Hver eru lífskjör á Íslandi samanborið við Evrópulönd?

Ég ætla ekki að halda því fram að lífskjör séu ekki lægri hér á landi í dag en við höfum verið vön árin á undan hruninu. Ástæður þess eru vel þekktar - þ.e. bankabóla og svo stórt hrun. Síðan útbreiddur skuldavandi í samfélaginu.

Síðan bætist við skuldavandi íslenska ríkisins, sem hefur hlaðist upp síðan bankabólan sprakk með látum í október 2008.

Hér fyrir neðan má sjá samanburð við stöðu meðlimaríkja OECD!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/skuldasta_a-hins-opinbera-2013-q1.jpg

 

Eurostat birti fyrir nokkrum vikum áhugaverðan lista!

GDP per capita in the Member States ranged from 47% to 271% of the EU27 average in 2012

En það sem er áhugaverðast er samanburður skv. eftirfarandi formúlu.

"Actual Individual Consumption per capita in the Member States ranged from 48% to 141% of the EU27 average: An alternative welfare indicator, better adapted to reflect the situation of households, is Actual Individual Consumption (AIC) per capita 4 . Generally, levels of AIC per capita are more homogeneous than those of GDP but still there are substantial differences between the Member States. In 2012, AIC per capita expressed in PPS ranged between 48% of the EU average in Romania to 141% in Luxembourg ."

En eins og fram kemur í stutta textanum er reiknað fyrir mismunandi verðlag í löndum, til að fá sambærilegar tölur yfir neyslu.

Það ætti því að leiða fram mjög - sanngjarna lífskjaramælingu.

Þetta sést t.d. vel af samanburði á tölum yfir Lúxembúrg milli listanna en í evrum er landsframleiðsla per haus þar 271% þ.e. meir en 2 og hálfs sinnum meðaltal aðildarríkja ESB, en þegar reiknað er fyrir mismun á verðlagi milli landa þá mælist neysluvísitalan 141%.

Sem væntanlega þíðir að þó svo landsframleiðslan per haus sé meir en 2 og hálf föld, séu lífskjör Lúxembúrgara ekki 2 og hálf föld í reynd lífskjör meðalborgarans í ESB landi.

  • Verðlag skiptir máli.

Sömu tölur fyrir Noreg eru 195% og 138%. En það passar við það sem Íslendingar sem hafa verið í Noregi hafa komist að, þ.e. að vegna þess að verðlag þar í landi er verulega hærra en hér - - sé lífskjaramunurinn ekki eins mikill og ætla mætti af - mun hærri launum.

Þess vegna er svo hagstætt að vinna í Noregi en kaupa fyrir þau laun hérlendis!

En hver er hann þá í raun og veru?

 

Raunveruleg neysla!

  1. Lúxembúrg.............................141
  2. Noregur.................................138
  3. Sviss.....................................133
  4. Þýskaland..............................121
  5. Bretland................................120
  6. Austurríki..............................119
  7. Svíþjóð.................................118
  8. Danmörk...............................115
  9. Finnland................................114
  10. Frakkland..............................113
  11. Holland.................................112
  12. Belgía...................................112
  13. Ísland...................................110
  14. Írland.....................................98
  15. Ítalía......................................97
  16. Kýpur.....................................94
  17. Spánn....................................93
  18. Malta.....................................85
  19. Grikkland................................84
  20. Slóvenía.................................79
  21. Lítháen...................................74
  22. Slóvakía.................................72
  23. Pólland...................................71
  24. Tékkland.................................69
  25. Úngverjaland...........................61
  26. Lettland..................................61
  27. Tyrkland.................................60
  28. Eystland.................................59
  29. Króatía...................................59
  30. Svartfjallaland.........................55
  31. Búlgaría..................................49
  32. Rúmenía.................................48
  33. Serbía....................................43
  34. Makedónía...............................40
  35. Bosnía og Herzegóvína..............36
  36. Albanía...................................34

 

Eitt og annað kemur sennilega á óvart!

  1. Mér finnst merkilegt að, Bretland skíst fram úr Svíþjóð skv. þessari mælingu sem tekur út fyrir áhrif mismunandi verðlags og mælir neyslu.
  2. Ég bendi sérstaklega á stöðu Eystrasaltlandanna sem ég gerði bleik svo unnt væri með auðveldum hætti sjá þau í samanburðinum. En margir aðildarsinna hafa dásamað einmitt þau - - auðvitað vegna þess að þau stefna ótrauð á evruna. Sum hafa þegar tekið hana upp. 
  3. Mér finnst áhugaverðast - - hvar Ísland lendir í mælingunni. Það er, vel fyrir ofan Írland. Og önnur þau aðildarlönd Evrópusambandsins efnahagsvandræðum sem auk þess einnig eru meðlimir að evrusvæði, eiga því að sögn aðildarsinna að hafa mjög mikið forskot á Ísland, með gjaldmiðil í höftum o.s.frv. 
  4. Svo er áhugaverð - - sú órafjarlægð sem er á milli landa í lífskjörum þ.e. þeirra sem eru neðan við 50 vs. þau sem eru ofan við 100. Það eru greinilega ótrúlega fátæk lönd enn í Evrópu.

Lífskjaralega er Ísland í engri órafjarlægð frá löndum eins og Danmörku eða Finnlandi skv. þessari mælingu.

Við erum þannig séð - - neðst innan "vel stæða" hópsins.

En löfum í honum eigi að síður.

 

Niðurstaða

Sú staða sem fram kemur er að sjálfsögðu ekki staða sem við Íslendingar erum ánægð með. En þ.e. samt full langt gengið hjá þeim sem halda því fram, að það sé himinn og haf á milli kjara hérlendis og á hinum Norðurlöndunum. Á samanburðinum sést að svo er ekki, nema í samanburði við land eins og Noreg. Þ.s. lífskjör sannarlega eru verulega hærri. Kjör í Svíþjóð eru einnig töluvert hærri.

Bilið yfir til Danmerkur og Finnlands er ekkert það vítt, að Ísland eigi ekki að geta brúað það frekar skjótt. Um leið og eitthvað fer að rofa til í skuldakreppu landsins.

En þ.e. ákveðin klemma sem landið er í - þar til a.m.k. 2018. En eftir það ef við komumst í gegnum þann skafl án þess að tapa lífskjörum, ætti að rofa nokkuð til.

Sérstaklega ef ríkisstjórnin núverandi kemur einhverjum atvinnu-uppbyggingarverkefnum af stað.

En slík eðlilega geta tekið nokkurn tíma að skila sér að fullu, ný starfsemi blómstrar vanalega ekki á nóinu. 

Mér finnst í reynd landið koma merkilega vel út úr því ótrúlega áfalli er það varð fyrir.

 

Kv.


Bloggfærslur 27. júlí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 869810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband