23.8.2013 | 23:56
Hin endalausu vandræði Argentínu!
Rakst á þessa frétt á vef Financial Times: Argentina loses appeal of ruling forcing it to pay bondholders. En alla leið síðan í Argentína varð gjaldþrota kringum árið 2000, hefur Argentína staðið í deilum við sína kröfuhafa. Og margvíslegt vesen hefur fylgt þessu - - t.d. hafa kröfuhafar elt eignir argentínska ríkisins á röndum, sbr. fyrir nokkrum árum var skólaskip argentínska flotans haldið föstu í erlendri höfn er það var í kurteisisheimsókn og ég þekki ekki hvað varð um það skip fyrir rest, þetta hefur einnig komið fyrir ef argentínsk varðskip eitt eða tvö skipti sem hafa komið við í erlendum höfnum.
Ég held að eftir þetta hafi alfarið tekið fyrir siglingar skipa í eigu argentínska ríkisins út fyrir landsteina, nema til að heimsækja tiltekin lönd - eins og Venesúela eða Kúbu, þ.s. stjórnir hafa setið að völdum sem hafa þ.s. stefnu að hundsa slíkar beiðnir.
Hver eru vandræðin akkúrat?
Þröngur hópur kröfuhafa hefur neitað að taka sátt sem argentínska ríkisins náði við meirihluta kröfuhafa fyrir nokkrum árum - þetta er svokallað "voluntary agreement" og var gerður undir umsjá réttarkerfis New York borgar. Sem skírir af hverju kröfuhafar sem neita að taka sátt, hafa verið að sækja mál sín gegn argentínska ríkinu þar.
Slíkar "voluntary" sættir hafa byggst á þeirri hugmynd, að ef tilskilinn meirihluti kröfuhafa næst fram - - sem samþykkir sátt um greiðslur skulda, sá tilskildi meirihluti einmitt náðist fram.
Þá sé það ekki réttur annarra kröfuhafa að krefjast meira!
Þeir séu bundnir af meirihlutanum, þó þeir séu ósáttir.
En þröngur hópur kröfuhafa fyrir rúmu ári, náði fram dómsniðurstöðu í New York, þ.s. dómari úrskurðaði að Argentína ætti að greiða þeim sem neituðu að taka sátt þeirri sem meirihluti samþykkti - - í samræmi við þeirra kröfu á argentínska ríkið að fullu.
Með öðrum orðum, úrskurðaði að þeir fái sitt greitt upp í topp.
- Skv. úrskurði áfrýjunarréttar í New York, kemur fram í frétt - - tapaði argentínska ríkið málinu, og fyrri úrskurður undirréttar er staðfestur.
- En þ.s. málinu hefur verið vísað til Hæstaréttar Bandaríkjanna, þá er dómurinn ekki framkvæmdur - - heldur býður fullnusta útkomu æðsta dómsstigs Bandaríkjanna.
Þetta er í reynd ákaflega mikilvægt mál!
Málið er að ef þeir kröfuhafar sbr. "holdouts" sem neituðu sátt, fá sitt fram fyrir rest - að það verði að greiða þeim þeirra kröfu 100%. Með vöxtum og öllu.
Þá er búið alfarið að eyðileggja þessa aðferð, þ.e. "voluntary dept agreement" leiðina.
Og það getur skipt töluverðu máli fyrir framtíðina, því ef við horfum á heiminn í kring - - þá er afskaplega mikið af þjóðum þarna úti. Sem skulda hættulega mikið.
En engin sátt getur gengið upp, ef minnihlutinn getur alltaf neitað og þvingað sitt fram.
Þess vegna hefur Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, aðstoðað Argentínu í þessu máli í seinni tíð, vegna þess hve "monumental" að mikilvægi það allt í einu varð, er undirréttur í New York úrskurðaði minnihluta kröfuhafa í vil.
Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn hefur lýst yfir áhyggjum af þessu máli.
Niðurstaða
Það er alger grundvöllur "voluntary" sáttar sem leiðar til að endurskipuleggja skuldir ríkja, að slík sátt haldi þ.e. að tilskilinn meirihluti kröfuhafa bindi minnihlutann. Sannarlega virðist þeim sem eiga slíka skuld það ósanngjarnt að fá ekki greitt að fullu. En ef engin sátt er möguleg, þá verður skuldakreppan sú sem til staðar er í heiminum í dag. Jafnvel enn hættulegri en áður.
Ef mál eru þannig að aðilar elta ríki á röndum alveg án endimarka, þá verður mjög erfitt fyrir lönd að rísa aftur upp úr öskustónni.
En skuldir geta gengið kaupum og sölum, þannig að fræðilega er unnt að elda þá lönd næstu hundrað - tvö hundruð - þrjúhundruð árin.
Hættan er þá að þau lendi í endalausri mýri upplausnar og óstöðugleika, sem mundi valda alþjóðasamfélaginu ærnum kostnaði.
Kv.
23.8.2013 | 01:11
Eiturgasárás undirskorar hve stríðið í Sýrlandi er hræðilegt!
Flestir virðast telja að sýrlenski stjórnarherinn hafi framið hana. Nánast eina vörnin liggur í því, að eftirlitsaðilar frá Sameinuðu Þjóðunum voru á sama tíma á ferð um landið, m.a. til þess að rannsaka ásakanir um - eiturefnahernað. Og eins og utanríkisráðherra Rússlands komst að orði:
They think that Assad might be ugly but hes not crazy. To do such a sort of demonstrative attack while inspectors are there is really just an act of madness.
Það eru rök fyrir því að árásin geti hafa verið framkvæmd af einhverjum hópum uppreisnarmanna, það merkilega er - - að þ.e. alls ekki útilokað.
En á svæðinu eru í dag tveir hópar á vegum al-Qaeda, sem þekkt er að hafa ekki hinn minnsta vott af samvisku, og er trúlegt til alls.
Þó fleiri telji að aðilar á vegum Sýrlandsstjórnar hafi verið að verki, þó svo það virðist vægt sagt sérkennilegt, að framkvæma slíka árás - akkúrat þegar rannsóknarmenn á vegum SÞ eru í landinu.
Syrian Rebels, Supporters Demand Response to Gas Attack Claims
U.N. presses Syria to allow gas attack inspection
Obama faces growing calls to act over Syria gas attack allegations
France hints at use of force in Syria if chemical attack proved
Þrístingur á Obama að gera eitthvað?
- Laurent Fabius - "There would have to be reaction with force in Syria from the international community, but there is no question of sending troops on the ground,"
- "State Department spokeswoman Jen Psaki said the United States had not "conclusively" determined that chemical weapons were employed but that Obama had directed the U.S. intelligence community to urgently gather information to verify the reports from the Syrian opposition."
- "But another U.S. official said intelligence agencies were not given a deadline and would take the time needed to "reach a conclusion with confidence.""
- ""You don't want to lay down a red line and not enforce it," said Andrew Tabler, a Syria expert at the Washington Institute for Near East Policy, who called the Syria crisis the "biggest black mark" on Obama's foreign policy record."
- "Fred Hof, a former senior State Department adviser on Syria who is now at the Atlantic Council think tank, wrote on Thursday, "The Assad regime, Iran, its Lebanese militia, and Russia have taken the measure of the United States in the Syrian crisis and have concluded they can win.""
- ""It is long past time for the United States and our friends and allies to respond to Assad's continuing mass atrocities in Syria with decisive actions, including limited military strikes to degrade Assad's air power and ballistic missile capabilities," McCain, a harsh critic of Obama's Syria policy, said in a statement."
--------------------------------------------
Málið með Sýrlandsstríðið er - - að það er löngu hætt að vera "bara borgarastríð."
Þetta er angi af mun stærri átökum, eins og sjá má af stuðningi Írana og Rússa við ríkisstjórn Assads í Sýrlandi, síðan af ástæðum sem liggja ekki fyrir - - velur Kína einnig ásamt Rússlandi að hindra ályktanir í Öryggisráðinu - beint gegn Sýrlandsstjórn.
Á hinum kanntinum eru Arabafurstadæmin og konungsríkið við Persaflóa, sem dæla milljörðum dollara í stuðning við vopnaða andstöðu gegn Sýrlandsstjórn, ásamt vopnasendingum.
- Inni á milli eins og krækiber í helvíti - virkilega.
- Er sýrlenskur almenningur, sem ber vitni af því að þeirra lands er leiksoppur mun öflugari landa.
Þegar menn velta fyrir sér stríði, borgar sig að íhuga - - hversu stórt það mögulega getur orðið!
Sýrland er leiksoppur keppni um áhrif og völd í Miðausturlöndum milli Saudi Arabíu sem fer í fararbroddi arabaríkjanna við Persaflóa, sem í bandalagi reka fullt leynistríð við Íran.
Og Íran er þá megin mótherjinn - - andstæðingurinn, og Íran er stutt af Rússlandi og af einhverjum ótilteknum ástæðum, Kína.
Bandaríkin hafa verið væflast - hikandi í málinu, með volgan stuðning við Saudi Arabíu, án þess þó að vera til í að beita sér að nokkrum umtalsverðum krafti, til að styðja framtak Sauda í Sýrlandi.
Obama hefur heimilað CIA að dreifa vopnum til uppreisnarmanna, en þær vopnasendingar virðast þó dropi í hafið við hlið aðgerða Persaflóa-arabanna.
----------------------------------------
En hættan virðist augljós að ef Bandaríkin myndu senda her til Sýrlands, að snjóboltaáhrif gætu mögulega endað alla leið í styrjöld við Íran.
Sem sjálfsagt einhverjir myndu fagna, en þá erum við að tala um allsherjar styrjöld í Miðausturlöndum, þ.s. súnnítar og shítar væri að berjast um þau nánast öll, meðan að Bandaríkin væru þá með her sem berðist við hlið súnníta ríkjanna og leitaðist við að sækja inn í Íran - - í gegnum fjallgarðana í því landi.
Íran er ákaflega fjöllótt - - eins og sést á mynd.
Á myndinni sést vel, að Írak er stórum hluta láglendi - sléttlendi. En Íran nærri því allt hálendi.
Teheran er síðan á hásléttu í miðju landi, þangað þarf að sækja í gegnum röð af fjallagörðum.
Íran væri því alger martröð heim að sækja, og þar er nóg af frábærum stöðum til varnar fyrir fjölmennt varnarlið.
----------------------------------------
Svo þarf vart að taka fram að stríðið ef það snjóboltaðist alla leið í bein átök við Íran.
Þá hefði það líklega ákaflega slæm áhrif á olíuverð í heiminum.
Ofurhátt olíuverð örugglega mundi endurræsa heimskreppuna.
Með það í huga að efnahagsleg staða Bandaríkjanna er ekki sterk þessa dagana, skuldastaða óþægileg, stríðskostnaður mundi vera stjarnfræðilegur - - á sama tíma og Kína er að eflast.
En útkoman gæti mjög vel veikt Bandaríkin alvarlega, einmitt þegar Kína er að sækja í sig veðrið.
- Jafnvel þó að Bandaríkin næðu fram hernaðarsigri.
- Gætu þau orðið fyrir miklum "strategískum" ósigri, ef efnahagsleg staða þeirra ásamt skuldastöðu versnar það mikið, að Kína nær að auka áhrif sín umtalsvert á þeirra kostnað.
----------------------------------------
Síðan er afskaplega líklegt að slíkt stríð mundi leiða til átaka nánast án enda!
Það væri jafnvel enginn raunhæfur hernaðarsigur í sjónmáli, en stríðið væri samt að veikja efnahag Bandar. og samtímis að veikja stöðu þeirra gagnvart hinum rísandi keppinaut.
Niðurstaða
Málið er að varfærni Obama er ákaflega rökrétt. Staða Bandaríkjanna er veikari nú en hún hefur nokkru sinni verið síðan fyrir Seinna Stríð. Þetta er stórum hluta vegna veikrar efnahagsstöðu ásamt óþægilegri skuldastöðu.
Hættan er veruleg á því, að enn eitt kostnaðarsama stríðið, veiki Bandaríkin heilt yfir - enn frekar. Þ.e. stíðskotnaður geri skuldastöðuna enn verri, og þar með veiki framtíðargetu þeirra til að standa uppi í hárinu á rísandi veldinu í Asíu.
Ég held að Bandaríkin þurfi að gæta sín, þeirra staða er enn hernaðarlega séð miklu mun sterkari en Kína, en þ.e. staða sem er ekki meitluð í stein.
Ef skuldastaðan versnar enn frekar, munu Bandaríkin þurfa að minnka enn frekar en þau þegar eru að gera hernaðarútgjöld, og það þá flýtir fyrir því að Kína nái að jafna þann aðstöðumun sem enn er til staðar. Sá er verulegur ennþá, en ef Bandar. eru að leggja heilu flotadeildunum, á meðan að Kína er að stækka við sig - - þá dregur saman hraðar en ella, augljóslega.
Og auðvitað, ef Bandar. lenda í mjög dýru stríði, gæti höggið sem fylgdi á eftir hvað útgjöld varðar, orðið töluvert mikið - - þ.e. ekki bara flotadeildir aflagðar heldur heilu flotarnir. Þá minnkar bilið hratt.
Síðan má vel vera að stríð mundi verða alfarið án verulegs árangurs sbr. þau endalok sem stríðið í Afganistan stefnir, stríð án augljóss enda þangað til Bandaríkin leggja niður skottið og hætta.
Svo má ekki gleyma, að stækkun stríðsins í Sýrlandi, víkkunn til fleiri landa, mundi að sjálfsögðu leiða til útvíkkunar mannfalls meðal almennra borgara sem og útvíkkunar flóttamannavanda.
- Punkturinn er þá sá, að þó svo að Sýrlandsstríðið sé ákaflega hræðilegt.
- Virðist fátt benda til þess að það sé góð hugmynd fyrir Bandaríkin, að hefja beina þátttöku í því stríði.
- Jafnvel séð frá mannúðarsjónarmiði, væri hættan frekar á þann veg að gera íllt verra, en til þess að bæta ástandið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 23. ágúst 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar