Það má kenna ESB að einhverjum hluta um vandræðin í Úkraínu

Ummæli hæstvirts utanríkisráðherra hafa farið fyrir brjóstið á mörgum, ég sjálfur er ekki með beina tilvitnun í þau ummæli. Málið er að ég vil meina að "ESB" hafi vakið með úkraínsku þjóðinni "tálvonir" þ.e. vonir sem enginn raunhæfur grundvöllur hafi nokkru sinni verið fyrir að unnt væri að uppfylla.

  • Það hafi verið gersamlega óábyrgt - að vekja slíkar vonir - þegar ljóst átti að vera fyrirfram, að ESB væri ekki fært um að uppfylla þær!

Fólk þarf einnig að átta sig á því að Úkraínu-málið hefur stórpólitíska vídd, út frá skilningi samkeppni stórvelda um völd og áhrif í heiminum, en þ.e. ekki of gróft að segja - að án Úkraínu sé Rússland ekki "heimsveldi" en með Úkraínu, geti Rússland verið það. 

Fyrri umfjallanir:

Líst afskaplega illa á hvað er að gerast í Úkraínu

Bandaríkin og ESB ætla að bjóða Úkraínu "aðstoðarprógramm"

Lesið þennan mjög svo áhugaverða pistil frá Der Spiegel:

The Global Implications of the Ukraine Conflict

Og aftur kortið góða sem sýnir ákaflega vel hvað ég á við!

Ukraine

Úkraína virkar enn að stórum dráttum, eins og landið sé enn fylki í Rússlandi!

Eftir að hafa verið 300 ár hérað í Rússlandi, 73 ár hérað í Sovétríkjunum. Þá er ástandið enn það, að iðnaður Úkraínu sem einna helst er staðsettur í rússn. mælandi A-hlutanum framleiðir varning fyrir Rússlandsmarkað. Og landbúnaður en megnið af Úkraínu mælandi hlutanum er eitt risastórt landbúnaðarsvæði, framleiðir enn að mestu leiti matvæli fyrir Rússl.markað. 

Á móti kaupir Úkraína inn orku frá Rússlandi, þ.e. olía og gas.

--------------------------------

Menn hafa gjarnan fyllst mikilli vandlætingu út í það, að Yanukovych forseti skuli hafa hætt við að skrifa undir að mörgu leiti sambærilegan samning við ESB og þann sem Ísland hefur í dag - - þegar Pútín hótaði í reynd að gera Úkraínu gjaldþrota.

  • En vegna þess hve Úkraína er svakalega háð Rússlandi - - á Pútín nánast allskostar við Úkraínu.
  • Þ.s. viðskiptin við Rússland halda landinu á floti - - var augljóslega mjög mikil ógn fyrir Úkraínu, af aðgerðum Pútíns sbr. "tollur á úkraínskar vörur" og á sama tíma "hækkaði hann gasverð."
  • Muna - - Úkraína er þegar "nærri því gjaldþrota."

Ég held að Yanukovych hafi augljóslega ekki átt annan kost í stöðunni er Pútín setti landið í skrúfstykki - - en að hætta við samninginn við ESB.

Ég held það sé gersamlega augljóst að þ.e. engin leið að landa viðskiptamálinu milli Úkraínu og ESB, nema með þeim hætti að Pútín geti sætt sig við.

Vegna þess, að það sé gersamlega bersýnilegt, að ESB sé alls ekki í "raunhæfri" aðstöðu til að, halda nærri "gjaldþrota" Úkraínu á floti!

En nærri gjaldþrota landið mundi ekki geta bersýnilega, borgað neina vexti - svo það mundi ekki geta verið lán, yrði að vera "gjaf-fé." Höfum einnig í huga, að reiður Pútín væri líklega að sökkva úkraínska hagkerfinu niður í ystu myrkur.

--------------------------------

Þ.s. Pútín ætlaði að gera við Úkraínu, var að þröngva landinu inn í "tollabandalag" við Rússland, sem Pútín hefur verið að gera tilraun til að búa til - utan um a.m.k. einhvern hluta fyrrum "sovétlýðvelda" sem síðar meir hafa orðið að sjálfstæðum ríkjum.

Það er vægast sagt ekki sérlega kræsilegur kostur fyrir Úkraínubúa, þ.s. það líklega mundi töluvert loka landinu frá "hugsanlegum" viðskiptum út fyrir.

  • Á hinn bóginn, þessi meinta "glæsta" ESB framtíð - er ekki raunverulega fyrir hendi sem valkostur.
  • Ég sé enga skynsemi af hálfu ESB, að ætla enn - að halda þeim viðskiptasamningi á lofti.
  1. Ef  málið er hugsað út frá hagsmunum íbúa Úkraínu, þá verður landið mjög augljóslega að halda "núverandi" viðskiptum við Rússland.
  2. Enda er ekkert annað sem getur snögglega komið í þeirra stað, þ.s. eftir allt saman er framleiðsla Úkraínu mjög líklega ekki skv. V-evr. stöðlum, mjög dýrt væri að lagfæra það ástand auk þess að kynna þær vörur fyrir V-evr. markaði, mundi kosta ógrynni fjármagns. Og Úkraína er nokkurn veginn alfarið "krunk" á fé. Ekki síst að slík umskipti geta ekki gengið fyrir sig snögglega.
  3. Úkraína í raun og veru, hafi ekki þ.s. valkost. Að sniðganga Rússland.



Niðurstaða

Ég fagna samt sem áður þeirri sátt er virðist hafa náðst í Kíev. Þ.e. nýjar þingkosningar fljótlega, breytingar á stjórnarskrá er auki völd þings og ríkisstj. á kostnað valda forsetaembættis, og það að nýjar forsetakosningar fari fram í desember.

Yanukovych er samt ekki sá vondi maður í þessu, sem flestir "vestrænir" fjölmiðlar hafa verið að segja hann vera. Það er eins og að nær alla fjölmiðlamenn - skorti grunn hagfræði skilning. Ekki bara á Íslandi. En þ.e. eiginlega "bara" Der Spiegel sem hefur verið með vitrænar umfjallanir.

Íbúar Úkraínu þurfa síðan að átta sig á því, að þessi "glæsta" ESB framtíð var alltaf og getur ekki verið annað en "tálsýn."

Pútín hefur of mörg spil á hendi gagnvart landinu. Hvorki Evrópa né Bandaríkin, séu tilbúin að afhenda alla þá fjármuni sem mundi þurfa til - ef landið ætti að geta tekist að taka aðra stefnu, en þá sem Pútín getur sætt sig við. 

Málið er kannski það - Yanukovych skildi hvað málið gekk út á. Meðan að vestrænir fjölmiðlar flestir, virðast ekki hafa skilið neitt.

--------------------------

Ef ESB virkilega vill gera viðskiptasamning við Úkraínu, er sá aðili sem ESB þarf að semja við - Pútín.

Þetta sé veruleiki stöðu Úkraínu. Hann er beiskur. Ég mundi ekki óska nokkurri þjóð, að vera svo gersamlega háð vilja þess manns. En á sama tíma, sé ég ekki undankomu frá þeim veruleika fyrir landið. Nema að ESB sé raunverulega að hugsa fyrst og fremst um úkraínsku þjóðina, þá getur ESB sýnt það í verki, með því að "bjóða Pútín" einhverjar bitastæðar gulrætur á móti svo hann sé til í að "heimila" Úkraínu að gera viðskiptasamning við ESB, sem væri e-h nærri því sem til stóð.

 

Kv.


Líst afskaplega illa á hvað er að gerast í Úkraínu

Yfir 70 manns látnir eftir skotbardaga milli sveita Innanríkisráðuneytis Úkraínu, öryggislögreglu - og mótmælenda. Það áhugaverða við þetta skv. fréttum er, að svo virðist að mótmælendur hafi haft betur í þeim átökum. Atlagan að vígum þeirra á svokölluðu "Frelsistorgi" hafi verið hrundið.

Sem bendir til þess að a.m.k. hluti mótmælenda sé vopnaður. En skv. fréttum voru sveitir Innanríkisráðuneytis vopnaðar "hríðskotabyssum." En ég man eftir úr frétt í Der Spiegel fyrir nokkru, að innan um eru gamlir hermenn með bardagareynslu frá dögum Sovétríkjanna í Afganistan.

Það kannski skýri af hverju mótmælendum hefur tekist að verjast atlögum öryggissveita stjórnvalda, að vígin séu byggð upp skv. ráðgjöf frá einstaklingum með reynslu hafa af raunverulegu stríði. 

Dozens Dead in Ukraine as Fresh Violence Flares in Kiev

EU seeks peace as Ukraine death toll hits 75

Fears grow that Ukraine’s military could be called into the fray 

Ukraine urged to pull back from brink

Kiev truce ends in violence and gunfire 

Bendi einnig á eigin umfjöllunBandaríkin og ESB ætla að bjóða Úkraínu "aðstoðarprógramm"

Ukraine

Úkraína má ekki verða Sýrland Evrópu

Sýrland sýnir okkur hvað getur gerst, ef stjv. beita of mikilli hörku gegn mótmælum. En fyrstu mánuðina sem átök þar stóðu yfir, var þetta ekki stríð - heldur í formi mjög fjölmennra götumótmæla. En sýrlenska öryggislögreglan og síðan herinn. Beitti alltaf mjög miklu ofbeldi gegn mótmælendum.

Stað þess að mótmælendur gæfust upp, mættu uppreisnarmenn hörku stjórnvalda - með því að vopnast sjálfir. Og hefja vopnaða uppreisn.

Síðan hefur þar staðið stríð - og inn í það hafa síðan blandað sér margvísleg öfgaöfl frá löndunum í kring. Svo komið að ein áhrifamesta fylkingin er skipuð að miklu leiti erlendum bardagamönnum, með sínar eigin hugmyndir - sem hafa ekkert að gera með stefnu hinna upphaflegu mótmæla.

  • Allan tímann hafa átökin í Sýrlandi markast af því - - að utanafkomandi öfl hafa blandað sér í mál.
  • Því miður - virðist mér Úkraínumálið hafa það sameiginlegt, að það eru utanaðkomandi öfl, sem eru að styðja - - sinn hvorn aðilann.

 Áhugavert að í báðum tilvikum - - er það Rússland sem styður stjórnvöld.

Og vesturveldi sem "styðja uppreisn" gegn þeim stjv. - sem Rússland styður. 

 

Það sem ég óttast er að hvorki Rússland né Vesturveldi, séu að hugsa um hagsmuni íbúa Úkraínu

Heldur sé þetta liður í átökum við Rússland um "yfirráðasvæði."

Munum einnig að klofningur Úkraínu frá Rússlandi, veikti Rússland.

Án Úkraínu er Rússland umtalsvert veikara ríki - það að toga Úkraínu lengra í "vestur" hefur því bersýnilega "strategíska" vídd - - eða Pútín algerlega örugglega sér það þannig.

 

  • Og þ.e. ekki endilega augljóst að það sé rangt skilið af honum, að slíkar pælingar liggi að baki stuðningi Vesturvelda við mótmælendur í Kíev.

 

Íhugum einnig þá staðreynd að Úkraína var hluti af Sovétríkjunum þar til að þau hættu að vera til 1991, og þar á undan hafði Úkraína tilheyrt Rússlandi í e-h í kringum 300 ár.

Og það, að á Sovét-tímanum var Úkraína liður í þéttu neti framleiðslu, þ.s. mikilvægri framleiðslu var komið fyrir hér og þar um Sovétríkin, en allt "netið" virkaði sem eitt hagkerfi. Það þíddi að innan Úkraínu voru við hrun Sovétríkjanna, framleiddir fjölmargir þættir. Sem t.d. rússn. herinn gat ekki verið án, og að sjálfsögðu margvíslegar neysluvörur fyrir Rússland.

En Úkraína var helsta matarforðabúr Sovétríkjanna og þar á undan Rússlands, með sjálfstæði er Úkraína líklega "stærsti matvælaframleiðandi Evr." og líklega megnið af því fer á Rússl.markað. Þar fyrir utan er þarna enn umtalsverður þunga-iðnaður af dæmigerðu tagi þ.e. stál-, ál og efnaverksmiðjur. Frá Sovéttímanum. Þó einnig eitthvað af hátækni-iðnaði t.d. skilst mér að Antonov flugvélaverksmiðjurnar séu enn að framleiða flugvélar fyrir "Rússlandsmarkað" og fyrir rússn. herinn.

Í staðinn hefur Úkraína keypt ekki síst - orku. Þ.e. gas og eldsneyti. 

  1. Það augljósa ætti að blasa við - - að Úkraína getur ekki kúplað frá Rússlandsmarkaði.
  2. Úkraína er örugglega verulega meir tengd inn í hagkerfi Rússl. í dag, en Finnland var við hagkerfi Sovétríkjanna við hrun þeirra 1991.
  3. Að auki, er Úkraína "fjárhagslega séð" nærri því gjaldþrota. 
  • Þ.e. alveg öruggt að einhvers konar vinslit við Rússland, gætu jafngilt - - mjög djúpstæðu efnahagshruni í Úkraínu.
  • Og auðvitað - öruggu þjóðargjaldþroti.
Vesturlönd eru örugglega ekki tilbúin með ógrynni fjármagns - til að halda landinu á floti. 
 
Rússland virðist enn of upptekið af sögunni, að Úkraína sé "hluti af okkur." Ekki enn alveg búið að meðtaka að Úkraína er sjálfstætt.
 
En á sama tíma, sé ég ekki hvernig - - Úkraína á að geta kúplað frá Rússlandi yfir til Evrópu, að það sé yfirleitt mögulegt. Þegar haft er í huga hve djúpar tengingar eru enn milli hagkerfa Úkraínu og Rússl.
  • Hið minnsta kosti - ekki á skömmum tíma.
 
Eins og ég hef sagt áður, sé ég enga skynsemi í því að Úkraína eigi að velja - annað hvort!
Augljósa skynsemin, er að velja - - bæði. Þ.e. Úkraína haldi áfram að hafa mjög djúp tengsl við Rússland, enda er saga landanna gríðarlega nátengd. A.m.k. í engu minna svo en t.d. Íslands og Danmerkur eða Noregs. 
  • Viðskipti við V-Evrópu séu frekar - - langtímaverkefni. 
  • Enda tekur tíma að læra að framleiða og selja varning á V-evr. markað, þ.s. kröfur eru líklega töluvert aðrar.
Ég sé enga ástæðu af hverju Úkraína - ætti að gefa frá sér rússl. markað. 
 
Skynsemin liggi í því að - - halda honum. En bæta smám saman við, aukinni markaðshlutdeild í V-Evr.
 
Síðan er vel hugsanlegt fyrir evr. fyrirtæki að nota Úkraínu, til að framleiða varning fyrir Rússl.markað.
 
Úkraína getur verið milliliður milli Rússlands og Evrópu.
 
 
Niðurstaða
Mín ráðlegging er áfram sú hin sama. Að menn setjist niður - þ.e. allir þeir sem máli skipta. En bersýnilega þurfa rússn.stjv. að vera með í ráðum, svo að sátt eigi raunhæfan möguleika á að virka. Og evr. stjv. og bandar. þurfa að tóna niður væntingar þess, að Úkraína verði þ.s. kallað er - evrópsk.
 
Sjálfsagt að Úkraína þiggi viðskiptasamning v. ESB. En til þess að sátt geti virkað - en Putin þarf að fá "face saving" eftirgjöf af einhverju tagi, þarf sá að vera líklega - nokkuð tónaður niður. Svo hann líti síður út sem "european intergration." 
 
Þ.e. ljóst að hluti þeirra sem eru á torgum borga Úkraínu, ímynda sér "aðild að ESB" í framtíðinni. En þ.e. fátt sem bendir til þess að nokkur áhugi sé á slíku tilboði í nokkurri náinni framtíð í ESB.
 
Sjálfsagt þarf að kjósa að nýju í Úkraínu - - en ég efa að Yanukovych forseti samþykki að fara frá, eins og krafist er af andstæðingum hans. En það gæti verið unnt að fá nýjar þingkosningar og hver veit, kannski breytingu á hlutfalli valda forseta og þings, og ríkisstj.
 
En það liggur nú á, að binda enda á þessi átök áður en þau snjóboltast frekar. En ég get virkilega séð fyrir mér landið klofna milli stríðandi fylkinga, í rússn. mælandi hluta og úkraínsku mælandi. Það gæti leitt fram mikinn flóttamannavanda - jafnvel milljónir manna.
  • Ég tel of einfalt að - - setja alla sökina á Pútín. 
  • Það sé í gangi, varasamt reipitog milli Vesturvelda og Rússland, sem snúist um hagsmuni þeirra aðila - - sennilega ekki nema í mjög grunnum skilningi hagsmuni íbúa landsins.
--------------------------------------
Ps: Vonandi ganga upp þær sáttaumleitanir sem fréttir hafa borist af. En þetta er ekki fyrsta sinn sem tilraun til sátta hefur verið gerð.
 
Kv. 
 

Bloggfærslur 21. febrúar 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband