Merkilegt hvernig þetta lekamál ætlar að vera þrálátt

Eins og hefur komið fram í dag, þá voru áhugaverð samskipti í gangi milli Gísla Freys Valdórfssonar, og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur - sem þá var lögreglustjóri á Suðurnesjum: Gísli Freyr bað Sigríði Björk um greinargerð um Tony Omos.

Það sem gerir þetta sérdeilis áhugavert, er að þau samskipti fara fram - daginn þ.e. 20. nóv. 2013 - er fjölmiðlar fjölluðu um nú frægan leka á gögnum er varða hælisleitandann Tony Omos.

Það sem vekur athygli mína, er hve viðbrögð Sigríðar eru gjarnan túlkuð með ofsalegum hætti af sumu fólki, eins og þarna sé - enn eitt dæmið um spillingu embættismanna, ormagryfju spillingar!

DV virðist vera að túlka rás atburða í samsærisstíl:

Þrjú símtöl á lekadegi

Hringdi í Sigríði, ræddi við ritstjóra Moggans og hringdi svo aftur

Sigríður Björk átti frumkvæði að símasamskiptum og Gísli kannast ekki við að hafa sent skilaboð

En Sigríður virðist hafa hringt í Gísla Frey um morguninn, ekki náð í hann. Ekki er þekkt "af hverju hún hringdi" - - það er ekkert því til fyrirstöðu, að hann hafi áður gert tilraun til að ná í hana. Hún frétt af því.

  • Síðan sendir hún honum gögn, þ.e. lögregluskýrslu um Omos um kvöldið.
  1. En hafið í huga, að þá er lekinn búinn að eiga sér stað.
  2. Það urðu ekki frekari lekar af neikvæðum gögnum um viðkomandi hælisleitanda, svo við verðum að gera ráð fyrir því, að skýrslan hafi ekki stutt frekari aðdróttanir gegn hælisleitanda.

Á þeim punkti - - var engin rannsókn í gangi.

En ég man ekki betur en að Omos hafi kært málið - - eftir að það komst í hámæli.

Engin kæra - engin rannsókn, akkúrat á þessum tíma.

Gísli Freyr er þá ekki undir neinni rannsókn - lögreglan hefur ekki sett hann á nokkurn lista yfir grunaða - hann er aðstoðarmaður ráðherra; þannig að ekkert er að sjá athugavert augljóslega virðist mér við samskipti lögreglustjóra og Gísla Freys þann 20. nóv. 2013.

Varðandi hvort að - hún hafi eða hafi ekki látið rannsóknaraðila vita, síðar meir um sín samskipti þennan áhugaverða dag; er atriði sem við getum ekki vitað.

En fyrir mér blasir ekki neitt augljóst við, sem bendir til þess - að hún hafi staðið sem einhver þrándur í götu réttvísi.

En samskipti milli hennar og rannsóknaraðila, hefðu augljóslega verið - í trúnaði. Óopinber með öðrum orðum, maður verður að reikna með því að lögreglumaður með langa reynslu, vinni í þágu réttvísinnar í landinu - - ekki gegn henni.

  • Ég bendi á að lögreglan hefur líklega fengið einhvers staðar að, ábendingu um að rannsaka aðstoðarmann ráðherra, en sá virðist hafa verið meginfókus rannsóknar nærri frá upphafi.
  • Slík ábending gæti hafa komið frá henni, þannig að hún hafi enginn þrándur réttvísi verið heldur þvert á móti.

 

Niðurstaða

DV má eiga það, að hafa haft rétt fyrir sér í lekamálinu. Að leki varð frá ráðuneytinu. Á hinn bóginn, grunar mig að DV sé að leita að saknæmu þar sem saknæmt sé ekki til staðar, þegar kemur að samskiptum Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar.

Það a.m.k. blasir ekki við mér að neitt sé óeðlilegt við þau samskipti.

Það eitt að þau fara fram - tiltekinn dag, þegar leki kemst í hámæli. Í reynd sýnir ekki fram á nokkurn skapaðan hlut. Þ.e. sannarlega áhugavert - en getur verið áhugaverð tilviljun.

Sjálfsagt á einhver eftir að saka mig um "blindu" en þá spyr ég á móti - - hvert væri mótíf Sigríðar? Að taka þátt í aðför gegn Omos?

Getur hann talist það mikilvægur, að löreglustjóri á Suðurnesjum, væri til í að fara á svig við lög og reglu, til að klekkja á honum?

Það virðist a.m.k. afar fjarstæðukennd atburðarás, þrátt fyrir áhugaverða dagsetningu. Sannarlega var hún síðar ráðinn í annað og stærra starf. En það virðist mér einnig afar fjarstæðukennt, að henni hafi verið lofað slíkri stöðu - á þeim tíma, er enginn gat vitað að sú staða yrði laus.

  • Menn mega ekki tína sér alveg í samsæriskenningum.

Málið þarf ekki augljóslega vera stærra en svo, að Gísli Freyr hafi lekið - lekinn hafi verið skv. hans frumkvæði, ráðherra hafi ekki vitað af málinu, málið sé eins og hann síðar segir, dæmi um hans eigin dómgreindarskort þann daginn - mótíf, tja - kannski haldið að hann væri að gera ráðherra greiða - ekkert samsæri.

 

Kv.


Rússar með nýtt gerfihnattavopn?

Rakst á þessa frétt í Financial Times: Object 2014-28E – Space junk or satellite killer? Russian UFO intrigues astronomers. Geimfar sem vestrænir aðilar hafa nefnt "object 2014-28E" hefur sést á ferðinni um himinhvolfið á braut Jarðar. Og vakið athygli vestrænna sérfræðinga.

  1. "The object had originally been classed as space debris, propelled into orbit as part of a Russian rocket launch in May to add three Rodnik communications satellites to an existing military constellation."
  2. "For the past few weeks, amateur astronomers and satellite-trackers in Russia and the west have followed the unusual manoeuvres of Object 2014-28E, watching it guide itself towards other Russian space objects."
  3. "The pattern appeared to culminate last weekend in a rendezvous with the remains of the rocket stage that launched it."
  4. "...interest has been piqued because Russia did not declare its launch – and by the object’s peculiar, and very active, precision movements across the skies."

Það er svo margt sem þessi "hlutur" getur mögulega verið. Allt frá því að vera hannaður til að granda gerfihnetti með árekstri eða með vopni - yfir í að vera tæki ætlað til að "grípa bilaða gerfihnetti" og færa þá til, ef einhverskonar griparmi væri bætt á gripinn.

Jafnvel þó að Rússarnir segi ekki auka tekið orð um "hlutinn" þá er tilvist hans fyrir allra augum ein og sér - - form af skilaboðum.

En þeim hefur vart getað dulist að til hlutarins mundi sjást - - þannig að prógrammið sem hluturinn fór í gegnum, og sýndi þannig færni til að færa sig til á braut Jarðar, nálgast mismunandi rússn. gerfihnetti, og svo að lokum leyfar eldflaugarinnar er skaut honum upp.

Er þá væntanlega fullkomin sönnun þess, ef slíka sönnun vantaði, að Rússar geta grandað vestrænum gerfihnöttum - - jafnvel hugsanlega stolið einum slíkum.

 

Niðurstaða

Það er alveg örugglega ekki tilviljun að Rússar hefja þessa sýningu á braut Jarðar, einmitt þegar deilur milli Vesturlanda og Rússlands standa yfir. Sennilega láta þeir alfarið vera að útskýra í nokkru tilgang hlutarins, og þannig leyfa vestrænum aðilum að ímynda sér -- til hvers hluturinn er. Það auðvitað þíðir að sjálfsögðu, að Rússar viðhalda fullkomnu "deniability" þ.s. þeir geta alltaf haldið því fram að tilgangur hlutarins sé friðsamur. Og það væri á þessari stundu engin leið að afsanna slíka fullyrðingu.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. nóvember 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband