18.8.2013 | 15:49
Það tekur gjarnan þjóðfélög langan tíma að læra á lýðræði!
Það er vinsæl kenning að lýðræði sé ekki mögulegt í ríkjum múslíma, nema að Íslam sé með einhverjum hætti haldið til hliðar - - íslamistaflokka verði því að takmarka eða halda fyrir utan.
- Það sem menn þurfa að muna er að - lýðræði er ekki auðvelt.
- Það krefst þess að almennt samkomulag sé meðal íbúa um það að leysa ágreining lýðræðislega.
- Sem krefst þess, að til staðar sé lágmarks virðing fyrir skoðunum hinna.
- Og þá að auki, að bæði stjórnendur og andstaða sýni hana í verki.
Ef við íhugum sögu 20. aldar, þá ættu flesti komnir á miðjan aldur eða yfir, að muna eftir fjölda dæma þess bæði í Afríku og Suður sem og Mið Ameríku, að lýðræðislega kjörinni stjórn sé ýtt til hliðar í byltingu hersins.
Lýðræði virkar illa ef gagnkvæmur skilningur hópa er ekki fyrir hendi, né virðing.
Þá er hættan einmitt sú, að þeir sem komast til valda - hugsi eingöngu um hagsmuni þess hóps sem kaus þá til valda.
Saga 20. aldar sýnir að ef hópur nær slíku taki á valdstólum í gegnum kosningakerfi, og lætur alfarið vera að taka tillit til hagsmuna annarra innan þjóðfélagsins.
Þá virðist sterk freisting þeirra sem urðu undir í kjörklefanum, og sjá jafnvel litlar líkur á að verða ofan á þar, að kalla til herinn og styðja byltingu hans og valdatöku.
Síðan sýnir saga 20. aldar, í löndum þ.s. gagnkvæma virðingu hópa skortir, að í slíkum tilvikum - tekur sá hópur sem þannig gerir bandalag við herinn - einmitt upp iðju þess hóps sem sá hópur hataði; ég á við, þá iðju að hlaða undir eigin stuðningsmenn og varpa alfarið fyrir róða hagsmunum þess hóps sem hafði betur í kjörklefanum.
Í nokkrum löndum, í Afríku og Ameríku, áttu sér stað her-byltingar ofan í her-byltingar.
Þ.e. hóparnir fóru í það far, að taka völdin til skiptis - - til þess að maka krókinn, það var alltaf þannig að hópurinn sem náði völdum hlóð undir eigin stuðningsmenn og þeir sem urðu undir töpuðu miklu.
En það áttu sér einnig stað tilvik, þ.s. lýðræðisskipulag var endurreist eftir einhver ár af herstjórn, t.d. í Brasilíu - Chile - Í Nígeríu voru nokkrar lýðræðistilraunir gerðar, en þar voru einnig þess á milli ákaflega "repressive" herforingjastjórnir.
Meðan hópar samfélagsins voru ekki búnir að læra gagnkvæma virðingu fyrir hagsmunum og skoðunum hvers annars.
Þá höfðu ríkisstjórnirnar hvort sem þær voru með lýðræðislegu ívafi eða voru herforingja, þá tilhneigingu - að sinna nær eingöngu hagsmunum síns stuðningshóps.
Þær voru gjarnan ákaflega spilltar líka, vegna þess að ekki var horft á heildarhagmuni, heldur eingöngu á hagsmuni valdahópsins.
Sjá lista Wikipedia.org yfir herforingjabyltingar í heiminum á mismunandi tímum!
- Mig rámar að í Bólivíu hafi þetta verið röð einræðisherra, sem alltaf réðu sjálfan sig til lífstíðar, þeim var eins og mafíósa"bossum" skipt út með þeim hætti, að bossinn var drepinn og hans næstu lykilmenn - annar hópur herforingja tók völdin og foringi þess hóps varð næsti boss.
- Valdaskipti voru sem sagt, með byltingum.
Egyptaland virðist mér geta farið 2-vegu!
Sættir virðist mér minnst líklega útkoman, svo ég vík þeirri útkomu til hliðar.
Hinar tvær eru - borgarastríð eða lögregluríki.
Hvort verður ofan á fer þá eftir því hvort herforingjaklíkan sem náð hefur völdum, hefur getu til þess að berja andstöðu Bræðralags Múslima niður, og koma á "repressive police state."
Með öðrum orðum, hvort að Bræðralagið hefur nægan styrk eða nægan fjölda að baki sér, til að halda áfram að standa uppi í hárinu á herforingjunum og þeim hluta þjóðfélagsins sem styður þá.
Í seinna tilvikinu, yrði þróun í átt að borgarastyrjöld líklega ofan á.
Væntanlega láta herforingjarnir af hótun sinni, að banna Bræðralagið, og því handtaka meðlimi þess eða dreifa þeim með ýtrustu hörku, hvar sem þeir leitast við að safna saman.
Það mundi þíða - Pinochet stíl "skítugt stríð" þ.s. eins og í Chile gæti vel verið að yfir 100þ. láti lífið, eða þ.e. unnt að bera þetta saman við byltingu herforingja í Alsír fyrir allnokkrum árum síðan, eftir að kosningaúrslit leiddu fram sigur íslamista flokks.
Í Alsír var andstaðan öflug og skærustríð stóð í nokkur ár. En herforingjunum fyrir rest tókst að lama að mestu hreyfinguna sem barðist á móti.
Það er engin leið að segja til um það algerlega með vissu - en Bræðralagið er hreyfing með nærri 100 ara sögu í Egyptalandi, voru lengi í andstöðu við hernám Breta, það virðist hafa þróað það módel sem síðan margar aðrar hreyfingar íslamista hafa apað eftir - - þ.e. að vera "all encompassing" eða með öðrum orðum.
Þeir bjóða fylgismönnum upp á algera tilvist frá vöggu til grafar, þ.e. halda uppi barnafræðslu, heilsugæslu, aðstoð við aldraða meðlimi, reka einnig skóla með sterku trúarlegu ívafi fyrir lengra komna nemendur.
- Þetta þíðir auðvitað að hreyfing af þessu tagi hefur gríðarlegt fylgi meðal fátækra.
- Í landi þ.s. aðstoð við þá sem minna mega sín af hálfu ríkis og sveitafélaga er í skötulíki.
Af þessu leiðir að sjálfsögðu, í landi þ.s. fátækir eru svo rosalega margir - - að grunnur fylgis Bræðralagsins er mjög sterkur.
En sama skapi frekar einskorðaður við þá sem minna mega sín. Fólk sem á þá gjarnan allt sitt að þakka Bræðralaginu.
Og því líklega til að vera fremur viljugt til að láta lífið í baráttu fyrir þess hönd.
----------------------------------------
Sem dæmi um hópa sem hafa afritað aðferðir Bræðralagsins nefni ég Hamas og Hesbollah, önnur er hreyfing sem er súnní íslam hin er shia íslam.
En sömu aðferðirnar virka fyrir báðar, og framkalla í báðum tilvikum mjög sterka stöðu hópsins meðal fylgismanna.
Ólíkt Hamas og Hesbolla hefur Bræðralagið hingað til ekki haft - - eigin her.
Haft hernaðararm - - en það getur breyst ef átökin í Egyptalandi halda áfram að magnast.
En skipulag Bræðralagsins gerir það ákaflega "resilient" þ.e. þú útrýmir slíkri fjöldahreyfingu ekki auðveldlega.
Ísrael t.d. komst að þessu á 9. áratugnum, þegar Hesbolla efldist sem andstöðuhreyfing shía múslíma í Líbanon gegn hernámi Ísraels á þeim áratug, og alveg sama hve hart Ísraels her beitti sér gegn Hesbolla, og trúið mér - - þeir virkilega beittu hörku.
Þá hélt Hesbolla áfram að styrkjast, þeir eru í nákvæmlega sömu vandræðum með Hamas hreyfingu súnni múslíma í "landinu helga" eða nánar tiltekið á svokölluðu Gaza svæði, þeir geta ekki útrýmt hreyfingunni og ef e-h er, hún eflist við andstreymið.
----------------------------------------
Hafandi í huga hve illa Ísraelsher hefur gengið með það verkefni að brjóta niður tvær öflugar hreyfingar sem hafa afritað starfsaðferðir þær sem Bræðralagið upphaflega fann upp.
Þá í reynd held ég ekki að herforingjunum í Egyptalandi muni ganga neitt betur með sitt verkefni, að brjóta Bræðralagið á bak aftur með dæmigerðum tækjum lögregluríkis í anda Pinochet.
- Ég á því frekar von á því, að við taki mjög raunverulegt borgarastríð með mjög miklu manntjóni.
Ég held að þeir muni þó gera tilraun með lögregluríkis aðferðina, eins og Ísrael reyndi og hefur reynt, muni reyna að brjóta Bræðralagið niður með aðgerðum lögreglu og hers.
Sennilega felur það í sér, að þeir koma sér upp fjölmennum fangabúðum - - þ.s. fylgismönnum verður haldið þúsundum saman jafnvel hundruð þúsundum saman.
Á meðan, smám saman verður Bræðralagið líkara hreyfingum íslamista sem hafa hernaðararm, og Bræðralagið muni þróa slíkan - - og verða því líkari en þ.e. í dag Hesbolla og Hamas.
Þó að Bræðralagið hafi fram að þessu gert sér far um að vera hófsamari en þær hreyfingar.
Muni stríð stjórnvalda gagnvart hreyfingunni, neyða hana til þess að gerast róttækari.
Niðurstaða
Ég minni fólk á að í mörgum ríkjum sem í dag eru stöðug lýðræðisríki þá hefur gengið á ýmsu í fyrri tíð. Lönd verða ekki endilega velheppnuð lýðræðisríki í fyrstu tilraun. Á hinn bóginn, eru samfélög sem gera slíka tilraun einnig misjafnlega mikið klofin í fylkingar áður en tilraun til lýðræðis er gerð. Það eru sannarlega til dæmi þ.s. mjög hæfum stjórnendum tókst að leiða samfélög sín framhjá hindrunum. En það eru ekki öll samfélög svo heppin að fá góða stjórnendur á réttu augnabliki. Algengara reyndar er að þau séu ekki það heppin, það eiginlega sýnir saga 20. aldar þ.s. í fjölda ríkja var spilltum og gagnslitlum lýðræðislega kjörnum stjórnum skipt út fyrir a.m.k. eins spilltar herforingjastjórnir og litlu eða engu skilvirkari, oft enn spilltari og lélegri.
Í nokkrum löndum á 20. öld hafa verið borgarastríð, sem tóku enda fyrir einhverja rest eftir mikið manntjón og eyðileggingu. Stundum náðist einhvers konar sátt. En það eru einnig tilvik þ.s. borgarstríð endaði með fullum sigri annars hópsins t.d. Angola þ.s. enn gríðarlega spillt minnihlutastjórn.
Ég bendi á þessa sögu, því að þ.e. eins og fólk muni ekki eftir henni - þegar það heldur því fram að lýðræði geti ekki virkað í löndum múslíma.
- Vandinn við lýðræði er að það krefst - samfélagssáttmála.
- Sem inniheldur leikreglur sem almenn sátt er um, og hópar hafa samþykkt að fara eftir.
- Án slíks, getur það ekki virkað nema í besta falli illa.
Þetta er ekki spurning um íslam eða ekki, í mörgum löndum tók langan tíma að skapa þann samfélagssáttmála, sem í dag er sátt um.
Sérstaklega í stórum klofnum samfélögum er það einfaldlega ekki auðvelt.
Langt í frá sjálfsagt að það takist að mynda slíkan.
Egyptaland hefði þurft að hafa sannkallaðan snilling við völd, og þó slíkur hefði verið til staðar, mundi hann ekki hafa átt auðvelt með að leiða landið framhjá hindrunum. Því miður var Morsi ekki snillingur. Heldur dæmi um marga þá misheppnuðu stjórnendur sem síðan var steypt.
Sem þíðir ekki að hann geti ekki orðið mikilvægt tákn í þeim hildarleik sem landið hans líklega er á leið inn í - sjá grein í Foreign Policy eftir Tawakkol Karman, en það má segja að hún líti Bræðralagið og Morsi töluvert öðrum augum en stuðningsmenn herforingjanna í Egyptalandi, þ.e. ekki ólíklegt að leitast verði við að dírlingsvæða hann og ef hann er drepinn af yfirvöldum verður hann að píslarvætti:
Morsy Is the Arab World's Mandela
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.8.2013 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.8.2013 | 02:05
Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið!
Skv. mjög áhugaverðri fréttaskýringu Wall Street Journal, eru engar vísbendingar þess að fylgismenn Bræðralags Múslíma sem leituðu skjóls í al Fatah moskunni í Kæró - hafi haft vopn um hönd. En skv. því sem herstjórnin heldur fram, þá hafi öryggissveitir hafið skothríð sem svar við skotum sem hleypt hafi verið af, af þeim sem voru staddir inni í moskunni.
Egypt Mosque Standoff Ends Amid Gunfire
"Reporters inside the mosque, however, said they didn't see any arms there, where supporters of the Brotherhood-led Anti-Coup Alliance were holed up."
Það áhugaverða er, að herstjórnin virðist efast um eigin styrk - - því hún hvetur landsmenn til að mynda sjálfsvarnarsveitir, og koma stjórninni til aðstoðar.
Hún með öðrum orðum, hvetur stuðningsmenn stjórnarinnar og þá hópa sem hata Bræðralagið, til að skipuleggja sig og standa með öryggissveitunum - í baráttu stjórnarinnar gegn Bræðralaginu.
Þegar hefur WSJ sagt frá því, að nokkur fjöldi hverfa í Kæró hafi verið girt af, og settir upp vegatálmar - - og hópar skipulagðir af íbúum sem tilheyra hópum andstæðir Bræðralaginu hafi verið að stöðva bíla og leita í þeim, og á fólki sem hefur ætlað inn í þeirra hverfi.
Að sögn, í leit að hryðjuverkamönnum - - sem er orðalagið sem stjórnvöld nota nú um fylgismenn Bræðralagsins.
Það eru sem sagt skipulagðar ofsóknir, og stjórnvöld eru að hvetja íbúa til þátttöku.
"As antigovernment protesters and international journalists fled the mosque they were violently beaten by civilian groups, known as popular committees." - ""We need more support from the Egyptian people to avoid any mistakes while we secure [government] facilities and churches," the spokesman for the prime minister said in televised remarks Saturday afternoon"
-----------------------------------
Þetta minnir mann á margt af því ljótasta sem átt hefur sér stað - munið eftir Júgóslavíu, þegar hatursvírusinn varð til þess að menn réðust á nágranna sína og drápu?
Eða í Afríku skipuleg morð í Rúanda á svokölluðu Tútsí fólki, og stjórnvöld í Rúanda sem þá voru skipuð hinum svokallaða Hútú hópi eða þjóðflokki, hvatti eigið fólk til að rísa upp og drepa alla Tútsa hvar sem til þeirra sást.
Það er ekki enn að því er sést verður verið að hvetja íbúa til að - drepa.
En það virðist vart nema stigsmunur þar á milli, og þess ástand sem nú er til staðar.
Síðan virðist Egyptaland vera að verða hættulegt fyrir erlenda blaðamenn!
Egypt Rebukes Foreign Press for 'Biased' Coverage
Skv. þesari frétt er nú fjöldi dæma þess að þeir hópar "stuðningsmanna" stjórnarinnar meðal almennings, sem hafa verið að skipuleggja sig að hvatningu herstjórnarinnar. Hafi haldið einstökum erlendum blaðamönnum um tíma - stolið tækum þeirra. Jafnvel barið þá í tilvikum.
En fjölmiðlar sem styðja stjórnvöld, og stjórnvöld sjálf - hafa verið að kvarta yfir "ósanngjarnri" fréttamennsku erlendra fjölmiðla.
Sem sannarlega hafa verið gagnrýnir á aðferðir herstjórnarinnar, og að auki viðbrögð erlendra ríkja.
Þetta virðist vera að valda því, að greinlega andar köldu nú gagnvart erlendum blaðamönnum, nokkur dæmi eru nú um það að erlendir fjölmiðlamenn hafi látið lífið í róstunum - - og enginn veit akkúrat hver drap.
En þ.e. engin leið að sjá - að fylgismenn Bræðralagsins hefðu hag af því að vega að blaðamönnum, en ef e-h er, er það helsta von þeirra að áfram sé sagt frá því hvað er að gerast.
En aftur á móti getur vel verið, að stjórnvöldum standi ógn af "réttri fréttamennsku" sem birtir frásagnir, sem ekki passa við opinberar skýringar og þann áróður sem haldið er frammi.
Niðurstaða
Ég hef áður sagt að mér líst afskaplega ílla á þessa þróun. En þegar stjórnvöld hvetja landsmenn sem styðja þá, til að rísa upp hlið við hlið með öryggissveitunum. Þá virkilega boðar það ekki gott.
En hópar "vigilantes" hafa í borgarstríðum oft framið mjög mikið af hatursglæpum, t.d. í Mið Ameríku. En þar óðu uppi margíslegir sjálfskipaðir hópar - sem stunduðu morð á andstæðingum ríkjandi stjórnvalda. Þeir voru einnig mjög stórtækir í morðum Hútúa á Tútsum í Rúanda.
Mér virðist það því ógnvænlegt þegar herstjórnin hvetur eigin landsmenn að rísa upp sér við hlið - - og meðan að ríkisfjölmiðlarnir lísa andstæðingunum sem - - hryðjuverkamönnum eða glæpamönnum, og segja stjórnina í harðri baráttu við öfl sem ógni allri þjóðinni.
Ríkisfjölmiðlarnir virðast í þaulskipulagrði hatursherferð gegn fylgismönnum Bræðralagsins sbr. Wall Street Journal.
Ég óttast að það sé skammt í að þessir "vigilanta" hópar sem eru að skipuleggja sig að hvatningu stjórnvalda, fari að endurtaka sambærilega hegðan við það sem sást í Mið Ameríku í borgarastríðunum þar eða í Júgóslavíu stríðinu eða í Rúanda.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 18. ágúst 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar