12.1.2014 | 22:32
Væri það mjög sanngjarnt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá spurningu hvort þjóðin vill hefja aðildarviðræður á ný?
Ég ætla aðeins að leiða hjá mér allra nýjustu umræðuna, þ.s. stungið er upp á því að spurt sé beint "vill þjóðin aðild að ESB." En ég er eiginlega sammála því, að eðlilega spurningin sé - - "vill fólk hefja viðræður um aðild að nýju." Skoðanakannanir hafa hingað til sýnt meirihluta stuðning fyrir viðræðum um aðild, en sem er áhugavert - að þegar spurt er beint jafnvel í sömu könnum sama hóp hvort menn vilja aðild að ESB, þá er niðurstaðan oftast nær á annan veg - að þá segir meirihlutinn "nei."
- En það gæti verið óheppilegt - að binda hendur samninganefndar, með því að spyrja áður en samið er um aðild, beint um það hvort fólk vill aðild eða ekki.
- Á hinn bóginn er seinni spurningin, hvort fólk vill viðræður eða ekki, ekki þess eðlis að samninganefnd væri með nokkrum hætti bundin af öðru en því, að láta viðræður fara fram!
- Viðræður skv. því, þurfa þá ekki einu sinni að klárast!
- Þ.e. einmitt sá seinni punktur sem ég vill vekja athygli á!
Hvað mundi gerast ef haldin er þjóðaratkvæðagreiðsla, og niðurstaða meirihlutans er sú - að skipa núverandi ríkisstjórn að hefja viðræður að nýju?
Það sem fólk þarf að átta sig á er að þetta væri algerlega absúrd útkoma - að ætla stjórnarflokkum sem eru andvígir aðild það, að klára viðræður fyrir lok kjörtímabils.
Það er gersamlega kýrskýrt að - að sjálfsögðu, mundu stjórnarflokkarnir þá mæta þeirri tilskipun þjóðarinnar að hefja viðræður - - en þ.e. ekki séns í helvíti að þær yrðu kláraðar innan ramma kjörtímabilsins.
Að auki mundu stjórnarflokkarnir skipa sitt eigið fólk í samninganefnd, ekki mundi koma til greina að skipa þá nefnd sem samdi fyrir hönd síðustu ríkisstjórnar. En ef einhver telur þetta ósanngjarna afstöðu, bendi ég viðkomandi á það - - að sá viðkomandi mundi líklega ekki ráða þá samninganefnd til verka sem stjórnarflokkarnir núverandi mundu skipa. Það sé ekki sanngjarnt að ætla, stjórnarflokkunum að ráða samninganefnd sinna pólit. andstæðinga.
Sú nefnd mundi auðvitað fylgja öðrum samningsmarkmiðum en þeim sem fylgt var þegar samið var við ESB í tíð síðustu ríkisstjórnar, þeim sem stjórnarflokkarnir sem andvígir eru aðild - mundu setja.
Ég get algerlega ábyrgst það, að útkoman yrði - - löng röð árangurslausra samningafunda. Þ.s. mjög ólíklegt er að hugmyndir stjórnarflokkanna um það hvað sé ásættanleg samningsútkoma, sé samrýmanleg við hugmyndir samningamanna ESB um þau atriði eða líklega afstöðu aðildarþjóðanna til þeirra sömu atriða.
Niðurstaða
Punkturinn er einfaldlega sá. Að langsamlega skynsamlegast er að láta þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja skal viðræður að nýju. Fara fram samhliða kosningum til Alþingis 2017. Þar sem að engar líkur eru hvort sem er á því að núverandi stjórnarflokkar mundu skila af sér samningi fyrir lok kjörtímabils. Þá felst ekki í því nokkur viðbótar töf á samningaferlinu, ef niðurstaða þjóðarinnar verður sú 2017 að hefja viðræður að nýju - - samhliða því að hún hefur þá "svo fremi sem þjóðinni er alvara með það að láta viðræður klárast" væntanlega kosið aftur til valda meirihluta sem er aðildarsinnaður.
Þó tæknilega geti kosningar farið þannig, að þjóðaratkvæðagreiðslan fer með þeim hætti að meirihlutinn samþykki að hefja viðræður að nýju, meðan að núverandi stjórnarflokkar allt eins þess vegna geta fengið svipað fylgi og í kosningunum 2013.
Á hinn bóginn, þá þíðir það ekki endilega það að sama ríkisstjórn verði mynduð. Þá er a.m.k. tækifæri til þess fyrir aðildarsinna - - að mynda stjórn annaðhvort með Sjálfstæðisfl. eða Framsóknarfl.
Ef niðurstaðan um það að hefja viðræður liggur þegar fyrir - - þá mundu hugsanlegir stjórnarflokkar þurfa að semja sín á milli um samningsmarkmið, og það að fá sitt fólk í samningsnefnd.
Þ.e. auðvitað ekki fyrirfram öruggt að kosningarnar 2017 tryggi sömu flokkum sem nú stjórna, getu til áframhaldandi stjórnarsetu.
Þ.e. því alls ekki fyrirfram öruggt. Að aðildarsinnar geti ekki mögulega náð fram niðurstöðu sem þeir geta sætt sig við - þannig að viðræður geti hafist á næsta kjörtímabili eins og þá dreymir um.
En ég get algerlega ábyrgst það að ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um málið á þessu kjörtímabili, þá hefst ekkert annað út úr því en að nokkrir einstaklingar á vegum núverandi stjórnarflokka, fá vel launað starf sem litla vinnu þarf að leggja í. Sem þeir mundu auk þess hugsanlega eiga möguleika á að halda þess vegna út næsta kjörtímabil einnig, ef þingkosningar 2017 mundu staðfesta núverandi meirihluta.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2014 kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2014 | 01:04
Verða gjaldeyrishöftin út kjörtímabilið?
Ég er farinn að óttast þetta. Eitt af því sem núverandi stjórnarflokkar gagnrýndu síðustu ríkisstjórn fyrir. Var linkind við losun hafta. En miðað við umræðuna í þjóðfélaginu í dag og milli stjórnarflokkanna - - virðist flest benda til þess. Að losun hafta sé bersýnilega ekki á næstunni. Muni líklega taka flr. ár.
Sem bendir til þess að þau geti enn verið uppi við lok kjörtímabil.
- Vandamálið við losun hafta er - - að það mun verða mjög kostnaðarsamt.
AGS útskýrði málið fyrir tæpu ári síðan í skýrslu: Selected Issues
Rétt að árétta að tölur skýrslunnar byggja á tölum frá 2011. Með öðrum orðum, tveggja ára gömlum.
Punkturinn er sá, að snjóskaflinn - - hefur stækkað síðan þá. Þannig að kostnaðurinn er líklega meiri í dag, en þá og líklega verður meiri á morgun.
- "...the potential capital outflows from residents portfolio rebalancing could range from 30 to 45 percent of 2011 GDP"
Og rúmur helmingur af þessu fé, er skv. áætlun AGS skv. tölum 2011, fé lífeyrissjóðanna.
- "...with non - pension - fund residents contributing to slightly below half of the outflows. "
Ástæða þess að skaflinn stækkar - ekki síst vegna upphleðslu fjármagns á vegum lífeyriskerfisins - er sú að sjóðakerfið þarf 3% nettó ávöxtun. Svo það gangi upp. Sem krefst þess m.a. að hagvöxtur á Íslandi sé ekki undir 3%.
Það er hugsanlegt að vegna mjög mikillar aukningar í ferðamennsku á sl. ári, hafi náðst 3% hagvöxtur árið 2013 skv. niðurstöðu Hagstofu, að fyrstu 9 mánuði ársins hafi hagvöxtur verið 3,1%: Hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins 3,1% drifinn áfram af utanríkisverslun.
Svo þ.e. hugsanlegt, að sjóðirnir hafi fundið nægar fjárfestingar sem skiluðu tilskyldri ávöxtun á sl. ári innan hafta, en vöxtur ársins á undan var mun lélegri. Og 3% vöxtur á sl. ári þíðir einfaldlega að hagkerfið hélt í við ávöxtunarþörf sjóðanna það tiltekna ár. En dugar ekki til að jafna út halla áranna á undan þ.s. hagvöxturinn var mun minni en 3% - - en fjármagn sjóðanna sem lokað hefur verið af hér innanlands. Hefur líklega ekki nærri allt verið á tilskyldri raunávöxtun - það sé fé sem sjóðirnir líklega muni vilja flytja út um leið og höft eru losuð.
Sennilega þyrfti hagvöxtur hér að vera út kjörtímabilið nær 5% en 3%, til þess að jafna þann halla út. Svo uppsafnað fé sjóðanna finni nægilega mikið af góðum fjárfestingarkostum.
Tæknilega gæti ísl. hagkerfið stækkað, og síðan losað höft eftir nokkur ár án boðafalla - - ef hagvöxtur yfir þau ár væri á því bili.
- En hverjar eru líkurnar á slíkum hagvexti?
Kostnaður við losun hafta gæti verið ca. 40% af þjóðarframleiðslu!
AGS eins og kemur fram að ofan skv. tölum frá 2011 áætlaði kostnað á bilinu 30-45% af þjóðarframleiðslu. Ef við reiknum með því að skaflinn hafi stækkað 2012. En staðið í stað 2013.
Gæti miðtala verið 40%.
Augljóslega er ekki til gjaldeyrir til að hleypa svo miklu fé út - - sem er það sama og að segja, að það sé miklu mun minna virði - en gengisskráning dagsins í dag segir til um.
En ef höft væru losuð t.d. fljótlega, og sú gengisskráning birtist - - þá lækka lífskjör á landinu fremur duglega. A.m.k. um tíma, meðan féð er að streyma út - meðan að jafnvægi er aftur að komast á hagkerfið.
Síðan tæki nokkurn tíma a.m.k. fyrir kjörin að ná aftur ca. sömu stöðu.
-------------------------
Þegar maður fylgist með ummælum talsmanna Samtaka Iðnaðarins og Alþýðusambands Íslands, og fleiri aðila - m.a. verkalýðsforingja, talsmanna hagsmunasamtaka.
Þá virðist hvergi sjást í þeim ummælum, þó t.d. talsmenn SA og ASÍ reglulega nefni mikilvægi losunar hafta; viðurkenningu á því - að losun mundi líklega hafa í för með sér umtalsverðan kostnað í lífskjörum.
A.m.k. einhverja hríð, sem gæti mælst í árum. Á móti kemur, að Ísland mundi sennilega fá enn öflugari aukningu frá ferðamennsku. Og sennilega mundi ekki taka mörg ár fyrir lífskjör þau sem eru í dag að snúa til baka.
Þess í stað, eru allir að tala um - - lífskjaraaukningu strax!
Sem mér virðist að sé líklega ekki "compatible" við losun hafta í nálægri framtíð.
Ráðherrar ríkisstjórnar, taka undir þessa stefnu!
Þannig, að það er eins og að til staðar sé, þegjandi samþykki - um að halda höftum áfram um óákveðinn tíma. Sem eins og ég sagði, getur þítt til loka kjörtímabils.
Það er eins og það sé til staðar - - þagnarbindindi, þess efnis að nefna ekki - lífskjarakostnaðinn sem því mundi líklega læiklega fylgja, að losa höft.
Ég sé engan - þá meina ég engan meðal helstu hagsmunasamtaka né áhrifamikilla stjórnmálamanna, nefna þetta atriði.
Gengur það upp að halda höftum út kjörtímabilið?
Það gæti þannig séð - lafað. Ef hagvöxtur þetta ár og næstu 2 er 3%. Þá ætti lífeyriskerfið halda sjó, þ.e. ætti að finna fjárfestingartækifæri hér innanlands fyrir allt nýtt fé, þó áfram verði vandi með það fé sem var að safnast upp árin 2008-2012 þegar hagvöxtur var meðaltali mun minni en 3%.
En ef það koma upp ný vandræði í alþjóðahagkerfinu - - t.d. að evrukreppan versnar aftur, t.d. vegna þess að evrukerfið dettur í verðhjöðnun og S-Evr. dettur inn í versnandi hættuspíral.
Þá gæti Ísland lent í nýju efnahagsáfalli.
Það má einnig nefna Kína, en þar hafa verið vísbendingar um áhættu innan hagkerfisins, vísbendingar um það að mörg fyrirtæki þar séu yfirskuldsett, að líkur fari vaxandi á snarpri kreppu - þegar yfirskuldsett fyrirtæki mundu fara á hausinn að líkindum. Hagvöxtur í Kína gæti þá dottið niður í 2-3 ár. Áður en hann mundi líklega snúa við af krafti að nýju.
Þetta mundi einnig geta skapað efnahagsáfall hér - vegna mikilvægis kínv. hagkerfisins í dag.
- Það er einmitt punkturinn, að mál geta lafað meðan hagvöxtur helst nægur - - en kreppa eða ef hægir verulega á hagvexti að nýju.
- Gæti flýtt fyrir því að uppsöfnun skafls innan innlenda fjármálakerfisins, valdi krísuástandi í innanlandskerfinu.
Ef hagvöxtur helst góður út kjörtímabilið - - er hugsanlegt að ríkisstjórnin geti fylgt ráðleggingu AGS um það, að tappa smám saman af skaflinum.
En það verður mjög erfitt, ef hagvexti hnignar aftur!
- Það virðist vera draumurinn, að tappa hægt og rólega af skaflinum - - án þess að það verði neikvæð áhrif á lífskjör fyrir rest.
Þ.e. fræðilega mögulegt, að tappa af honum á nokkrum árum, ef hagvöxtur er nægur - - en þá grunar mig að hann þurfi í reynd að vera ívið betri en 3%. Svo að sjóðirnir geti farið að finna næg fjárfestingartækifæri hér innanlands, fyrir sinn uppsafnaða skafl.
Ríkisstjórnin þarf þá virkilega að hafa heppnina með sér - - ef hagvöxtur á að vera þetta góður þessi 3 ár.
Niðurstaða
Mér virðist að við verðum öll að leggjast á bæn um góðan hagvöxt í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu nk. ár. Svo að hagvöxtur á Íslandi geti verið nægur. Til þess að hér skapist nægur gjaldeyrir til að smá tappa af hinum uppsafnaða skafli - yfir nk. 3 ár.
Þ.e. þó augljós hætta á að hlutir fari ekki þetta vel - - þannig að áætlun um það að smá tappa af skaflinum, nái ekki að klára málið fyrir lok kjörtímabils.
Ef hagvöxtur fer niður fyrir 3%. Þá mun aftur fara að safnast að nýju upp skafl á vegum lífeyrissjóðanna. Þ.s. þá er innanlands hagkerfið ekki að standa undir þeirri ávöxtunarþörf er sjóðakerfið þarf þ.e. 3% raunávöxtun.
Þá auðvitað mun ganga mjög erfiðlega að hleypa fé sjóðanna út.
Það gæti skapast mjög áhugaverð umræða fyrir kosningarnar 2017. Ef höftin verða þá enn uppi.
Þeir sem halda því fram, að ESB muni redda þessu fyrir okkur. Bara ef við höldum áfram með umsóknarferlið að ESB - - gætu þá fengið umtalsverða áheyrn meðal þjóðarinnar.
Þó það sé öldungis órökrétt, að búast við því að aðildarþjóðir ESB séu til í að gefa okkur óinnfyllta ávísun.
Það gætu einnig komið þeir fram, sem muni benda á þ.s. lausn - - að taka þegar í stað einhliða upp annan gjaldmiðil. En það væri óskaplega áhættusöm aðgerð, að losa höftin með þeirri aðferð. Gæti tel ég leitt til allsherjar hruns í innanlandsfjármálakerfinu. Ásamt miklu verri útkomu fyrir lífskjör landsmanna, en ef við t.d. á morgun mundum losa höftin strax um leið og vísitalan væri fryst.
En þeir sem mundu trúa á þá leið, mundu halda því blákalt fram - að það eitt að skipta yfir í alþjóðlegan gjaldmiðil, mundi endurreisa trúverðugleika. Þó það standist í reynd ekki.
- Það er því nokkur áhætta sem ríkisstjórnin tekur fyrir framtíðina, með því að taka þ.s. kannski virðist hin smærri áhætta til skamms tíma, að losa ekki höftin í fyrri lestinni.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggfærslur 12. janúar 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar