8.2.2014 | 01:00
Skil ekki af hverju verkalýðshreyfingin vill evru
Til þess að skilja hvað ég á við þarf að skoða hvað hefur gerst á evrusvæði síðan það var stofnað. Nýlega kom fram mjög merkileg skýrsla starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB : Quarterly Report on the Euro Area. Þar kemur fram spá um framtíðarvöxt á evrusvæði þess efnis að hagvöxtur verði flest árin til 2023 einungis 0,9%.
En þ.s. áhugaverðast er við greiningu þeirra er þó - að hagvöxtur í aðildarlöndum evrusvæðis skuli hafa verið í rénun alveg frá stofnun evrunnar.
Þetta sést m.a. á myndinni að neðan - - sbr. línuna "Euro Area Potential Growth."
En þetta er ekki allt, önnur mjög áhugaverð skýrsla er einnig komin fram skrifuð af þýskum sérfræðingum, þeim Christian Dustmann, Bernd Fitzenberger, Uta Schönberg, Alexandra Spitz-Oener. Hlekk á það plagg má sjá: "From Sick Man of Europe to Economic Superstar: Germanys Resurgent Economy.".
Þar kemur fram að Þýskaland náði fram efnahagslegum viðsnúningi á sínum tíma, með því að "lækka laun verkafólks" og með því að "skerða réttindi verkafólks" sbr:
- "The percentage of German workers that were not covered by an agreement in 1995 1997 was highest in the tradable services (22 percent), as compared to tradable manufacturing (9.8 percent) and nontradables (12 percent)."
- "By 2006 2007, noncoverage had sharply increased in all three sectors to 40, 27, and 32 percent in the tradable services, manufacturing, and nontradables respectively, and this share continued to rise."
- "By 2010, according to the German Structure of Earnings Survey, 41 percent of all employees in firms with at least 10 employees in the sectors Manufacturing, Mining, and Services are not covered by any collective wage agreement (StaBu 2013)."
- "From 1995 to 2008, the share of employees covered by industry-wide agreements fell from 75 to 56 percent, while the share covered by firm-level agreements fell from 10.5 to 9 percent."
Síðan má skoða á mynd sem sérfræðingarnir hafa teiknað upp - - launaþróun í Þýskalandi!
- Takið eftir því hve laun "verkafólks" þ.e. fólks í lægstu launaþrepum, hafa lækkað mikið síðan 1995.
- Takið síðan eftir því hve laun hæst launuðustu hópanna hafa risið á sama tíma.
- Niðurstaða, gríðarleg aukning "launamunar."
- Á sama tíma og víðtæk skerðing réttinda launafólks sérstaklega þeirra í lægstu launaþrepum, virðist hafa gerst.
Hvað er það sem átt er við með því að "auka sveigjanleika vinnumarkaðar?"
Það er mikil umræða um það, að Evrópulönd verði að "auka sveigjanleika" vinnumarkaðar.
Hvað akkúrat - - er það?
Það herrar mínir og frúr, er það að endurtaka þá þróun sem gerðist í Þýskalandi - í gervallri Evrópu.
- Málið er að sennilega er á ferðinni - - rökrétt afleiðing af upptöku evru. Skerðing réttinda og launa fólks í lægri launaþrepum.
- Á sama tíma og launaðar stéttir sem hafa sterkari samningsstöðu, halda frekar sínum launum og fríðindum.
En vandinn er sá að þegar evra er tekin upp í stað eigin gjaldmiðla sem unnt var að gengisfella, þá þarf að beita launalækkunum í staðinn, ef eins og verið hefur í gangi sl. ár að atvinnuvegir Evrópu lenda í stöðugt erfiðari samkeppni við "láglaunalönd" Asíu.
- Menn standa frammi fyrir því "grimma" vali að láta störfin fara eða lækka laun.
----------------------------
Ef til evrunnar hefði aldrei verið stofnað, og eldra fyrirkomulag enn verið til staðar. Þá hefðu gjaldmiðlar landanna lækkað - - eftir því sem þrýstingur Asíulanda hefði aukist.
- Gengislækkun hefur nefnilega einn kost - - að hún er tiltölulega "réttlát."
- Þ.s. hún lækkar laun um sama hlutfall hjá öllum - - það þíðir að hærra launaðir tapa meira.
En á hinn bóginn, þegar það þarf að beita beinum launalækkunum, þá hafa betur menntaðar og launaðar "stéttir" að því er virðist - - betri aðstöðu til að verja sín kjör og réttindi.
Þannig að "leiðrétting" kostnaðar er þá látin bitna - - langsamlega mest á lægri launum eða jafnvel sbr. grafið að ofan, alfarið á þeim.
Útkoman er þá þ.s. sést - - hratt vaxandi launabil.
----------------------------
Hversu slæmt sem það fyrirkomulag að hvert land hafi sinn gjaldmiðil annars kann að vera, þá hefur launamunur á vesturlöndum verið í rénun lengst af frá Seinna Stríði.
En síðan ca. 2000 hefur öfugþróun verið í gangi, ekki bara í Evrópu heldur í Bandaríkjunum einnig, reyndar má vera að hún hafi hafist nokkru fyrr í Bandar. - - það eru líkur á því að samkeppni frá láglaunalöndum hafi mikið með það að gera.
Það blasir við að ef sú stefna sem einkennt hefur Þýskaland undanfarin ár - - verður endurtekin í Evrópu, eins og er mikill þrýstingu á að gerist m.a. frá Þýskalandi og stofnunum ESB.
Að svipuð þróun muni endurtaka sig um álfuna alla, þ.e. að launabil muni aukast mjög mikið, því að líklega haldi sérfræðingalaun áfram að hækka.
En þörf atvinnulífs fyrir kostnaðarlækkanir, lendir þá alfarið - - á láglaunahópunum.
Því að betur stöddu hóparnir - - hafi betri samningsstöðu, og muni því vera í betri aðstöðu til að halda sínum launum og réttindum.
Þannig að það sama gerist, að lægstu hóparnir séu sviptir þeim réttindum sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir um áratugi að koma á - - og að auki verði laun þeirra stórlega skert.
En hóparnir fyrir ofan, haldi sínum réttindum og launum.
----------------------------
Svo er það eitt enn, að til þess að viðhalda samkeppnishæfni "launakostnaðar" þurfa evrusvæðis löndin líklega í framtíðinni - - að viðhalda umtalsvert meira atvinnuleysi en líklega hefði verið þörf fyrir ef þau hefðu haldið sínum "gengisfallandi" gjaldmiðlum.
Ástæðan er sú, að líklega er eina leiðin í kerfi þ.s. ekki er mögulegt að fella gengi, ef á að ná fram því markmiði að halda aftur af launahækkunum; að viðhalda nægilega miklu atvinnuleysi - svo að verkafólk hafi ekki nægilega öfluga samningsstöðu til að knýja fram umtalsverðar launahækkanir.
En það fylgir eðli máls að eftir því sem atvinnuleysi skreppur saman, þá styrkist samningsstaða launafólks - - þannig að það á auðveldar um vik í samningum við sína vinnuveitendur.
- Ef menn eru að horfa á samfélagið í heild - - þá er atvinnuleysi skaðlegt.
- Því það þíðir að til staðar eru hendur sem geta unnið, sem ekki nýtast - - þ.e. glötuð framleiðsla.
- Að auki þá þíðir það einnig það, að þær vinnandi hendur sem ekki geta fengið vinnu, ná ekki að þróa sína hæfni - sú hæfni sem býr í þeim einstaklingum nýtist ekki samfélaginu.
Samfélög tapa því með mjög margvíslegum hætti á atvinnuleysi. Það felur í sér "glataðan" hagvöxt þvú glataða velmegun og auðvitað tjón fyrir þá einstaklinga sem lenda í þessu.
----------------------------
Þ.e. nefnilega kostur þess möguleika að geta fellt gengi, að þá "er unnt að aðlaga launakostnað" án þess að þörf sé á að búa til mikið atvinnuleysi - - til að leysa úr aðlögunarþörf.
Þetta er örugglega megin ástæða þess, af hverju atvinnuleysi er meðaltali mun minna í löndum með eigin gjaldmiðil í Evrópu.
- Þegar þú ert með allar vinnandi hendur í vinnu, þá ná allir að þroska sína hæfileika sem hafa áhuga á því - - þetta er því mjög "mannúðlegt."
- Svo leiðir það að þá er einnig verið að nýta allt vinnuafl, til þess að framlag þess til hagvaxtar og velmegunar samfélagsins er þá "hámörkuð."
- Ég held að þarna liggi stór ástæða þess - - af hverju evran hefur dregið svo hratt úr mögulegum hagvexti í aðildarlöndum evrusvæðis.
En með því að skapast hefur þörf fyrir mjög mikla atvinnuleysis aukningu, þá um leið "eðlilega" minnkar til muna framlag vinnuafls til "hagvaxtar."
Þetta má sjá t.d. í skýrslu starfsm. Framkvæmdastjórnar ESB:
Horfið á stöðuna eins og hún er í dag - - núna er framlag vinnuafls "neikvætt" þ.e. þróun á vinnumarkaði er að "draga úr hagvexti."
Restin af myndinni - - er spá um framtíðina, tja - - sem engin leið er að vita í dag hvort rætist.
- Takið eftir - - að framlag vinnuafls hefur farið úr "positive" yfir í "negative."
Vandinn er sá - - að þrýstingurinn frá Asíu er ekkert í rénun á allra næstu árum.
Það verði því stöðugt a.m.k. næstu ár og kannski meir en næsta áratug, til staðar álag á samkeppnishæfni fyrirtækja sem framleiða varning í Evrópu.
Og þ.s. gengislækkanir eru úr myndinni - - sé því þörf fyrir að viðhalda stöðugu ástandi umtalsverðs atvinnuleysis - - svo að fyrirtækin geti haldið að nægilegu marki aftur af launaþróun.
- Það þíði, að framlag launamanna til hagvaxtar - - muni áfram haldast "skert."
Ég skal ekki segja - - skert akkúrat að hvaða marki.
En ég er viss um það, að það mun ekki verða mögulegt að lækka atvinnuleysi niður undir þá stöðu er var til staðar fyrir kreppu, heldur verði þörf fyrir áframhaldandi atvinnuleysi sem muni áfram vera umtalsvert meira en þegar það var lægst fyrir kreppu.
- Þetta þíði í reynd að evrusvæði muni hafa með varanlegum hætti - líklega.
- Skert framlag vinnumarkaðar til hagvaxtar.
- Og ég efa að "meint" aukin skilvirkni sem evran á að framkalla, dugi til að bæta upp það "hagvaxtartjón" sem í því felst.
Hagvaxtartjón - - þíðir einnig "skert framtíðar lífskjör."
Niðurstaða
Ég er í engum vafa á því að evran sé að framkalla umtalsverða aukningu á atvinnuleysi í aðildarlöndum - þá vísa ég til meðaltals. Sem líklega verði varanleg breyting. Það þarf ekki að vera að það geti ekki minnkað úr núverandi stöðu þ.e. 12%. En það sé afar ólíklegt að það minnki í þær tölur sem voru fyrir kreppu.
Það sé vegna þess að aðlögunarþörf atvinnulífs í aðildarlöndum verði stöðug nk. ár og líklega a.m.k. nk. áratug - ef ekki lengur. Því stöðug þörf fyrir aðhald í launakostnaði.
Þegar þú ert í aðstöðu þ.s. engin leið er að fella gengi, þá leiði það rökrétt til þess - að þörf er á að viðahalda nægilega miklu atvinnuleysi svo að samkeppnisstaða vinnuveitenda í samningum á vinnumarkaði, sé nægilega sterk - svo þeir geti haldið aftur af launahækkunum.
Meira atvinnuleysi - - þíði beinan missi á "mögulegum" hagvexti. Því þá sé ekki verið að nýta alla þá framleiðslu sem "tæknilega" sé til staðar.
Það þíði "varanlegan" missi á framtíðar lífskjörum.
----------------------------
Ef við skoðum skýrslu starfsm. Framkvæmdastj. ESB - - þá er skv. spá þeirra, einungis 3-skilvirkustu löndin með sambærilegan hagvöxt árin til 2023 og þau höfðu árin á undan kreppu. Önnur séu með mismunandi mikið skertan framtíðar vöxt samanborið við árin á undan kreppu yfir það tímabil.
Og ég vil meina - - að þetta sé einmitt rökrétt útkoma af evrunni.
Hún skerði hagvöxt - - í stað þess að auka hann.
Þar með skerði hún einnig - - framtíðar lífskjör.
Þessi þróun hefði ekki gerst ef löndin hefðu haldið sínum gjaldmiðlum, en þegar þ.e. mögulegt að fella gengi, þá er ekki þörf á að viðhalda atvinnuleysi til þess að skapa vinnuveitendum samkeppnisstöðu gagnvart verkafólki á vinnumarkaði - - þess í stað er unnt að lækka gengið þegar þess er þörf vegna stöðu atvinnurekenda. Síðan vegna þess að atvinnuleysi helst áfram lítið, þá halda launamenn sterkri samningsstöðu, sem leiðir til þess að laun þeirra hækka hratt að nýju. Þannig að tap þeirra er alltaf tímabundið - þegar kemur að launum.
Sannarlega þíðir það ástand, að leiðrétt sé með gengi - - að verðbólga er hærri og vextir á lánsfé.
En á móti er unnt að viðhalda mun hærra atvinnustigi, þannig tryggja að framlag vinnuafls til hagvaxtar sé hámarkað - - og því er samtímis mögulegur hagvöxtur þess hagkerfis einnig hámarkaður.
Sem þíðir að yfir lengir tíma litið, verði þróun lífskjara hagstæðari - - en í hinni sviðsmyndinni.
----------------------------
Það áhugaverða er - - að líklega verður launamunur í hagkerfinu með "gengisfallandi" gjaldmiðil einnig - - mun minni.
Því leiðrétting með gengi, kemur jafnt á alla launahópa þ.e. í sama hlutfalli.
Meðan að leiðrétting í fastgengiskerfi er líkleg að bitna meir á "láglaunahópum" en öðrum sbr. þróun þá sem hefur verið í gangi innan Þýskalands.
- Það sé því heilt yfir mjög sérstakt að ísl. verkalýðshreyfing skuli vilja endilega taka upp evru.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 8. febrúar 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar