15.1.2014 | 19:05
Heimsbankinn varar við möguleika á kreppu í nýmarkaðslöndum!
"World Bank" varar við þeim möguleika að peningastreymi til svokallaðra "nýmarkaðslanda" geti skroppið saman um allt að 80%, svartsýnasta spá - eða 50% miðspá eða einungis 20% þeirra "góða" spá. Mestu um þetta valdi peningastefna á dollarasvæðinu - - en þ.s. dollarinn hefur um 80% heims viðskipta. Hafa breytingar á peningastefnu Seðlabanka Bandaríkjanna eðs "US Federal Reserve" mjög umfangsmikil áhrif innan peningakerfis heimsins.
Sjá mynd sem sjá má á síðu "World Bank":
Developing economies need robust blueprints to sustain growth
- In a disorderly adjustment scenario, financial inflows to developing countries could decline by as much as 80 per cent for several months, falling to about 0.6 per cent of developing country gross domestic product,"
- Nearly a quarter of developing countries could experience sudden stops in their access to global capital, substantially increasing the probability of economic and financial instability . . . For some countries, the effects of a rapid adjustment in global interest rates and a pullback in capital flows could trigger a balance of payments or domestic financial crisis.
Punkturinn er sá - að hin mikla seðlaprentun í Bandaríkjunum, ásamt mjög lágum vöxtum. Hafi haft þau áhrif að fé hafi leitað til - nýmarkaðslandanna. Í leit að betri ávöxtun, en hefur verið í boði innan Bandar. meðan "US Federal" reserve hefur verið á sama tíma að hamast við að viðhalda lágu vaxtastigi sem víðast innan bandar. hagkerfisins.
Það sem menn óttast er, að það takist ekki að gera sveifluna "mjúka" þ.e. hæga en aflíðandi brekku. Eins og til stendur.
Heldur verði á einhverjum punkti innan ferlisins - snögg sveifla á flæði fjármagns til nýmarkaðs landanna - vegna markaðshræðslu. Þannig að það snögg minnki í einhverjum fjölda ríkja.
Þ.s. nokkur þessara hagkerfa hafi upp á síðkastið viðhaldið "viðskiptahalla" sbr. Indónesía og einnig Tyrkland, og nokkur flr. svo sem Malasía og Tæland.
Að auki hefur töluvert verið ástundað í fj. þessara landa, að taka dollaralán - til að hagnýta sér hina hagstæðu vexti á dollarasvæðinu. En í staðinn taka menn gengisáhættu - tja eins og Íslendingar lærðu 2008 að getur skapað vissa tegund af hættu.
Líkur eru auk þessa taldar á því að nokkuð sé um skuldug til ofurskuldug fyrirtæki innan þeirra hagkerfa.
Með öðrum orðum, að í nokkrum fj. þessara landa - - sé möguleiki á svokölluðu "snögg stoppi" þ.e. "sudden stop" þegar peningaflæðið allt í einu snýr við eins og við t.d. fundum harkalega fyrir hérlendis 2008.
Vandinn við þetta, að slíkar hreyfinga er erfitt að - spá fyrir um. Menn geta bent á hættur, en hvar punktarnir liggja þegar hreyfingar hætta að vera mjúkar og verða allt í einu hraðar - veit í reynd enginn.
Fjöldi hagfræðinga hefur bent á að ástand í nýmarkaðslöndum í dag líkist um margt ástandinu rétt fyrir svokallaða Asíufjármálakreppu upp úr miðjum 10. áratugnum, sem þá skók nýmarkaðslönd Asíu svokallaða "asíu tígur hagkerfi."
- Nú hefur Heimsbankinn, bæst í hóp þeirra radda. Sem vara við þessum möguleika.
Niðurstaða
Heimsbankinn er ekki að spá nýmarkaðslanda-kreppu. Telur að það verði neikvæð áhrif, þegar dragi úr peningastreymi til þeirra. Það er talið öruggt, að úr því muni draga, eftir því sem "US Federal Reserve" minnkar prentun og síðan lýkur henni við árslok - ef allt fer skv. áætlun. Þau neikvæðu áhrif verði skammvinn - þ.e. eftir 6 mánuði muni þau líklegast vera liðin hjá.
Auðvitað annað verður uppi á teningnum, ef einhver þessara hagkerfa detta í snögga kreppu, jafnvel nokkur þeirra.
Hún gæti þá lýst sér svipað og Asíukreppan á 10. áratugnum. Ef versta sviðsmyndin verður ofan á.
Kv.
Skv. erlendum fréttum kynnti Hollande tvær meginaðgerðir til sögunnar. Það er, 50ma. útgjaldaniðurskurð hjá franska ríkinu - dreift á nk. 3 ár. Þetta skilst mér að samsvari rúmlega 2% af þjóðarframleiðslu Frakklands. Hin aðgerðin var að losa frönsk fyrirtæki undan kostnaði upp á 30ma. per ár af félagslegum stuðningi við fjölskyldur verkamanna sem þau hingað til hafa verið knúin til að fjármagna. Um þetta munar nokkuð skv:
"Mr Hollandes promise of a 30bn cut in social charges would shave some 5.4 per cent off average total wage bills for employers."
Skv. fréttum, á þetta að tengjast svokölluðum "responsibility pact" milli atvinnulífs og stjórnvalda, sem ekki kom beint fram nein lýsing á í fréttum helstu fjölmiðla.
En sjálfsagt þarf Hollande að halda jafnvægi milli hægri og vinstrivængs eigin flokks.
Síðan sagði hann einnig - - "Mr Hollande said he would propose three initiatives for the EU with Germany, to harmonise economic policies, including corporate taxes, to co-ordinate energy policy and to forge a European defence policy all longstanding French policy wishes."
- Hugmyndir Frakka um samræmda fyrirtækja skatta innan Evrópu - hafa þó hingað til ekki fengið jákvæða áheyrn. Efa t.d. að Norðurlönd væru hrifin af því, að samræma sína skatta upp á við.
- Það hefur verið augljós ágreiningur milli Frakka og Þjóðverja um varnarmál og hernaðarmál, Þjóðverjar t.d. ekki tekið í mál að skipta sér af átökunum í Sýrlandi sem hafa verið hjartans mál Hollande, Þjóðverjar þverneituðu einnig að skipta sér af átökum í Líbýu á sínum tíma - t.d. neituðu að lána flutningavélar í eigu þýska hersins til að flytja hergögn á sínum tíma, eða lána eigin orrustuvélar til þess verkefnis. Ólík afstaða Frakka og þjóðverja í utanríkismálum - hefur verið ein af ástæðum þess, að það hefur virst vera minnkandi hlýja í samskiptum landanna.
- Síðan er viss togstreita um orkumál, sem m.a. hefur orðið til vegna "energy wende" stefnu Þýskalands þ.e. þeirrar ákvörðunar Þjóðverja að loka öllum þýskum kjarnorkuverum, meðan að kjarnorka er megingrunnur rafmagnsframleiðslu Frakka og Frakkar líklega vilja - - að kjarnorka sé áfram skilgreind sem "græn" orka.
Í öllum þrem málum virðist stefna landanna ekki samrýmanleg.
Hollande stonewalls on private life to make reform pitch
François Hollande promises tax cuts for French business
Hvaða þýðingu hefur þetta?
Sparnaðaraðgerðirnar eru líklega ekki eins róttækar og virðist við fyrstu sín - - en rétt er að benda á að Hollande átti eftir að bregðast við kröfu Framkvæmdastjórnar ESB um það, að rétta af kúrsinn hvað þróun ríkishalla Frakklands varðar svo að hallinn stefndi í rétta átt - - þ.e. inn fyrir 3% múrinn sem skv. reglum ESB er hámarks heimilaður ríkishalli.
Þær niðurskurðaraðgerðir tóna við aðgerðir t.d. Mariano Rajoy á Spáni - - og þ.e. alveg ljóst, að niðurskurðurinn mun auka á efnahagslegar samdráttarlíkur í Frakklandi yfir þau 3 ár sem niðurskurðurinn dreifist.
Þ.e. þessar aðgerðir bætast ofan á 15ma. niðurskurð áður kynntur fyrir þetta ár. Og sá 50ma. viðbótar niðurskurður dreifist þá á árin 2015 - 2016 og 2017.
- Það er þá spurning að hvaða marki hin aðgerðin - - þ.e. að minnka kostnað atvinnulífsins af eigin starfsmönnum, vegur upp á móti.
En ef þetta dugar til þess að nýr vöxtur getur hlaupið í franskan einka-atvinnurekstur, á meðan að ríkið er að draga saman segl.
Þá gæti nettó útkoman forðast það að vera - samdráttaraukandi. Jafnvel með smá heppni, ef Þýskaland heldur áfram að auka á orkukostnað Þýskara fyrirtækja, með "energy wende" stefnunni þar í landi.
Þá er a.m.k. hugsanlegt að, lagt saman, þá dugi áhrif hvors tveggja til að brúa nokkuð bilið í samkeppnishæfni fransks atvinnulífs samanborið við þýskt.
--------------------------------------
Það mikilvægasta sem þarf að gerast fyrir Hollande, er að sú hnignun fransks atvinnulífs er hefur verið í gangi - síðan hann komst til valda. Verði stöðvuð.
Það verður að koma í ljós hvort að minnkun á kostnaði fyrirtækja af eigin starfsmönnum, með því að franska ríkið létti af atvinnulífinu tilteknum félagslegum útgjöldum, dugi til þess að snúa vörn í sókn.
Að algeru lágmarki, þarf hnignunin að stöðvast!
Það kemur þá væntanlega fram á næstu mánuðum, hvort að þessi breyting hleypir frönsku atvinnulífi kapp í kynn.
Niðurstaða
Sennilega hefur enginn franskur forseti í tíð 5 Lýðveldis Frakklands, glatað vinsældum eins hratt. Að auki skilst mér að skv. nýlegum tölum sé hann sá óvinsælasti, síðan stofnað var til 5 Lýðveldisins - fylgi komið niður undir 20%. Sem eru hreint magnaðar óvinsældir.
Annað sem hefur hrjáð hann, er stöðugur samdráttur í einkahagkerfinu í Frakklandi er virðist hafa hafist fljótlega eftir að hann tók við völdum. Líklega er það ásamt vaxandi atvinnuleysi af völdum þess samdráttar, stór hluti í hratt vaxandi óvinsældum forseta Frakklands.
Það verður að koma í ljós, hvort að aðgerðir Hollande dugi til að hleypa frönsku atvinnulífi kapp í kinn. En Hollande virkilega má ekki við því að árið 2014 verði ár efnahags samdráttar.
Með þetta miklar óvinsældir, væri mjög veruleg hætta á félagslegri ókyrrð - ef það væri útkoman. En Frakkar eru þekktir fyrir gríðarleg fjöldamótmæli - öðru hvoru í gegnum árin. Við gætum séð milljónir á götum borga Frakklands. Jafnvel sjálft 5. Lýðveldið riða til falls.
Kv.
Bloggfærslur 15. janúar 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar