15.8.2013 | 22:00
Geta vesturlanda til að hafa áhrif á atburðarásina í Miðausturlöndum virðist hverfandi
Það sem ef til vill er áhugaverðast við atburðarás undanfarinna vikna er að Evrópa og Bandaríkin virðast nær engin áhrif hafa á rás atburða. En skv. Reuters hafa Arabaríkin á Persaflóasvæðinu lofað Abdel Fattah al-Sisi hershöfðingja, manninum sem fer með öll raunveruleg völd í Egyptalandi þessa stundina - - hvorki meira né minna en 12ma.$ efnahagsaðstoð fyrir að hafa velt um koll ríkisstjórn Bræðralags Múslima.
Þannig að þó svo að Obama mundi hætta 1,5ma.$ hernaðaraðstoð, mundi það nær engu máli skipta.
Ég held að þetta segi eitthvað um það, hverjir það eru sem ráða för - - en hin ofsalega auðugu olíuríku furstadæmi við Persaflóa eru að ausa peningum hægri og vinstri.
Fyrir utan að því er virðist - að fjármagna gagnbyltingu hersins í Egyptalandi, fjármagna þau skæruliðastríð gegn ríkisstjórn Asads í Sýrlandi.
Og að auki virðist sem að þau séu farin að fjármagna andstöðu súnní múslíma innan Íraks, en skv. fréttum létu yfir 1000 manns lífið í Írak í júlí sl. eða föstumánuðinum Ramadan.
En meðan að olíuríku furstadæmin - berjast í annan stað gegn lýðræðisvakningunni sem tengd var svokölluðu "arabísku sumri" þá samtímis eiga þau í mjög hörðu leynistríði við Íran.
Sem teygir sig um nær öll Miðausturlönd, með hápunkt þessa stundina í Sýrlandi þ.s. Persaflóaarabarnir og Íran styðja sitt hvora fylkinguna - - að endurræsa borgarastríðið í Írak væri þá aðgerð í því samhengi þ.e. til að veikja stöðu Írans. En núverandi stjórn meirihluta shíta í Írak fylgir Íran að málum og fregnir hafa borist af því að róttækir íraskir shítar séu farnir að streyma til Sýrlands til að berjast við hlið sýrlenskra stjv. gegn sýrlenskum súnnítum. Krókur á móti bragði á aröbunum við flóann er þá að fjármagna nýja uppreisn súnníta í Írak - til að stöðva það flæði shíta til Sýrlands.
Reuters - Powerless West gropes for way to sway Egypt
CNN - Bombings, bloodshed mar end of Ramadan in Iraq
Staðan gæti orðið svo slæm að það verði 4 borgarastríð samtímis!
Það er erfitt að ímynda sér annað en að mannfall annaðhvort yfir 500 eða yfir 1000 - eftir því hvort maður miðar v. tölur herstjórnarinnar í Egyptalandi eða Bræðralags Múslíma; leiði til alvarlegra átaka milli stjórnvalda og hins mikla fjölda landsmanna sem taka íslam alvarlega.
Miðað við talsmenn stjórnvalda, sem tala á þá lund að atburðir undanfarinna daga hafi sannað að Bræðralag Múslíma séu hryðjuverkasamtök - - sem þíðir að stjórnin er að lýsa milljónir Egypta sem eru meðlimir Bræðralagsins hryðjuverkamenn; þá virðist fátt benda til þess að stjórnin hætti á næstunni aðgerðum beint að því að lama sem mest hún má starfsemi þess.
Á sama tíma, eru meðlimir samtakanna í sárum og reiðin skiljanlega mjög mikil, og líkindi þess að átök harðni stig af stigi - virðast yfirgnæfandi.
Með öðrum orðum, virðist flest benda til hraðrar stigmögnunar í átt að fullu borgarastríði.
Og það verður svakalega hræðilegt, því þetta er fjölmennasta landið á ölu svæðinu með 84 milljón íbúa, svo við erum að tala um flóttamannavanda sem getur fljótt orðið margfaldur á við flóttamannavandann út af stríðinu í Sýrlandi.
En þaðan hafa þegar um milljón manns flúið til nágrannalanda - - það gætu hæglega 4 - 5 - 6 milljónir eða jafnvel 10 milljónir flosnað upp og flúið til nágrannalanda Egyptalands.
Og þ.e. ekki neitt - virkilega ekki neitt, sem vesturlönd geta gert annað en að horfa á með skelfingu.
-------------------------------------------
4. borgarastríðið sem stór hætta er á, er Líbanon en aðstoð Hesbollah samtaka líbanskra shíta við Sýrlandsher innan Sýrlands, hefur æst upp hatur milli hópa innan Líbanon en þar eru bæði kristnir og súnníta múslímar einnig fjölmennir.
Átök geta gosið upp þá og þegar.
Ég gæti vel trúað flóa aröbunum til að fjármagna andstæðinga Hesbollah innan Líbanon.
- Með öðrum orðum - - ástandið í Miðausturlöndum.
- Gæti orðið eins slæmt og í Afríku sunnanverðri í kalda stríðinu þegar það voru borgarastríð samtímis í Angóla, Simbabve, Mósambík og Namibíu - - milljónir létust allt í allt í þeim átökum.
Niðurstaða
Það virðist virkilega vera fjandinn laus í Miðausturlöndum. Það eina sem vantar er stríð milli herja einstakra landa. Ég á ekki von á því endilega. En kalda stríðið milli Írans og Persa-flóa Arabanna virðist háð af í engu minna miskunnarleysi en kalda stríðið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna - sem beittu fyrir sig hópum innan fjölda þjóða þ.s. voru háð borgarastríð. Þau stóðu yfir samfellt þangað til að Kaldastríðið hætti - þ.e. bæði í Afríku og Mið Ameríku. En það merkilega er að öll þau stríð hættu eftir að Kaldastríðinu lauk og það voru ekki lengur utanaðkomandi aðilar til staðar til að fjármagna þau stríð og senda stríðandi fylkingum vopn.
Flóa Arabarnir virðast einnig hafa ákveðið að fjármagna gagnbyltingu egypska hersins. En þeim er í nöp við lýðræðisskipulag en þeim löndum er öllum stjórnað af einvalds furstum eða kóngum, mjög gamaldags þannig séð. En þær valdaættir ætla sér að halda í völdin.
Á meðan virðast vesturlönd þar á meðal Bandaríkin, komin í hlutverk áhrifalítilla áhorfenda.
En meðan að þorstinn í olíu heldur áfram, hafa flóa Arabarnir næga peninga - - og það hafa Íranir einnig.
Fátt bendir til að sú peningalind þverri í bráð.
Þessi átök geta því staðið lengi - kannski eins lengi og Kaldastríðið.
Fórnarlömb verða fjölmörg, hundruð þúsundir alveg pottþétt - kannski milljónir. Flóttamannavandi hrikalegur í stíl við mannfallið.
Heilu kynslóðirnar geta alist upp í flóttamannabúðum, og það nánast eina sem vesturlönd líklega geta gert, er að undirbúa sig fyrir þann flóttamannavanda.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 17.8.2013 kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Bloggfærslur 15. ágúst 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar