13.7.2013 | 18:57
Snowden óskar eftir hæli í Rússlandi!
Skv. erlendum fréttaveitum virðist Snowden hafa átt lokaðan fund á Sheremetyevo flugvelli við Moskvu, þangað sem völdum aðilum var boðið m.a. fulltrúa Amnesty International í Rússlandi, en þar var einnig t.d. þingmaður úr stjórnarflokki Rússlands. Engum blaðamönnum var hleypt á þann fund.
En en viðtöl við þátttakendur, hafa veitt ýmsar upplýsingar.
A.m.k. einu vídeói var lekið á rússneskan fjölmiðil, sjá áhugavert fréttavideó sem tekur góða yfirferð um stöðu málsins akkúrat núna.
Snowden to Seek Asylum in Russia for Now
Snowden to seek asylum in Russia
- Skv. þessu virðist Snowden ekki hafa lent í klónum á rússnesku leyniþjónustunni, heldur þvert á móti fengið að vera á hóteli sem finna má á komusvæðinu á Sheremetyevo flugvelli.
- Putin virðist því ekki spila þann leik - - að leka upplýsingum sem sagðar eru frá Snowden.
- Líklega eru lekarnir að undanförnu raunverulega frá Snowden komnir.
- Svo Bandaríkin, virkilega voru að njósna um viðskiptanefnd ESB t.d. í Washington og stofnanir ESB í Brussel, frá skrifstofum NATO. Sem þykir alls ekki gott - - að sú stofnun sé þannig "misnotuð."
- Þ.e. reyndar nett magnað, að könum skuli hafa dottið þetta til hugar.
En þetta er allt auðvitað að skaða mjög orðstír Bandaríkjanna um heim - - "the charm offensive" sem Obama hóf á fyrstu dögum í embætti, áhrif þess fara hratt dalandi.
Og margir sjá nú Obama sjálfan nærri eins dökkum litum og tja, Bush.
Ég velti fyrir mér hvaða áhrif þetta mun hafa á t.d. nýlega hafnar viðræður um viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna, en þá auðvitað gildir - - að því lengur sem málið er í fjölmiðlum. Því meiri er skaðinn.
En þetta er auðvitað vatn á myllu allra þeirra, sem eru andvígir Bandar. og þeirra áhrifum, og vilja síður auka samskiptin við þau. Hegðun Bandar. setur einnig "vini" þeirra í vanda. Gerir þeim erfiðar um verk!
Skaðinn fyrir Bandaríkin verður örugglega töluverður, en ennþá er óljóst hver sá verður.
Snowden revelations stir up anti-US sentiment
Bandaríkin virðast enn í sama ham, og þó fóru í eftir 9/11 atburðinn.
Bandarískar "intelligence" stofnanir virðast nánast - fá allt sem þær vilja í gegn.
Það er þá ef til vill þ.s. kemur fram, að þær séu að fara "offari."
En annað sem er áhugavert við þetta allt saman, er hve litla athygli bandar. fjölmiðla málið vekur, bandar. almenningur virðist lítt eða ekki meðvitaður um það, að meiriháttar krísa í samskiptum Bandar. og annarra vestrænna landa sé í gangi.
Mesta athygli vekur að Snowden virðist til í að lofa því að "leka ekki frekar"
- Anatoly Kucherena, a well-connected lawyer and member of several Kremlin advisory panels - "He's ready to meet Mr. Putin's request that he stop his subversive activities against the U.S. secret services,"
En fyrir rúmri viku er Putin sagðist vera til í að íhuga að veita Snowden hæli, setti Putin það skilyrði að Snowden yrði að hætta að "skaða hagsmuni Bandaríkjanna."
Ef marka má Kucherena, er Snowden nú tilbúinn að mæta því skilyrði.
----------------------------
Mér virðist samt sem áður, staðan eins og hún er þ.e. Snowden á komusvæðinu fastur þar viku eftir viku, henta Putin ákaflega vel; en þetta heldur kastljósi heimsfjölmiðla að "brotum" Bandaríkjanna, og því frá mannréttindabrotum Putins sjálfs á rússneskum borgurum.
Putin fær netta andlitslyftingu í heimsfjölmiðlum, fær að leika "góða" manninn í takmarkaðan tíma. Samtímis, að ímynd Bandaríkjanna fær "högg." Sem Putin sér örugglega sem gróða.
Það verður því áhugavert að sjá hvernig Putin mun bregðast við beiðni Snowden um hæli - - gegn loforði um að "halda kjafti" þ.e. leka ekki frekar, a.m.k. meðan hann er í Rússlandi.
- "National Security Agency leaker Edward Snowden emerged from seclusion Friday to say he wants political asylum in Russia until he can find a safe way to reach the Latin American countries offering to harbor him."
Áhugavert að Snowden er sagður óska um hæli þangað til að hann kemst annað, með öðrum orðum til "skamms tíma."
En væntanlega yrði það að vera ótímagreind hælisvist samt sem áður, þ.e. engin leið er að vita hve langan tíma það myndi taka að komast til 3-lands.
----------------------------
En sjálfsagt má lesa það úr þessu, beiðni Snowdens um Rússlandsvist - - að hann er orðinn leiður á vistinni á flugvellinum.
En þ.e. ekkert sérstakt sem bendir til þess, að henni ljúki fljótt.
Nema aðeins að Putin, heimili honum að dveljast formlega í landi Rússa.
- Putin mun auðvitað vega og meta hugsanlega gróða sinn af því að hleypa Snowden inn fyrir dyrnar, vs. það tjón sem Rússland býður þá í formi versnandi samskipta við Bandaríkin.
En sjálfsagt gæti Putin fengið nokkuð "propaganda value" úr þessu, ef Snowden væri til í að mæta á blaðamannafund t.d. og tala vel um Putin, jafnvel gæti honum brugðið fyrir, klippandi á borða hér og þar um Rússland.
Hver veit, jafnvel yrði málsverður með Putin í beinni.
Niðurstaða
Snowden dramað heldur áfram. Ef Putin hleypir honum ekki inn fyrir dyr. Þá er gæti Snowden ílenst á flugstöðinni þess vegna árum saman. Það verður forvitnilegt að fylgjast með fréttum af viðbrögðum Putins.
En skv. nýjustu fréttum - - eru engin viðbrögð enn komin frá rússneskum stjórnvöldum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 14.7.2013 kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 13. júlí 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 869810
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar