25.5.2013 | 13:28
Svo unnt sé að standa við loforð um leiðréttingu til heimila, er einmitt lykilatriði að skapa Íslandi samningsstöðu!
Morgunblaðið laugardag 25-5 segir frá áhugaverðum hugmyndum sem koma fram í lögfræðiáliti Ástríðar Gísladóttur og Sigurðar Snædal Júlíussonar, sem unnið var fyrir hópinn - snjohengjan.is.
-----------------------------------Tekið úr frétt MBL.
- Setja inn ákvæði í íslenska löggjöf um að náist ekki að ljúka nauðasamningum Glitnis og Kaupþings fyrir næstu áramót, verði Glitnir og Kaupþing settir í greiðsluþrot.
- Að skerpa á gjaldþrotslöggjöfinni, þannig að allur vafi sé tekinn af um að þrotabúum sé einungis heimilt að fá greitt út í krónum. Hefð sé hvort sem er fyrir því á Norðurlöndum, að greiða út í eigin gjaldmiðli landanna. En rétt samt að skerpa á þessu.
- Afnema þær undanþágur sem í gildi séu varðandi eignir þær sem til staðar eru á höfuðbók 27 Seðlabanka Íslands, þ.e. ca. 400ma.kr, og bera vexti. Í dag er heimilað skv. undanþágu að erlendir krónueigendur fái að flytja úr landi vaxtagreiðslur í gjaldeyri.
- Að auki skv. lögfræðiálitinu sé unnt að takmarka fjárfestingarkosti þeirra aðila sem eiga það fé sem bundið er á höfuðbók 27.
- Hingað til hafi slitastjórnir Kaupþings og Glitnis, stefnt að því að ljúka nauðasamningum Glitnis og Kaupþings, svo unnt sé að greiða kröfuhöfum.
- En Seðlabanki hafi hingað til ekki heimilað slíkar greiðslur.
- Bent er á í lögfræðiálitinu að stjórnvöld geti sett ákvæði í lög sem setti þeim tímafrest um það hvenær yrði að ná fram nauðasamningum. Að öðrum kosti yrðu bankarnir settir í þrot.
- Fari bankarnir tveir formlega í gjaldþrotsmeðferð, sé skipaður af héraðsdómi skiptastjóri - sem sé hlutlaus og á að hámarka þau verðmæti sem eru í gömlu bönkunum, og greiða tilkröfuhafa. Þannig myndu erlendir kröfuhafar missa allt forræði sem þeir nú hafa yfir gömlu bönkunum í gegnum slitastjórnirnar.
- Fram kemur í lögfræðiálitinu að skiptastjóra beri að selja erlendar eignir þrotabúanna - sem eru yfir 2000 ma.kr. að andvirði í gjaldeyri - og skila til Seðlabanka.
- Þau verðmæti yrðu síðan greidd til kröfuhafa í krónum sem yrðu fastar hér á landi vegna hafta og myndu bera neikvæða vexti og því tapa fljótt verðmæti sínu.
- Íslenskum stjórnvöldum er heimilt að viðhalda gjaldeyrishöftum á meðan ljóst þykir að fjármálastöðugleika sé ógnað vegna gengisveikingar krónunnar.
- Í lögfræðiálitinu kemur fram að EFTA Dómstóllinn hafi staðfest að þjóðum EES sé veitt ákveðið svigrúm til að grípa til aðgerða sem nauðsynlegar þykja til að tryggja fjármálastöðugleika.
- Líklegt er talið að undanþágubeiðnum slitastjórnanna verði því ávallt hafnað af Seðlabankanum. nema fram komi tillaga sem feli í sér í reynd að kröfuhafar afsali sér krónueignum búanna og eignarhlutum í nýju bönkunum.
- Þá fyrst myndu skapast forsendur fyrir því að þrotabúunum yrði veitt undanþága frá gildandi gjaldeyrislögum um að greiða út til kröfuhafa hluta af 2000ma. erlendum eignum.
-----------------------------------
Fljótt á litið virðast þessar hugmyndir í góðu samræmi við kosningastefnu Framsóknarflokksins
Eins og var vel kynnt fyrir kosningar - - snýst tilboðið til kjósenda um að kröfuhafar séu knúnir til að afsala sér að fullu eða að stórum hluta inneign sinni á "höfuðbók 27" í Seðlabanka Íslands, í dag ca. að verðmæti 400ma.kr.
Þá sé lykilatriði að skerpt sé sem mest á samningsstöðu Íslands gagnvart þeim aðilum - - í því samhengi virðist því lögfræðiálit Ástríðar og Sigurðar allrar athygli vert.
Eignir þrotabúa Glitnis og Kaupþings með áætlað verðmæti 2000ma.kr. - en í erlendum gjaldeyri, eru eignir staðsettar erlendis, og því stendur ísl. peningakerfinu engin ógn af því, að þær eignir séu greiddar út - þ.e. í erlendum gjaldeyri.
Þ.e. smávegis tvíeggjað að láta þrotabúin, selja eignirnar erlendis, og skila því fé til Seðlabanka Íslands.
- Fræðilega gróði, að fá 2000ma.kr. af gjaldeyri inn í Seðlabankann. Það hljómar fljótt á litið virkilega fínt.
- Á hinn bóginn, að greiða það fé út í krónum - þá væri magn króna í alþjóðakerfinu aukið mikið, en að vísu á móti væri í sjóði Seðlabanka allt í einu kominn digur "eignarsjóður."
- Aðilarnir augljóst myndu vilja fá það fé greitt út í gjaldeyri - - miklu frekar.
- Á sama tíma, myndi vera unnt að setja "neikvæða vexti" á peningalegar inneignir sem aðilar eiga á bók í Seðlabanka Íslands.
- En aðilarnir teldust eiga þá inneign að verðmæti 2000ma.kr. í krónum.
- Sem gætu þá rýrnað jafnt og stöðugt að verðmæti.
Hugmyndin er með öðrum orðum - - eins og fram kom í kosningabaráttunni.
Að fá aðilana til að afskrifa sem hæst hlutfall 400ma.kr. á höfuðbók 27.
- Þ.e. auðvitað spurning um tímaramma!
- En heimili geta ekki fengið þessa peninga fyrr en ríkið hefur fengið þá í hendur.
- Möguleiki að heimilin verði óþolinmóð - - en ég bendi á móti, að okkar óþolinmæði getur skaðað okkar samningsstöðu.
- Við verðum að vera taktísk og snjöll, ef þetta á að takast að fullu.
- Smá þolinmæði, getur margborgað sig. Þetta getur alveg tekið ár, jafnvel rúmlega ár!
Niðurstaða
Mér virðist að staðan sé ekki óvænleg, en eins og fram kom í kosningabaráttunni þá sé samningsstaða Íslands sterk, í stað þess að vera veik eins og pólitískir andstæðingar leituðust við að halda fram - - komu jafnvel með sérkennilegan samanburð við stöðu Argentínu, sem hefur lent í langvarandi vandræðum við sína kröfuhafa. En þá er verið að bera saman epli og appelsínur, þ.s. á stöðu landanna tveggja er sá grundvallarmunur, að í tilviki Argentínu er að ræða skuldir argentínska ríkisins sjálfs en hérlendis hafa kröfuhafar ekkert tak á ríkinu eða tilkall til eigna þess - því ófærir um að beita ísl. ríkið sambærilegum hótunum og þeim sem argentínska ríkið stendur stöðugt frammi fyrir.
M.a. því, að skip - flugvélar, í eigu þess séu teknar eignarnámi, ef þær láta sjá sig utan landsteina.
Pólitískir andstæðingar gætu leitast við að ala á tortryggni heimilanna, því ljóst er að peningarnir sem lofað var, verða ekki í höndum ríkisins - strax eða alveg á næstunni.
Ég árétta það, að samningsstaða okkar byggist á því að staða kröfuhafa sé þrengd sem mest, og það gert sem kostnaðarmest fyrir þá - að vera lengi að semja.
Slík aðferð tekur tíma að skila tilskildum árangri, en eigi að síður er rökrétt að hún það geri - - en til þess að svo verði eigi að síður, þurfum við að vera á meðan "sterk."
Með öðrum orðum, við þurfum á auðsýna "taktíska" þolinmæði!
Þetta getur hugsanlega tekið allt að heilt ár, að spila sig í gegn, að kröfuhafar gefi þessar eignir eftir. Vonandi ekki lengur en það, þó ekki sé unnt að útiloka slíkt með öllu.
Ef rétt er haldið á spilum, þá munu þeir líklegar að velja að semja í fyrri lestinni frekar en þeirri síðari.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 25. maí 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 3
- Sl. sólarhring: 178
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 871715
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 194
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar