16.2.2014 | 22:15
Meðlimum að EES gæti fjölgað um einn
Ég á við að Skotland gæti orðið óvæntur meðlimur að EES svæðinu. Ef það fer þannig að meirihluti Skota kýs aðskilnað frá Bretlandi. Barroso var í viðtali á BBC á sunnudag, þar var haft eftir honum - "It would be extremely difficult to get approval of all the other states to have a new member coming from one member state," - "We have seen that Spain has been opposing even the recognition of Kosovo, fr instance," - "It's to some extend a similar case because it's a new country and so I believe it's gping to be extremely difficult, if not impossible." - - Þ.s. Forseti Framkvæmdastjórnar ESB virtist vera að segja, að hann telji fullvíst að Bretland muni hafna Skotlandi sem nýju aðildarríki.
EU Commission president says Scotland membership not automatic
Þetta er dálítil eldsprengja!
Barroso virðist vera að segja að hann telji líklegt að einstök aðildarríki muni beita því neitunarvaldi sem aðildarríki hafa gagnvart nýrri meðlimaþjóð. En tæknilega er unnt að hafna nýju ríki á 3-stigum. Þ.e. þegar ákvörðun er tekin hvort á að ræða við viðkomandi ríki. Síðan innan viðræðuferlis gæti meðlimaríki hindrað að einstakir kaflar væri kláraðir með því að neita að sætta sig við niðurstöðu. Og að lokum í þriðja lagi geta meðlimaríki lagatæknilega séð hafnað aðildarsamningi.
Þetta er sannarlega innan lagalegs réttar aðildarríkja, að hafna aðildarríki. Fullbúnum aðildarsamningi hefur aldrei verið hafnað - - en þ.e. t.d. fordæmi um það að viðræður dragist á langinn vegna andstöðu einstakra aðildarríkja fyrir tilstuðlan deilna einstakra aðildarríkja við það tiltekna ríki er óskar aðildar.
Það mundi skapa áhugaverða stöðu - - ef Bretar hindra aðild Skotlands.
- Þ.s. þó má lesa úr þeim ummælum, er að það sé alveg öruggt að Skotland a.m.k. verði ekki sjálfkrafa að meðlimaríki, við aðskilnað frá Bretlandi. Þó svo að Skotland í dag sé hluti af ríki sem í dag sé ESB meðlimur.
- Skotland muni þurfa að óska aðildar klúbbnum. Það getur verið að samningar geti gengið hratt fyrir sig, fyir utan "undanþágur" sem Bretland hafði samið um, sbr. að þurfa ekki að taka upp evru og gerast meðlimir að Schengen. Sem líklega mundi þíða landamæravörslu á landamærum við Bretland þ.s. Bretland er ekki Schengen meðlimur. Skotland gæti viljað "frestandi" aðlögun í tengslum við það að taka upp slíka landamæravörslu. Það gæti tekið einhvern tíma að ganga frá slíkri áætlun.
- En það væri vel unnt að sjá fyrir sér - Skotland sem sérstakt meðlimaríki að ESB.
Niðurstaða
Það væri óneitanlega mjög sérstakt ef Bretar setja það fordæmi, að aðildarsamningi væri hafnað í fyrsta sinn. Þetta hefur alltaf verið tæknilega mögulegt, hefur skipt máli í aðildarviðræðum - en hingað til hefur samningur ávalt verið samþykktur loks þegar viðræðum er lokið. Því samþykki einstakra atriða í aðildarsamningi, hefur ávalt þítt að samningar hafa náðst um þau atriði við öll löndin. Þannig að almennt talið hefur verið að formleg staðfesting síðar meir væri "formsatriði."
Það er þó einnig mögulegt fyrir Breta að hindra að viðræður séu hafnar þ.e. Skotlandi hafnað sem viðræðuaðila, eða að Bretar hindri að viðræður klárist.
Það virðist þó sennilegt að Skotland gangi inn í EES a.m.k. tímabundið, sem getur verið 2 ár. Kannski lengur, en ég sjálfur stórfellt efa að Bretar mundu skella hurðinni á aðild í andlitið á Skotum. En það mundi skapa mjög kalt ástand í samskiptum grannþjóðanna.
Kv.
16.2.2014 | 01:38
Um algengi lífs í vetrarbrautinni okkar
Ég hef við og við fjallað um málefni tengd geimtækni og geimsins, þó við og við í þessu tilfelli sé meir eins og einu sinni per ár, t.d. sjá: Hinar miklu sandauðnir tunglsins Títan!. Þar benti ég á þá áhugaverðu staðreynd að stærstu sandauðnir sólkerfisins eru á tunglinu Títan sem er á sporbaug um plánetuna Satúrnus. Sá sandur er þó ekki úr steinefnum eins og hér á Jörð. Mjög merkileg veröld Títan.
Hér eru aðrar umfjallanir:
- Magnað sjónarspil í Rússlandi! Loftsteinn springur yfir borg!
- Bandarískt einkaframtak stefnir á mannaðar geimferðir, og byltingu á sviði geimferða á næstu árum, og áratugum
- Ég held að leit "SETI" byggist því á "false premise" og muni sennilega aldrei bera árangur.
- Við erum þannig séð að hlusta á útvarpsbylgjur vegna þess að við getum það.
- Vandamál við rauðar dvergstjörnur sem eru ca. 1/10 af massa sólarinnar, er það að lífhvolf þeirra er það smátt að pláneta þarf að vera á sporbaug það nærri, að hún væri "þyngdarafls læst" til að snúa ætíð sömu hlið að sinni sól - til þess að þar geti yfirborðshiti verið nægur svo að rennandi vatn geti þar verið að finna.
- Þetta hefur leitt til þess að menn hafa talið sennilegt að slík veröld væri óbyggileg. Þ.s. hliðin er snýr að sólinni væri of heit en sú sem snýr frá væri of köld. En nýlegar rannsóknir með aukinni þekkingu á því hvernig lofthjúpur starfar, hefur leitt til þeirrar niðurstöðu að lofthjúpur þarf einungis að vera 1/10 af þéttni lofthjúps Jarðar, til þess að hann geti viðhaldið loftþrýstingi einnig á dökku hliðinni.
- Ef lofthjúpurinn er aðeins þykkari, geti verið til staðar haf sem ekki frýs til botns meira að segja á dökku hliðinni. En líkur séu á því að heitir vatns og loftstraumar frá heitu hliðinni, mundu duga til þess að tryggja að fljótandi vatn væri undir ísnum á dökku hliðinni, og nægur loftþrístingur þar einnig. Þessir loft- og hafstraumar mundu nokkuð dreifa hitanum á milli.
- Slík veröld væri augljóslega mjög sérstök í okkar augum, þ.e. engin breyting á birtuskilyrðum. Engar árstíðir- alltaf dagur og sumar á annarri hliðinni, en alltaf vetur og nótt á hinni.
- Birtan væri rauðleit frá slíkri stjörnu, hún er einnig mun orkuminni en frá gulri sól. E-h á milli 5-10% af birtumagni Sólarinnar. Plöntur gætu samt ljóstilllífað liturinn á blöðum væri líklega "svartur."
- Allar rauðar sólir sem nokkru sinni hafa orðið til, eru enn til staðar. En líftími rauðra sóla er 10 faldur líftími sóla á við okkar. Það hefur t.d. sýnt sig á Jörð að það tók lífið 3,5 milljarð ára að þróa vitsmunaverur.
- Sem þíðir að plánetur á sporbaug um margar þeirra. Geta verið ákaflega mikið eldri en Jörðin.
- Rauðar sólir eru langsamlega algengasti "klassi" sóla líklega 60-70% allra sólstjarna séu rauðir dvergar.
- Ályktunin er því sú að ef þ.e. vitsmunalíf þarna úti, sé langsamlega sennilegast að það sé upprunnið á plánetu á sporbaug um rauða dvergsól.
- Sem dæmi, kemur líf upp á Jörð ca. 3,5 milljarði ára síðan, en fjölfrumungar ca. 700 milljón árum síðan. Það þíðir að einfalt líf hefur verið til staðar 80% af þeim tíma sem líf hefur verið til á Jörðinni.
- Það er mjög merkilegt, en engin leið er að vita hversu líkleg sú þróun er sem leiddi til fjölfrumunga, eða þar á undan til þróunar fruma með kjarna frá einfaldari frumum án kjarna. Slík þróun gæti tekið mjög misjafnlega langan tíma. Þetta getur bent til þess að langsamlega flestar plánetur með líf - - hafi einfalt líf.
- Svo er merkilegt að íhuga allar þær tilviljanir sem einkenna þróun lífsins á Jörðinni. En þ.e. engin leið að vita að t.d. þróun "dinosaurs" hefði leitt til vitsmunalífs. En flest bendir til þess að hending ein hafi leitt til aldauða þeirra. Svo að þeim dýrum var hleypt að, þaðan sem vitsmunalíf spratt upp af fyrir rest.
- Þetta bendir ekki til þess að þróun vitsmunalífs sé líkleg útkoma jafnvel þó það hafi þróast flókið líf og það verið til í mörg hundruð milljón ár. T.d. ganga fyrstu dýrin með innri stoðgrind á land ca. fyrir 400 milljón árum. En mannkyn hefur bara verið til í ca. 160þ.ár.
- Það má nefna að auki það að líkur á tilvist pláneta um sólir aukast með aldri alheimsins. Því að efnin í plánetum sem eru úr grjóti verða til þegar sólir farast eftir að hafa lifað fullan lífaldur, verða síðan að sprengistjörnum - þeyta efnunum út um geim.
- Eftir því sem frá líður fjölgar sprengistjörnum sem hafa gengið yfir. Og magn efna í geimþokum af því tagi sem mynda steinefnaplánetur eykst. Því vex tíðni slíkra pláneta um sólir með aldri alheimsins.
- Það er því afskaplega ólíklegt að 12ma.ára gamlar rauðar sólir hafi plánetur úr grjóti á sporbaug. Sem þíðir ekki samt sem áður, að 6-8ma.ára gamlar plánetur séu ekki til staðar sem eru úr steinefnum.
- Það bætist að auki við, að því eldri sem alheimurinn verður. Því ríkari verði slíkar plánetur að jafnaði af málmum og öðrum þyngri frumefnum. Gamlar plánetur úr grjóti geti verið mun snauðari af þyngri frumefnum hlutfallslega en t.d. Jörðin sem er ca. 4 ma. ára gömul.
- Það er hugsanlegt að þetta atriði dragi mjög úr líkum á því að plánetur mun eldri en Jörðin t.d. meir en 6 ma. ára gamlar, séu lífvænlegar.
- En líklega mundi brotthvarf segulsviðs leiða til þess að lofthjúpur mundi smám saman hverfa. Slíkar veraldir á nokkrum milljónum ára yrðu að auðn eins og Mars er nú.
- Það er t.d. talið að meira öryggi sé fyrir líf, ef "sól" er staðsett innan Vetrarbrautarinnar þ.s. tiltölulega langt er á milli sóla. Þ.e. vegna þess að þá eru líkur smærri á því að "kosmískir" atburðir eins og risa "flares" sem eru risasólsprengingar sem samt eru ekki "sprengistjörnur" en geta í ýktum tilvikum sent frá sér bylgju af geislun er mundi drepa líf í nærstöddu sólkerfi, þetta er einkum hætta í nágrenni risastjarna og svokallaðra "nifteindastjarna." En að auki er minna líklegt að sprengistjarna sé nærri en sprengistjörnur geta drepið allt líf í nokkurra ljósára radíus allt í kring. Jafnvel tugi ljósára radíus þegar allra stærstu stjörnur farast.
- Þetta er mikilvægt atriði vegna þess að lífið þarf langan tíma til að þróast. Á 3 ma. ára ef mikið er af stjörnum í kring, eru umtalsverðar líkur á einhverjum þessara atburða í nágrenni.
- Síðan er talið að geislun í innsta þriðjung vetrarbrautarinnar sé svo mikil, þéttni stjarna það mikil. Að litlar líkur séu á að vitsmunalíf geti komist á legg.
- Tímarammi, en tegundir á Jörðinni virðast vera til að meðaltali ca. 3 milljónir ára.
- Lífið á Jörðinni mun að mestu farast innan næstu 1000 milljóna ára. Þ.e. vitað. Jörðin verður ekki byggileg lengur vegna þess að aukning geislunar Sólar sem alltaf er stöðugt í gangi, mun fara yfir krítískan þröskuld þegar höfin fara að gufa upp síðan hverfur allt yfirborðs vatn smám saman og Jörðin verður að örfoka eyðimörk með þunnu loftslagi.
- Mannkyn hefur bara verið til í um 160þ.ár.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 16. febrúar 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar