16.7.2013 | 12:38
Hörkurifrildi um virkjanir í Þýskalandi minnir á Ísland!
Þetta eru örlítið öðruvísi virkjanir en þær sem við erum vön. Það er, risastórar vindmyllur til raforkuframleiðslu. En þ.s. er nýtt í þessu, er að "andstöðuhreyfing" um margt líkt - finnst mér - af því að lesa grein Der Spiegel um málið, andstöðuhreyfingu þeirri sem er til staðar hér á Íslandi. En sjónarmiðin eru lík, það er, koma kunnuglega fyrir sjónir.
- Náttúruvernd.
- Sjónmengun.
- Áhrif á lífríkið.
- Hávaði - bætist við sem vandi.
Undanfarin ár hefur verið byggt gríðarlega mikið af vindmyllum með ströndinni, en einnig víða meðfram hraðbrautum - - Þjóðverjar virðast ekki hafa enn sem komið er farið þá leið að reisa þær úti á sjó, eins og gert er í Bretlandi með mjög ærnum tilkostnaði.
En þ.s. hefur sett umhverfisverndarmenn í uppnám, eru áætlanir um að setja um vindmyllur í:
- Fjallaskógum.
- Við falleg stöðuvötn.
- Alltaf uppi á hæð þaðan sem til þeirra sést víða að.
- Hugtakið - sjónmengun - er því orðið heitt í umræðunni, nú þegar til stendur að taka undir þetta, helstu náttúruperlur Þýskalands.
"Even valuable tourist regions -- such as the Moselle valley, the Allgäu and the foothills of the Alps -- are to be sacrificed. Sites have even been earmarked by Lake Constance and near Starnberg, where the Bavarian King Ludwig II drowned."
- Síðan bætist við, að frá þessu þarf að leggja rafmagnslínur í staurum langan veg frá þessum gjarnan tiltölulega afskekktu stöðum, þar kemur aftur "sjónmengun" og síðan eins og hér á landi, vill fullt af fólki ekki hafa raflínur nærri sér sbr. áhyggjur af rafsegulsviðsmengun.
"Plans call for some 60,000 new turbines to be erected in Germany -- and completely alter its appearance."
"More than 700 citizens' initiatives have been founded in Germany to campaign against what they describe as "forests of masts", "visual emissions" and the "widespread devastation of our highland summits.""- En ekki síst eru það einnig neikvæð áhrif á "náttúru" - - að sjálfsögðu eru fiskistofnar ekki í hættu, en í staðinn eru það "fuglar himinsins" sem fljúga á þetta og bíða bana, sumir hafa vit á að forðast spaðana meðan aðrir hafa það ekki, að auki virðist þetta drepa gríðarlega mikið af skordýrum.
Eitt enn sem er líkt og á Íslandi - - allt þetta á að gera í hvelli.
Þ.e. verið að gera umhverfismat í miklu flýti eða jafnvel hreint ekki.
Deilurnar eru ekki síst harðar meðal umhverfissinna - - þ.s. annar hópurinn styður vindmyllurnar meðan að hinn er eldheitur á móti.
"Johannes Remmel, a member of the Green Party who serves as environment minister for the state of North Rhine-Westphalia, has announced that he would like to put up around 2,000 wind turbines in the region's forests. The state of Hesse also wants to cut down thousands of hectares of trees."
Þetta snýr að fókus, þ.e. þeir sem fókusa á "hreina orku" þ.e. þá sem ekki framleiðir koltvísýring, styðja þessar "virkjanir" má kalla þá "virkjanasinna" eða "nýtingarsinna" meðan að þeir sem vilja halda umhverfinu óspilltu - óttast áhrif á fugla - skordýr, sem sagt náttúruna; eru andvígir.
"Some pioneering projects are already underway, such as that in Ellern, a small town in the low mountain range of Hunsrück in the state of Rhineland-Palatinate. Ellern has recently become home to a record-breaking wind turbine some 200 meters tall, or far above the treetops."
"Semi-trailers pulled nacelles, the enormous housings for wind turbine engines, and transformer stations up the narrow forest roads. A 1,000-ton crane made its way up the slippery slopes to the peak; trees were felled at the side of the road to make way for it. At the top, the forest was cleared to nothing with chainsaws so that concrete foundations could be laid for the turbines."
"No one knows what the impact of such activities will be on the flora and fauna. The offensive into this mountain range took place "without checks," protests Germany's Nature and Biodiversity Conservation Union (NABU). In any case, the group says, the idea of generating wind power in the forest should be "rejected on principle.""
Þetta er þ.s. ég á við er ég segi umræðuna svipaða um a.m.k. sumt.
Der Spiegel - Mutiny in the Land of Wind Turbines
Vandinn var búinn til af Angelu Merkel!
Þetta er um að kenna A)ákvörðun hennar að loka kjarnaorkuverum í Þýskalandi í kjölfar slyssins í Japan þegar kjarnorkuver bræddi úr sér eftir að risaflóðbylgja fór yfir það og stórskemmdi, þó að enginn möguleiki sé til þess að sambærileg atburðarás eigi sér stað í Þýskalandi þ.e. 9,3 Richter skala skjálfti síðan margra metra há flóðbylgja frá hafi; varð mikil taugaveiklun í Þýskalandi tengt kjarnorkumálum í kjölfarið - að kjarnorkuver skildi geta brætt úr sér í Japan sem Þjóðverjar líta á sem það land sem þeir einna helst bera sig við, sé fyrirmynd. Óttinn var órökréttur þ.e. japanska kjarnorkuverið stóðst hinn ótrúlega skjálfta upp á 9,3 Ricther það var flóðbylgjan sem skemmdi það, sú staðreynd að Japanir byggðu sín ver við ströndina vegna þess að þá vantar stór vatnsföll svo vatnskæld kjarnorkuver í Japan þurfa að vera við strönd, meðan að í Þýskalandi þ.s. er gnógt vatnsfalla eru þau inn til landsins langt - langt frá öllum hugsanlegum flóðbylgjum, og að auki getur ekki orðið nándar nærri þetta stór skjálfti í Þýskalandi. Óttabylgjan var því órökrétt og Merkel hefði átt að sussa hana niður. En í staðinn tók hún afdrifaríka ákvörðun - - þá að loka öllum þýsku kjarnorkuverunum og það bara innan nokkurra ára.
- Vandinn er sá að þau framleiddu um 1/3 af allri raforku fyrir Þýskaland.
- Að auki voru þau staðsett þ.s. raforkuþörfin er mest, því þurfti ekki mjög mikið af rafstrengjum.
Seinni megin vandinn er B) ákvörðunin að orkan þyrfti að vera "umhverfisvæn." Þ.e. ekki kom til greina að reisa kolaorkuver, þó af kolum sé nóg enn í Þýskalandi. Né gasorkuver eða dísil. Þannig að það voru vindmyllur og sólarhlöður. Sólarhlöður í landi þ.s. snjóar um vetur - - og þ.s. gjarnan er skýjað.
- Vandinn við vindmyllurnar er ekki einungis sá að vindurinn er ekki alltaf til staðar, heldur sá að þær þurfa að vera staðsettar þ.s. vindinn er einna helst að fá.
- Sú staðsetning er víðast hvar ekki nærri þeim svæðum þ.s. orkuþörfin er mest.
- Það að loka kjarnorkuverum sem vísvitandi voru staðsett á þeim svæðum þ.s. orkuþörfin er mest, og skipta þeim út fyrir vindmyllur sem staðsettar eru einna helst utan þeirra svæða.
- Kallar á gríðarlega - - rafstrengi, þvers og kruss um allt landið.
Það sem er verst af öllu!
Er hve lítill tími er til stefnu! - "The German government wants to have renewable sources supply 35 percent of Germany's energy by 2020.
Það er vegna þess, að kjarnorkuverunum á að loka í síðasta lagi 2022.
Þess vegna er þessi gríðarlegi - flýtir í uppbyggingunni.
- Við þekkjum þetta, að þegar allt á að gera í hendingskasti er ekki einungis hætta á mistökum, heldur verða þau nánast örugg!
- Að auki, er farin að rísa upp "spillingarumræða" tengd verkefnunum.
En það eru mjög háir skattar á raforku framleidda með hefðbundnum aðferðum í dag. Sem hefur hækkað til muna raforkuverð til notenda. Ekki vinsælt eðlilega.
Síðan er beitt - - mjög háum styrkjum til verkefna, og til þeirra sem samþykkja að reistar séu vindmyllustöðvar á þeirra landi.
Dæmi um að bændur við ströndina hafi meiri tekjur af því að leigja landið undir vindmyllur en af því að hafa búskap.
"Baron Götz von Berlichingen, from the village of Jagsthausen in Baden-Württemberg, is a direct descendant of the knight celebrated by Goethe. Together with the power company EnBW, he is building 11 wind farms on his property. Used for farming, the land generated at the most 700 per hectare (2.5 acres) -- a fraction of what it earns as a site for wind turbines."
En ekki síst, virðist skorta - - eftirlit með verkefnunum, sem eru mjög - mjög mörg í gangi samtímis, úti um allt land.
- Fyrirtækin fá mikla styrki og þ.s. er verra græða meiri slíka eftir því sem þau reka flr. vindmyllur.
- Þannig að það virðist að þau séu að setja upp flr. vindmyllur, en þær sem líklega verða hagkvæmar þegar styrkjum verður aflétt.
- Líklega að verið sé að setja upp slíkar þ.s. vindur í reynd er ekki alveg nægilega mikill.
- Og það eru löndin sjálf sem sjá um eftirlitið með þessu - - og eins og gerist og gengur, standa þau sig mis vel.
"For a long time, the companies grew fat on feed-in tariffs, which provide guaranteed prices for green energy at above-market prices subsidized by the government via surcharges on consumers' power bills. Indeed, an entire industrial sector developed into a subsidy giant. The result? Bloated firms with excess capacity."
Svo er ágætt að hafa í huga - - hversu gríðarlega stórar þær stærstu eru orðnar.
"The sweeping blades of the Enercon E-126 cover an area of seven football fields. The rotors of modern wind turbines weigh up to 320 metric tons. There are 83 such three-armed bandits in Germany's largest wind farm, near the village of Ribbeck, northwest of Berlin. "
Það virðst eiginlega einungis spurning - - hversu stórt hneykslið verður á endanum.
""It's all an enormous swindle," says Besigheim-based auditor Walter Müller, 65, whose former job involved calculating the value of bankrupt East German factories. Today, he takes the same hard-as-nails approach to examining the books of wind farm companies." - "His verdict? A fabric of lies and deception. The experts commissioned by the operators of the wind farms sometimes describe areas with weak breezes as top "wind-intensive" sites to make them appear more attractive, he says. "Small-scale investors are promised profits to attract them into closed funds for wind farms that do not generate enough energy," he says. "Ultimately, all the capital is eaten up.""
Síðan að sjálfsögðu kostar þetta ótrúlegar upphæðir - - sem keyrir upp raforkukostnað í hæðir sem áður eru óþekktar.
Sem ég efa að muni bæta samkeppnisskilyrði þýskra atvinnuvega!
Spurning hvort það geti verið ástæða hvers vegna hagvöxtur hefur verið dalandi í Þýskalandi upp á síðkastið.
Niðurstaða
Mig grunar að ákvörðun Angelu Merkel, að loka kjarnorkuverum landsins, eigi eftir að reynast hennar verstu mistök. Þá meina ég, jafnvel enn verri - - heldur en stefna hennar um vanda svokallaðs "evrusvæðis."
En það að loka því sem framleiðir þriðjung orku landsins á einungis 9 árum, ætla að skipta þeirri orkuframleiðslu út, fyrir "græna orku" svokallaða þ.e. vindmyllur - sem verður meginfókusinn - og sólarhlöður. Sem kallar á gríðarlega rafstrengi þvers og kruss um allt landið.
En þ.e. ekki einungis að raforkuframleiðslan er færð af svæðum þ.s. eftirspurnin er mest, heldur þarf að reisa heldur umfram af vindmyllum til að mæta því að vindur er breytilegur. Og þá þarf að vera næg flutningsgeta til að flytja mikið rafmagn landshluta á milli.
Ég velti fyrir mér hvernig á að tryggja að ekki séu verulegar spennusveiflur í rafkerfinu. En ég hef heyrt einmitt, að þeirra sé að gæta í vaxandi mæli. Í raforkukerfi sem hafði fram að þessu verið mjög öruggt.
Kostnaðurinn er að sjálfsögðu - - stjarnfræðilegur.
Þ.e. það sem á eftir að hækka og hækka og hækka enn meir, raforkuverð í Þýskalandi.
Hvernig getur þýska iðnaðarvélin þolað svo hátt raforkuverð?
Hvernig getur almenningur umborið hann?
- Á einhverjum tímapunkti verður örugglega hætt við.
- Halda t.d. nýjustu kjarnorkuverunum í gangi, sem vitað er að engin ástæða er að slökkva á næstu 20 árin a.m.k., ef miðað er við ástand þeirra.
En þ.e. þessi gríðarlegi flýtir sem ekki síst, virðist vera að búa til mikla spillingu - "misallocation of resources" - og auðvitað, stendur til að reisa heilu vindmylluskógana á viðkvæmustu náttúrusvæðum Þýskalands, að því er best verður séð. Án umhverfismats.
Þetta virðist eiginlega miklu harkalegra - - en þ.s. gagnrýnt var hér, þegar svokölluð virkjun við Kárahnjúka var byggð.
Þetta eru Kárahnjúkar í háu margfeldi. Sannarlega er ekkert sökkt land. En mér virðist umhverfisáhrif þessara virkjana heilmikil, samt sem áður.
Það kaldhæðna er að líklega er það skárra, að slökkva ekki á kjarnorkuverunum. Frá umhverfissjónarmiði séð.
Kv.
Umhverfismál | Breytt 18.7.2013 kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 16. júlí 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 869810
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar