29.9.2013 | 21:53
1 sólarhringur eftir af fjármögnun bandaríska alríkisins!
Á miðnætti mánudaginn 30. september, hefst svokallað "shutdown" þegar rekstur alríkisins fer yfir í neyðarstjórnun. Þá verða allt að 1 milljón starfsmanna alríkisins "furloughed" þ.e. settir á launalaust leyfi. Til þess að spara rekstrarkostnað. Á meðan verður ríkið rekið - með lágmarksstarfslið.
Washington faces shutdown in budget stand-off
Capitol building eerily quiet as government shutdown nears
Eins og sakir standa, virðast verulegar líkur á því að "shutdown" hefjist, því miðað út frá útkomu sunnudagsins, er engan bilbug var að finna á þingmönnum beggja fylkinga.
Báðar ætlast til að hin fylkingin gefi eftir, og ásökunin flýgur á báða bóga, að hin fylkingin ætli að koma af stað neyðarástandi.
- "The last government shutdown ran from December 16, 1995, to January 6, 1996, and was the product of a budget battle between Democratic President Bill Clinton and Republicans, led by then-Speaker Newt Gingrich." - eða í 21 dag.
Eins og kemur fram, er þetta ekki í fyrsta sinn sem að alríkið fer í "shutdown."
Átök Clinton og Gingrich, voru heimsfræg - - sérstaklega tilraunir Gingrich til að rétta yfir Clinton út af Lewinsky málinu, þegar Clinton virðist hafa leitað á ungling. Það var út af meintri eða raunverulegri ósannsögli Clinton, í samhengi við hans samskipti við Lewinsky.
Átök Clinton og Gingrich virtust ákaflega persónuleg - - meðan að í dag, eru átökin ekki síst - hugmyndafræðileg. Þ.e. hægri Repúblikanar vilja minnka ríkið, eru algerlega andvígir "Obama-care" frumvarpinu, sem eykur þátttöku alríkisins í heilsufarsmálum þjóðarinnar, býr til nýtt alríkisprógramm.
Á að fækka þeim Bandaríkjamönnum, sem ekki hafa aðgang að heilsugæslu.
-----------------------------
Það eru ekki síst þau átök, þ.e. um "Obama-care" frumvarpið, sem komið er á lokapunkt, er tilbúið - Obama og Demókratar ætlast til, að þingið afgreiði það mál.
Sem gerir deiluna um svokallað skuldaþak - varasama.
En augljóst er, að hægri sinnaðir Repúblikanar eru að beita skuldaþaksmálinu fyrir sig, til þess að fella "Obama-care" frumvarpið eða a.m.k. - til að fresta málinu. Í von um að drepa það síðar.
Þess vegna samþykktu Repúblikanar á sunnudagsmorgun:
- "Republican-controlled House of Representatives voted to renew funding for the government until December 15,
- but maintained a tough line in tying the measure to a one-year delay in the healthcare law known as Obamacare. "
Akkúrat, á sama tíma liggur fyrir hótun Obama. Að beita neitunarvaldi á hvaða þá lausn, sem felur í sér það - að "Obama-care" sé tafið - fellt eða afgreitt án fjármögnunar.
Þetta var ekki það eina:
- "...the House also voted to repeal a medical device tax that would generate about $30 billion over 10 years to help fund the healthcare program."
Svo þeir einnig samþykktu, að hafna skatti - sem Demókratar vilja innleiða. Sem þátt í fjármögnun "Obama-care."
Að auki samþykkti meirihluti Repúblikana í Fulltrúadeildinni:
- "...the House unanimously approved a bill to keep paying U.S. soldiers in the event the government runs out of money October 1, the start of the new fiscal year."
Akkúrat - vísbending um það, að þeir reikni nú með því, að þetta "game of chicken" haldi áfram, eftir að "shutdown" er formlega hafið, á miðnætti nk. mánudag.
-----------------------------
Áhugavert að meirihluti Demókrata í Öldungadeildinni, ákvað að funda ekki á sunnudag. Svo fundað verður á morgun mánudag.
Þá má væntanlega reikna með því, að Demókrata - hafni útspili meirihluta Repúblikana í Fulltrúadeildinni.
Síðan standi mál þannig, á miðnætti á morgun mánudag.
- Þá hafa þingdeildirnar ca. tvær vikur til að deila, áður en ástandið fer að hafa alvarlegar afleiðingar.
" Failure to raise the $16.7 trillion debt ceiling by mid-October would force the United States to default on some payment obligations - an event that could cripple the U.S. economy and send shockwaves around the globe."
Ef Bandaríkin mundu ekki greiða af skuldbindingum sem falla á gjalddaga um miðjan október, þá veit í reynd enginn hvað gerist.
En "shutdown" hefur hingað til ekki verið tekið alla leið - að "tæknilegu" gjaldþroti.
En svo alvarleg virðast átök fylkinganna vera, að það má velta því fyrir sér - hvort slíkt gerist í þetta sinn.
En ef demókratar gefa eftir, verður það stór ósigur.
En undirbúningur fyrir "Obama-care" hefur tekið 3 ár.
Núna loksins er málið tilbúið - frágengið, bara að klára það með þinglegri meðferð. Repúblikanar bjóða frestun í 1 ár, sem er kannski ein fingurnögl í eftirgjöf eða hálf. En það er allt eins líklegt, að þeir endurtaki sama leikinn að ári.
Ég þori því ekki að spá því, á hvaða punkti verður gefið eftir - né, hvor muni gefa eftir.
Niðurstaða
Þó deilur um skuldaþakið hafi nú virst um nokkurt skeið í endurtekningu, án alvarlegra afleiðinga. Virðist deilan nú, enn bitrari en í fyrri 2. skiptin. Á milli Obama og Repúblikana. Ekki síst er það stóra málið, "Obama-care" sem Obama hyggst gera að sínu "legacy" eða bautasteini eða minnisvarða - um sína forsetatíð. Sem styr stendur um.
Og þ.e. einmitt vegna þess, hve báðir aðilar eru ákveðnir.
Að skuldaþaksdeilan virðist hættulegri nú, en í hin 2 skiptin.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.9.2013 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 29. september 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 869809
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar