, þá talar hann einnig alveg eins og "öfgamaður."

Hver var hans uppgefna ástæða fyrir því að "taka rútuna?"

"It isn't nice, people who come as observers from the European community are bringing with them a real spy. This isn't nice,"

Military Observers Taken Hostage

Mediators held in Ukraine as U.S. readies new Russia sanctions

Engin leið að vita, hvort þetta sé nefnt sem "yfirvarp" eða hvort hann raunverulega trúði orðróm, þess efnis að í rútunni væri njósnari á vegum stjórnvalda í Kíev.

  • Virkilega bendi fólki á að "lesa viðtalið að ofan" - en það bendir ekki til þess að sá ágæti maður, sé í góðu andlegu jafnvægi.

Það veit í reynd enginn hver raunverulegur stuðningur er að baki þeim hópum, sem hafa tekið yfir opinberar byggingar í A-Úkraínu

Þeir hafa ekki verið kjörnir til verka - það eitt er öruggt.

Donetsk governor plays down rebel threat

Eins og Vyacheslav Ponomaryov talar, þá líklega er hann og félagar hans, "þjóðernisöfgamenn."

Slíkir vanalega hafa "mjög takmarkað fylgi" - miðað við það hvað hann sjálfur sagði:

"Of course we don't have 100 percent" of support from the town's 110,000 inhabitants, he says. "Some hesitate. Others are afraid."  - > He adds: "There are also people who are openly right-wing. When the time is right, we'll take care of them. There are traitors.""

Það getur vel verið, að þeir "hræddu" séu "meirihlutinn" - það gýs í gegn "hatur" á stjórnarsinnum "sem hann kallar hægri-menn." Spurning hvað hann á við með "we'll take care of them." - - það hljómaði of mikið eins og, hann ætti við að ganga á milli bols og höfuðs.

Það hafa borist fregnir af því, að hann og félagar hans, haldi uppi "fangelsi í bænum" - þeir hafa m.a. handtekið "nokkra blaðamenn."

  • Það hve "skuggalegt þetta lið er" er ágætt að íhuga í samhengi "við fullyrðingar þess efnis" að stjórnin í Kíev, sé "dómineruð af fasistum."

----------------------------------------

Serhiy Tarhuta, sem nýlega var skipaður af stjórnvöldum í Kíev, stjórnandi Donetsk héraðs - - hann fullyrðir að "þessir öfgamenn" séu ekki nema rúmlega 500 manna "harður kjarni."

Íbúar héraðsins séu 4,5 milljón.

Engin leið að vita "hver sannleikurinn" að baki þeirri fullyrðingu er. 

Herra Tarhuta er út af fyrir sig, einnig "skuggaleg fígúra" þó af öðru tagi - - svokallaður "óligarki."

Forríkur verksmiðjueigandi og iðjujöfur. Hefur umtalsverð efnahagsleg ítök innan héraðsins, hann segir að "kosningarnar undir lok maí" muni fara fram skv. áætlun.

Hann segist standa í viðræðum við liðsmenn þeirra sem halda þeim höfuðstöðvum, sem tilheyra með réttu "embætti landstjóra."

  • Sjálfsagt á stjórnin í Kíev - enga valkosti aðra, en að velja einhvern sér til "bandalags" sem hefur sjálfstæð ítök.


Eins og staðan að mörgu leiti lítur út

Þá hafa æsingamenn og öfgamenn - - tekið yfir. Og gera sitt besta, til að "skapa ótta" meðal borgara, til að "fá þá með sér í lið."

Ég skal ekki segja - "að Svoboda" og tengdir þeim flokki, séu ekki skuggalegir.

  • En ég sé ekki að Vyacheslav Ponomaryov og liðsmenn, sé einhver - betri valkostur.

En æsingamennirnir í röðum beggja - virðast vera að halda uppi "gagnkvæmum hatursáróðri" þ.s. annarsvegar stjórnin í Kíev er borin saman við "faistastjórnina í Úkraínu" sem stóð með nasistum í Seinni Styrjöld - - - - það verður að segja sem er, að ekkert í aðgerðum hennar, bendir til þess að þar sé líkum að líkjast. En ef marka má æsingamenn í A-Úkraínu, verði fólk að rísa upp gegn stjórninni, og verja hendur sínar svo rússn.mælandi íbúar verði ekki beittir alvarlegu ofbeldi eða þaðan af verra.

Á sama tíma, sjá úkraínskir þjóðernissinnar, liðsmenn æsingamanna í A-Úkraínu sem "5-herdeild" á vegum Pútíns, liðsmenn á vegum hans, handbendi hans, þarna sé ekkert annað í gangi en "yfirtaka á úkraínsku landi" klædd í búning "yfirborðs lögmætis." Eiginlega - að innrásin sé þegar hafin.

Það er síðan merkilegt, hvernig netið - - er "meðvirkt."

En fullt af fólki, m.a. á Íslandi, virðist telja sig vita, nákvæmlega hvað er á seyði. 

Síðan virðist það "uppfullt af æsingatali" sem finna má á víð og dreif um netið.

  1. En þ.e. kannski "einmitt tilgangur" æsinga-talsins, að skapa ótta.
  2. Endurvekja hatrið sem gaus upp í Seinni Styrjöld.
  3. Búa til "borgarastríð."
  • Höfum í huga "að öfgamenn á báða bóga" líklega - efla hverja aðra.

Því fleiri sem trúa því, að Kíev-stjórnin stjórnist af "nasistum" og íbúar landsins, verði að "slá upp vegatálmum" og "taka yfir opinberar byggingar" - taka yfir stjórn mála í sínum héröðum. Annars muni nasistarnir fara illa "með okkur."

Því eflist fylgið á móti einmitt við, öfgasinnaða úkraínska þjóðernissinna, sem líta á andstæðinga sína sem "flugumenn Pútíns." Telja landið þegar í ástandi "innrásar."

  • Það er alls óvíst - - að meirihluti íbúa. Hafi orðið "róttækni að bráð.

-----------------------------------------

Spurning hvort að öfgamönnum í röðum beggja - - tekst að efla þessar "gagnkvæmu sviðsmyndir, í hugum almennra íbúa?

Sem betur fer, hefur ekkert umtalsvert manntjón enn orðið.

Þannig séð, er þetta með öðrum hætti en í Júgóslavíu, þ.s. mjög hratt spratt upp "mjög alvarlegt ofbeldi!

 

Niðurstaða

Það er eiginlega merkilegt, miðað við það - hve hatrömm umræðan er. Hve lítið ofbeldi í reynd hefur átt sér stað. Allt í allt á undanförnum vikum - hafa sennilega færri en 10 manns látið lífið. Höfum í huga að í Júgóslavíu létu tugir þúsunda lífið.

Þ.e. þegar menn skoða "hvað raunverulega hefur gerst" - sem að upphrópanirnar sem finna má víða um netið, hljóma verð ég að segja, "kjánalegar."

Ímyndum okkur hvað mundi gerast t.d. á Íslandi, ef hópar grímuklæddra manna mundu taka yfir bæjarskrifstorfur á "Vestfjörðum" - þeir væru með lambúshettur og vopnaðir. Á sama tíma, væru settir upp vegatálmar að þeim sveitafélögum, þ.s. einnig væri kjarni vopnaðir með grímur?

Mundi ekki vera safnað liði meðal "lögreglusveita" á landinu? Og hún mæta, vopnuð "hríðskotarifflum" á vettvang? En það eru til þýskir hríðskotarifflar í vopnageymslu lögreglunnar. Verið algerlega gersamlega viss - - og það er einnig líklegt að þeir tveir eða þrír brynvagnar sem víkingasveitin á, mundu vera notaðir einnig.

Gæti einhver farist? Hugsanleg, en ísl. lögreglan mundi beita þeirri hörku sem til þyrfti, að brjóta niður slíkar ólöglegar aðgerðir. Síðan yrðu menn handteknir og fengu fangelsisdóma líklega síðar meir.

---------------------------------

Höfum í huga að ríkisstjórnin í Kíev, er ekki "ólögleg." Hún situr í skjóli "þingsins" þ.e. þess sem síðast var kjörið í almennum kosningum. Þetta er svokölluð "utanþingsstjórn." Ráðherrar - ekki þingmenn. Þ.e. ekkert í stjórnlögum eða almennum lögum sem banna "utanþingsstjórnir." Þingið þarf auðvitað að samþykkja frumvörp á hennar vegum svo þau verði að lögum. Og sætta sig við utanþingsstjórnina.

Settur forseti og stjórnin, er bara fram að kosningum sem fyrirhugaðar eru undir lok mái.

Þær kosningar verða undir "alþjóðlegu eftirliti." 

Þ.e. áhugavert, að "uppreisnarmenn" skuli hafa "tekið" eftirlitsmenn á vegum ÖSE.

Þeir kannski "vilja ekki eftirlit." Og það má einnig velta því fyrir sér, að ef til vill - vilja æsingamennirnir í A-Úkraínu, ekki að kosningarnar fari fram, því þeir viti að fylgið sem þeir hafi sé í reynd lítið.

 

Kv.


Bloggfærslur 26. apríl 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband