Kannski kemur eitthvað gott út úr kreppunni á Kýpur!

Það var frétt í Financial Times þess efnis að nýjar viðræður um milli Kýpur Tyrkja og Kýpur Grikkja muni hefjast á næstunni - ekki síst fyrir tilstuðlan hvatningar frá Bandaríkjunum til beggja aðila.

Markmið viðræðnanna væri sameining eyjunnar í eitt ríki með tveim sjálfstjórnarsvæðum.

Cyprus to open fresh peace talks

"Nicos Anastasiades, the Greek Cypriot leader, and Dervis Eroglou, his Turkish Cypriot counterpart, will on Tuesday make a joint commitment to resuming negotiations “in a results-oriented manner” hoping to wrap up a peace settlement as soon as possible, according to the text of a joint declaration leaked to Cypriot media at the weekend."

Það er ekki síst gasfundir innan lögsögu Kýpur og innan lögsögu Ísraels - - sem skapa öflugan hvata fyrir Kýpur Grikki að semja við Kýpur Tyrki.

En þ.e. möguleiki á því að leggja gasleiðslu frá Ísrael - til Kýpur, síðan frá Kýpur til Tyrklands. Friðarsamningur er eiginlega "forsenda" þess að allt þetta sé mögulegt, fyrir utan að endalok deilunnar á Kýpur - - getur opnað á þ.s. raunverulegan möguleika að viðræður Tyrklands um ESB aðild geti skilað árangri.

Svo má ekki gleyma efnahagsábatanum - > fyrir öll 3. löndin!

Það skýrir af hverju kannski, að Bandaríkjamenn leggja svo mikla áherslu á að eyjahlutarnir semji um varanleg endalok deilna sinna.

Ég er búinn að velta því fyrir mér um nokkurt skeið hvort að "hrunið" á Kýpur geti ekki hugsanlega leitt til endanlegs samkomulag milli stjórnvalda á sitt hvorum hluta eyjunnar. 

En meðan allt lék í lyndi - virtist Kýpur Grikkjum ekki finnast þeir þurfa að hafa mikil samskipti við tyrknesku mælandi hlutann.

En nú eftir að hrunið hefur ef til vill lækkað risið á grísku mælandi hlutanum, fært kjör þar nær kjörum eyjaskeggja á tyrknesku mælandi hlutanum.

Þá er eins og að augu manna geti opnast fyrir þeim möguleika er þeir áður höfnuðu 2004.

http://www.cyprus-maps.com/maps/Cyprus_big.gif

 

Sjálfsagt bætist það við - - að "hnignandi" veldi Bandaríkjanna, er sífellt meir háð öflugum bandamönnum, og þau hafa verið að vonast eftir að Tyrkland geti gengt miklu hlutverki í framtíðinni.

Að auki vilja þau ekki gefa Ísrael upp á bátinn heldur. Svo þeim er ef til vill annt um að íta undir aðstæður er geta gefið aukna hvatningu til aukins vinskapar meðal þessara mikilvægu bandamanna Bandaríkjanna á svæðinu.

En um nokkra hríð nú hefur verið stirðara milli Ísraels og Tyrklands en var á árum áður, þó það sé ekki endilega - beinn óvinskapur.

Tyrkland sjálft er nú hratt vaxandi svæðislegt efnahagsveldi - hefur alltaf haft öflugan her. Sá er stærri en herafli Ísraels. En ívið minna þróaður tæknilega. Þó hann sé búinn vestrænum búnaði.

Hvorugt landið mundi vilja stríð við hitt!

Bandaríkjamenn hafa verið að vonast eftir því að Tyrkland sé mótvægi við áhrif Rússlands á svæðinu, og þ.e. ekki endilega - langsótt.

  • Kannski er því einnig samhengi milli þessarar aðgerðar Bandar. - - og þeirrar staðreyndar að í desember kynnti Rússland samstarf við Sýrland um gasleit og vinnslu innan landhelgi Sýrlands.

 
Niðurstaða

Það væri heldur betur jákvæð þróun ef hliðaráhrif kreppunnar á Kýpur verða þau, að loksins verði mögulegt að semja endanlega um lok deilna Kýpur Tyrkja og Kýpur Grikkja. Er samkomulag náðist ekki 2004. Var Kýpur Grikkjum af mörgum kennt um. Útlit sé fyrir að nýtt samkomulag verði á svipuðum nótum og það samkomulag er þá lá fyrir.

Með slíku samkomulagi mundi opnast á nýtingu gaslinda í lögsögu Kýpur. Og að auki hugsanlega um samstarf milli Kýpur - Ísraels og Tyrklands um nýtingu á gaslindum innan lögsögu Kýpur og Ísraels.

Bandaríkin virðast helstu hvatamennirnir af því að koma þessu máli á koppinn.

 

Kv.


Bloggfærslur 11. febrúar 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband