Stefnir í framhald á últrahægum hagvexti á evrusvæði?

4. mánuðinn í röð heldur áfram uppsveifla svokallaðrar "pöntunarstjóravísitölu" þ.s. mælt er aukning eða minnkun pantana til helstu iðnfyrirtækja í Evrópusambands-aðildarríkjunum. Löndum þ.s. pantanir eru í aukningu hefur fjölgað - þannig að einungis Frakkland og Grikkland mælast enn í samdrætti í pöntunum til iðnfyrirtækja.

Ofan við 50 er aukning - neðan við 50 er samdráttur

Markit Eurozone Manufacturing PMI

Countries ranked by Manufacturing PMI ® : Aug.

  1. Netherlands 53.5 27 - month high
  2. Austria 52.0 18 - month high
  3. Ireland 52.0 9 - month high
  4. Germany 51.8 (flash 52.0 ) 25 - month high
  5. Italy 51.3 2 7 - month high
  6. Spain 51.1 29 - month high
  7. France 49.7 (flash 49.7 ) Unchanged
  8. Greec e 48.7 44 - month high

Það sem er áhugavert við þetta - er að hvergi er í reynd um kröftuga aukningu að ræða, meira að segja í Hollandi. En hollensk stjv. hljóta samt að gleðjast. Því Holland er búið að vera í efnahagssamdrætti nú í tæpt ár samfellt. 

Áhugavert að Frakkland er eina landið í samanburðarhópnum, þ.s. ekki mælist aukning milli mánaða.

Grikkland mælist enn í samdrætti, þó sá sé ekki mikill - en rétt að árétta að sá kemur ofan á samdrátt áranna á undan. Einhverntíma hlaut að hægja á honum a.m.k.

"Growth rates for production, new orders and new export business all accelerated to the fastest since May 2011, with back - to - back increases also signalled for each of these variables." 

Bestu tölur fyrir útflutning og aukningu pantana í iðnaði síðan í máí 2011.

"All of these nations also reported higher levels of new export business, with rates of increase hitting 28 - month highs in Italy and the Netherlands, a 32 - month record in Spain and a 29 - month high in Austria. German exports rose fo llowing five months of decline, while the rate of growth in Ireland held broadly steady at July’s seven - month peak."

Einungis í Frakklandi og Grikklandi var samdráttur í útflutningi, í öllum hinum löndunum í samanburðarhópnum var aukning í útflutningi í ágúst, þar af bestu tölur í rúm 2 ár á Ítalíu, Spáni, Hollandi og Austurríki.

Eins og ég sagði þó áðan, aukningin þó besta í þetta langan tíma, getur samt ekki talist - kröftug.

"Employment remained a weak point for the manufacturing sector in August, with job losses recorded for the nineteenth straight month. The pace of reduction was slightly faster than in July – mainly due to steeper rates of decline in Germany, Italy and Spain – but still weaker than the average for the current sequence of job shedding . Only Ireland reported an increase in staffing levels."

Áhugavert að störfum hélt samt áfram að fækka í iðnaði fyrir utan Írland. Fyrirtæki að leggja áherslu á það að auka skilvirkni - - sem væntanlega þíðir, að auka vinnuframlag hvers starfsmanns.

"Jobless recovery" eins og þ.e. kallað á ensku.

 

Niðurstaða

Þessar tölur ef pöntunarstjóravísitala fyrir þjónustugreinar sömu landa mun einnig mælast í sambærilegri aukningu, er þá "consistent" við mjög - mjög hægan hagvöxt á evrusvæði. Það er að sjálfsögðu ekki gleðiefni fyrir atvinnulausa. Því störfum er enn að fækka. Síðan þarf töluvert kröftugan hagvöxt í nokkur ár samfellt. Ef atvinnuleysi á að minnka að einhverju ráði. En það virðist harla ólíklegt að muni gerast.

Síðan að þó verið geti að evrusvæði nái að halda sér í últrahægum hagvexti, þá fylgir því ekki einungis áframhaldandi atvinnuleysi ca. í núverandi tölum, heldur að auki það að ólíklegt virðist að aðildarríki evrusvæðis, nálist það að vera fær um að standa undir sinum skuldum.

En þó svo að það hafi hægt á skuldaaukningu flestra landa, hefur hún ekki stöðvast. Og líklega dugar ekki hagvöxtur á bilinu 0,1-0,5% til að stöðva þá aukningu skulda.

Þannig að ef ekki næst að skapa kröftugari vöxt en þetta, þá mun ekki viðsnúningurinn sem nú er í gangi, duga til að forða fjölda aðildarlanda frá líklegu greiðsluþroti.

Fyrir utan, að ef það verður ekki nein umtalsverð fækkun atvinnulausra, þá heldur óánægja almennings enn að magnast. 

 

Kv.


Bloggfærslur 3. september 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 869809

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband