Málið er að aðildarlönd ESB neita að senda vopn til Úkraínu. Á sama tíma t.d. og þau eru að senda vopn til Kúrda í Sýrlandi og Írak. Meðan að Bandaríkin hafa einungis séð úkraínska hernum fyrir "létt vopnum" þ.e. ekki skriðdrekum né hervélum né fallbyssum.
Á sama tíma, er úkraínski herinn búinn úreltum tækjabúnaði, sem varð eftir á landi Úkraínu þegar Sovétríkin liðuðust í sundur á sínum tíma. Og mjög sennilega verið lítt uppfærður tæknilega.
Á sama tíma, líta rússnesk vopn enn mjög svipað út og 1991, en munurinn liggur í því - að Rússar hafa varið umtalsverðum fjárhæðum í það að uppfæra sinn vopnabúnað tæknilega, þ.e. betri tölvur - betri miðunartæki - nýjar vélar o.s.frv.
Og ekki síst, Rússland hefur varið mun meira fjármagni í þjálfun hermanna, heldur en Úkraína.
- Verr vopnum búinn her.
- Og lakar þjálfaður.
- Ekki má gleyma, mun stærri her Rússlandsmegin.
Þ.e. full ástæða að ætla, að eftir nýlegar vopnasendingar frá Rússlandi - séu uppreisnarmenn í dag, með betri búnað. Og það má einnig vel vera, að þeirra þjálfun sé einnig betri - en það virðist að rússn. herinn reki þjálfunarbúðir rétt handan landamæranna.
Biden promises to support Kiev but not with heavy weapons
Biden Assails Russian Intervention in Ukraine as Unacceptable
Samkvæmt fréttum, hafa 1000 manns fallið meðan - svokallað vopnahlé hefur staðið yfir
Vopnahléð svokallaða, virðist eingöngu hafa - minnkað bardagana að umfangi. En allan liðlangan tímann, hafa staðið yfir harðir bardagar milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna um flugvöll Donetsk borgar.
Miðað við fregnir um miklar vopnasendingar til A-Úkraínu frá Rússlandi.
Þá gæti stefnt í það að uppreisnarmenn, hefi aftur fulla sókn gegn stjórnarhernum. Þá með þann tilgang, að hrekja hann út úr Luhansk og Donetsk héruðum. Hið minnsta það.
Það er þó ótti uppi um það, að einnig verði sókn hafin til Suðurs - - þ.e. til Mariupol sem er hafnarborg á strönd Azovshafs, og síðan áfram hugsanlega alla leið til Odessa.
En án Odessa, mundi Úkraína verða nánast alveg lömuð efnahagslega.
En fréttir hafa borist af því, að flutningur á vistum til Krím-skaga. Hafi gengið brösulega, byrgðir af kolum og jafnvel mat - séu ekki miklar.
Það gæti verið freystandi því, að mynda landtengingu í gegnum Úkraínu við Krím-skaga.
- Það mundi þó líklega leiða til mjög mikils straums flóttamanna, því að meir en helmingur íbúa S-Úkraínu eru "ethnic" Úkraínumenn.
- Að auki væri ekki sérdeilis ósennilegt, að skærustríð gæti hafist gegn hugsanlegu "hernámsliði" af rússnesku bergi, hvort sem það væru uppreisnarmenn eða hermenn rússneska hersins.
- Punkturinn í þessu er - - að tregða NATO landa til að vopna úkraínska herinn.
- Að sjálfsögðu eykur líkurnar á þessari útkomu.
Því sú tegða getur sannfært uppreisnarmenn, og stjv. í Kreml - að óhætt sé að láta til skarar skríða að nýju.
Menn virðast hafa gleymt lærdómi "Kalda-stríðsins" sem var sá, að einbeitt mótstaða var lykillinn að því að forða stríði. Þveröfugt við þ.s. margir svokallaðir friðarsinnar halda.
En ef þú mætir þeim sem þú óttast að hafi hernaðarátök í huga, með mótleik sem eykur til muna áhættuna fyrir þann aðila af því að hefja átök - - þá eru góðar líkur á því að "íhugull" mótaðili ákveði að láta ekki til skarar skríða.
- Slíkur mótleikur væri einmitt sá, að vopna her stjórnvalda í Kíev, og það rækilega. Þá sé ekki hætta á því að - mótaðilinn láti til skarar skríða af fyrra bragði.
- Á sama tíma, mundi samningsstaða stjv. í Kíev í samn. v. uppreinsarmenn styrkjast, og hugsanlegt endanlegt samkomulag fyrir bragðið verða hagstæðara stjv. í Kíev.
Annars gætu þau staðið frammi fyrir "úrslitakostum fremur fljótlega" sem gætu falist í Því, að flytja her sinn út fyrir þau svæði sem "uppreisnarmenn" telja sig eiga.
Eða að stríð verði hafið - eftir að frestur sé liðinn.
Niðurstaða
Það sem einlægir friðarsinnar gjarnan skilja ekki. Er að styrkar varnir eru leiðin til að forða stríði - - að veikja þær, eykur líkur þvert á móti á stríði. Eftir því sem Rússar senda meir af vopnum til uppreisnarmanna í A-Úkraínu. Og einnig þjálfar meir af þeirra liði. Því meir hallar á stjórnvöld í Kíev - - og nú þegar Biden hefur formlega hafnað því að senda her Úkraínu þungavopn.
Þá gæti verið stutt í það að móherjar stjv. í Kíev, telji sig nægilega sterka til þess að hrekja stjórnarherinn af þeim svæðum sem þeir telja sig eiga.
Mig grunar í ljósi neitunar NATO ríkja að vopna stjórnarherinn, að mun meiri líkur séu á því að uppreisnarmenn leggi til atlögu af fyrra bragði - en það verði stjórnarherinn. En mig grunar sterklega, að nú séu sveitir uppreisnarmanna líklega orðnar sterkari. Þær þurfa ekki að vera fjölmennari, heldur getur vel dugað samspil af betri vopnum og þjálfun.
Og hver segir, að miðað við veik viðbrögð Vesturvelda fram að þessu, að uppreisnarmenn komist hreinlega ekki upp með það, að hrekja stjórnarherinn af þeim svæðum - - þá mundi að auki vakna sú spurning; hversu langt þeir mundu sækja fram?
En sumir uppreisnarforingjar - hafa talað um það að svæðið alla leið til Odessa, ætti að tilheyra "Novo Rossia."
Kv.
Bloggfærslur 22. nóvember 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar