Hvað ætli að Pútín geri nú, eftir að forseta Úkraínu hefur verið steypt af stóli?

Það sem virðist hafa komið fyrir Yanukovich er að herinn hafi neitað að styðja hann. Hafnað því að koma honum til aðstoðar. Þegar það blasti við - samtímis því að öryggislögreglan og sveitir Innanríkisráðuneytis virðast hafa verið að niðurlotum komnar.

Þá er eins og að sjálft stjórnkerfið hafi, yfirgefið forsetann. Hann er greinilega flúinn til Kharkiv í landinu A-verðu. Þ.s. stuðningsmenn hans ráða að sögn frétta.

Stjórnarandstaðan skv. því er komin til valda - eða svo virðist a.m.k. við fyrstu sín.

Yulia Tymoshenko fyrrum forsætisráðherra landsins, sem  Yanukovich hafði hneppt í fangelsi, hefur verið sleppt.

Fljótt á litið virðist sigur blasa við!

Yanukovich toppled in new Ukrainian revolution

Ukraine

Stóra spurningin er - - hvað gerir Pútín?

Ég á von á því að nýir aðilar, muni leita hófana um að semja við karlinn í Kreml. En vegna þess hve óskaplega háð Rússlandi Úkraína er sbr. megnið af framleiðsluvörum virðist enn selt þangað, og megnið af orku sem landið kaupir á móti keypt frá Rússlandi. Þá blasir við að Pútín getur mjög auðveldlega gert Úkraínu gjaldþrota. En landið þegar rambar á þeim barmi.

Ein af ástæðum þess hve fjaraði undan Yanukovich, má vera að stjórnin hafi verið komin í megnustu vandræði með að "greiða laun til sinna öryggissveita."

  • Yanukovich forseti var beittur mjög harkalegum þrístingi af hálfu Pútíns - sbr. að setja tolla á útflutning Úkraínu, jafnvel tímabundið banna "af heilbrigðisástæðum" sumar framleiðsluvörur - samtímis því að gasverð var hækkað.
  • Fljótt á litið - virðist að Pútín hafi ofmetið getu Yanukovich til að fylgja þeirri stefnu, sem hann þvingaði hann til.
  • Nákvæmlega það sama - - getur Pútín mjög auðveldlega endurtekið.

Það eru alls engar ýkjur að Úkraína rambar á barmi greiðsluþrots.

En Yanukovich lét ekki undan Pútín fyrr en landið var nærri - -uppiskroppa með gjaldeyri.

Síðan þá, hefur Pútín haldið mjög þétt í ólina á Úkraínu, þ.e. rétt svo látið stjv. hafa næga peninga til að halda þeim á floti.

En nú þegar forsetinn er fallinn, andstaðan virðist tekin við. Getur Pútín náð fram mjög skjótum hefndum, með því að keyra landið í gjaldþrot.

--------------------------------

Þó tæknilega geti AGS veitt neyðarlán - - má AGS í reynd eigin reglum skv. ekki veita slíkt lán, ef það blasir við að viðkomandi land sé ekki mögulegt að endurgreiða neyðarlánið.

En Pútín getur sennilega ef hann vill, hert skrúfurnar það harkalega að Úkraínu að landið muni ekki eiga möguleika á að fá slíkt neyðarlán, þó það óski þess.

Tæknilega gæti Evr. og Bandar. tekið sig saman um að - - halda Úkraínu á floti. Með peningagjöfum.

En án samkomulags við Pútín, gæti Evr. og Bandaríkin þurft að standa í þeirri björgun í mörg ár samfellt, þ.s. nær allt úkraínska hagkerfið sé enn gírað inn á Rússl.markað.

Það mundi auðvitað kosta mikið fé, að umpóla úkraínska hagerfinu. Hver mundi leggja það fé fram?

  • Ég held að ný ríkisstjórn muni neyðast til þess að semja við Pútín, langleiðina í samræmi við þá stefnu sem Pútín hafði uppálagt Yanukovich.


Niðurstaða

Að vera svo óskaplega háð Pútín. Er ekki öfundsverð staða. En þó svo að fljótt á litið geti virst svo að Pútín hafi orðið undir. Þá sé staða Úkraínu svo veik hafandi í huga efnahagslega uppbyggingu landsins. Sem sé enn stærstum hluta gíruð inn á Rússland. Arfleifð þess að landið tilheyrði Sovétríkjunum til 1991. Þegar öll Sovétríkin voru miðstýrð út frá Moskvu. Samtímis því að landið sé nærri því greiðsluþrota.

Þannig að mig grunar að Pútín eigi enn afskaplega öfluga mótleiki.

Ég mundi því ekki veðja gegn sigri Pútín.

 

Kv.


Bloggfærslur 23. febrúar 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband