25.5.2013 | 13:28
Svo unnt sé að standa við loforð um leiðréttingu til heimila, er einmitt lykilatriði að skapa Íslandi samningsstöðu!
Morgunblaðið laugardag 25-5 segir frá áhugaverðum hugmyndum sem koma fram í lögfræðiáliti Ástríðar Gísladóttur og Sigurðar Snædal Júlíussonar, sem unnið var fyrir hópinn - snjohengjan.is.
-----------------------------------Tekið úr frétt MBL.
- Setja inn ákvæði í íslenska löggjöf um að náist ekki að ljúka nauðasamningum Glitnis og Kaupþings fyrir næstu áramót, verði Glitnir og Kaupþing settir í greiðsluþrot.
- Að skerpa á gjaldþrotslöggjöfinni, þannig að allur vafi sé tekinn af um að þrotabúum sé einungis heimilt að fá greitt út í krónum. Hefð sé hvort sem er fyrir því á Norðurlöndum, að greiða út í eigin gjaldmiðli landanna. En rétt samt að skerpa á þessu.
- Afnema þær undanþágur sem í gildi séu varðandi eignir þær sem til staðar eru á höfuðbók 27 Seðlabanka Íslands, þ.e. ca. 400ma.kr, og bera vexti. Í dag er heimilað skv. undanþágu að erlendir krónueigendur fái að flytja úr landi vaxtagreiðslur í gjaldeyri.
- Að auki skv. lögfræðiálitinu sé unnt að takmarka fjárfestingarkosti þeirra aðila sem eiga það fé sem bundið er á höfuðbók 27.
- Hingað til hafi slitastjórnir Kaupþings og Glitnis, stefnt að því að ljúka nauðasamningum Glitnis og Kaupþings, svo unnt sé að greiða kröfuhöfum.
- En Seðlabanki hafi hingað til ekki heimilað slíkar greiðslur.
- Bent er á í lögfræðiálitinu að stjórnvöld geti sett ákvæði í lög sem setti þeim tímafrest um það hvenær yrði að ná fram nauðasamningum. Að öðrum kosti yrðu bankarnir settir í þrot.
- Fari bankarnir tveir formlega í gjaldþrotsmeðferð, sé skipaður af héraðsdómi skiptastjóri - sem sé hlutlaus og á að hámarka þau verðmæti sem eru í gömlu bönkunum, og greiða tilkröfuhafa. Þannig myndu erlendir kröfuhafar missa allt forræði sem þeir nú hafa yfir gömlu bönkunum í gegnum slitastjórnirnar.
- Fram kemur í lögfræðiálitinu að skiptastjóra beri að selja erlendar eignir þrotabúanna - sem eru yfir 2000 ma.kr. að andvirði í gjaldeyri - og skila til Seðlabanka.
- Þau verðmæti yrðu síðan greidd til kröfuhafa í krónum sem yrðu fastar hér á landi vegna hafta og myndu bera neikvæða vexti og því tapa fljótt verðmæti sínu.
- Íslenskum stjórnvöldum er heimilt að viðhalda gjaldeyrishöftum á meðan ljóst þykir að fjármálastöðugleika sé ógnað vegna gengisveikingar krónunnar.
- Í lögfræðiálitinu kemur fram að EFTA Dómstóllinn hafi staðfest að þjóðum EES sé veitt ákveðið svigrúm til að grípa til aðgerða sem nauðsynlegar þykja til að tryggja fjármálastöðugleika.
- Líklegt er talið að undanþágubeiðnum slitastjórnanna verði því ávallt hafnað af Seðlabankanum. nema fram komi tillaga sem feli í sér í reynd að kröfuhafar afsali sér krónueignum búanna og eignarhlutum í nýju bönkunum.
- Þá fyrst myndu skapast forsendur fyrir því að þrotabúunum yrði veitt undanþága frá gildandi gjaldeyrislögum um að greiða út til kröfuhafa hluta af 2000ma. erlendum eignum.
-----------------------------------
Fljótt á litið virðast þessar hugmyndir í góðu samræmi við kosningastefnu Framsóknarflokksins
Eins og var vel kynnt fyrir kosningar - - snýst tilboðið til kjósenda um að kröfuhafar séu knúnir til að afsala sér að fullu eða að stórum hluta inneign sinni á "höfuðbók 27" í Seðlabanka Íslands, í dag ca. að verðmæti 400ma.kr.
Þá sé lykilatriði að skerpt sé sem mest á samningsstöðu Íslands gagnvart þeim aðilum - - í því samhengi virðist því lögfræðiálit Ástríðar og Sigurðar allrar athygli vert.
Eignir þrotabúa Glitnis og Kaupþings með áætlað verðmæti 2000ma.kr. - en í erlendum gjaldeyri, eru eignir staðsettar erlendis, og því stendur ísl. peningakerfinu engin ógn af því, að þær eignir séu greiddar út - þ.e. í erlendum gjaldeyri.
Þ.e. smávegis tvíeggjað að láta þrotabúin, selja eignirnar erlendis, og skila því fé til Seðlabanka Íslands.
- Fræðilega gróði, að fá 2000ma.kr. af gjaldeyri inn í Seðlabankann. Það hljómar fljótt á litið virkilega fínt.
- Á hinn bóginn, að greiða það fé út í krónum - þá væri magn króna í alþjóðakerfinu aukið mikið, en að vísu á móti væri í sjóði Seðlabanka allt í einu kominn digur "eignarsjóður."
- Aðilarnir augljóst myndu vilja fá það fé greitt út í gjaldeyri - - miklu frekar.
- Á sama tíma, myndi vera unnt að setja "neikvæða vexti" á peningalegar inneignir sem aðilar eiga á bók í Seðlabanka Íslands.
- En aðilarnir teldust eiga þá inneign að verðmæti 2000ma.kr. í krónum.
- Sem gætu þá rýrnað jafnt og stöðugt að verðmæti.
Hugmyndin er með öðrum orðum - - eins og fram kom í kosningabaráttunni.
Að fá aðilana til að afskrifa sem hæst hlutfall 400ma.kr. á höfuðbók 27.
- Þ.e. auðvitað spurning um tímaramma!
- En heimili geta ekki fengið þessa peninga fyrr en ríkið hefur fengið þá í hendur.
- Möguleiki að heimilin verði óþolinmóð - - en ég bendi á móti, að okkar óþolinmæði getur skaðað okkar samningsstöðu.
- Við verðum að vera taktísk og snjöll, ef þetta á að takast að fullu.
- Smá þolinmæði, getur margborgað sig. Þetta getur alveg tekið ár, jafnvel rúmlega ár!
Niðurstaða
Mér virðist að staðan sé ekki óvænleg, en eins og fram kom í kosningabaráttunni þá sé samningsstaða Íslands sterk, í stað þess að vera veik eins og pólitískir andstæðingar leituðust við að halda fram - - komu jafnvel með sérkennilegan samanburð við stöðu Argentínu, sem hefur lent í langvarandi vandræðum við sína kröfuhafa. En þá er verið að bera saman epli og appelsínur, þ.s. á stöðu landanna tveggja er sá grundvallarmunur, að í tilviki Argentínu er að ræða skuldir argentínska ríkisins sjálfs en hérlendis hafa kröfuhafar ekkert tak á ríkinu eða tilkall til eigna þess - því ófærir um að beita ísl. ríkið sambærilegum hótunum og þeim sem argentínska ríkið stendur stöðugt frammi fyrir.
M.a. því, að skip - flugvélar, í eigu þess séu teknar eignarnámi, ef þær láta sjá sig utan landsteina.
Pólitískir andstæðingar gætu leitast við að ala á tortryggni heimilanna, því ljóst er að peningarnir sem lofað var, verða ekki í höndum ríkisins - strax eða alveg á næstunni.
Ég árétta það, að samningsstaða okkar byggist á því að staða kröfuhafa sé þrengd sem mest, og það gert sem kostnaðarmest fyrir þá - að vera lengi að semja.
Slík aðferð tekur tíma að skila tilskildum árangri, en eigi að síður er rökrétt að hún það geri - - en til þess að svo verði eigi að síður, þurfum við að vera á meðan "sterk."
Með öðrum orðum, við þurfum á auðsýna "taktíska" þolinmæði!
Þetta getur hugsanlega tekið allt að heilt ár, að spila sig í gegn, að kröfuhafar gefi þessar eignir eftir. Vonandi ekki lengur en það, þó ekki sé unnt að útiloka slíkt með öllu.
Ef rétt er haldið á spilum, þá munu þeir líklegar að velja að semja í fyrri lestinni frekar en þeirri síðari.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 25. maí 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 869814
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar