13.12.2014 | 00:21
Hinar miklu olíuverðslækkanir munu líklega leiða til hágengis Bandaríkjadollars, það hágengi gæti hugsanlega startað kreppu í einhverjum nýmarkaðslöndum
Málið er að það stefnir sennilega í verulega aukningu neyslu almennings í Bandaríkjunum, vegna olíuverðs lækkana. Þó að eldsneytisverð sé lægra í Bandaríkjunum en í Evrópu, þá vegur á móti að vegalengdir innan Bandaríkjanna eru verulegar -annars vegar- og -hins vegar- að opinber samgöngukerfi innan Bandaríkjanna eru almennt til muna lakari en í Evrópu.
Svo þrátt fyrir lægra eldsneytisverð - hefur olíuverðlagslækkun sennilega stærri neyslueflandi áhrif innan Bandaríkjanna en innan Evrópu.
"Brent crude...has plunged 45 per cent since mid-June, fell...to $61.73 a barrel."
Eins og sést á tilvitnun að ofan, er olíuverð nú að nálgast 60$ mörkin, miðað við hve hratt það hefur lækkað - - gæti það sigið niður í 50 og eitthvað.
- Þegar eru menn að spá verulegri neyslubylgju í Bandaríkjunum á nk. ári, því verulegum viðbótar hagvexti + ekki síst, verulegri fjölgun starfa í verslunargeiranum.
- Það má einnig reikna með aukinni eftirspurn í eignum almennt, ekki síst fasteignum - og þá því að fasteignaverð fari að rísa - - sem hefur þá viðbótar "auðs áhrif."
- Þess vegna, má fastlega reikna með því sem fullkomlega öruggu nú, að "US Federal Reserve" muni hætta prentun fyrir árslok.
- En ekki einungis það, heldur því má vænta að vextir í Bandaríkjunum fari upp fyrir "0" mun fyrr - - en haldið var t.d. fyrir 6 mánuðum.
Olíuverðlagslækkunin er að breyta verulega myndinni hvað varðar efnahag landa. Þeirra sem kaupa olíu og nota hana. Hún hljóti að efla hagvöxt í heiminum, nema að til komi undirliggjandi veikeikar sem kollvarpi slíkri niðurstöðu.
Það má vænta að gengi dollars muni rísa verulega á nk. ári
Áhugaverð aðvörun kom frá "Bank of International Settlements" á þeim nótum, að hækkun dollars gæti skapað vandræði innan svokallaðra "rísandi hagkerfa" eða "emerging economies."
Sjá: Quarterly Review
Það sem horft er á, er að árin þegar dollarinn hefur verið mjög lár þ.e. 2008-2013, var mjög mikið um það að einkafyrirtæki í "ný-markaðslöndum" eða "rísandi hagkerfum" væru að notfæra sér það að lántökur í dollar voru sérlega hagstæðar þau ár - - meðan að vaxtaumhverfið var mjög lágt þegar prentun Seðlabanka Bandar. var á fullu.
- Sömu ár var gengi dollars einnig sérlega hagstætt - miðað við gjaldmiðla þessara landa.
- En rísandi gengi dollars mun skekkja þá mynd, þ.e. þá hækka dollaralánin í andvirði miðað við andvirði þeirra fyrirtækja í nýmarkaðslöndum er tóku lán í dollar.
- Að auki, verða dollaralánin meira virði miðað við gjaldmiðla þeirra landa.
Íslendingar sáu þetta mjög vel - þegar gengi krónunnar lækkaði mikið í kjölfar bankahrunsins, að þá urðu þeir aðilar er höfðu tekið erlend gjaldeyrislán - - margir fyrir slæmu áfalli.
Þetta er þ.s. "BIS" er að vara við, að hækkun dollara geti skapað vandamál.
"...emerging market borrowers had issued a total of $2.6tn of international debt securities, of which three-quarters were denominated in dollars. International banks cross-border loans to emerging market economies amounted to $3.1tn in mid-2014, mainly in US dollars, the BIS added..."
- Ný lán árin 2008-2013 voru upp á ca. 2.000 milljarða dollara til fyrirtækja í nýmarkaðslöndum skv. þessu.
- Heildarumfang dollaralána sé ca. 3.100 milljarðar dollara.
- Menn hafa áður orðið vitni að því, að stórar sveiflur í gengi dollars, skapi vandamál í öðrum löndum. Gjaldþrot Argentínu 2000 er sennilega með frægari afleiðingum hækkun dollars á seinni hl. 10. áratugarins.
- En frægari er þó Asíufjármálakrísan sem varð á seinni hl. 10. áratugarins, þá í nýmarkaðslöndum Asíu.
BIS getur auðvitað ekkert fullyrt.
En engar upplýsingar liggja fyrir um - dreifingu þessara lána, sem hafa verið tekin af einkaaðilum.
En mörg þeirra voru ekki veitt með "dæmigerðum hætti" heldur með "útgáfu skuldabréfa" sem vestrænir fjárfestar í leit að "rentum" keyptu á markaði að því er virðist, umhugsunarlítið.
Þetta leiðir til þess, að engin leið er að spá fyrir um það - hver hættan er.
Heldur erum við að feta okkur inn í myrkrið, vitum ekki hversu alvarlegt þetta er, eða verður.
Niðurstaða
Bandaríkin munu líklega hafa góðan hagvöxt á nk. ári - þó það gagnist ekki Obama forseta sem á 2-ár eftir. Þá getur þetta gagnast Demókrötum þegar dregur að nk. forsetakosningum. En efnahags uppgangur -jafnvel þó að ríkjandi stjórnvöld séu ekki raunverulega að búa þann hagvöxt til- oftast nær gagnast þeim flokki sem er við völd.
Góður hagvöxtur á nk. ári, batnandi árferði næstu 2-misseri, gæti tryggt Demókrötum næsta forseta Bandaríkjanna. Hvort það verður "frú Clinton" á eftir að koma í ljós.
- Á móti kemur óvissa um hugsanlega neikvæðar afleiðingar hækkandi dollars, en hann mun sannarlega hækka verulega, ef þetta allt rætist - sem mun efla kaupmátt Bandaríkjamanna enn frekar.
- Ef það verður svo, að góður hagvöxtur skellur á í Bandaríkjunum nk. 2 ár.
Það þarf þó ekki að fara svo, að þó að aðvörun "B.I.S" reynist rétt, að kreppa skelli á í einhverjum "nýmarkaðslanda" - > að það leiði til neikvæðra efnahagslegra boðafalla, er mundu ná alla leið til Bandaríkjanna.
Á hinn bóginn, gæti verið þess virði, að fylgjast með Evrópu á sama tímabili - en lækkandi olíuverð þó það ætti einnig að vera að nokkru leiti efnahagslega jákvætt fyrir Evrópu. Getur hugsanlega dugað til að hrinda af stað verðhjöðnun í Evrópu. Þá reynir á viðbrögð Seðlabanka Evrópu - - það virðist loksins stefna flest í þá átt að "ECB" hefji sambærilega seðlaprentun á við þá sem Seðlabanki Bandar. stundaði um árabil. En á sama tíma, er það ekki enn algerlega víst - - of veik viðspyrna gæti leitt til verðhjöðnunarspírals í Evrópu.
Og því óvæntrar kreppuhættu.
Kv.
Bloggfærslur 13. desember 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar