Átti Ísland að veita Snowden hæli?

Sumir setja málið með mjög einföldum hætti fram, að Íslendingar eigi að standa með "réttlæti" - Snowden standi frammi fyrir hættu á dauðarefsingu sem sé mannvonska eða villimennska, hann hafi að auki með gerðum sínum, gert mannkyni öllu greiða þar með okkur. Með því að veita honum hæli, stæðum við með réttlæti gegn ranglæti, gegn mannvonsku - verðlaunuðum að auki hans greiðasemi við alla.

  • En það eru mun fleiri sjónarmið sem máli skipta, eins og hverjar væru afleiðingar þess að veita honum hæli fyrir Ísland og Íslendinga?
  • Íslendingar hafa sannarlega stöku sinnum tekið áhættu í deilum við aðrar þjóðir, en í öllum tilvikum hefur legið undir - barátta fyrir lífskjörum allra landsmanna.

Rétt er að halda til haga, að í deilum við Breta um fiskveiðar við landið, þá er vitað að Bandaríkin héldu aftur af Bretum, þannig að þeir t.d. sökktu ekki varðskipum okkar með sprengikúlnahríð á nokkrum mínútum. Þeir voru beittir þrýstingi Bandaríkjanna, um að beita engum vopnum - sem þeir gerðu ekki. Þannig voru þeir reynd í þorskastríðunum með hendur fyrir aftan bak.

Við höfum aldrei raunverulega deilt við Bandaríkin, ég kalla það ekki deilu þegar þeir kvöddu herinn heim, enda augljóst aldrei á okkar valdi að halda þeim hér er þeir lengur vildu ekki hafa sinn her hérna.

Þau hafa í fjölda tilvika - sýnt okkur velvilja:

  1. Ísland fékk að vera hluti af Marshall áætlun Bandaríkjanna fyrir Evrópu, þó hér hefði ekki verið neitt tjón á landi af völdum stríðsins - - en Ísland var enn ákaflega fátækt á þeim árum og vanþróað á margan hátt. Eiginlega var þetta "þróunaraðstoð."
  2. Eftir að Marshall aðstoð lauk formlega, fengu nokkur ríki aðstoð áfram - þar á meðal Ísland. Ég er að tala um gjaffé ekki lán. T.d. var Sementsverksmiðjan á Akranesi byggð fyrir bandar. gjafpeninga á þeim árum. Þessari aðstoð lauk á 8. áratugnum. Þegar Ísland var ekki lengur talið vera "þróunarland."
  3. Ekki gleyma þeim tilvikum sem þrýstingur hefur verið af hálfu umhverfissamtaka í Bandaríkjunum, um það að setja á Ísland viðskiptabann vegna hvalveiða. Sem alltaf hefur fram að þessu verið hafnað af bandar. stjv.

Við þekkjum þau ríki sem njóta íllvilja Bandaríkjanna:

  1. Íran er þar framarlega í flokki. Ein þyngsta refsingin sem Bandaríkin beita. Er bann við því að fyrirtæki sem starfa í Bandaríkjunum, þar á meðal bankar. Eigi viðskipti við Íran. Hafið í huga, þetta á við fyrirtæki sem starfa innan lögsögu Bandar., þar á meðal fyrirtæki í erlendri eigu.
  2. Það þíðir í reynd, að fyrirtæki sem verslar við Íran, má ekki eiga nokkra starfsemi innan Bandaríkjanna, þar á meðal bankar. Þetta bann nær yfir erlend fyrirtæki, þannig að þeim er þá bannað að eiga í fyrirtækjum sem starfa innan Bandar. eða reka útstöðvar í Bandar., ef þau eiga viðskipti v. Íran.
  3. Það er ekki bara það, heldur er einnig auki er fyrirtækjum starfandi í Bandar. bannað að eiga fyrirtæki sem eiga viðskipti við Íran.
  • Ég get ekki fullyrt að Bandaríkin myndu beita okkur þetta þungu úrræði.
  • En þ.e. möguleiki.
  • Þetta bann er mjög öflugt, því það fælir almennt frá öll stærri alþjóðleg fyrirtæki.
  • Setur land sem beitt er því banni, í djúpfrysti - hvað erlendar fjárfestingar varðar eða viðskipti almennt.
  • Það verður mjög erfitt fyrir það land, að eiga utanríkisviðskipti.

 

Punkturinn er sá að áhættan af því fyrir Íslendinga að heimila Snowden að koma hingað, er gersamlega óútreiknanleg!

Ég er gersamlega viss um það, að það yrði aldrei svo að Bandaríkin gerðu nákvæmlega ekki neitt. Eina spurningin er - hversu harkalegar yrðu aðgerðir þeirra í kjölfarið. Og því, hve mikið yrði tjón á formi lífskjara fyrir Íslendinga. En það þarf vart um að efast - - að ef Snowden kæmi hingað. Myndu þær aðgerðir halda áfram svo lengi sem hann væri hér enn. Einungis ef hann væri afhentur bandar. yfirvöldum, myndu þær hætta. Ef hann t.d. væri sendur til 3-lands. Myndu þær líklega ekki hætta.

Jafnvel þó að Snowden væri síðar meir afhentur, væri líklega um varanlegt tjón á samskiptum við Bandaríkin að ræða.

Þ.e. velviljinn væri líklega varanlega tapaður. Sem myndi örugglega hafa margvíslegar neikvæðar afleiðingar síðar. T.d. næst þegar umhverfissamtök í Bandar. krefjast viðskiptaaðgerða gagnvart Íslandi vegna hvalveiða.

  • Mig grunar að svo harkalega yrðu aðgerðir Bandaríkjanna gagnvart okkur, að um mjög umtalsvert lífskjaratjón yrði að ræða, auk umtalsverðs viðbótar atvinnuleysis.
  • Það myndi líklega leiða landið í greiðsluþrot í stíl við Argentínu.
  • Ekki síst, að líklega myndi engin þjóð koma okkur til aðstoðar - en ég bendi á að ekki stóðu Norðurlandaþjóðir með okkur í Icesave deilunni, þegar Bretar og Hollendingar töfðu afgreiðslu AGS láns þegar gjaldeyrissjóður okkar var þurrausinn í kjölfar bankahruns, þá lögðust þau á árarnar með Hollendingum og Bretum, þegar okkur var í reynd hótað gjaldþroti.
  • Þarna örugglega var um að ræða hreinan hagsmunaútreikning Norðurlandanna, að þau hefðu meiri hagsmuna af góðum samskiptum við Bretland og Holland en við Ísland. Það mun algerlega pottþétt endurtaka sig ef Bandaríkin beita okkur refsiaðgerðum - - að þjóðir munu hugsa um sjálfar sig, sína hagsmuni, og meta að það borgi sig ekki að styggja Bandaríkin.
  • Við stæðum því algerlega ein gagnvart reiði Bandaríkjanna, eins og í dag Snowden sem einstaklingur gerir.


Ég skal ekki fullyrða að Snowden eigi enga samúð skilið!

En honum gat ekki dulist að hann yrði eftirlýstur af Bandaríkjunum, ef hann myndi leka mikilvægum gögnum. Honum gat ekki verið ókunnugt um réttarhöldin yfir Bradley Manning, að Manning væri líklegur að fá ævilangt fangelsi. Eða um það að stofnandi WikiLeeks er hundeltur af Bandaríkjunum, og einangraður í sendiráði Bólivíu í London þaðan sem hann líklega kemst ekki næstu árin.

Þannig séð kom hann sér vísvitandi í þann vanda sem hann er í þessa dagana, enda hefur hann viðurkennt að hafa tekið það starf er hann hafði síðast - til þess að safna gögnum í því skini að leka þeim.

Eins og Julian Assange, þá virðist hann í eigin krossferð gegn leynistofnunum Bandaríkjanna, í baráttu fyrir því að allt sé upplýst - ákveðin hugmyndafræðileg afstaða að leynistarfsemi njósnir almennt sé rangur hlutur.

  • Þarna snýr rétt eða rangt um hugmyndafræðilega afstöðu.
  1. Punkturinn er sá - - að burtséð frá þeirri hugmyndafræðilegu sýn á það hvort njósnir séu rangur hlutur, og söfnun leyndra upplýsinga almennt.
  2. Þá getur það ekki verið réttmætt - - að leggja í svo áhættusama vegferð fyrir heila þjóð, að bjarga einum einstaklingi frá réttvísi eigin þjóðar, þegar um er að ræða öflugustu þjóð heimsins og sú þjóð sem á í hlut á móti er ein af þeim veikustu í heiminum. Getur enga björg sér veitt, ef stórþjóðin beitir sér gegn henni - - sem hún alveg pottþétt mun gera.
  • Það getur ekki verið réttmætt, að tryggja rétt eins einstaklings, þegar það kostar mjög verulegar fórnir fyrir hóp einstaklinga sem telur heila þjóð þó sú þjóð teljist vera smá. 
  • Hópurinn hlýtur að hafa rétt líka - - hagsmunir margra einstaklinga, framtíð næstu kynslóðar þeirra jafnvel næstu kynslóða þeirra; hlýtur að vera mikilvægari á vogarskálunum.

Þannig að þegar við metum hvað telst rétt vs. rangt.

Þá væri það röng aðgerð að veita Snowden hæli á Íslandi.

Fyrir utan að það væri ólíklegt að við gætum varið hann fyrir bandar. flugumönnum, sem myndu vilja ræna honum upp á hvern dag áratugina á eftir þar til hann væri kominn í gröfina.

Og ekkert bendir til þess að fórn Snowden, þó við bætum í púkkið fórn allra Íslendinga á sínum lífskjörum til nútíðar og framtíðar; hefði nokkur hin minnstu áhrif í þeirri baráttu sem þeir sem eru á móti njósnum og söfnun upplýsinga í njósnaskyni - standa fyrir.

 

Niðurstaða

Einstaklinga eiga rétt á að fórna sinni framtíð er þeir berjast fyrir málstað sem þeir trúa á. En allt annað gegnir um það að taka ákvörðun sem myndi leiða til sambærilegrar fórnar fyrir heila þjóð. Það getur ekki talist réttmæt fórn eða sjálfsögð. Jafnvel þó málsstaðurinn væri góður. Ekki síst þegar líkur þess að sú fórn hefði áhrif virðast fjarskalega litlar og í reynd litlar sem engar. Barátta við vindmyllur.

Sannleikurinn er sá, að njósnir munu halda áfram hvað sem hver segir. Internetið er einfaldlega nýr vettvangur fyrir njósnastarfsemi. 

Í ljósi þess að mikið af skipulagðri glæpastarfsemi er til staðar á netinu, auk skipulagðrar hryðjuverkastarfsemi, er það mjög "barnalegt" að ætla að ekki verði njósnað um netiið.

Megin spurningin snýr ekki um að banna upplýsingasöfnun, heldur um notkun þeirra upplýsinga, að það sé nægt eftirlit með slíkri starfsemi af hálfu hvers lands fyrir sig.

Réttmætt er því að þrýsta á þau ríki sem stunda mjög virkar njósnir af þessu tagi, að gæta að því hvernig þeim upplýsingum er beitt. En vitað er að Bandaríkin - Bretland - Frakkland - Kína og örugglega Rússland a.m.k., stunda slíkar njósnir. Örugglega mun fleiri.

Þetta er hlutverk almennings í hverju landi fyrir sig, og auðvitað þurfa ríkin að íhuga áhrifin af sínum njósnum á samskipti sín á milli. Þegar allir njósna um alla að þvi er virðist.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. júlí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 869810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband