13.1.2014 | 23:30
Lífskjör á evrusvæði verða 60% af lífskjörum í Bandaríkjunum 2023
Þetta er niðurstaða starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB. En þessi útkoma kemur fram í stórmerkilegri skýrslu: Quarterly Report on the Euro Area. Margt mjög merkilegt kemur fram - t.d. að það hefur orðið alvarleg hnignun í vexti "Total Factor Productivity" eða "TFP" eða "framleiðni í Evrópu. Sem rekja má a.m.k. aftur á miðjan 10. áratuginn.
Þ.s. áhugavert er að sú hnignun virðist hafa haldið áfram eftir 2000!
- Takið eftir línunum tveim - önnur sýnir meðaltal framleiðniaukningar 3-bestu landanna á evrusvæði.
- Meðan sú neðri sýnir þróun framleiðni hjá 3-lökustu meðlimalöndum evrusvæðis.
Þessi mikla hnignun í vexti framleiðni - - getur verið skýring að einhverju verulegu leiti þeirrar miklu hnignunar sem hefur síðan 1995 verið í gangi innan framleiðsluhagkerfið Evrópu.
Á myndinni að neðan, sést að aukið atvinnuleysi dregur úr þátttöku vinnumarkaðar í hagvexti.
Þeir áætla að þetta lagist smám saman á næstu árum, en þó verði atvinnuleysi 2023 samt líklega meira en það var 2007.
Og hvað með áhrif á hagvöxt - - sjá næstu mynd!
Aftur vekja þeir athygli á þeim mikla mun sem er á milli 3-bestu landa og þeirra 3-verstu. Þau 3 bestu séu skv. spánni að sleppa nokkurn veginn án umtalsverðs hagkerfistjóns, og viðhaldi áfram nokkurn veginn fyrri hagvaxtargetu.
Meðan að fyrir þau 3 verstu, sé hagvaxtargeta umtalsvert sköðuð og vöxtur í framhaldi af kreppu umtalsvert lakari en fyrir kreppu.
- Að meðaltali sé vöxtur evrusvæðis eftir kreppu áætlaður - ca. prósenti lakari en fyrir kreppu.
Síðan er önnur yfirlitsmynd ekki síður áhugaverð!
- Takið eftir að mögulegur vöxtur hrapar úr 1,6% í 0,4% meðan kreppan stendur yfir, en réttir við sér einungis upp í 0,9%.
- En samt áætla þeir raunverulegan vöxt örlítið betri þ.s. framan af tímabilinu, verði evrusvæði að vinna upp slaka sem kreppan bjó til.
- "...actual GDP growth rates are expected to be slightly higher than potential rates over the coming decade since the euro area will still be faced with a significant negative output gap at the end of the short term forecasts in 2015, of the order of 1.5 %."
- "Once the gap is closed, actual GDP growth rates will then simply equal the potential growth rates for the period 2019 up to 2023."
Einmitt, hagvöxtur til skamms tíma 2016-2018 verði 1,5% en lækki eftir það í 0,9%.
Samanburður við Bandaríkin!
Þetta er punktur sem starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar kjósa sjálfi að koma fram með.
- "The evidence provided in the table and graph suggests that not only has the US's growth performance been relatively less affected by the financial crisis but also that the US is expected to emerge from the crisis in a stronger position compared with the euro area."
- "Following the inevitable rebalancing / restructuring of their respective economies in the immediate post - cr isis period (i.e. 2008 - 2013), the US is expected to achieve average potential and per capita income growth rates over the period 2014 - 2023 which are broadly comparable with the pre - crisis decade, whereas the euro area's equivalent growth rates are expected to be halved. "

- "On the assumption that the euro area and US forecasts underpinning this scenario prove accurate, the euro area is forecast to end up in 2023 with liv ing standards relative to the US which would be lower than in the mid - 1960's ."
- "If this was to materialise, euro area living standards (potential GDP per capita) would be at only around 60% of US levels in 2023, with close to 2/3 of the gap in living standar ds due to lower labour productivity levels, and with the remaining 1/3 due to differences in the utilisation of labour (i.e. differences in hours worked per worker and the employment rate). "
- Mín skoðun er að starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar séu þarna líklega að vanmeta líklegan mun á framtíðar hagvexti Bandaríkjanna vs. Evrusvæðis.
- En ég bendi á að "fracking" ævintýrið í Bandar. hefur valdið því að verð á náttúrugasi sl. 7 ár hefur hrapað innan Bandar. um 70%. Að auki er olíuframleiðsla í aukningu, stefnir í að Bandar. fari langleiðina með að anna eigin eftirspurn. Mig grunar að þetta til samans muni lyfta meðal hagvexti Bandaríkjanna - - upp um 1% prósent. Þannig að hagvaxtarmunurinn verði heilu prósenti meiri a.m.k. en þeir gera ráð fyrir.
- Að auki er ég ekki viss um að þeir geri fulla grein fyrir neikvæðum áhrifum á samkeppnishæfni atvinnulífs innan evrusvæðis. af stöðugt hærra orkuverði þar, eða líklegum neikvæðum áhrifum á hagvöxt af því - ef fyrirtæki fara í vaxandi mæli að leita til svæða þ.s. orka kostar minna.
Þannig að ef þeir telja - skv. sínum niðurstöðum, að lífskjaramunur milli evrusvæðis og Bandar. verði 40%.
Þá grunar mig að útkoman verði nær 50% eða jafnvel 55% þ.e. að lífskjör á evrusvæði verði einungis 50% eða 45% af lífskjörum í Bandar. árið 2023.
--------------------------------------
Að lokum bendi ég á eina mynd enn:
´
- Það sem ég vek athygli á - - er hið hraða hrun á "mögulegum" vexti eða "potential growth" eftir 2000, þegar evran er tekin upp.
- Þetta er mjög sérstakt, en það virðist að ákveðinn hápunktur sé ca. 1998. Síðan sígur á ógæfuhliðina, og algerlega öfugt við þ.s. haldið var fram - að evran mundi bæta samkeppnishæfni og skilvirkni hagkerfis Evrópu. Virðist hún í besta falli, engin jákvæð áhrif hafa til þeirrar bættu samkeppnisstöðu eða skilvirkni, þannig að þróunin batni.
Það má eiginlega segja - - að þessi mynd undirstriki miklu betur en mörg orð. Hve gersamlega mislukkuð sú tilraun að skapa efnahagslega viðspyrnu fyrir Evrópu með því að búa til sameiginlegan gjaldmiðil hefur reynst vera.
- Þvert á móti er hagvöxtur áranna 2000-2007 einungis svipað góður og árin 1990-2000.
- Þetta eru árin sem evran á að vera að sanna sig!
- Þvert á móti, þ.s. við vitum að innan nokkurra landa þau ár voru í gangi fjárfestingarbólur er voru ósjálfbærar og að þær bólur voru hluti af mældum hagvexti þeirra ára; þá var í reynd hinn sjálfbæri hagvöxtur áranna 2000-2007 minni en áratuginn á undan.
- Myndin að ofan er sýnir stöðugan samdrátt í mögulegum hagvexti, að hann er þau sömu ár minni en áratuginn á undan - - sannar þessa tilfynningu mína.
Tilraunin með evruna misheppnaðist því gersamlega!
Niðurstaða
Það er auðvitað ægilegur hagvaxtarlegur ósigur fyrir Evrópu að skv. niðurstöðu eigin hagfræðinga Framkvæmdastjórnar ESB. Sé evrusvæði að dragast næsta áratug svo harkalega aftur úr Bandaríkjunum hvað lífskjör varðar - - að þeir meta að þau verði 40% lakari en lífskjör í Bandar. að líkindum árið 2023.
Ég held reyndar að munurinn verði líklega vart minni en 50%. Þ.s. hagvöxtur í Bandar. verði líklega nær 3% en þeim rúmum 2% sem þeir áætla.
Þetta þíðir auðvitað að evrusvæði er að dragast hlutfallslega enn herfilegar aftur úr í hlutfallslegu samhengi miðað við heimssvæði - - þ.s. hagvöxtur verður enn meiri á nk. áratug en í Bandar.
- Tek fram að starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar setja þetta fram - sem aðvörun. Og skora í framhaldinu á aðildarþjóðir evrusvæðis, að sjá til þess að þetta verði ekki niðurstaðan.
- En þeir telja að Evrópa verði að vinna upp þann vaxandi mun á framleiðni milli Evrópu og Bandaríkjanna, sem hafi verið að ágerast eftir 1995. Ef fram fer sem horfir, verði framleiðni á evrusvæði einungis 73% af framleiðni í Bandar. árið 2023.
- Evrusvæði hafi dregist aftur úr Bandar. í þróun framleiðni um 10% síðan 1995, og síðan kreppan hófst hafi sú neikvæða þróun ágerst enn frekar. Þjóðir evrusvæðis verði að taka á stóra sínum, og vinna upp þennan mun - stöðva þessa öfugþróun.
Ég legg það í mat hvers og eins af lesendum, hversu líklegt það sé að leiðtogar aðildarþjóða evrusvæðis takist að yfirvinna glataða samkeppnisfærni miðað við Bandaríkin, að þeim takist jafnvel að yfirvinna þá gjá sem hefur verið að myndast milli samkeppnishæfni evrusvæðis og Bandar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.1.2014 kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 13. janúar 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar