Er hvalveiðum Íslendinga að ljúka?

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum fréttir um nýframkomin vandkvæði við að flytja hvalkjöt til Japans í gegnum hefðbundnar flutningaleiðir - eins og hvern annan varning. En skv. fréttum eru Samskip hætt að flytja hvalafurðir eftir að vandkvæði komu upp í sambandi við umskipun 6 gáma af hvalkjöti í Hamborg, umhverfisráðherra Þýskalands virðist hafa beitt stjórnendur rekstrarfélags Hamborgarhafnar þrístingi. Ásamt því að grænfriðungar voru með dæmigerðar mótmælaaðgerðir, sem þeir eru orðnir þekktir fyrir. Að auki kemur fram að Rotterdam hefur um nokkurt skeið verið alfarið lokuð fyrir hvalafurðir: Hvalkjötið verður sent aftur til Íslands.

Skv. þessu virðist ekki vera um neinar beinar siglingar að ræða milli Íslands og Japans. Þó fræðilega sé unnt að flytja hvalkjöt í flugi - væri það töluvert kostnaðarsamari flutningsmáti.

Þannig að það getur verið að það stefni í stopp á hvalveiðar hér í atvinnuskini, nema í mjög smáum stíl sem dugar fyrir innlenda neyslu á hvalkjöti.

Það eiginlega virðist litlu máli skipta í þessu að Ísland sennilega hefur alþjóðalög með sér í þessu, og að skv. frétt - Truflun á flutningi hvalaafurða -  að Evrópusambandið hafi látið IUCN stofnun tengda Sameinuðu Þjóðunum framkvæma mat á stöðu dýrastofna í N-Atlantshafi, sem hafi m.a. þá slegið mati á stöðu hvalstofna í N-Atlantshafi og þar komi fram að staða langreiðarstofninn sé í góðu lagi á þeim slóðum.

En á sama tíma er langreiði á alþjóðlegri skrá yfir dýr í útrýmingarhættu, og hefur ekki fengist tekinn af þeim lista - - þó það sé gersamlega órökrétt að hafa langreiði á þeim lista. Eins og einn haffræðingur nefndi, að eins rökrétt væri þá að setja þorsk við Ísland á válista v. þess að þorskur í Norðursjó væri í slæmu ásigkomulagi. 

Þarna virðist flækjast fyrir andstaða þjóða sem hafa tekið hugmyndafræðilega afstöðu til hvalveiða, sem einfaldlega vilja setja hvaldráp í flokk t.d. með drápum á hundum, sem þekkjast ekki nema sums staðar í Asíu. Á vesturlöndum hefur ekki þekkst að ala hunda til átu, eins og t.d. hefur verið gert í Kína.

Á seinni árum hefur afstaða gegn hundaáti á Vesturlöndum harðnað mjög verulega, og sú afstaða virðist hafa yfirfærst einnig á hvali. Fjöldi þjóða tekur þá afstöðu að hvalveiðar séu rangur hlutur - punktur.

Þær þjóðir þvælast fyrir því að taka hvalastofna af válista, þó svo engin rök séu fyrir því að hafa þá á lista yfir dýr í útrýmingarhættu - - nema "tilfinningarök."

  • Spurning hvort að nú sé komið að þeim tímapunkti - - að Ísland verði af alvöru að íhuga að hverfa frá hvalveiðum? Eins og t.d. að Kína á seinni árum fer vaxandi mæli í felur með hundakjötsát. Formlega er það orðið bannað í Kína að ala hunda til átu. Þó talið sé að það bann sé í reynd mjög víða brotið.
  • Við séum einfaldlega komin í - óvinnandi stöðu. Eins og Kínverjar með sitt hundakjötsát.

Tek fram að mér er þannig séð "slétt sama" þó Kínverjar ali hunda til átu.

Þetta snýst einfaldlega um það - - hvort það borgar sig lengur að standa í þessari baráttu?

 

Niðurstaða

Hvað halda lesendur? Er hvalveiðum við það að verða sjálfhætt við Ísland?

Ég bendi á áhugaverða gamla grein sem ég fann á netinu: Hvalveiðar við Ísland!

------------------------------

Þar tæpir Jón Jónsson forstjóri Hafró á sögu hvalveiða við Ísland. Það áhugaverða er í reynd hve seint Íslendingar sjálfir hefja slíkar veiðar í atvinnuskyni. Ekki fyrr en 1935 "Hvalstöðin" í Tálknafirði. Hætt 1939 eftir að Seinni Styrjöld hófst. Ekki voru það stórfeldar veiðar þ.e. 469 dýr alls. Til samanburðar hafi starfsemi Hvals HF sem hófst 1948 verið 7471 dýr milli 1948-1978. En greinin er frá því ári.

En skv. því sem finna má á netinu, virðast útlendingar gjarnan hafa veitt hval við Ísland, stöku sinnum voru reknar stöðvar á landi t.d. á 16. öld og 17. öld. Síðan aftur milli 1883-1916 Norðmenn.

Ástæðan er líklega hve lengi veiðiaðferðir Íslendinga voru frumstæðar. Landsmenn auk þess réðu að því er virðist ekki yfir tækjum og kunnáttu til að veiða hval á öldum áður.

 

Kv.


Lánshæfi Ítalíu lækkað!

Þetta gerðist á þriðjudagskvöld að Standards&Poors kynntu ákvörðun sína að lækka lánshæfi ríkissjóðs landsins úr BBB+ í BBB. Sem er 2-prikum ofan við svokallaðan ruslflokk.

Horfur eru áfram - - neikvæðar. Sem þíðir að líkur eru á frekari lækkun matsins í framtíðinni.

S&P Cuts Italy Rating to BBB

S&P cuts Italy rating, leaves outlook negative

Italy’s Credit Rating Cut to BBB by S&P; Outlook Stays Negative

 

Punktar:

  • Meðalvöxtur Ítalíu sl. áratug - - neikvæður um 0,4% per ár.
  • Skuldir ríkisins 129% af þjóðarframleiðslu v. árslok.
  • Samdráttur ársins skv. nýrri spá S&P 1,9% í stað 1,4% sem spáð var áður.
  • Hagkerfi Ítalíu nálgast þá að vera 10% neðan við stöðu 2007 v. árslok.
  • Ef hagvöxtur nær ekki yfir 0% þarf ríkissj. Ítalíu 5% afgang af frumjöfnuði fjárlaga, til að standa undir skuldum.
  • Líkur þess að slík staða náist fram - - taldar minnkandi - “Risks to achieving such an outturn appear to be increasing,”
  • Atvinnulífið sé enn ósamkeppnisfært - "The firm said European Union data suggests that wages have become misaligned with underlying productivity trends, which is weighing on Italy's competitiveness."
  • Útflutningi Ítalíu hafi farið hnignandi sl. ár - "Additionally, Italy's share of the global goods and services market declined by about one-third between 1999 and 2012."
  • Samkeppnishæfis staðan virðist alvarleg - " As a result nominal unit labor costs have increased more in Italy than in any other major member of the euro zone, it said."
  • S&P telur skort á hagvexti stafa af skorti á aðgerðum til að glíma við vandamál á ítölskum vinnumarkaði, sem leiða til mikils skorts á sveigjanleika!

-----------------------------------------

Svo er rétt að hafa í huga lömunina í ítalskri pólitík. 

 

Hvað segir þetta okkur?

Það er sennilega ekkert land á evrusvæði sem myndi græða meir á því að yfirgefa evruna. En Ítalía á mörg góð fyrirtæki. Sem þíðir að um leið og samkeppnishæfni í kostnaði per vinnustund er náð til baka. Með einu stóru gengisfalli. 

Ættu þau að geta hafið öfluga sókn til þess að ná til baka tapaðri markaðshlutdeild á alþjóða mörkuðum.

En án hagvaxtar, er algerlega augljóst að Ítalía er gjaldþrota.

Auðvitað snögghækka skuldirnar í hlutfalli við þjóðarframleiðslu fyrst í stað, ef Ítalía yfirgefur evruna. En mig grunar að þrátt fyrir það, gæti traust markaða á Ítalíu styrkst.

En þ.s. skiptir máli er framvindan frekar en staðan akkúrat í augnablikinu, með samkeppnishæfni endurreista myndi sú framvinda þegar verða mun betri - þ.s. ítalska hagkerfið myndi geta farið að vaxa að nýju.

En líkur eru samt sterkar á því, að Ítalía myndi þurfa að semja við kröfuhafa um a.m.k. hagstæðari greiðslukjör eða lengingu á lánskjörum. En það má vera að höfuðstóls afskriftir yrðu óþarfar.

  • En mig grunar að þær aftur á móti verði óhjákvæmilegar ef Ítalía heldur sig innan evrunnar.

 

Niðurstaða

Það sem tölurnar segja okkur er að Ítalía er á hægri en öruggri siglingu í greiðsluþrot meðan að Ítalía er enn innan evru. Að hafa tapað þriðjungi af markaðshlutdeild á alþjóðamörkuðum, skýrir væntanlega fullkomlega af hverju ítalska hagkerfið stefnir í að vera 10% minna við árslok en við uppaf árs 2007. Sú niðurstaða er að sjálfsögðu vegna þess, að á Ítalíu hækkaði - eins og fram kemur - launakostnaður per vinnustund meir en í öðrum svokölluðum stórum löndum í Evrópusambandinu.

En hafandi í huga þá pólitísku lömun sem til staðar er á Ítalíu sem fátt bendir til að taki enda í bráð, virðist ekki sérdeilis líklegt að vilji skapist til að taka þær "róttæku" aðgerðir í vinnumarkaðsmálum sem þyrfti til - - svo unnt væri að lækka launakostnað með "launalækkunar" aðferðinni.

Án hagvaxtar er staða Ítalíu þannig séð ekki sjálfbær innan evrunnar.

 

Kv.


Bloggfærslur 11. júlí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 869810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband