20.10.2014 | 21:34
Liggur kannski kynslóða slagur að baki vanda Evrópu?
Ég setti inn athugasemd um þennan möguleika á blogg Wolfgang Münchau, Eurozone stagnation is a greater threat than debt, og mér fannst undirtektir sæmilega góðar. En þetta er annar póll á það, af hverju Evrópa er í þessu ástandi - að vera stórskuldug, það ekki bara einstök ríki, heldur samfélögin sjálf, atvinnulíf til viðbótar, og sveitastjórnir að auki - samtímis að mikil og hörð andstaða er við svokallaða verðbólguleið. Samtímis að álfan sem heild virðist stefna í verðhjöðnun.
Hvernig gæti kynslóða slagur skipt máli?
Útgangspunkturinn er; hvernig meta einstaklinga sem eru á eftirlaunum sína hagsmuni?
- Mig grunar, að ellilífeyrisþegar, séu í eðli sínu - andvígir verðbólgu. Því hún gæti skaðað þeirra sparnað, þar með grundvöll þeirra tekna, þar með þeirra kjör.
- Að auki, gæti verið að þeim mundi hugnast - verðhjöðnun. Því að slíkt ástand, mundi sennilega auka "raunverðmæti" þeirra ellisparnaðar, þar með kaupmátt þeirra lífeyris, þar með þeirra lífskjör.
Þá er seinni útgangspunkturinn sú spurning; hvort að - - ellilífeyrisþegar séu ef til vill orðnir það fjölmennir í samfélögum Evrópu, að þeirra sjónarmið geti ráðið ferð?
Gæti það skýrt andstöðu -sem er sérstaklega áberandi í Þýskalandi- gegn verðbólgu, að Þýskaland er án efa - - einna hlutfallslega elsta samfélag Evrópu?
Að auki virðist töluverður stuðningur við þau sjónarmið innan Þýskalands -að verðhjöðnun sé alls ekki slæm.
Aldraðir séu líklega til að grundvalla lífskjör sín á peningalegum eignum
Það skapar líklega aðra grunnhagsmuni, en hjá - yngra fólk á vinnumarkaði, sem skuldar hlutfallslega mun meira, á hlutfallslega minna af peningalegum eignum.
- Kenningin gæti þá verið sú, að ef aldraðir eru nægilega margir til þess að geta hindrað, að beitt verði þeim úrræðum, að "auka verðbólgu" - til að berjast við skuldakreppu og skort á hagvexti.
- Þá gæti niðurstaðan orðið akkúrat sambærileg þróun á við þá sem gerðist í Japan - - sem ath, er einnig ákaflega aldrað samfélag. Sú að nægileg andstaða sé innan samfélagsins gagnvart leiðum til þess að efla verðbólgu - - til þess að "þróun í átt til verðhjöðnunar verði ekki stöðvuð."
- Síðan séu aldraðir, ef þeir eru orðnir nægilega fjölmennir, líklegir til að - líta ekki neikvæðum augum á þá verðhjöðnun. Þannig líklegir til þess, að leitast við að hindra að úrræðum verði beitt til þess, að lyfta samfélaginu úr því ástandi.
Grunnhagsmunir yngra fólks, séu aftur á móti, að - - létta undir skuldum. Í þeirra augum, "er verðhjöðnun hræðileg því þá hækkar raunvirði skulda stöðugt" - samtímis því, að yngra fólk ætti að vera líklegt -sinna hagsmuna vegna- að styðja það að lánum sé eytt upp í verðbólgu.
Af því, að lækkun skuldabyrði leiðir til bættra kjara þess hóps.
- Á milli aldurshópanna - séu líkur á reipitogi. Þegar skuldakreppa geisar. Og andstæðir hagsmunir koma þá fram.
Niðurstaða
Ef þessi kenning er rétt. Að kynslóðaslagur gæti legið að baki - andstöðu við það að vinna á mjög lágri verðbólgu, ástandi sem stefnir að því er virðist, í átt að verðhjöðnun. Að í skuldakreppu, sé líklegt að gjósa upp á yfirborðið - - mismunandi hagsmunir aldurshópa innan samfélaga.
Þá geti ráðið niðurstöðu - - hlutfallsleg skipting hópanna meðal íbúa.
Ef þ.e. allt rétt - - þá getur það verið, að ef aldraðir eru mjög fjölmennir, að þá verði mjög erfitt að ná fram samstöðu um aðgerðir gegn ástandi - verðstöðnunar, jafnvel verðhjöðnunar.
- Þá geti íbúasamsetning verið mikilvæg skýringarbreyta fyrir því, af hverju samfélag - - endar í japönsku gildrunni.
- Það gæti einnig hugsanlega gefið vísbendingu um það - - að slík samfélög geti verið lengi í því ástandi, eða þangað til að íbúasamsetning fer að breytast að nýju - - yngri hópunum í hag. Eftir því sem aldraðir enda ævina.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 20. október 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 871531
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar