7.1.2014 | 22:40
Bitcoin
Eins og ég skil fyrirbærið "Bitcoin" þá er það ekki gjaldmiðill - þó áhugasamir tali um "Bitcoin" sem slíkan. En mér skilst að heildarfjöldi í heiminum skv. áætlun, muni ekki fara yfir 21 milljón eintök. Það er alltof lítið fyrir "fúnkerandi" gjaldmiðil - ef við miðum við dæmigert þjóðríki upp á nokkra milljón íbúa. Hvað þá ef við miðum við heiminn allan með yfir 6 þúsund milljón íbúum.
Hafandi í huga lítið magn, þá "fræðilega" gæti "bitcoin" fúnkerað meir eins og eign á "gulli" þ.e. gullstöngum eða eðalsteinum eða skartgripum.
Þá mundi ég búast við því, að markaður fyrir "Bitcoin" eftir að fullt framboð af "Bitcoin" er til staðar, muni fúnkera eins og markaður fyrir slíka þætti.
Hugmyndin virðist vera að búa til e-h, sem hafi traust virði - því meir verður ekki gefið út af "Bitcoin."
Sem vegna þess hve lítið er til hafi "rarity value" eins og tja, gull - eðalsteinar og skartgripir.
En slíkir þættir fúnkera ekki sem gjaldmiðlar, heldur sem eign sem þú getur "varðveitt" auð þinn í, tja - ef hlutir fara á verri veg í heimshagkerfinu.
- Það má ímynda sér - - að eftir því sem "Bitcoin" spyrjist meir út, þá tryggi "rarity value" svipað virði, og ef viðkomandi ætti gullstöng, dýran eðalstein eða verðmætan skartgrip.
- Þá auðvitað verða þeir sem fjárfestu í "Bitcoin early" afskaplega rýkir - - eða hvað?
Þetta er auðvitað of gott til að vera satt!
- Vandamálið er auðvitað það - - að þó það verði aldrei búnir til flr. en 21 millj. "Bitcoin" þá kemur ekkert í veg fyrir eftirapanir.
- Það er, að fullt af sjálfstæðum einkaaðilum, fari að búa til eftirapanir sem bjóði sambærilega þjónustu og "Bitcoin."
- Vandinn er sá, að því flr. sem veita sambærilega þjónustu og þeir sem bjuggu til "Bitcoin" því minna sérstakur mun "Bitcoin" virðast.
Jafnvel þó það sé ekki orsök "inflation" í "Bitcoin" að of mikið sé búið til af "Bitcoin" - - þá er hætt við því, að markaðurinn geri ekki greinarmun á milli þeirra fjölda eftirapana á "Bitcoin" sem líklegar eru að koma fram og "Bitcoin" sjálfu; þannig að það verði "market saturation effect" og virði allra svokallaðra "electronic currencies" muni falla samtímis.
- En ef út í þ.e. farið, er "Bitcoin" ekkert annað en hugmynd.
Og hvenær hefur mannkyn ekki eftirapað hugmynd, sem virðist vera að skaffa frumkvöðlunum gróða?
Reyndar grunar mig, að fyrst í stað - - muni eftirapanir auka virði "Bitcoin" því að fyrirbærið "electronic currency" muni þá fá aukna útbreiðslu og því aukna athygli.
Sem fyrst í stað, muni sennilega auka eftirspurn - - umfram heildaraukningu á framboði.
En þá muni eftiröpunum fjölga enn meir, og mig grunar - - það mikið. Að á endanum verði "market saturation" og virði allra "electronic currencies" muni falla.
------------------------------------
Á þessari stundu er ég ekki viss um það hvort að markaðsvirði "electronic currencies" gæti náð einhverju jafnvægi, þegar verðin fara að falla.
En þannig séð er ekkert augljóst gólf til staðar, þ.s. enginn í reynd ber nokkra ábyrgð á fyrirbæri sambærilegu við "Bitcoin" og þ.e. ekkert andvirði í reynd að baki, öfugt við þjóðagjaldmiðla sem ávallt hafa baktryggingu ríkisins sjálf og þess hagkerfis sem þeir þjóna - - því ekkert sem augljóslega kemur í veg fyrir "0" virði í tilviki fyrirbæris sambærilegu við "Bitcoin."
En það er hugsanlegt að "market saturation" og "controversy" í kjölfarið, vegna þess að fjölmargir einstaklingar mundu hafa tapað miklu fé.
Gæti gert markaðinn, alfarið afhuga "electronic currency" hugmyndinni. Þannig að "0" virði yrði útkoman jafnvel hjá þeim öllum.
En ég sé í reynd ekkert sem skapar virði fyrir fyrirbæri sambærilegt við "Bitcoin" en áhugi, og þ.e. fátt sem er meir breytingum undirorpið en einmitt áhugi.
Niðurstaða
Hvers konar fyrirbæri er þá "Bitcoin?" Tja, eins og kemur fram á "Wiki" síðunni hlekkjað á að ofan. Þá hefur skráð virði "Bitcon" aukist gríðarlega mikið. Þannig að þeir sem áttu fyrstu eintökin. Hafa getað grætt mjög verulegan pening, með sölu sinna eintaka.
Þeir sem hafa komið inn "tiltölulega" snemma, eru sennilega einnig í gróða.
En spurning um þá sem koma inn á seinni stigum - - þeir gætu orðið fyrir miklu tapi.
Svar - líklega: Pýramídaskím.
Kv.
Viðskipti og fjármál | Breytt 8.1.2014 kl. 03:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2014 | 01:03
Evrusvæði virðist hafa endað síðustu 3. mánuði 2012 á 0,2% hagvexti!
Það virðist með öðrum orðum, ekki hafa hægt frekar á hagvexti. Eftir að um sumarið 2012 mældist vöxtur í um 0,4%. Síðan fór hann í 0,1%. En tölur fyrirtækisins MARKIT sem birtir reglulega svokallaða "pöntunarstjóravísitölu" benda til þess. Að eftir lélegan 3. ársfjórðung. Hafi 4. ársfjórðungur verið ögn betri. Þannig að hagvöxturinn hafi eftir allt saman - - náð líklegu jafnvægisástandi.
Einhvers staðar í kringum 0,2%.
Yfir 50 er aukning / innan við 50 er samdráttur!
- Eurozone Composite Output Index: 52.1.
- Eurozone Services Business Activity Index: 51.0.
Heildaraukning er sosum ekki óskapleg, þ.e. 2,1% í samanlagðri pöntunarstjóravísitölu iðngreina og þjónustugreina, sem væntanlega gefur vísbendingu um heildarstöðu viðskiptalífs.
Áhugavert að aukning innan þjónustugeira á evrusvæði er einungis 1%.
Sem þíðir væntanlega, að aukning innan iðngreina er ögn betri. Lyftir því meðaltalstölunni yfir báðar greinar.
Ef við berum einstök lönd saman:
- Ireland 58.6...........2 - month high
- Germany 55.0........2 - month low
- Spain 53.9...........77 - month high
- Italy 50.0..............2 - month high
- France 47.3...........7 - month low
Sérstaka athygli vekur aukning á Spáni - - en þar fer talan úr 51,5 mánuðinn á undan, í 53,9 eða 3,9% aukningu. Sem getur bent til þess að hagvöxtur síðustu 3. mánuði 2013, hafi verið betri en mældur vöxtur upp á 0,1% er mældist á 3. fjórðungi sl. árs.
Kannski svo hátt sem 0,4%. Sem ætti ef staðfestist af opinberum hagtölum þegar þær verða gefnar út á Spáni gera Mariano Rajoy kampakátan. Þó líklega dugi það samt ekki til að minnka atvinnuleysi.
------------------------------
Ítalía hengur á slétt 50 þ.e. hvorki aukning né minnkun. Sem samt er skásta talan í 2 mánuði. Það gæti þítt að Ítalía ljúki 2013 í ca. stöðnun þ.e. hvorki með vöxt né samdrátt. Þó verið geti að sama tala komi fram og á 3. ársfjórðungi, þ.e. 0,1% samdráttur.
Þetta er a.m.k. ekki vísbending um snöggan viðsnúning til hagvaxtar.
------------------------------
Svo er það auðvitað tossinn Frakkland; 2,8% samdráttur í samanlagðri vísitölu. Sem er skýr vísbending um samdrátt í frönsku atvinnulífi.
Þetta virðist skýr vísbending um mildan efnahagssamdrátt. Þ.s. franska ríkið er svo stórt innan franska hagkerfisins, þá eru þekkt áhrif að umsvif þess - - milda niðursveiflu.
Þannig að hún er heilt yfir líklega smærri en þessar tölur virðast sýna.
Þetta er samt vísbending um kannski samdrátt upp á um 0,2%.
------------------------------
Írland og Þýskaland virðast á nokkuð öruggri siglingu, líklega einhvers staðar milli 0,4-0,5% í hagvexti skv. þessum tölum. Sem er ekki beint kröftugt.
En þó í áttina. Höfum samt í huga að þó traust á Írlandi hafi aukist mjög mikið síðan um mitt ár 2012. Þá eru opinberar skuldir Írlands enn í vexti, írska ríkið þrátt fyrir mjög harkalegan útgjaldaniðurskurð og skattahækkanir - - enn rekið með halla.
Hafandi í huga skuldastöðu Írlands. Þarf Írland líklega ívið meiri hagvöxt en þetta - - til að raunverulega "meika" það. Þ.e. sennilega því meir á trú markaðarins á því að Írland muni ná fram auknum hagvexti síðar, sem hin mikla aukning á tiltrú byggist.
- Það varð ekki aukning á atvinnuleysi á evrusvæði skv. tölum þeirra fyrirtækja sem sérfræðingar MARKIT ræddu við.
- Ekki minnkun heldur.
Það virðist sem svo að útflutningur eigi mest í þeirri aukningu er varð í pöntunum innan iðngeirans, og það var að því er virðist einkum aukning innan iðngeirans sem ber ábyrgð á heildaraukningu þeirri sem MARKIT mælir.
Það verður áhugavert að fylgjast með því áfram - - hvernig evrusvæði gengur með tilraun til!
Útflutningsdrifins vaxtar!
En ég hef verið ákaflega skeptískur á það að slík tilraun virkilega geti mögulega gengið upp!
- OK, Japan tókst eftir hrunið er varð þar veturinn 1989 að viðhalda öflugum viðskipta-afgangi, sem örugglega var í gegnum stöðnunartímbilið á 10. áratugnum, lykillinn að því að halda japanska hagkerfinu á floti.
En ég er ákaflega sterkt skeptískur á að Evrópa geti sem heild, leikið saman leikinn.
- Fyrir hið fyrsta er evrusvæði miklu stærra hagkerfi.
- Viðskipta-afgangur evrusvæðis, mun því hafa mun stærri "neikvæð" áhrif á önnur heimssvæði, en viðskipta-afgangur Japans á 10. áratugnum hafði.
- Ég tel því öruggt, að önnur heimssvæði muni bregðast við, tilraun evrusvæðis til að viðhalda nettó viðskipta-afgangi. Það getur verið með margvíslegum hætti. En augljósa leiðin er í gegnum gengissveiflu.
- Það hefur vakið athygli hægur en þó stöðugur stígandi í gengi evrunnar gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptakeppinauta. Það getur verið vísbending að þ.s. ég vísa til, sé að gerast.
Þetta kemur líklega betur í ljós eftir því sem árið líður fram!
Niðurstaða
"So far so good" - - mætti segja um núverandi stöðu evrusvæðis. Viðsnúningur til löturhægs hagvaxtar hefur a.m.k. staðfest. Þetta er samt ekki betra en þ.s. algengt var í Japan á svokölluðu stöðnunartímabili á 10. áratugnum. Ég ítreka að í gegnum það allt, viðhélt Japan mjög öflugum viðskipta-afgangi.
Þannig að tilraun Evrópu til að búa til viðskipta-afgang, með því að lama eftirspurn innan Evrópu sjálfrar. Er ekki endilega uppskrift að miklum framtíðar hagvexti. Sérstaklega þegar áfram er haft í huga, mjög alvarleg skuldastaða fjölda aðildarríkja evrusvæðis.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 7. janúar 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar