Financial Times leggur til þess að lágmarkslaun verði hækkuð í Bandaríkjunum

Það er dálítið forvitnilegt að skoða tölur sem þar koma fram í íslensku samhengi. Skv. Seðlabanka kostar "USD" 113,1kr. Og skv. textanum eru lágmarkslaun í bandar. 7,25$ á tímann sem gera þá 820kr. Sem gerir þá 32.799kr. á viku. Eða 7.380kr. á dag ef unnar eru 8kl.st., og 184.500kr. ef vinnudagar eru 25 ca. í mánuði.

Ef eins og þeir styðja, launin eru hækkuð í 9$ eða 1.018kr. Þá verður 40kr.st. vinnuvikan  40.716kr. Átta kl.st. vinnudagurinn að 8.144kr. Og 25 vinnudaga mánuður að 203.600kr.

Það væri ekki fjarri lagi miðað við lágmarkslaun á Íslandi sbr.: Lágmarkslaun hafa rúmlega tvöfaldast

Sjá einnig frétt FT: Higher pay for America’s poor 

 

  • Þetta þarf ekki endilega að vera "bad for business."

 

En ríkisstjórnin mundi geta "tæknilega" komið á móts við fyrirtæki, með því að lækka tekjuskatt fyrirtækja á sama tíma. En sá er í reynd hærri í Bandar. en t.d. í Svíþjóð.

Meðan að risafyrirtækin hafa flest "skattaundanþágur" sem þingið hefur búið til - klæðskerasniðið fyrir þau gjarnan af þingmönnum á launaskrá hjá þeim. Þannig að skattakerfið, bitnar einna helst á smærri fyrirtækjum og miðlungs. Þ.s. nýmyndun starfa gerist einna helst.

Ef dregið er úr undanþágum risafyrirtækja - gæti heildarbreytingin aukið verulega hagvöxt í Bandar.

Höfum einnig í huga, að aukning neyslu í bandar. samhengi - er ekki endilega "slæmur hagvöxtur" eins og gjarnan vill verða hérlendis, þ.s. verulegt hlutfall neysluvarnings er innlend framleiðsla í Bandar.  

 

  • Heildaraukning hagvaxtar gæti orðið umtalsverð, ásamt fjölgun starfa. 

 

En ég á reyndar erfitt með að sjá "Capitol Hill" taka þetta skynsama nálgun.

 

Niðurstaða

Ef rétt er að málum staðið, gæti hækkun lágmarkslauna verið skynsöm stefna í Bandar. En best væri að nálgast málið í samhengi við víðtæka stefnumörkun með það sem markmið, að efla þrótt hagkerfisins og efla hagvöxt. Fækkun vinnandi fátækra fyrir utan það, er jákvætt félagslegt markmið.

 

Kv. 


Bloggfærslur 20. febrúar 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband